Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Blaðsíða 32
44
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
Sviðsljós
Ölyginn
sagði...
Diana
prinsessa
gengurtil sænska heilsuspekúl-
antsins Guðrúnar Jónsson með
aldeilis ágætum árangri að mati
hans hátignar Karls erfðaprins.
Guðrún lét Diönu í strangan
matarkúr þar sem hún harð-
bannar svart kaffi og hrátt kjöt
en leyfir eina og eina súkkulaði-
stöng til huggunar. Batnandi
útlit prinsessunnar og bætt skap
hefur svo orðið til þess að í
London geturðu ekki talist
gjaldgengur meðal fina liðsins
nema hafa farið nokkrum sinn-
um til Svíþjóðar að sækja holl-
ráð úr hárrétta pokahorninu.
Luciano
Pavarotti
er orðinn ein eitt hundrað og
sjötíu kíló en dregur samt síður
en svo úr sókninni i mat og
drykk. Sá lagvissi kappi segist
þurfa að nærast til þess að geta
sungið og raðar í sig ítölskum
pastaréttum sem skolast niður
með þarlendum eðalvínum í
ómældu magni. Þeir sem fylgst
hafa með atganginum lýsa yfir
áhyggjum miklum og telja litla
von til að Pavarotti nái mikið
hærri aldri að öllu óbreyttu - en
allar umvandanir og ráðlegging-
ar hafa til þessa þotið sem léttur
vindur um tónelsk eyru hetju-
tenórsins.
Farrah
Fawcett
Maiors
leitar nú ákaft ao íbúð í Parísar-
borg og hlustar ekki baun á
bænir og hótanir sambýlis-
mannsins Ryans O'Neal sem
finnst kappnóg að eiga húsnæði
í New York, Hollywood og
London. Eftir að Ijóst var að
Ijóskunni varð ekki þokað reyndi
Ryan að ná samkomulagi um
kaupin og komið er þak á verð-
ið - bústaðurinn í borg tískunn-
ar á að vera í ódýrari kantinum
og má því alls ekki fara yfir tutt-
ugu milljónir króna.
Látt’ekki eins og algjör api!
Dýragarðseigandinn John Aspinall fer út fyrir öll velsæmismörk að dómi górillunnar, Djoum, sem finnst kariinn hegða sér eins og algjör api. Saml sem
áður stillir sá rófulangi sig um að láta hendur skipta - enda betra fyrir hann að skella ekki sínum tvö hundruð og þrjátíu kilóum yfir kauða. Þeir búa annars
í sátt og samlyndi i Aspinall s Howletts Zoo í Canterbury i Englandi og þykir talsverður svipur með félögunum. Margt líkt með skyldum - eða þannig - og
er hliðarsvipurinn sláandi dæmi um sannleiksgildí þeirra orða.
Stefanía af Mónakó:
Hneyksli í
beinni
útsendingu
Tólf milljónir sjónvarpsáhorfenda
sátu sem lamaðar og fylgdust með
tilraunum Stefaníu Mónakóprins-
essu til þess að dansa og syngja lag
sitt One Love to Give í beinni útsend-
ingu þáttarins Hundrað þúsund
hestöfl. Umsjónarmaðurinn Dieter
Thomas Heck játaði að tónlistar-
flutningurinn hefði verið til skamm-
ar en sagði að ekki væri hægt að
Þegar flytja átti Stefaniu í limúsínu frá sjónvarpsstöðinni átti prinsessan f
erfióleikum með að hitta inn um opnar bíldyrnar og þurfti hjálp til þess að
setjast.
Sviðsframkoman í þýska sjónvarpinu var eins og köld skvetta á
áhorfendur - engum gat dulist að prinsessan var gersamlega út úr
heiminum af lyfjaneyslu.
búast við öðru þegar flytjandinn not-
aði ákveðin efni áður en útsendingar
hæfust.
Efnið sem hann átti við er kókaín
og er þetta ekki í fyrsta skipti sem
ofneysla þess kemur Stefaníu á kald-
an klaka. Á síðasta ári var prinsess-
an flutt meðvitundarlaus á
sjúkrahús vegna þessa og er nú Ra-
inier fursti að reyna að koma henni
á meðferðarstofnun. Fram að þessu
hefur hún hins vegar neitað allri
hjálp og gerir það fjölskyldunni
óhægt um vik. Eftir sjúkrahúsdvöl-
ina héldu menn að Stefanía hefði
snúið við blaðinu en nú er furstanum
orðið ljóst að þar var einungis um
gálgafrest að ræða. Að sögn þeirra
sem vel þekkja til innan Mónakó-
hallar hræðast nú ættingjamir að
Stefaníu takist að koma sjálfri sér í
gröfina með kókaínneyslunni verði
ekkert að gert.
„Það var leiðinlegt í Þýskalandi,"
er haft eftir prinsessunni sjálfri.
„Ekki nokkur maður í neinu stuði
hjá þessari sjónvarpsstöð og ég var
ein um flugið allt kvöldið.“ Og hún
flýgur víst ein innan veggja hallar-
innar líka.