Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
Spumingin
Lesendur
Ætlarðu á hljómleikana með
Bonny Tyler í kvöld?
Sandra Björgvinsdóttir nemi: Hver
veit það gæti vel farið svo. Bæði
frnnst mér Bonny góð söngkona og
miðaverðið mjög sanngjarnt svo það
er í rauninni ekkert sem hindrar að
ég fari. Svo finnst mér að það mætti
vera meira um svona hljómleika
héma.
Selma Gisladóttir nemi: Það má vel
vera. Ég hef gaman af þessari söng-
konu og finnst mér flestöll lögin
hennar skemmtileg. Það ætti að
bjóða upp ó fleiri svona hljómleika.
Unnur Sigurðardóttir nemi: Ég
kemst því miður ekki en annars gæti
ég vel hugsað mér að mæta á hljóm-
leikana. Þetta er alveg prýðissöngv-
ari og með ógætis lög.
Jón Jónsson: Nei, ég hef ekki efni á
því þótt það sé svo sem ekkert afger-
andi dýrt inn þá er það samt of dýrt
fyrir mig. Mér finnst hún samt ágæt
sem söngkona og það er allt í lagi
með lögin. Mér finnst það mætti vera
meira um svona hljómleikahöld.
Bjarki Páll Einarsson nemi: Ég er nú
ekki alveg viss. Mér finnst þetta samt
alveg sæmilegur söngvari og hef ekk-
ert út á lögin hennar að setja. Það
mætti bara gefa fólki kost á að fara
á svona hljómleika oftar.
Eyþór Hafbergsson nemi: Nei, ég
býst fastlega við því að sleppa þeim.
Ég fíla engan veginn þá músik er hún
flytur og jafnframt finnst mér hún
ekkert sérlega góður söngvari. Ég
er hlynntur því að hafa oftar svona
hljómleika og finnst mér þá alveg
vanta þungarokkshljómsveitir hing-
að. Það væri alveg meiriháttar ef það
kæmist í framkvæmd.
Samkeppnin leiðir
til eftiröpunar
„Ég sé ástæðu til að vara fólk við sölumönnum sem fara um landið og stunda
vægast sagt vafasama viðskiptahætti."
Svindl og söluskrum
B.S. skrifar:
I hörkusamkeppni milli útvarps-
stöðva hefði maður haldið að rós 1
myndi verða algjörlega útundan hjá
unga fólkinu er einblíndi á rás 2 og
Bylgjuna en það er fyrst núna, eftir
samkeppnina, sem maður er farinn að
kunna að meta rós 1. Upphaflega hefði
maður ætlað að með fleiri stöðvum
myndi fjölbreytnin aukast en því mið-
ur er það síður en svo.
Þegar Bylgjan tók til starfa felldi rás
2 niður þá þætti sem höfðu einhveija
sérstöðu, t.d. þætti Finnboga Marinós-
sonar og Ásmundar Jónssonar, til að
geta nú boðið upp á það nákvæmlega
sama og keppinauturinn. Ef öll sam-
keppnin er fólgin í því að hver api
eftir öðrum þá virðist ég eitthvað hafa
misskilið það hugtak.
Það sem gengur á Bylgjunni og rás
2 frá morgni til kvölds eru efstu lögin
á vinsældalistanum og það er hreint
ótrúlegt hvað sum-lögin eru þaulsetin.
Þegar svo vinsældir þeirra dvína falla
þau í gleymsku og dó og heyrast ekki
eftir það nema þegar verið er að rifja
upp 5, 10 eða 20 óra vinsældalista eða
hver má vita hvað. Bylgjan ætlaði
heldur en ekki að skjóta rás 2 ref fyr-
ir rass á sínum tíma með því að hamra
ekki bara á 30 vinsælustu lögunum
heldur 40.
Áður en fyrirkomulagi um val á vin-
sældalista rásar 2 var breytt hafði það
komið í ljós að meðalaldur þeirra sem
völdu listann var 13 ár. Þessi aldurs-
hópur hefur að sjálfsögðu fúllan rétt
til að hlusta á sína uppáhaldstónlist
rétt eins og aðrir. Það er hins vegar
ekki forsvaranlegt að láta einn aldurs-
hóp stjóma svona tónlistarhlustun
þjóðarinnar.
Frasar eins og „nú höfum við heyrt
eitt lag með Led Zeppelin og eitt með
AC/DC og þá hafa þungarokksunn-
endur fengið sinn skerf í dag“ eru
gjörsamlega óþolandi. Þungarokks-
unnendur em enginn sérstakur þjóð-
flokkur með innbyggt ónæmi fyrir allri
annarri tónlist og una sælir við sinn
tveggja laga skammt á dag eins og
sumir virðast halda. Tilgangur sér-
staks þungarokksþáttar væri ekki
bara að spila öll gömlu góðu lögin sem
allir hafa heyrt ótal sinnum heldur
frekar að kynna nýja strauma og nýja
flytjendur svo og nýútkomið efni. Við
reynum að gera okkur ánægð með lít-
ið svo fremi sem það er meira en ekki
neitt.
Alda Jónsdóttir skrifar:
Ég sé ástæðu til að vara fólk við
sölumönnum sem fara um landið og
stunda vægast sagt vafasama við-
skiptahætti. Ég var svo óheppin að
trúa þessum mönnum sem buðu mér
bækur með afborgunum og var skýrt
tekið fram að þetta yrði vaxtálaust.
En síðan kom i ljós að bæði voru vext-
ir og vísitala í samningnum.
Þegar ég síðan strax daginn eftir
hafði samband við sölumennina út af
þessu voru þeir svo ósvífnir að segja
að þeir hefðu aldrei sagt að þetta yrði
vaxtalaust, vitandi að það voru vitni
að ósannindum þeirra. Þeir tjáðu mér
jafiiframt að fyrst ég væri búin að
skrifa undir þessa skilmála yrði við
það að sitja, hvort sem mér líkaði bet-
ur eða verr. Bentu þeir mér þó á að
ég gæti talað við yfirmann þeirra.
Það var samt ekki fyrr en ég hafði
talað við höfúðpaurinn hjá Bóksölu
Á.J., herra Áma Jensen, sem ég fékk
að kynnast því að dónaskapur og per-
sónulegar svívirðingar eru greinilega
sjálfsagður hlutur í þessu fyrirtæki,
allavega þegar verið er að tala við
viðskiptavinina.
Þegar ég sagði honum að ég væri
óánægð með þessi viðskipti og óskaði
þess að þau gengju til baka fékk ég
svör ó borð við það að ég hlyti að
vera lyfjasjúklingur og annað í þeim
dúr. Þegar ég lét þess getið að mér
fyndist óstæða til að koma þessu í
blöðin til að vara fólk við þá hafði
þessi heiðursmaður í hótunum og
sagði að það yrði ekki fallegt sem
hann myndi skrifa í staðinn.
Ég hef síðan frétt það hjá kunningj-
um mínum að margir þeirra hafa lent
í því sama og eru ekki beint ánægðir
með viðskiptin. En það sýnir að þetta
er einfaldlega praxís þessara manna
eins og þeir stunda hann.
Því skyldi fólk hafa vara á áður en
það hleypir þessu inn fyrir dyr hjá
sér. Með kveðju frá neytanda sem er
nóg boðið.
Er verið að
bíða eftir
dauðsfalli?
Kópavogsbúi hringdi:
Ég vil benda bæjaryfirvöldum í
Kópavogi á mikla slysahættu á gatna-
mótum Urðarbrautar og Borgarholts-
brautar í vesturhluta Kópavogs. Ég ó
nú samt sem áður bágt með að trúa
því að þessi slysagildra hafi farið fram
hjá bæjaryfirvöldum hér í bæ og er
mér því algjörlega óskiljanlegt af
hverju ekkert heftir verið gert til að
koma í veg fyrir stórslys. Það mætti
halda að það væri verið að bíða eftir
dauðsfalli áður en nokkuð er gert til
að koma í veg fyrir slíkt. Ég get full-
yrt það að þama hafa ótt sér stað
hörkuárekstrar og þeir skipta tugum.
Bömin ganga þarna yfir á morgnana
er þau fara í skólann og maður er ein
taugahrúga yfir hvort þau komist nú
örugglega heilu og höldnu heim því
þama er mjög illa merkt gangbraut
og lýsingin er fyrir neðan allar hellur,
smátýrur er gera nánast ekkert gagn.
Skora ég ó bæjaryfirvöld í Kópavogi
að lagfæra þetta svo forðast megi frek-
ari slys.
Sigurður Björnsson bæjarverkfræð-
ingur svarar:
Þetta er allt í vinnslu hjá okkur og
er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun
næsta árs. Þetta hefur verið til um-
ræðu hjá okkur nýlega og það em
áætlEmir um að lagfæra gatnamótin
og þrengja þau og það stendur ef til
vill til að koma upp hraðahindrunum
við þessi gatnamót.
Núna ætti einmitt að vera mikil samkeppni við lottó og því veitir ekki af
endurskoðun. Ég legg til að hækka iægstu vinningana sem eru nánast
ekki neitt og glæða smá líf og fjör i leikinn.
Hærri og fleiri
vinninga
Lesandi hringdi:
Ég er mjög óónægður með vinn-
ingakerfi happdrættis Hóskóla
íslands og tel ég að það þurfi að
endurskoða frá grunni.
Það er löngum viðurkennd og gild
regla að styrkja gott málefni en í
þessu tilfelli spilar náttúrlega vinn-
ingsvonin einnig inn í sem hvatning
fyrir fólkið að spila í happdrættinu.
Mér finnst forráðamenn happdrætt-
isins vanmeta ályktunarhæfni
viðskiptavinanna með því að halda
því fram að einn mjög hár vinningur
freisti fólks meira í staðinn fyrir að
jafna þessum stærsta vinningi í fleiri
stóra vinninga. Lægstu vinningamir
í happdrættinu eru svo mikil hung-
urlús að það tekur því ekki að vera
spila upp á þá enda dregur það líka
úr allri eftirvæntingu og spennu að
spila fyrir þetta skiterí. Það væri til
dæmis hægt að breyta núverandi
skipulagningu með því að hafa
hsesta vinninginn 500 þúsund krónur
(er núna 1 milljón) og deila síðan
hinum 500 þúsundunum á lægstu
vinningana.
Vinsældalista
í sjónvarpið
Christopher Lund skrifar:
Ég er mikill tónlistarunnandi og mér
finnst allt of lítið að hafa Poppkom
bara einu sinni í viku. Ég veit líka að
sjónvarpið getur vel gert vinsældalista
með tuttugu til þrjátíu vinsælustu lög-
unum og ég efa ekki að ef það kæmist
i framkvæmd yrði það mjög vinsælt
sjónvarpsefni.
Það mætti líka alveg spila vinsæl-
ustu lögin oftar en einu sinni. Með
fyrirfram þökk fyrir birtingu vil ég
þakka DV fyrir ómissandi lesendasíðu.
Það er allt of lífið af tónlistarþáttum í
sjónvarpinu. Hvemig væri að sjón-
varpið tæki upp vinsældalista með
vinsælustu lögunum?