Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 28
1
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
40
Andlát
Ágúst Þorvaldsson fyrrverandi al-
þingismaður lést 12.nóvember sl.
Hann fæddist 1. ágúst 1907. Foreldr-
ar hans voru Þorvaldur Bjömsson
og Guðný Jóhannsdóttir. Árið 1942
kvæntist hann Ingveldi Ásgeirsdótt-
ur og eignuðust þau 16 böm. Ágúst
var kosinn í stjórn Mjólkurbús Flóa-
manna 1961 og sat þar í 20 ár. Hann
var kosinn í stjórn Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík 1966 og. var
formaður stjómar þar frá 1969 þar
til hann lét af störfum. Ágúst sat í
fjölda nefnda í sveit sinni og sýslu
um tugi ára. Utför hans verður gerð
frá Hraungerðiskirkju í dag kl. 14.
Jóhanna Arthúrsdóttir, Brattholti
5, Mosfellssveit, andaðist í Landspít-
alanum að morgni 20. nóvember.
Magnús Einarsson fyrrverandi
verkfæravörður, Marklancíi 2, lést
19. nóvember.
Axel Pétursson, Nökkvavogi 40,
lést 10. nóvember. Útför hans hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Guðmundur Kr. Jónsson, Vatns-
holti 4, Reykjavík, lést að morgni 18.
nóvember í Borgarspítalanum.
Útför Einars Eiðssonar, Seljabraut
46, ^sem lést 14. þessa mánaðar, fer
fram í Bústaðakirkju laugardaginn
22. nóvember kl. 11. Jarðsett verður
í Skarðskirkjugarði.
Tilkynningar
Jólamerki kvenfélagsins
„Framtíðin á Akureyri“
er komið út. Merkið er gert af myndlistar-
konunni Iðunni Ágústsdóttur og er
prentað í Prentverki Odds Björnssonar,
h/f. Akureyri. Sölustaðir eru: Póststofan
Akureyri, Frímerkjahúsið og Frímerkja-
miðstöðin í Reykjavík. Félagskonur sjá
um sölu á Akureyri. Merkið kostar sjö
krónur og allur ágóði af sölunni rennur í
elliheimilissjóð félagsins.
Ný íslensk skrifstofuhúsgögn
í hæsta gæðaflokki
Nú eru komin á markaðinn hérlendis ný
íslensk skrifstofuhúsgögn sem uppfylla
ítrustu gæðakröfur, sem gerðar eru til
slíkra húsgagna á alþjóðlegum markaði.
Þessi nýju húsgögn, sem hlotið hafa heitið
VIVA, eru eftir Pétur B. Lúthersson hús-
gagnaarkitekt. Þau eru nú almenningi til
sýnis í fyrsta sinn í versluninni Epal, sem
þekkt er fyrir að hafa aðeins úrvals hús-
búnað á boðstólum. Verslunin mun selja
þessi nýju skrifstofuhúsgögn, en framleið-
andi er Smíðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar
í Reykjavík.
Foreldrar barna í Steinahlíð
Foreldrar á foreldrafundi í Steinahlíð 11.
nóv. 1986 mótmæla 10% hækkun á dag-
vistargjöldum sem borgarráð hefur nýlega
samþykkt. Við styðjum fóstrur í sinni
launabaráttu og teljum sinnuleysi borgar-
yfirvalda gagnvart kröfum þeirra stefna
starfsemi dagvistarheimilanna í mikinn
voðt.
Við borgum gjarnan 10% hærra dagvist-
argjald ef það yrði til þess að hækka laun
starfsfólksins.
Við viljum að bömin okkar fái góða
þjónustu og búi við þroskandi uppeldisleg-
ar aðstæður. En með stefnu borgaryfir-
valda er hætt við að dagvistarheimilin
verði geymsla þar sem fátt fagmenntað
starfsfólk fæst til að vinna.
Við hvetjum aðra foreldra til að láta í
sér heyra.
ísfugl styrkir handknattleiks-
deild Aftureldingar
Fyrirtækið Isfugl í Mosfellssveit og hand-
knattleiksdeild Aftureldingar hafa gert
með sér samning. Isfugl, sem verið hefur
vaxandi fyrirtæki í Mosfellssveit, hefur
ákveðið að styrkja handknattleiksdeildina
næstu 2 keppnistímabil og leikur meist-
araflokkur karla nú í nýjum búningi,
merktum ísfugli. Mikið starf fer fram í
handkn ’ttleiksdeildinni. Þar æfa alls hátt
í 200 einstaklingar handbolta og nær
samningurinn til allra aldurshópa. Vill
stjóm handknattleiksdeildar færa Isfugli
sínar bestu þakkir fyrir góðan hug til
íþsóttamála í Mosfellssveit.
Heiðar Jónsson snyrtir
opinskár við Samúel
Heiðar Jónsson snyrtir er afar op-
inskár og skemmtilegur viðmælandi
eins og kemur glöggt fram í viðtali
sem birt er við hann í nýútkomnu
tölublaði Samúels. Þar ræðir hann
um snyrtingu, íslenskar fegurðar-
drottningar og annað kvenfólk,
sýningarsamtökin, sjálfan sig og sitt-
hvað fleira.
Þá eru einnig í blaðinu viðtöl við
forsvarsmenn ungliðahreyfinga fjór-
flokkanna, Skriðjöklana, frétta-
stjóra Pravda og blaðamann sem
hefur Hvíta húsið sem sérgrein.
Auður Haralds fer á kostum í grein
sem hún sendir Samúel frá Róm. Þar
segir hún frá því að það liggi pening-
ar í sorpi. Kynnt eru andlitin bak
við raddirnar á Bylgjunni. Birt er
fróðleg grein um notkun kreditkorta.
Sagt er frá „beinni sjónvarpssend-
ingu“ bandarísku sjónvarpsstöðvar-
innar CNN, sem fór 225 þúsund km
vegalengd frá Loftleiðahótelinu til
fréttamiðstöðvarinnar sem starfrækt
var í íþróttahúsi Haga- og Melaskóla
meðan á leiðtogafundinum stóð.
Loks er í blaðinu grein um hinn
hneykslanlega Divine, sem hér
skemmti fyrir fáeinum dögum, í opnu
er grein um dæmalausa dauðdaga og
í annarri opnu myndskreytt frétt um
það, að nú sé blautbolskeppni Holly-
wood að berast á svið diskóteksins
Hippodrome í London. Og annars
staðar í blaðinu kynnir Samúel ein-
hverja Lóu í máli og myndum...
Þess má geta að Olafur Hauksson
hefur látið af ritstjórn Samúels að
sinni og við tekið Þórarinn Jón
Magnússon sem jafnframt ritstýrir
tímaritinu Hús & híbýli sem gefið er
út af sama útgáfufyrirtæki.
Athygli vekur að þetta 17 ára
gamla tímarit, sem lengstum hefur
verið talið aðalmálgagn íslenskra
karlrembusvína, er nú að mestum
hluta skrifað af kvenfólki. Velta
menn því fyrir sér, hvort þar með sé
síðasta vígi karla fallið. Það verður
þó ekki séð, þegar nýjasta blaðinu
er flett, að fullnaðarsigur hafi unn-
ist...
Taflfélag Reykjavíkur
vill vekja athygli nemenda skólans á sér-
stökum skákæfingum fyrir 14 ára og yngri
(bæði drengi og stúlkur) sem fara fram að
Grensásvegi 46 einu sinni í viku - á laug-
ardögum kl. 14-18.
Á þessum skákæfmgum er einkum um
að ræða eftirfarandi:
1) Skákkennsla fyrir b.vrjendur og
skákskýringar.
Skákir eru skýrðar, einkum með tilliti
til byrjana. Skipt er í flokka eftir getu.
2) Fvrir stúlkur. Stúlkur eiga kost á sér-
leiðsögn.
3) Æfingaskákmót. Teflt er í tveim eða
fleiri flokkum eftir fjölda og getu.
4) Fjöltefli. Þekktir skákmeistarar koma
í heimsókn og tefla fjöltefli, að meðaltali
einu sinni í mánuði.
5) Endataflsæfingar. Nemendum gefst
kostur á að gangast undir sérstök próf í
endatöfium. Fjölrituð verkefni eru afhent
í félagsheimilinu.
Þátttaka í laugardagsæfingum er
ókeypis. Þeir sem gerast félagar í Taflfé-
lagi Reykjavíkur geta tekið þátt í öðrum
skákæfingum og skákmótum á vegum fé-
lagsins fyrir lægra gjald en ófélagsbundn-
ir.
Aðalleiðbeinandi er hinn kunni skák-
meistari Jón A. Pálsson. Aðstoðarmenn
hans eru Davíð ólafsson og Þröstur Þór-
hallsson.
Aðalleiðbeinandi stúlkna er hin reynda
skákkona Svana Samúelsdóttir.
Jólakort kvenfélagsins
Hringsins
Jólakort til styrktar bamaspítalasjóði
Hringsins eru komin á markaðinn. Hönn-
uður kortanna er Guðrún Geirsdóttir
félagskona. Þau eru í tveimur litum, blá
og rauð, á bakhlið er merki félagsins. Þau
verða seld á ýmsum stöðum í borginni,
m.a. á Barnaspítala Hringsins, Hagkaupi,
bióma- og bókabúðum og hjá félagskonum.
1 I .11 14 ,í>í hú nujsúáunnua mugöbv;
I gærkvöldi
Sigrún Einarsdóttir skrífstofustúlka:
Ég fylgi Páli
I gærkvöldi horfði ég ekki mikið
á sjónvarp, þar sem ég á ekki af-
ruglara, en hlustaði í stað þess á
fimmtudagsleikritið sem ég geri allt-
af enda eru þau yfirleitt mjög góð
og vel leikin. Þriðjudagssakamála-
þættimir eru það besta sem sjón-
varpið býður upp á. Ég missi aldrei
af I örlagastraumi, þeir þættir eru
mjög spennandi. Islensku þættina
horfi ég alltaf á. Annars horfi ég
ekki mikið á sjónvarp þó ég hafi
gullið tækifæri til þess því við höfum
bæði myndband og erlendan mót-
tökudisk og maður gæti þess vegna
legið yfir sjónvarpinu allan sólar-
hringinn. Sjónvarpið er miklu betra
en Stöð 2 þó hún hafi einn og einn
góðan þátt, til dæmis eins og Dallas,
sem ég missi aldrei af.
Ég hlusta alltaf á Bylgjuna á dag
Sigrún Einarsdóttir.
inn, hún er mjög góður undirleikur
við vinnuna. Það er aftur á móti
slæmt hvað þeir tala vitlaust mál,
þeir eru alltof linmæltir. Páll Þor-
steinsson er framúrskarandi út-
varpsmaður og ég myndi fylgja
honum hvert sem er. Rás 1 er miklu
vandaðra útvarp en það er erfitt að
hlusta á hana í vinnuni þvi það þarf
að leggja við hlustir og þá yrði
manni ekki mikið úr verki. Rás 1
krefst stanslausrar hlustunar en
þættir eins og búnaðarmál og fleiri
af þeim toga mættu alveg missa sín.
Þessi mál eru í öllum blöðum og það
ætti að vera alveg feikinóg þvi hlust-
unarhópurinn er það smár. Ég læt
annars fjölmiðlana sitja á hakanum
því ég vil heldur ljúka við öll mín
verk áður en ég fer að eyða tímanum
í sjónvarpsgláp.
Nýtt bakarí í Breiðholti
Fyrir nokkru var opnað bakaríið Brauð-
berg að Hraunbergi 4 í Breiðholti.
Brauðberg leggur áherslu á fjölbreytt úr-
val af kökum og brauðum auk mjólkur-
vara. Athyglisvert er að Brauðberg er
opnað fyrr á morgnana en önnur bakarí í
Breiðholti, eða kl. 7.45. Þessi nýbreytni
hefur mælst mjög vel fyrir hjá viðskipta-
vinum. Bakaríið er mjög vel búið tækjum.
Allar innréttingar eru innfluttar frá Dan-
mörku og eru þær sérlega glæsilegar.
Brauðberg er staðsett að Hraunbergi 4,
gegnt Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Jólakort Svalanna er komið út
Jólakort Svalanna er komið út en ein fé-
lagskvenna, Sigríður Gyða Sigurðardóttir,
hefur hannað kortið. Kortin verða til sölu
í versluninni Svörtu perlunni, Skóla-
vörðustíg 3, og versluninni Ástund,
Austurveri. Svölumar eru félag núverandi
og fyrrverandi flugfreyja. Aðalmarkmið
félagsins er að afla fjár til styrktar þeim
sem minna mega sín í þjóðfélaginu og er
jólakortasalan ein aðalfjáröflunarleið fé-
lagsins. Á þessu ári munu Svölumar nota
allt söfnunarfé sitt til að styrkja fjölfotluð
böm. 1 október sl. veittu Svölurnar 10 ein-
staklingum námsstyrki til framhaldsnáms
í kennslu og þjálfun fjölfatlaðra barna.
Einnig styrkja Svölumar í ár stofnanir
sem annast fjölfotluð börn. Árangur jóla-
kortasölunnar ræður því hversu myndar-
lega verður hægt að styrkja þessar
stofnanir. Svölurnar þakka velunnurum
sínum veitta aðstoð á liðnum árum og
treysta á stuðning þeirra nú sem fyrr.
Jólakort Styrktarfélags van-
gefinna
Komin em á markaðinn jólakort félags-
ins. Að þessu sinni em þau með myndum
af verkum listakonunnar Sólveigar Eggerz
Pétursdóttur og Úlfs Ragnarssonar lækn-
is. Kortin verða til sölu á skrifstofu
félagsins, Háteigsvegi 6, í versluninni
Kúnst, Laugavegi 40, og á heimilum fé-
lagsins. Öllum ágóða af sölu jólakortanna
verður varið til styrktar málefnum vangef-
inna en um þessar mundir er verið að ljúka
framkvæmdum við byggingar félagsins í
Víðihlíð. Að gefnu tilefni skal það tekið
fram að kortin em greinilega merkt félag-
inu.
M .VI--61 M a
Ráðstefna hjá Jafnréttisráði
Jafnréttisráð heldur ráðstefnu, sem ber
yfirskriftina Fjölskyldan og framtíðin,
laugardaginn 22. nóvember nk. kl. 13-18
í Sóknarhúsinu, Skipholti 50 a, Reykjavík.
Flutt verða erindi um félagsleg atriði og
framtíðaráhrif þeirra á fjölskylduna og
jafnrétti, um „konuna sem getur allt“ eða
togstreitu kvenna milli vinnu og heimilis.
Þá verður einnig fjallað um breytingar á
fjölskyldunni, fjölskylduna og húsnæðis-
málin, um framtíðarskipulag húsnæðis og
loks um ástand jafnréttis og uppeldis í
tæknivæddu þjóðfélagi. Þá mun verða tek-
in upp sú nýlunda að flytja stuttan leikþátt
þar sem fjölskyldu- og jafnréttismál verða
í sviðsljósinu. Ráðstefnugjald er kr. 500,
kaffi innifalið. Öllu áhugafólki er velkom-
ið að sækja ráðstefnuna en þátttöku skal
tilkynna til Jafnréttisráðs í síma 27420 eða
27877 fyrir 19. nóvember nk.
Taflnefnd Sjálfsbjargar
Miðsvetrarmót verður haldið í matsal
Sjálfsbjargarhússins, Hátúni 12, sunnu-
daginn 30. nóvember nk. kl. 14. Þátttöku
í mótinu þarf að tilkynna til skrifstofu
félagsins fyrir 25. þessa mánaðar.
Tónleikar
Burtfararprófstónleikar
Laugardaginn 22. nóvember mun Þorvald-
ur Bjarni Þorvaldsson halda burtfarar-
prófstónleika frá Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar. Þorvaldur leikur á gítar
og á efnisskrá hans verða verk eftir J.S.
Bach, Fernando Sor, Heitor Villa-Lobos,
John W. Duarte og Isaac Albeniz. Tónleik-
arnir verða í Áskirkju og hefjast kl. 17.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferð sunnudaginn 23. nóvember:
Kl. 13 Músarnes-Borgarvík-Kjalarnes.
Ekið að Brautarholti á Kjalarnesi og
gengið þaðan um Músarnes og Borgarvík.
Létt gönguferð. Verð kr. 350. Brottför frá
Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far-
miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd
fullorðinna. ATH. Kvöldvaka miðviku-
daginn 26. nóvember í Risinu. Helgi
Björnsson jöklafræðingur „svipast um í
fjallaklösum undir jókluin".
Útivistarferðir
Dagsferð sunnudaginn 23. nóv. kl. 13
EUiðavatn-Hjallar-Kaldársel. Létt
ganga með viðkomu m.a. hjá rústunum
við Elliðavatn og Gjáarétt í Búrfellsgjá.
Gangan er að hluta um Heiðmerkurfrið-
land. Verð 300 kr„ frítt f. börn m. fullorðn-
um. BrottfÖr frá Umferðarmiðstöðinni,
bensínsölu.
Helgarferð 28.-30. nóv. Aðventuferð í
Þórsmörk. Það verður sankölluð aðventu-
stemmning í Mörkinni. Gist í Útivistar-
skálunum góðu í Básum. Gönguferðir við
allra hæfi. Aðventukvöldvaka. Uppl. og
farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og
23743. Sjáumst.__________