Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. Utlönd Stúdentaóeirðir í París: Táragasi og sprengjum beitt en þrjátíu slasaðir um til þess að dreifa marmfjöldanum. Eftir átök kvöldsins og næturinnar var mistur yfir Latínuhverfinu eða táragasský. Þúsundir stúdenta hópuðust sam- an við háskóla suður af höfuðborg- inni til þess að ræða framhaldsað- gerðir á meðan félagar þeirra glímdu við kylfusveitir lögreglunnar á Signubökkum. Einhverjir stúdentar gripu til þess að varpa sér af brúm Signu ofan i ískalt vatnið til þess að vekja athygli á málstaðnum. Tveir stúdentar klifruðu upp í Eiffel- tuminn og komu þar fyrir stórum borða með áletruðum slagorðum mótmælenda. Talsmenn stúdenta segja að yfir- völd hafi ögrað mótmælendum og æst þá til óeirðanna með því að siga á þá lögreglunni að tilefhislausu. Hægri menn saka sósíalista og kommúnista um að kynda undir óánægju hjá stúdentum og andstæð- ingum fræðslulagabreytinganna. Óánægjan með breytingamir bein- ist aðallega að ákvæðum um heim- ildir til að hækka skólagjöldin og herða inntökuskilyrði í háskólana. Róstur á bókkum Signu allt fram í moigunsárið Lögreglan beitti vatnskanónum, táragasi og doða-sprengjum til þess að dreifa þúsundum stúdenta sem eftir fjölda- gönguna stefndu að byggingu utanríkisráðuneytisins. Þrjátíu stúdentar að minnsta kosti hlutu meiðsli í róstum sem brutust út í París í gær í kjölfar fjöl- dagöngunnar og mótmælanna gegn fræðslulagabreytingunum. Lögregl- an beitti vatnskanónum, táragasi og doða-sprengjum til þess að dreifa þúsundum stúdenta sem eftir fjölda- gönguna stefhdu að byggingu utanríkisráðuneytisins. Rósturseggir köstuðu grjóti, bjór- dósum og logandi spýtum að lög- reglumönnum og einn sást skjóta fuglahöglum á lögregluna. Var lög- reglan að elta óeirðaseggi í alla nótt um götur Parísar og allt fram í morg- unsárið. Aðallega á vinstri bakka Signu. Öeirðimar bmtust út eftir kröfu- gönguna og mótmælaræður, sem höfðu staðið í fjórar stundir án þess að til nokkurra sérstakra tíðinda hefði dregið. Þá bárust fréttir um að viðræður andstæðinga lagabreyt- inganna við stjómvöld hefðu engan árangur borið. Eftir það varð allt vitlaust. - Um fimmtíu lögreglu- menn meiddust í átökunum. Það er áætlað að um 200 þúsund hafi tekið þátt í fjöldagöngunni en göngumenn segja sjálfir að þátttak- endur hafi verið nær einni milljón, sem drifið hafi að alls staðar af landinu. Göngumenn reyndu að þoka sér að þinghúsinu og að húsi utanríkis- ráðunejdisins en lögreglusveitir vömuðu þeim Ieiðina og beittu kylf- Þingið rannsakar íran-málið til botns Bandaríkjaþing ætlar að fara í saumana á íran-málinu með skipan sérstakra rannsóknamefnda beggja þingdeilda, öldunga- og fulltrúa- deildar. I öldungadeildinni urðu formenn beggja þingflokka ásáttir í gær um að setja á laggimar nefhd skipaða sex demókrötum og fimm repúblík- önum til þess að grafast fyrir um vopnasöluhneykslið, ákvarðanatök- ur og framkvæmd. í fulltrúadeildinni urðu þingflokksformenn einnig sam- mála um skipan sérstakrar rann- sóknamefrtdar en í henni munu verða níu demókratar og sex repú- blíkanar. Tillögumar um nefhdarskipanim- ar verður að leggja fyrir þingfundi til afgreiðslu og úr þessu verður það ekki gert fyrir jólahlé og ekki fyrr en 6. janúar í fyrsta lagi. Þetta gerir að engu vonir Reagan- stjómarinnar um að rannsókninni verði hespað hið fyrsta af svo að það verði að baki og hverfi úr fjölmiðlun- um. f Watergatemálinu var fundum og yfirheyrslum Watergatenefndar þingsins jafnan sjónvarpað beirit og annað komst naumast að í fréttum. Fjórar inflúensutegundir leggja Dani í rúmið Ifeukux L. Haukssan, DV, KaupmannahcÉr Nú er inflúensutíminn að komast í hámark. Rannsakendur frá Serum- stofnuninni í Kaupmannahöfh hafa athugað inflúensuvírusa og segja að fjórar tegundir inflúensu muni í vet- ur leggja nokkur hundruð þúsund Dani í rúmið. Þrír vírusanna fundust í febrúar á þessu ári, fjórða tegundin, sem kannski er sú skæðasta, fannst ný- verið. Veldur hún svokallaðri Singapore-inflúensu. Singapore-vír- usinn er ólíkur hinum og því ráðgert aö bólusetja meira en vanalega þar sem vamarkerfi líkamans og bölu- setningarefnin gegn hinum vírusun- um geta ekki varíst honum. Einkenni Singapore-infiúensunnar em ekki mjög alvarleg en líkjast að einhverju leyti spönsku veikinni auk þess sem venjuleg inflúensueinkenni koma fram. Er reiknað með að Singapore-inflúensan nái hámarki sínu í janúar og febrúar. Vegná dag- legra samgangna milli Danmerkur og íslands og jólaleyfis námsmanna er ekki ólíklegt að hún láti kræla á sér á Fróni. Engisprettur piága í Engisprettuplága herjar nú í Súd- an, Eþíópíu og Yemen að því er yfirmaður landbúnaðar- og mat- vælastofhunar Sameinuðu þjóðanna skýrði frá í gær. Kvað hann brýna þörf á að ráða niðurlögum engisprettuplágunnar í Mauritaníu en svo virðist sem hún stefni á Rauða hafið. Ef herferðin ber ekki árangur má búast við mikl- Afríku um skemmdum. í Vestur-Afríku er búist við faraldri þar sem engispret- turnar hafa þegar verpt, í júlí var átta milijón dollurum varið í neyðaraðgerðir til þess að hefta útbreiðslu engisprettunnar fyrir sunnan Sahara en gert er ráð fyrir að meira fjár sé þörf ef plágan heijar fyrir utan hinar venjulegu uppeldisstöðvar engisprettunnar. Grenada: Banamenn Bishops dæmdir til dauða Maurice Bishop, fyrrum forsætisráð- herra Grenada, sem tekinn var af lífi í október 1983. Á Grenada hafa fjórtán fyrrverandi hermenn og stjómarleiðtogar verið dæmdir til dauða og þrír til fangelsis- vistar fyrir morðið á Maurice Bishop forsætisráðherra og tíu aðstoðar- mönnum hans. Meðal þeirra fjórtán, sem dæmdir vom, er fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra, Bemard Coard, eiginkona hans og fyrrverandi yfirmaður hers- ins, Hudson Austin. Þrír hermenn vom dæmdir i samtals hundrað og tuttugu ára fangelsisvist fyrir mann- dráp. Þegar dómamir vom lesnir upp fór kliður um réttarsalinn og bera þurfti móður eins hinna ákærðu út úr saln- um. Margir óbreyttir borgarar vom ánægðir með dómsúrskurðinn en ótt- uðust þó hefnd ef einhveijir hinna dæmdu yrðu látnir lausir. Ýmsir róttækari félagar Bishops höfðu sakað hann um að fylgja ekki kenningum Marx nógu rækilega og kyrrsettu hann á heimili hans. Stuðn- ingsmenn Bishops létu hann lausan og gengu síðan að bækistöðvum hers- ins sem skaut á göngumenn. Hundrað óbreyttir borgarar biðu bana og Bis- hop og hinir tíu aðstoðarmenn hans voru teknir af lífi. f kjölfar morðsins á Bishop gerðu nokkur bandalagsríki í Karabfska hafinu og Bandaríkin innrás á Grenada. í kjölfar morðsins á Bishop, fyrmm forsætisráðherra Grenada, gerðu nokkur bandalagsríki í Karabíska hafinu og Banda- ríkin innrás á Grenada.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.