Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
Sljómmál
ísegg að kaupa eggja-
deild Holtabúsins
kvóti settur á eggjaframleiðsluna - þetta var fullyrt á Alþingi í gær
„ísegg hefur uppfyllt þau skilyrði
sem framleiðnisjóður setti fyrir því
að ábyrgjast lán upp á 60-70 milljón-
ir króna í því augnamiði að kaupa
eggjadeild Holtabúsins. Stjóm fram-
leiðnisjóðs hefur í dag sent land-
búnaðarráðherra tillögur sínar í
þessu efni en ég vil ekki skýra frá
hvers eðlis þær eru. Það verður ráð-
herra að gera sjálfur," sagði Jóhann-
es Torfason, formaður stjómar
framleiðnisjóðs landbúnaðarins, í
gær.
1 utandagskrárumræðu, sem Karl
Steinar Guðnason hóf í gær um þetta
mál, fullyrti hann og hafði eftir Há-
koni Sigurgrímssyni, hjá Stéttar-
sambandi bænda, á fundi með
sauðfjárbændum, að búið væri að
afgreiða þetta mál. Sagði Karl að
jafnframt hefði verið ákveðið að
setja kvótakerfi á eggjaframleiðsl-
una sem myndi færa íseggi einokun
á markaðnum og fyrir lægi að verð
á eggjum myndi stórhækka þegar
smáframleiðendur gefast upp og
hætta. Varaði Karl Steinar land-
búnaðarráðherra við og sagði kvóta
í eggjaframleiðslu myndi hleypa illu
blóði í samningaviðrasður ASÍ, VSf
og VMS
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra svaraði og sagði að hann væri
hlynntur því að koma á stjómun við
eggjaframleiðsluna. Það myndi gera
hana hagkvæmari að öllu leyti.
Benti hann á hvað útgerðarkostnað-
ur hefði minnkað við kvótakerfið í
fiskveiðunum. Hann sagðist myndi
skoða umsóknir sem sér bærust
þessu varðandi. Sagðist Jón sem
landbúnaðarráðherra hafa heimild
til að ákveða það einn hvort kvóti
yrði settur á. Hann sagðist þó myndi
ræða það mál við sjálfstæðismenn í
ríkisstjóminni.
Jón Helgason vék sér undan því
að svara tíðindamanni D V hvort ósk
um kvóta í eggjaframleiðslunni hefði
borist ráðuneytinu. Sagðist hann
ekki vita það og hann myndi nú fara
og athuga þessi mál.
-S.dór
Gömlu refirnir aö vestan, sjálfstæðismennirnir Þorvaidur Garðar Kristjánsson og Matthías Bjarnason, gegna
báðir áhrifamiklum embæitum í tslenskum stjórnmálum, Þorvaldur Garðar sem forseti sameinaðs Alþingis
og Matthias sem ráðherra. DV-mynd GVA.
Kjúklingaframleiðslan:
Ekki kvóti
á naestunni
- Bjami Æ Jónsson að hætta við kaupin á kjúklingadeild Holtabúsins
„Það em engar líkur á að settur Hann sagðist hafa skoðað það mál
verði kvóti á kjúkhngaframleiðsl- vel en allar líkur væm á þvi að
una á næstunni. Þetta er mjög hann hætti við kaupin. Sagði
viðkvæmt mál pólitískt og ég hef Bjami að verðið væri mjög hátt
ekki trú á að það verði reynt fyrir og fleira kæmi til sem ylli því að
kosningar. Málið er mjög umdeilt hann væri að hætta við.
meðal kjúklingaframleiðenda og Kjúklingadeild Holtabúsins er
okkur í stjóm Félags kjúklinga- stór og sagði Bjarni að það væri
framleiðenda var falið að fjalla um ekki fyrir hvem sem er að kaupa
kvótamálið. Við höfum gert það hana og sagðist hann ekki vita
en engin ákvörðun hefur verið tek- hvert framhaldið yrði.
in,“ sagði Bjami Ásgeir Jónsson, Varðandi kjúklingaframleiðsl-
einn af stærstu kjúklingaframleið- una í landinu sagði Bjami að
endumlandsins,ísamtali viðDV. framleiðslugetan væri um 2.300
Bjami Ásgeir hefur verið í við- tonn, framleiðslan um 2.000 tonn
ræðum við eigendur Holtabúsins og salan um 1800 tonn á ári.
um að kaupa kjúklingadeild þess. -S.dór
Pétur Bjamason helsti
keppinautur Ólafs Þ.
- í skoðanakónnun Framsóknaiflokks á Vestfiörðum
Pétur Bjamason, fræðslustjóri
Vestfjarðaumdæmis, er talinn sá
frambjóðandi sem helst ógnar Ólafi
Þ. Þórðarsyni alþingismanni í
keppni um fyrsta sæti framboðslista
Framsóknarílokksins á Vestfjörð-
um.
Skoðanakönnun um skipan fjög-
urra efstu sæta listans fer fram um
helgina. Ellefu manns gefa kost á
sér.
Framsóknarflokkurinn á nú tvo
þingmenn í kjördæminu, Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra og
Ólaf Þ. Þórðarson. Steingrímur er
að flyfja sig yfir í Reykjaneskjör-
dæmi, eins og alkunna er, og hefur,
eftir því sem best er vitað, ekki haft
nein afskipti af baráttunni fyrir vest-
an.
Fjórir í baráttunni um efsta
sæti
Með nýjum kosningalögum þykir
ólíklegt að Framsóknarflokkurinn
haldi báðum þingsætum sínum í
kjördæminu. Fyrsta sætið er því
brennipunkturinn.
Auk Ólafs og Péturs þykja þeir
Gunnlaugur Finnsson, kaupfélags-
stjóri á Flateyri, og fyrrverandi
alþingismaður, og Jón Gústi Jóns-
son, bóndi í Steindal á Ströndum,
Ólafur Þ. Þórðarson berst fyrir end-
urkjöri.
líklegir til að fá mörg atkvæði í
fyrsta sæti.
Ólafur, sem komst á þing eftir að
Fréttaljós
Kristján Már Unnarsson
hafa fellt Gunnlaug árið 1979, er
umdeildur og hefur þótt rekast illa
í flokki. Hann hefur fengið á sig orð
fyrir að vera eiiin harðasti talsmaður
svokallaðrar byggðastefriu, meðal
annars með því að flytja stjómar-
skrárfrumvarp Samtaka um jafiirétti
milli landshluta. Þá hefur hann ekki
leynt andstöðu sinni við fiskveiði-
stefiiu Halldórs Ásgrímssonar.
Verður ekki sagt að staða hans sé
veik á Vestfjörðum.
Pétur Bjamason þykir hafa rifið
upp fræðsluskrifstofuna á ísafirði.
Er hann vel látinn meðal Vestfirð-
inga. Ef einhver fellir ólaf Þ.
Þórðarson er almennt talið að það
verði Pétur.
Gunnlaugur Finnsson frá Hvilft
nýtur afgerandi stuðnings ffarn-
sóknarmanna í Önundarfirði.
Stemmning fyrir honum í öðrum
byggðum fjórðungsins virðist ekki
vera eins mikil og tæpast nægileg
til að koma honum í efsta sæti.
Gunnlaugur Finnsson reynir að
komast inn i stjómmálin á ný.
Jón Gústi Jónsson hefur verið
frammámaður Strandamanna í fé-
lagsmálum. Nýtur hann mikils fylgis
í Strandasýslu og Austur-Barða-
strandarsýslu en er minna þekktur
í Isaijarðarsýslum.
Engin slagsmál
Tvær konur eru í ffamboði,
Magðalena Sigurðardóttir vara-
þingmaður, ísafirði, og Þórunn
Guðmundsdóttir, frá Melgraseyri við
ísafiarðardjúp, starfemaður Sam-
bands ungra ffamsóknarmanna.
Magðalena hefur nokkrum sinnum
komið inn á þing og vakið þar at-
hygli.
Sigurður Viggósson, fram-
kvæmdastjóri og hreppsnefndar-
maður á Patreksfirði, stefnir ekki á
efeta sæti en gæti orðið ofarlega.
Sveinn Bemódusson hefur verið
framarlega í bæjarpólitíkinni í Bol-
ungarvík. Þar rekur hann vélsmiðju.
Annar bóndinn í ffamboði er Guð-
mundur Hagalínsson á Ingjaldssandi
við önundarfjörð.
Or Súðavík koma tveir ffambjóð-
endur, Egill Heiðar Gíslason æsku-
lýðsfulltrúi og Heiðar Guðbrands-
son, verkstjóri í frystihúsinu. Heiðar
hefur vakið athygli fyrir baráttu
gegn byggingu ratsjárstöðvar við
Bolimgarvík.
Ekki hefur orðið vart neinnar
hörku í þessari keppni, ólíkt mörgum
öðrum hjá Framsóknarflokknum að
undanfömu. Virðist hún fara mjög
drengilega fram.
-KMU