Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. Nýjar bækur SYNDIR FEÐRANNA I. Sagnir af "•ömlum myrkra^rkum BÖSAlDOÁFAN HíUJUft Syndir feðranna Gunnar Þorleifsson Fyrir allnokkru gaf Bókaútgáfan Hild- ur út bókina Syndir feðranna með undirfyrirsögn Sagnir af gömlum myrkraverkum. Bókin varð mjög vinsæl og seldist fljótt upp og hefir talsvert verið spurt eftir henni. Nú kemur önnur útgáfa af henni en nokkuð breytt frá fyrri útgáfu. 1 bók- inni eru 15 þættir frá ýmsum tímum. 175 bls. Rauðu ástarsögurnar Ást og skyldurækni eftir Erik Nerlöe. Endurheimt hamingja eftir Else-Marie Nohr. Vertu góður við Lindu eftir Evu Steen. Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út þrjár nýjar bækur í bókaflokknum Rauðu ástarsögurnar, Ást og skyldu- rækni eftir Erik Nerlöe, Endurheimt hamingja eftir Else-Marie Nohr og Vertu góður við Lindu eftir Evu Steen. Ást og skyldurækni: Hún var nýkom- in til lit’u eyjarinnar Kratö til að taka þar við starfí læknisins á eyjunni. Þar 1 tgiMiaitA'UiCMi / r !Íi4!i;u. 1 mmaimimí. Else-Marie Mohr ENDURHEIMT HAMINGJA Erik Nerlöe ÁSTOG SKYIDURÆKNI Eva Steen Vertu góður víð Líndu SKUGGSJÁ SKUGGSJÁ Wf- SKUGGSJÁ OKKAR HJARTANS MÁL., LAUGARDAGINN 6. DES. N.k. MUNU SÖLUBÖRN BANKA Á DYR ALLRA HEIMILA í REYKJAVÍK. JÓLAGJÖF - TÆKIFÆRISGJÖF? ÞAU MUNU BJÓÐA TIL SGLU HEIMILISALMANAK ÁRSINS 1987 MEÐ TEIKNINGUM EFTIR BRIAN PILKINGTON. Ágóði af sölu almanaksins fer til aö stuðla að lækningu hjartasjúkra og að efla fræðslu um orsakir og afleiðingar hjartasjúkdóma. TAKTU ÞVÍ VEL Á MÓTI SÖLUBÖRNUNUM. VERTU MEÐ LIONSKLÚBBURINN VÍÐARR. fær hún óvinveittar móttökur. En hún sýndi hvers hún var megnug og sérstak- lega þegar hún barðist fyrir lífi, ham- ingju og framtíð mannsins sem hún elskaði. Endurheimt hamingja: Með óbug- andi kjarki og bjartri trú á ástina tekur hún upp baráttuna við þá sem vilja steypa henni í glötun - fólkið sem með leynd reynir að brjóta niður heilbrigði hennar. Vertu góður við Lindu: Hún er blind og býr hjá foreldrum sínum. Dag einn kynnist hún ungum manni sem færir birtu inn í myrkrið sem umlykur hana. Þau fella hugi saman og allt virðist bjart. En fieira fólk kemur inn í líf henn- ar. Allar bækurnar voru settar og prent- aðar í Prentbergi. Endurheimt ham- ingja var bundin í Bókfelli en hinar tvær í Arnarfelli. Skúli Jensson þýddi Ást og skyldurækni og Endurheimt ham- ingja en Sverrir Haraldsson þýddi Vertu góður við Lindu. eftir Arna og Lenu Bergmann Út er komin hjá Máli og menningu bókin Blátt og rautt bernska og ungl- ingsár í tveim heimum, eftir Árna og Lenu Bergmann. Árni og Lena voru námsmenn í Moskvu á sjötta áratugnum þegar þau kynntust. Hann hafði alist upp í íslensku sjávarplássi, hún óx upp í Sov- étríkjunum á tímum heimsstyrjaldar og stalínisma. í bókinni lýsa þau hvort um sig bemsku sinni og unglingsárum í tveim heimum. Árni segir frá uppvexti í Keflavík, skólavist í Reykholti og í menntaskólan- um á Laugarvatni um leið og hann bregður upp myndum af óvenjulegum mönnum sem hann kynntist á mótunar- áram sínum. Lena, gyðingur í báðar ættir, segir frá allt annars konar uppvexti og skólavist í borginni Rjazan skammt frá Moskvu. Líf hennar gerbreyttist við innrás Þjóð- verja þegar konur og böm voru flutt til Mið-Asíu. Blátt og rautt er 264 bls. að stærð, prýdd fjölmörgum myndum og unnin í Prentsmiðjunni Odda hf., Sigurður Ár- mannsson gerði kápu. Harmaminning i þýöingu Björns Th. Björnssonar Mál og menning hefur sent frá sér Harmaminningu Leonóru Kristínar i Bláturni x þýðingu Bjöms Th. Björxxs- sonar. Þessi „endurminningabók“ danskrar prinsessu frá 17. öld er eitt af höfuðverkum danskra bókmennta. Leonóra Kristín var dóttir Kristjáns IV. Danakonungs og eiginkona Korfitz Ulfeldt greifa. Hún var dæmd til fanga- vistar í Blátumi, þeirri illræmdu prísund í miðri Konungshöllinni í Kaupmanna- höfn sem margir íslendingar urðu líka að gista, fyrir drottinsvik og sat þar í meira en tvo áratugi. Meðan hún dvaldi í fangelsinu ritaði hún Harmaminn- ingu þar sem hún segir frá meinfegum örlögum sínum, jafnframt því sem hún lýsir á áhrifamikinn hátt lífi sínu í fang- 'lsinu, meðföngum sínum og samskiptum ð yfirvöld. \uk þess að þýða verkið ritar Bjöm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.