Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 27
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
39
Merming
Myndlistar-
miðlun DV
Þiykk eftir Magnús Kjartansson
Eins og getið var um í DV á laugar-
daginn hefur blaðið ákveðið að bjóða
lesendum sínum grafískt þrykk eftir
Magnús Kjartansson myndlistarmann
sem er án efa einn af mætustu fulltrú-
um sinnar kynslóðar á myndlistar-
sviði. Þrykkið, sem nefnist „Tímaþjóf-
urinn“ og er frá 1984, er prentað í 200
númeruðum og árituðum eintökum,
og kostar aðeins 2200 krónur, sem er
nánast gjafverð.
Nægir að geta þess, að algengt verð
fyrir grafíkþrykk á íslenskum grafík-
sýningum er 5000 krónur.
Lesendur blaðsins geta fest sér ein-
tak eða eintök af þessari mynd
Magnúsar á smáauglýsingadeild DV,
eða pantað hana gegnum síma eða
með bréfi. Verða þrykkin send kaup-
endum í sérstökum plastumbúðum,
gegn póstkröfu eða tilvísun í VISA eða
Eurocard greiðslukort.
Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt
dagblað gerir tilraun af þessu tagi til
myndlistarmiðlunar, en úti í heimi
bjóða dagblöð lesendum sínum gjam-
an upp á grafíkverk við vægu verði.
Nægir til dæmis að nefna grafíska
útgáfu stórblaðsins Politiken, sem nú
hefur minið sér fastan sess í dönsku
menningarlífi. Hafa margir danskir
grafíkunnendur keypt fyrstu þrykk sín
hjá Politiken.
Magnús Kjartansson (f. 1949) er
sennilega þekktastur fyrir stór, sam-
sett myndverk sín, en hann hefur lagt
gjörva hönd á margt annað, þar á
meðal jám- og leirskúlptúr, og svo
auðvitað grafík. Magnús stundaði
grafíknám i Myndlista- og handíða-
skólanum forðum daga og var kom-
vmgum boðið að taka þátt í hinum
ffæga grafíkbiennal í Ljubljana í
Júgóslavíu.
Síðan hefur hann fengist við gerð
grafíkmynda með reglulegu millibili
og hefur þá gert tilraunir með ýmsa
nýstárlega prenttækni.
Magnús hefúr haldið sex einkasýn-
ingar og verk hans er að finna í öllum
helstu söfnum landsins.
Magnús hlaut Menningarverðlaun
DV fyrir myndlist 1986.
-ai
Sr. Emil Bjömsson.
skemmtilegur kjamakarl, sem hafði
mikil áhrif á sonarson sinn. Hann til-
heyrði fremur 18. öldinni en þeirri 20.,
að því er mér virðist.
Margt af því, sem Emil lýsir, minnir
mjög á sitthvað, sem lýst er í eldri
bókum Halldórs Laxness, enda vitnar
Emil oft í þær og finnur til skyldleika
við ýmsar sögupersónur hans.
Óþarflega snubbótt
Yfir bókinni er töluvert dapurlegur
blær. Lífið er fátækt og strit. Það er
greint frá margháttuðu andstreymi
eins og stysförum, heilsuleysi og dauða
ástvina. Alltaf birtir þó upp á milli.
Þá em líka líflegir þættir eins og t.d.
kaflinn um skemmtanalífið þar eystra.
Þar lýstur öllu saman. Þar er bullandi
harmoníkumúsík með tilheyrandi
danskúnstum, fyllirí og slagsmál, en
inni á milli koma uppbyggilegir fyrir-
lestrar gegn drengjakollum og silki-
sokkum, sem voru þá vist ekki minna
hneykslunarefhi en dópið nú á dögum.
Á bögglauppboðum, sem tilheyrðu
skemmtanahaldi, gat heppinn maður
fengið næturgagn í sinn hlut. „Gleðin
er heilust og dýpst við það smáa,“
sagði Einar Benediktsson.
Þetta er góð bók, en það, sem mér
þykir helzt að er það, að hún er eigin-
lega of stutt. Þá á ég við, að frásögnin
er víða óþarflega snubbótt. „Ömefhi í
sveitinni minntu á fleiri voðaatburði,
svo sem Tyrkjaránið." Nú spyr maður:
Við hvaða ömefni er þá átt? Víða er
sagt mjög stuttaralega frá mönnum
og málefnum, sem maður vildi vita
meira um.
Á nokkrum stöðum er greint frá
áhugaverðum hlutum eins og lesendur
hljóti að kunna skil á þeim. Ég efast
um, að svo sé að öllum jafhaði. Það
er minnzt á sr. Guttorm Vigfússon,
„sem kenndi Einari Benediktssyni lat-
ínuna forðum'1. Hvað með það? Sagt
er frá „brunanum mikla í Hítardal"
eins og þar sé um að ræða eldsvoða,
sem aikunnur sé fólki nú á dögum.
Þá segir frá manni einum, sem „fékk
síðastur manna konungsleyfi til að
giftast". Úr því að þessa er getið, er
full ástæða til að útskýra hvers vegna
þessi krókaleið upp i konungsgarð
þurfti til að koma.
í frumskógi málsins
Emil hefur það eftir Sigurði skóla-
meistara á Akureyri, að hann (Emil)
sé fæddur í „frumskógi málsins,“ þ.e.
á mótum Múlasýslna og Skaftafells-
sýslna. Ymislegt í orðalagi höfundar
bendir í þessa átt. Þama eru orð, sem
ég hef aldrei heyrt og skil ekki, t.d.
„að rorra regin-dorru" og „snoð-
ræna“. Eitt ágætt orð rakst ég á, sem
ég hef ekki séð áður. Það er orðið
„meingreindur".
Ekki átta ég mig alveg á stafsetn-
ingu höfundar. Hann skrifar alltaf
„úngur" og „lángur" upp á kiljönsku,
eins og einu sinni var sagt, en henni
er ekki fylgt nema að takmörkuðu
leyti, t.d. skrifar höfundur „enginn",
ekki „einginn, „löngum", en ekki
„laungum".
Þessi bók er ekki mikil að vöxtum,
en hún lumar á drjúgri lífsvizku. Hún
er mjög lipurlega skrifuð. Ytri búnað-
ur er smekklegur.
Bókinni lýkur, þegar höfundur fer
alfarinn úr Breiðdalnum árið 1932, þá
15 ára gamall og stefhir á langskóla-
nám. Það verður fróðlegt að lesa síðar,
hvemig reisan eftir menntabrautinni
gekk hjá þessum unga manni.
Magnús Kjartansson myndlistarmaður. Innsett mynd er af DV-þrykkinu „Timaþjófur'
Fjöldi fólks kemur á hverjum laugardegi í JL Byggingavörur.
Þiggur góö ráö frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að
húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna.
Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni.
Laugardaginn 22. nóvember verður kynningu háttað sem hér segir:
JL Byggingavörur, Stórhöföa. JL Byggingavörur v/Hringbraut.
Laugardaginn 22. nóvemberkl. 10-16. Laugardaginn 22. nóvemberkl. 10-16.
Steinullarverksmiðjan Kynnum panelklæðningar
kynnirframleiöslu sína, úrfuru og greni.
Þolplötur, Þéttull og Léttull.
Komið, skoðið, fræðist
BYGGINGAVÖRUR
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600
PL