Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
Fréttir
Bamaspítali Hríngsins lamaður vegna skorts á starfsfólki:
Börnin send heim á
kvöldin og um helgar
„Það sem mér finnst mjög alvar-
legt við þetta er að böm, sem þurfa
stærri aðgerðir, em ennþá á biðlista.
Það er ekki plóss íyrir stærri aðgerð-
ir, aðrar en bráðatilfelli."
Þetta sagði Sólfríður Guðmunds-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri
á Bamaspítala Hringsins, bama-
deild Landspítaians, er DV ræddi við
hana um breyttan rekstur vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum.
Legudeild á efri hæð Bamaspítal-
ans, með 26 sjúkrarúmum, þar sem
böm gátu áður legið allan sólar-
hringinn, var breytt í september í
svokallaða dagdeild, með 8 rúmum,
og fimmdagadeild, með 12 rúmum.
Ástæðan er sú að ekki tekst að fá
nægilegan íjölda hjúkrunarfræðinga
til að manna vaktir allan sólarhring-
inn. Af þrettán stöðum hjúkrunar-
fræðinga, sem heimild er fyrir, em
aðeins átta setnar.
Bömin em þess vegna send heim
á kvöldin og um helgar. Bömin fara
heim af dagdeildinni klukkan hálf-
fjögur síðdegis og koma aftur næsta
morgun klukkan hálfátta. Fimm-
dagadeildin er lokuð um helgar.
Þær stærri aðgerðir sem bíða em
einkum nýmaaðgerðir og beinaað-
gerðir.
„Öll bráðatilfelli em afgreidd á
neðri hæðinni," sagði Sólfríður.
Neðri hæðin, með 27 sjúkrarúm-
um, er íúllmönnuð þrettán hjúk-
mnarfræðingum.
„Við reynum alltaf að tryggja ör-
yggi bamsins. Ef læknir telur að
hætta sé á ferðum leggur hann bam-
ið inn sem bráðatilfelli.
En það er alveg óskaplega mikið
álag á hjúkrunarfólki á neðri hæð-
inni. Það er bara tímaspursmál
hvenær fólk segir hingað og ekki
lengra.
Við gerðum þessa breytingu í sept-
ember til þriggja mánaða, til 19.
desember. Efri hæðin verður lokuð
yfir jól og áramót. Við erum reyna
að vinna að því hörðum höndum að
geta opnað efri hæðina sem legu-
deild eftir áramót. Ég er í því alla
daga að reyna að hringja í hjúkmna-
rfræðinga.
Við höfum misst margt gott fólk,
sem við vorum búin að þjálfa, en það
lætur ekki bjóða sér svona mikið
álag fyrir svo lítil laun. En ég er
samt bjartsýn á að það takist að
opna efri hæðina aftur sem legudeild
um miðjan janúar," sagði Sólfríður.
-KMU
Skúli
hættir
hjáVon
Skúli Thoroddsen, framkvæmda-
stjóri Líknarfélagsins Vonar, hefúr
sagt upp störfúm. Samkvæmt
heimildum DV má rekja uppsögn-
ina til ágreinings sem risið hefur
vegna yfirtöku sjúkrastöðvarinnar
Vonar á líknarfélaginu.
„Ég vil ekki ræða þesi mál í íjöl-
miðlum en ég hef ýmsar ástæður
fyrir uppsögn minni,“ sagði Skúli
í samtali við DV. Hann var þá
nýkominn frá Færeyjum þar sem
hann var viðstaddur opnun fyrstu
afvötnunarstöðvarinnar í Færeyj-
vun. Nefhist hún Velbastað og er
rekin af félagsskap er nefhist Heil-
brigði.
Skúli Thoroddsen hefúr verið
framkvæmdastjóri hjá Von frá ár-
inu 1984.
-EIR
Jólin nálgast nú óðfluga og jólatré eru að koma á markaðinn, bæði innlend og erlend. Þessi tré, sem komu
í gær, eru höggvin í Haukadal en verið er að afferma bílinn á starfssvæði landgræðslunnar í Fossvogi.
DV mynd S
Hver gengur þarna niður Ingólfsstræti svona kampakátur? Jú, þaö er
enginn annar en Kristján stórsöngvari Jóhannsson með nýju hljómplöt-
una sína. Hún kom út í gær og inniheldur margar af helstu perlum
íslenskra söngbókmennta, með undirspili Konunglegu sinfóniunnar í
Lundúnum.
DV-mynd Brynjar
Fasteignamatið hækkaði 1. desember:
Kassamir hækkuðu
mest á Austuriandi
1 fasteignamati, sem tók gildi um
síðustu mánaðamót, varð mismikil
meðalhækkun á fasteignum milli
landshluta. Þannig varð hækkunin
mest á Austurlandi, 30,9%, en minnst
á Suðurlandi, 22,7%.
í Reykjavík varð meðalhækkunin
26,1%, á Reykjanesi 29,7%, á Vesturl-
andi 30,5% og á Norðurlandi 24,1%.
Meðaltalshækkun á öllu landinu varð
26,8%. Alls eru fasteignir á landinu
metnar á 309.947 milljónir króna. End-
urstofiiverð þeirra er metið miklu
hærra, 416.086 milljónir.
í þessu nýja fasteignamati eru
195.584 eignir, þar af 85.897 íbúðir.
Samanlagt rúmmál mannvirkja er
72.418 rúmmetrar. Þá er getið heildar-
stærðar ræktunar sem er 138.573
hektarar.
HERB
Lufthansa komið
með íslandsflug
á áætlun sína
Þýska flugfélagið Lufthansa lýsti
fyrr á þessu ári yfir áhuga á að hefja
áætlunarflug milli Þýskalands og Is-
lands. Að því er Magnús Oddsson,
markaðsstjóri Amarflugs, tjáði DV er
áætlunarflug til íslands komið inn á
bráðabirgðaflugáætlun Lufthansa og
er fyrsta ferðin fyrirhuguð síðustu vik-
una í maí í vor.
Samtímis þessu er mikill áhugi f
Þýskalandi fyrir ferðum hingað til
lands. Þýsk ferðaskrifstofa hefúr leitað
til Amarflugs hf. um tilboð í leiguflug
milli Þýskalands og Islands. Þá hafa
fleiri þýskar ferðaskrifstofúr verið að
kanna íslandsferðir og em þær með f
huga leiguflug á vegum þýskra flugfé-
laga eða í áætlunarflugi Lufthansa.
-S.dór
Sendibflar hf. á Vitatorg:
Stofna nýtt
bílstjórafélag
„Það er búið að stofna Félag
frjálsra atvinnubílstjóra," sagði
Sigurður Siguijónsson, stjómar-
formaður Sendibíla hf., í morgun.
„Öllum atvinnubílstjórum er
fijálst að ganga í það en núna em
í því eingöngu bílstjórar hjá okk-
ur. Ýmsir em óánægðir með gang
mála hjá Trausta, félagi sendibíl-
stjóra, en nýja félaginu er ekki
stefht gegn Trausta og sumir okkar
em félagar þar áfram, þar á meðal
ég.“
Sigurður staðfesti einnig að
Sendibílar hf. hefðu nú keypt bens-
ínsöluna á Vitatorgi. „Við höfum
beðið eftir lóð í Ártúnsbrekkunni
síðan í apríl og það hefúr verið
óvíst hvort við getum verið áfram
á Steindórsplaninu. Við urðum
þess vegna að tryggja okkur sama-
stað frá áramótum þangað til við
komumst í Ártúnsbrekkuna. Þar
vantar alla aðstöðu og tekur sinn
tíma að koma henni upp.“
Upphaflega vora Sendibflar hf.
reknir með Bifreiðastöð Steindórs,
eftir að starfsemi þeirrar stöðvar
lenti úti í kuldanum. Sigurður var
seinasti leigubflstjóri stöðvarinn-
ar. Hann var sviptur atvinnuleyfi
og stendur nú í málaferlum um að
endurheimta það. Á meðan ekur
hann sendibíl.
HERB
Iðnþróunarsjóðun
Iðnlána-
voxtum
hnikað til
Hjá Iðnþróunarsjóði hafa menn
hnikað til vöxtum á lánum í er-
lendum myntum. Það er gert í
samræmi við vaxtabreytingar á
erlendum fyármagnsmörkuðum, að
sögn. Þannig lækka vextir á doll-
aralánum og lánum í vestur-þýsk-
um mörkum en hækka á lánum í
sterlingspundum.
Vextir á dollaralánum lækkuðu
úr 9% í 8,25% og á lánum í mörk-
um úr 7% í 6,5%- Vextir á lánum
í pundum hækka hins vegar úr
12% í 12,5%. Til samanburðar er
að hjá bönkunum em hæstu vextir
á afurðalánum í dollurum 7,75%,
í mörkum 6,5% og í pundum 13%.
í tilkynningu frá Iðnþróunar-
sjóði er vakin athygli á því að í
kjölfar breyttra laga hafi verið
ákveðið að rýmka verksvið og útl-
ánareglur sjóðsins. Honum er nú
heimilt að táka meiri áhættu í lán-
veitingum en áður gegn álagi á
almenna vexti.
HERB