Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
19
Hólmgöngumaður í úlfakreppu
Ekki þarf að kynna dr. Hannes
Hólmstein Gissurarson fyrir lesend-
um DV. Árum saman hefir hann
verið skeleggasti málsvari fijáls-
hyggjumanna er svo nefna sig.
Andstæðingar frjálshyggjunnar -
felagshyggjufólkið - hafa jafnan
beint spjótum sínum að honum.
Hver vinstri-skríbentinn á fætur
öðrum hefir geystst fram á ritvöllinn
- en komið með klofinn skjöld hildi
frá. Þeir hafa ekki staðið Hannesi
(HH) snúning í þrætubókarlist, enda
hafa mennimir veifað skörðóttu
sverði marxismans en HH hins vegar
búinn spánnýjum hertygjum fijáls-
hyggjunnar.
Nú er risinn upp einhver Snjólfur.
Það verður að játast að fijáls-
hyggjumennimir hafa nokkur gild
rök fyrir skoðunum sínum. Svo mik-
ið er ljóst að félagshyggjufólkið
kann ekki á þeim lagið. Ég hefi fylgzt
með um alllangt skeið og íhugað rök
þeirra; séð á þeim bæði kost og löst.
En á það ber að líta að engin keðja
er sterkari en veikasti hlekkurinn.
Þrátt fyrir góða spretti hefi ég með
ámnum orðið æ meira efinn um að
frjálshyggjan flytji nokkum „stóra-
sannleik" - a.m.k. ekki í sinni
harðsoðnustu mynd.
Það sem hann varast vann varð
samt að koma yfir hann.
Þráhyggja og stífni
Hannes Hólmsteinn er óvenju rök-
vís maður. Gegnum tíðina hefi ég
margoft haft hina mestu skemmtun
af hárfínum rökum hans. - En, og
það er stórt EN. HH þjáist af vax-
andi þráhyggju og stífhi. Sá er þenur
bogann til hins ýtrasta kippir fótun-
um undan sjálfum sér. Öfgar em
ekki til fagnaðar. Frjálshyggjunni -
a.m.k. i útgáfu Hannesar Hólmsteins
- svipar æ meir til sjálfs höfuðand-
stæðingsins - hvers nema sjálf
KjaUaiinn
Skúli Magnússon
jógakennari
marxismans.
Nú er sá hólmgönguglaði Hannes
orðinn doktor. Og mér er fyrirmunað
að skilja hinn nýbakaða doktor.
IDV þann 24ða nóv. sl. ritar Hann-
es enn grein: „Islendingar ekki
óskynsamari en aðrir - Snjólfi Ólafs-
syni svarað“.
Vígreifur hefir HH nú tvo i höggi,
þá jábræðuma Þorgeir sagnfræðing
og Snjólf stærðfræðing (ég hefi hvor-
ugan lesið).
Síðasta ritsmíð Hannesar
Gaman væri að grandskoða ýmsa
veika hlekki fijálshyggjunnar en ég
gríp nú tækifærið að ígrunda nokk-
uð þessa síðustu ritsmíð Hannesar.
Hannes segir:
„Eftir vandlegan lestur greinar
hans (Snjólfs; SM) fann ég eina og
aðeins eina raunvemlega röksemd.
Hún var ekki að verðmyndun á
fijálsum markaði væri óæskileg,
heldur að hún væri af einhverjum
ástæðum óframkvæmanleg. Skortur
væri til dæmis á fóstrum, án þess að
laun þeirra hefðu hækkað, og of-
framboð á flugmönnum, án þess laun
þeirra hefðu lækkað...
Dæmi þau, sem Snjólfúr tekur, em
ekki um verðmyndun á fijálsum
markaði, þegar að er gáð, heldur
heftum. Fóstmr selja ekki þjónustu
sína á fijálsum ma.rkaði, heldur
neyðast (sic; SM) þær til að treysta
á hið opinbera, sem er eini vinnu-
veitandi þeirra og viðsemjandi. . . .
Flugmenn starfa ekki heldur á
fijálsum markaði þar sem þeir hafa
gert með sér öflugt verkalýðsfélag,
sem heldur uppi verðinu á þjónustu
þeirra. Þeir ílugmenn, sem fá ekki
vinnu á þessu einokunarverði, geta
ekki boðið það niður með samkeppni
við þá sem fyrir em heldur em þeir
hraktir (sic; SM) til útlanda eða í
aðrar atvinnugreinar."
Fóstrur í dæmi Hannesar
Dameme först. Hugum þá að fóstr-
um:
1) Vestrænar þjóðir - svo er Guði
fyrir að þakka - búa í samfélögum
sem í megindráttum em „fijáls" en
ekki „heft“. Ungar stúlkur - vitandi
að fóstrustarfið býður uppá svo lág
laun - geta valið sér eitthvert annað
nám en fóstmnám og kosið sér ann-
að lífsstarf. Þær „neyðast" því ekki
til neins einsog HH fullyrðir. Við
það myndi aðstreymi í þetta starf
enn fara minnkandi og ríksvaldið
„neyðast" til að hækka launin.
2) Ýmsar stéttir - t.a.m. kennarar
- leita í ríkum mæli í önnur störf
en þeir hafa lært til. Það gætu fóstr-
ur einnig gert. Þær gætu m.a. s.
„hrökklast" til útlanda í atvinnuleit
- ekki síður og fremur en flugmenn.
A þennan máta ætti - að mínum
skilningi - að myndast markaður
samkvæmt lögmáli framboðs og eft-
irspumar, að vísu ekki al-fijáls en
heldur ekki alfarið „heftur".
„Hannes Hólmsteinn er óvenju rök-
vis maður. Gegnum tíðina hefi ég
margoft haft hina mestu skemmtun
af hárfinum rökum hans. - En, og
það er stórt EN. HH þjáist af vax-
andi þráhyggju og stifni.“
3) „Ef raunverulegur skortur væri
á fóstrum," segir dr. Hannes. En það
er nótabene ekkert EF. Skorturinn
ER raunverulegur. Hólmgöngu-
manni sæmir illa að hlaupa fyrir
hom. Þar eð skorturinn er raun-
vemlegur ættu fóstrur, samkvæmt
lögmáli hins fijálsa markaðar, að
geta beitt viðsemjendur sína þrýst-
ingi, enda þótt hann sé aðeins einn
að röngu mati HH; jafnvel þótt stétt-
arfélag þeirra sé ekki jafn-sterkt
samtökum flugmanna (sem er engum
nema þeim sjálfum um að kenna).
Leggi fóstrur niður störf komast
mæður bamanna ekki til vinnu
sinnar. Fjölmargar stofnanir yrðu
lamaðar, til dæmis myndi vanta
stúlkur á skiptiborðin (ekki væri það
þægilegt). Þær hafa því ■ yfirburða-
stöðu til að þrýsta á hið opinbera,
þótt verkfall þeirra væri ekki litið
jafnalvarlegum augum og ef flugið
myndi stöðvast.
4) Hannes fúllyrti að viðsemjandi
fóstra væri aðeins einn - „hið opin-
bera“. En hið opinbera er í þessu
tilliti hin ýmsu bæjarfélög sem er
stjómað af hinum ýmsu stjómmála-
flokkum. Enda þótt Davíð „konung-
ur“ kjósi fremur að skjóta peningum
skattgreiðenda út í loftið - og þó
einkum að fleygja þeim fyrir glym-
skratta, heldur en að bjóða stárfs-
fólki sínu mannsæmandi laun, þá
em þó blessunarlega aðrir og betri
menn við stjómvölinn t.a.m. í Kópa-
vogi og Hafnarfirði. Kratamir í Hf.
gætu - og hafa - boðið sínum fóstrum
skárri kjör. Öll röksemdafærsla HH
er gatslitið fat sem heldur engri bót.
5) Dr. Hannes mun hafa heyrt get-
ið svokallaðra „dagmæðra11. Fóstmr
gætu - eins og kennarar - boðið upp
á sín eigin dagheimili og haldið uppi
hærri „prísum“, t.a. m. þegar eínaðri
foreldrar eiga í hlut í skjóli hins
mikla vistunarskorts. Það myndi
enn auka þrýstinginn á „hið opin-
bera“.
Blessunarlega búum við ekki í
Póllandi. En jaínvel í hinu þræl-„
hefta“ samfélagi PóIIands og Rússíá
hefir myndast „svört“ atvinnustarf-
semi þar sem lögmál hins frjálsa
markaðar blómstrar mætavel.
Ég mun næst huga að flugmönnum
í grein sem birtist í DV innan
skamms. Skúli Magnússon
,. Frj álshy ggj unni - a.m.k. í útgáfu Hannes-
ar Hólmsteins - svipar æ meir til sjálfs
höfuðandstæðingsins - hvers nema sjálfs
marxismans.“
Óheilindi Sigríðar Dúnu
Oft er sagt að þvi meira sem menn
læra því vitlausari verði þeir. Ekki
vissi ég að þú, Sigríður Dúna, mynd-
ir sanna þetta. Kannski hefurðu
bara aldrei lært að lesa, sem er vel
skiljanlegt því skólakerfið er ekki
upp á það besta. Hefðirðu lesið betur
greinina mína, sem birtist 14. nóv-
ember, þá hefðir þú séð að ég fagna
því að þú lagðir fram frumvarpið um
lágmarkslaun. I greininni tala ég
ekki um að fólk með hærri laun en
lágmarkslaun megi ekki taka þátt í
kjarabaráttunni heldur er ég að
benda á hræsnina sem þú og þínir
líkar sýna. Ef þú, Sigríður Dúna,
værir heilsteypt í kjarabaráttunni
þá hefðir þú ekki tekið við meiri
prósentuhækkun en umbjóðendur
þínir fá á sín laun. Kannski ertu ein
þeirra kvennalistakvenna sem búa í
felagsheimili uppí Árbæ og ert svo
vel sett að þú tekur ekki eftir því
hvort þú færð 2,5% eða 11% launa-
hækkun, því þú ert ekkert upp á þær
komin. Samkvæmt mínum útreikn-
ingi er þó heilmikill munur á 2,5%
og 11%.
Alveg eins og karlarnir
Sigríður mín, fólk er búið að missa
tiltrú á ykkur alþingismennina. Ég
er ekki eingöngu að tala fyrir mig
heldur þorra landsmanna. Margir
héldu að þið í Kvennalistanum yrð-
uð öðruvisi þegar þið færuð inn á
þing. En því miður fóruð þið fljótt
að hljóma eins og hinir. Þið, eins
og karlamir, „viljið sérstaklega taka
fram“, „leggið áherslu á“, „undir-
strikið" og „bætið við að lokum“.
Þegar þið tókuð svo við launahækk-
uninni án þess að malda í móinn þá
hvarílar það að manni að þið hafið
meiri áhuga á að verma þingsætin
en að beijast fyrir umbjóðendur ykk-
ar og launþegana í landinu.
KjaUaiinn
Áshildur
Jónsdóttir
í Landsráði
Flokks mannsins
Hvar eru undirskriftirnar?
Þú skalt ekki halda að þetta sé
eingöngu mín persónulega skoðun
eða flokks míns. Þið alþingismenn
ættuð nú að hafa fengið tugi undir-
skriftarlista frá hundruðum lands-
manna þar sem þeir taka undir orð
mín og skamma ykkur fyrir að taka
við svo miklum launahækkunum á
meðan vinnuveitendur ykkar, skatt-
borgarar, fá miklu minni prósentu-
hækkun.
Þú hefúr ekkert sagt um þessar
undirskriftir. Kannski vegna þess að
forseti sameinaðs Alþingis hefúr
stungið þeim undir stól eða vegna
þess að þær hafa komið illa við
kaunin.
Skora á þig og aðra alþingis-
menn
Við í Flokki mannsins stungum
upp á 30 þúsund kr. lágmarkslaunum
áður en Bolungarvíkursamningam-
ir voru gerðir. Málgagni okkar með
tillögu flokksins í launamálum var
dreift þar í bænum viku áður en
samningamir voru samþykktir.
Við fögnum því að Kvennalistinn
skuli taka undir þessa kröfu okkar
um lágmarkslaun en ég bið þig og
aðrar kynsystur mínar að vera ekki
að skemma málstaðinn með því að
vera að segja eitt og gera annað.
Ég skora á þig og aðra alþingismenn
að taka ekki við meiri launahækkun
en aðrir fá og mótmæla þannig kröft-
uglega að toppamir í þjóðfélaginu
skuli skammta sér hærri laun en
almenningi er ætlað.
Mannréttindasáttmáli
S.Þ. brotinn
Ég vil líka mælast til þess að þið
í Kvennalistanum hættið að bijóta
mannréttindasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Oft hafið þið setið þing
þeirra í New York - varla hafið þið
eingöngu verið í innkaupaferð á
kostnað skattborgaranna eins og
karlamir - og því hljótið þið að vita
að það má ekki vera með pólitíska
flokka sem mismuna eftir trúar-
brögðum, kynþætti eða kyni. Það er
ekki hægt að mismuna á þennan
hátt ef menn vilja kallast boðberar
jafnréttis.
„Fasistar“
Ef þið haldið áfram þessari að-
skilnaðarstefrm þá fara sumir að
kalla ykkur fasista og það líkar mér
ekki. Þið verðið ekkert betri en
Svörtu pardusdýrin í Bandaríkjun-
um. Þeir bentu réttilega á að negrar
væm beittir misrétti en töldu hvíta
menn á lægra stigi og vildu ekkert
með þá hafa. Þeir hurfu og áorkuðu
litlu. Hins vegar var hreyfing Martin
Luthers King mjög öflug og hefur
sterk áhrif enn þann dag í dag, ekki
bara meðal svertingja heldur líka
hvítra manna. I hans röðum störfúðu
ekki eingöngu svartir menn heldur
líka hvítir.
Hættið aðskilnaðarstefnunni
Þess vegna skora ég á ykkur í
Kvennalistanum að hætta aðskiln-
aðarstefiumni og leyfa körlum að
taka fullan þátt í starfi ykkar, þar
með talið að fara í framboð fyrir list-
ann.
Ef þig gerið það ekki munuð þið
ekki bara verða kallaðar fasistar
heldur verður það hvatning fyrir
aðra til aðskilnaðarstefiiu. Þá meg-
um við eiga von á flokkum smávax-
ins kvenfólks, feitlaginna og jafhvel
rauðhæðra því reynsluheimur þeirra
hlýtur að vera öðruvísi.
Einkaréttur karlanna
í lokin vil ég biðja þig, Sigríður
Dúna, að læra að greina á milli
aukaatriða og aðalatriða og vera
ekki að kasta ryki í augu lesenda
og umbjóðenda þinna með því vísvit-
andi að forðast að ræða málin í
hreinskilni, eins og kom fram í svari
þínu við grein minni 25. nóvember.
Eigum við ekki að leyfa karlaflokk-
unum á þingi að eiga einkarétt á
slíkri vitleysu?
Áshildur Jónsdóttir
„Ef þú, Sigríður Dúna, værir heilsteypt í
kjarabaráttunni þá hefðir þú ekki tekið
við meiri prósentuhækkun en umbjóðend-
ur þínir fá á sín laun.“
„Þess vegna skora ég á ykkur í Kvennalistanum að hætta aðskilnaðarstefn-
unni og leyfa körlum að taka fullan þátt i starfi ykkar, þar með talið að fara
i framboð fyrir listann."