Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Síða 36
Veðrið á morgun:
Slyddaeða
rigning
suðaust-
anlands
Austan- og norðaustanátt, él viða
norðan- og austanlands en slydda
eða rigning suðaustanlands. Á Vest-
urlandi verður skýjað en úrkomulít-
ið. Hiti verður á bilinu -2 til 4 stig.
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Símí 27022
Utvegsbankinn:
Ráðherrar
leita lausnar
Ráðherramir Matthias Bjamason
og Halldór Ásgrímsson munu leiða
\ (piðræður um samruna Útvegsbanka
við Iðnaðar- og Verzlunarbankann
sem hefjast í dag. Var ákvörðun um
þetta tekin á íundi forystumanna
stjórnarflokkanna í gær og er ætlunin
að kanna til hlítar gmndvöll íyrir
stofhun stórs einkabanka.
Á meðan verða hugmyndir fram-
sóknarmanna um að Búnaðarbankinn
yfirtaki Útvegsbankann lagðar á hill-
una. Alþýðubandalagið hefur lýst sig
sammála íramsóknarlausninni en af-
staða annarra stjómarandstöðuflokka
er óljós. -EIR
Tvær 7 ára
'» stúlkur kyn-
ferðislega
áreittar
Tvær 7 ára stúlkur urðu fyrir kyn-
ferðislegri áreitni rétt við Kjarvals-
staði um hádegisbilið í gær.
Stúlkumar voru á leið á skóladag-
heimilið í Auðarstræti og gengu yfir
Miklatún. Á þeirri leið kallaði maður,
/ jaf^m sat í bíl, á stúlkumar og er þær
komu að bílnum tók maðurinn út á
sér kynfærin.
Er fórstöðukona dagheimilisins
heyrði um þetta hjá stúlkunum
hringdi hún strax í lögregluna en þá
var maðurinn horfinn af vettvangi.
Rannsóknarlögregla ríkisins hefúr
nú þetta mál til rannsóknar. -FRI
Strætisvagni
ekið utan í hús
í morgun var strætisvagni fullum af
farþegum ekið utan í hús á Suðurgöt-
unni. Vagninn var á leið norður
Suðurgötuna er vagnstjórinn missti
í>-«^ald á honum með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Einn farþeganna var fluttur á slysa-
deild eftir þetta óhapp en meiðsli hans
munu ekki vera alvarleg.
Mikil hálka var í borginni í morgun.
-FRI
yyx
Ert þú á leið í
AIIKLAG4RD?
LOKI
Endar þetta ekki sem
Útbúnaðarbankinn?
Guðlaug kjörin
Stjama Hollywood
Guölaug Jónsdóttir, 18 ára gömul Reykjavíkurmær, var í gærkvöldi kjörin
Stjama Hollywood en hún er einnig fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1986.
Guðlaug er nemandi i Menntaskólanum i Reykjavík, á náttúrufræðibraut.
Það em Vikan, Hollywood og ferðaskrifstofan Polaris sem standa að keppn-
inni um Stjömu Hollywood að þessu sinni og fær Guðlaug Lancia bifreið
i verðlaun frá Hollywood auk þess sem hún fær ferð til Ibiza. Gestir í Broad-
way i gærkvöldi fögnuðu Guðlaugu vel og innilega þegar niðurstöður
dómnefndar vom tilkynntar.
-SJ DV-mynd Brynjar Gauti
FOSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
Skeljungur vill úr Útvegsbankanum í Landsbankann:
Reynir að £
\
kaupa sig
i gegn
um OLIS
Olíufélagið Skeljungur hf. vill losna
úr viðskiptum við Útvegsbankann og
færa þau til Landsbankans. Sá banki
hefur fyrir Olíufélagið hf. og Olíuversl-
un íslands hf. - OLÍS. Landsbankinn
treystir sér ekki til þess að bæta Skelj-
ungi við en gefúr kost á þvi verði
Skeljungur og OLÍS sameinuð. Innan
Skeljungs er þvi áhugi á að kaupa
meirihluta í OLÍS en mörg ljón eru á
veginum.
Lausafiárstaða OLIS er verri en
hinna olíufélaganna, einkum vegna
mikilla viðskipta við útgerðina sem
lent hefúr í stórfelldum vanskilum á
síðustu árum. Skuldir félagsins eru
yfir milljarður króna, sem er þó ekki
nema rúmlega þriðjungur af ársveltu.
Eignalega stendur OLÍS mjög vel á
íslenskan mælikvarða, með 440-450
milljóna króna eigið fé.
Afkoma OLlS var slæm í fyrra og
rekstrartap yfir 70 milljónir króna, að
vísu með miklum afskriftum innifold-
um. Fyrstu níu mánuðina í ár varð
hins vegar 30 milljóna króna hagnaður
á rekstrinum. I lok vinnudags í dag
mun forstjóri OLÍS kynna þessa þróun
á fundi með starfsfólkinu. Þar mun
einnig koma til umræðu sterkur orð-
rómur um sölu félagsins til Skeljungs.
Hlutafé í OLIS er nimar 60 milljónir
króna. Samkvæmt heimildum DV hef-
ur stjóm Skeljungs rætt kaup á 70%
hlutabréfanna á tvöföldu nafnverði.
Um þetta er þó ekki eining og á stjóm-
arfundi í Skeljungi í gær varð ljóst
að ekki er sá kraftur í kaupunum sem
ýmsir áttu von á. Málið er því í bið-
stöðu. -HERB
í
4
Verulegt um-
rót á auglýs-1
- blöðin styrkja stöðu sína
í fyrsta sinn í sögunni hefur Ríkisút- eða sjónvarpsstöðvar, naga hver af
varpið auglýst í dagblöðunum ágæti
þess að auglýsa í útvarpinu. Bylgjan
auglýsir grimmt hjá sér hversu öflugur
auglýsingamiðill hún sé og útvarps-
stjóri og stjóri stöðvar 2 deila í blöðum
um útbreiðslu sjónvarpsstöðvanna.
Allt er þetta tilkomið vegna þess að
stöðvamar, hvort heldur eru útvarps-
annarri í auglýsingum með fjölgun
þeirra.
„Það er staðreynd að meiri upplausn
ríkir nú á auglýsingamarkaðnum en
nokkm sinni fyrr og menn em mjög
hikandi varðandi þessi mál. Miðlum
hefúr fjölgað en auglýsingum ekki að
neinu marki og því em menn að reyna
að kanna hvar hagstæðast er að aug-
lýsa. Manni sýnist sem blöð og tímarit
styrki stöðu sína með fjölgun útvarps-
og sjónvarpsstöðva,“ sagði Kristján
Jónsson hjá auglýsingastofúnni Gott
fólk í samtali við DV.
„Auglýsingamarkaðurinn er í uppn-
ámi um þessar mundir. Tilkoma fleiri
útvarps- og sjónvarpsstöðva hefur
breytt öllu. Menn sem auglýsa í ríkis-
sjónvarpinu em ekki lengur ömggir
um að auglýsing þeirra nái inn á hvert
heimili. Sömuleiðis ná menn ekki til
sama fjölda og áður með því að aug-
lýsa í ríkisútvarpinu. Bylgjan hefúr
breytt því. Þetta allt leiðir til þess að
það er mun dýrara að ná til hvers hlu-
standa eða sjónvarpsáhorfenda en
áður ef menn velja að auglýsa í út-
varpi eða sjónvarpi," sagði Halldór
Guðmundsson hjá auglýsingaþjónustu
GB.
-S.dór