Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. Merming Fegurðin Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðs- son - Asgrímur Jónsson. 82 bls. Lislasafn ASÍ & Lögberg, 1986. Nú virðist fátt geta hróflað við þeirri mynd sem hingað til hefur verið dregin upp af einum af braut- ryðjendum íslenskrar myndlistar, Ásgrími Jónssyni listmálara. I augum flestra er Ásgrímur og verður hinn hægláti og hlédrægi ein- fari - integer vitae, scelerisque purus - sem afsalaði sér venjulegu fjöl- skyldulífi og veraldarvafstri til að helga sig allan fegurð og sannleik listarinnar. Hvort tveggja taldi Ásgrímur sig finna i íslensku landslagi og upp- götvanir hans urðu til þess að kynda undir þjóðlegum metnaði jafiit sem listrænum meðal Islendinga. Einlægur og afdráttarlaus tjáning- armáti Ásgríms varð einnig til að tiyggja vinsældir hans, bæði hjá al- þýðu og menntamönnum. í verkum hans sáu menn hvorki kaldranalega rökvísi Jóns Stefáns- sonar né stjómlaust hugarhvaríl Kjarvals. Þar virtist allt hreint, tært og ljúft, eins og í ævintýrunum. I myndlistársögu sinni lýsir Bjöm Th. Bjömsson ævikvöldi hins aldna guðföður íslenskrar málaralistar á sinn innvirðulega hátt: „I full sextíu ár, kynslóð af kynslóð, mátti jafnan kenna hann í broddi fylkingar, stór- an í lund sem í gerð, óþreytandi að leggja á hvem nýjan bratta. Ógleym- anlegur er hann, þessi öldungur, í stofúnni sinni heima hina síðustu daga. Líkaminn enn stríður og sterk- limaður, hljóðlát alvaran með undirstreng bamslegrar mildi, fas hans og orð hrein og höfðingleg. Það undraði heldur engan sem hann þekkti að í einveru sinni þessa daga hafði hann dregið upp gjafabréf, þar sem hann eftirlét íslenzku þjóðinni allar eigur sínar...“ ( íslenzk mjmd- list, II. bindi, bls. 140-141). Skuldin við Ásgrím Ásgrímur lét einnig eftir sig óvenju greinargóðar lýsingar á ævi sinni og lífsviðhorfúm í bókinni Myndir og minningar sem Tómas Guð- mundsson skráði (1956 & 1962). Auk þess em til fleiri áreiðanlegar bækur og ritgerðir um líf hans og list, bók- arkom Gunnlaugs Schevings frá 1949, Þjóðsagnabókin frá 1959, með rómuðum formála Einars Ólafe Sveinssonar, að ógleymdum kaflan- um um Ásgrím í Islenzkri myndlist eftir Bjöm Th., sem er líkast til það besta sem skrifað hefur verið um listamanninn til þessa. Enn á list Ásgríms erindi við okk- ur - og öfugt. Háþróuð litgreining og prenttækni nútímans skyldar okkur beinlínis til að gera á henni tilhlýðilega heildarúttekt, setja á bók gott og einkennandi úrval teikn- inga listamannsins, vatnslitamynda og olíumálverka, og leitast við að setja allt þetta myndefni í skiljanlegt samhengi með læsilegum skýringar- texta. Þetta hafa nágrannaþjóðir okkar gert fyrir brautryðjendur sína, Jack Yeats, Munch, Jöm og fleiri. I slíkri bók mætti að ósekju fjalla um myndlist Ásgríms á nærgöngulli hátt en tíðkast hefur til þessa. Vissulega er ekki út í hött að líkja henni við tónlist Mozarts, eins og svo oft hefur verið gert, svo fremi við höfum hugfast að hið ástsæla tónskáld samdi ekki aðeins lauflétt divertimenti og glettnislega strengjakvartetta heldur einnig al- vömþmngin og hádramatísk verk eins og Don Giovanni og Sálumess- una. Tilvistarlegar forsendur Ýmis ummæli Ásgríms, svo og at- burðir í myndum hans, gefa tilefni til að skyggnast undir hið slétta og fellda yfirborð listar hans. Hygg ég þá að við munum fyrirhitta marg- Myndlist Aðalsteinn IngóHsson slungnari persónuleika og listamann en okkur óraði fyrir. Til dæmis virðist mér ekki ólíklegt að þær breytingar, sem urðu á mynd- list Ásgríms um og eftir 1940, hafi ekki aðeins stafað afbeinni listrænni þörf og síðbúnum áhrifum Van Goghs (og Þýskalandsfarar) svo að- eins tvær ástæður séu tilgreindar heldur eigi þær sér einnig tilvistar- legar forsendur. Af óþekktum orsökum virðist hin rólynda náttúruskoðun listamanns- ins hafa vikið fyrir endurvakinni meðvitundinni um það að náttúran er ekki alltaf stöðugt fyrirbæri og hliðhollt manninum heldur vægðar- laust eyðingarafl. Til að nálgast þetta „flúx“ á nátt- lirukröftunum greip Ásgrímur til æ ákafari vinnubragða í málverkum sínum, magnaði upp liti og bylti formum, uns myndflöturinn varð að miklum ólgusjó. sem saluhjálp Ásgrimur Jonsson - Sjálfsmynd, ca 1900. Ekki má heldur horfa framhjá sál- fræðilegu inntaki margra þjóð- sagnamynda Ásgríms. Segja ekki allar þessar myndir um tröll, sem eltast við ungar konur, eitthvað um hugmyndir listamannsins um mann- legt eðli, og í leiðinni, um hans eigin persónu? í leiðinni mætti sem best velta fyr- ir sér listrænni tvíhyggju Ásgríms. í olíumálverkum sínum er hann ex- pressjónisti, í víðasta skilningi þess hugtaks, sem endurgerir það sem hann sér, skapar því nýjar áherslur og umbreytir litum. í vatnslitamyndum hans kemur fram hin impressjómska skaphöfh hans, löngun hans til að festa á pappír hrynjandi landslags og birt- una sem er aflvaki þeirrar hrynjandi. Líður list Ásgríms fyrir þessa tví- hyggju eða nýtur hún góðs af henni? Gaman væri að fá á prent einhver svör við þessari spumingu og fleiri slíkum. Raunar borgar sig varla að vera að gefa út nýja bók um Ásgrím án þess að leggja eitthvað nýtt og merkilegt til hans mála. Ágæt litprentun Því hlýtur lesandinn að verða fyr- ir einhveijum vonbrigðum með nýja bók um Ásgrím sem kemur út í bóka- flokknum Islensk myndlist, útgef- andi Lögberg og Listasafn ASÍ. Byrjum á jákvæðu hliðinni. Bókin er falleg útlits, þótt eflaust orki tví- mælis að að prenta myndir á hlið, eins og gert er við fjórar myndir aft- ast. Ekki sé ég heldur tilgang þess að staðsetja pínulitla svart-hvíta eft- M Ásgrimur Jónsson - Sjálfsmynd, ca 1940? irprentun af landslagi Van Goghs (Saint-Remy, 1899), uppi í homi hjá portretti af Þórami B. Þorlákssyni (bls.17). Prentun litmynda hefur og tekist með miklum ágætum, sennilega bet- ur en í nokkurri annarri bók í þessum flokki. En þær em bara allt of fáar (57 stykki), þegar tekið er tillit til þess að bókin á að heita „úttekt", og allt of fáar myndanna koma lesandanum á óvart. Svart-hvítar teikningai- em átta talsins, þar með taldar þjóðsagna- teikningar. Ekki finnst mér heldur nógu mikið á textum þeirra Hrafnhildar Schram og Hjörleife Sigurðssonar að græða. . Aðfararorð Hrafnhildar em að vísu bæði nærfærin og elskuleg og er á bókina líður kemur hún fram með ýmsar gagnlegar upplýsingar. Til dæmis hefúr hún uppi á lýsingu á leiktjaldinu sem Ásgrímur málaði á Bíldudal ca 1896, lætur gera úttekt á nótnaörkum þeim sem listamaður- inn lét eftir sig, upplýsir tengsl milli fyrstu þjóðsagnamynda Ásgríms og teikninga danska listamannsins Otto Sinding, og hefúr ýmislegt skynsamlegt fram að færa varðandi eldgosaminnið i verkum hans. Fram og til baka Á hinn bóginn er stórar gloppur að finna i texta hennar. Af honum verður til dæmis ekki ljóst hvemig landslagsmálverk Ásgríms þróaðist og hvemig afstaða hans til landslags breyttist með aldrinum. Þó teljum við Ásgrím meðal helstu landslagsmálara okkar. Sömuleiðis hleypur hún fram og til baka í texta sínum sem gerir les- anda erfitt fyrir. Annars staðar er umfjöllun hennar fremur stuttaraleg og á stundum. ónákvæm. Hún minnist á háskann í þjóðsagnamyndunum en getur stuttu seinna um hrifhingu lista- mannsins á íslensku þjóðsagnaefiii. Var Ásgrímur þá sér meðvitaður um þennan háska? í sama kafla flokkar höfundur þjóðsagnamyndimar almennt undir symbólisma (táknhyggju) án þess að fara nánar út í það hvað þær eiga að tákna. Skömmu síðar leggur hún út af frásagnargildi þessara sömu mynda og er þannig komin í mótsögn við sjálfa sig því strangt til tekið fara táknhyggja og frásögn ekki saman. Ég er heldur ekki sammála túlkun- inni á vatnslitamyndinni frá Bama- fossum sem höfundur segir vera frá 1904 og sér byijendaeinkenni á. Mér finnst Ásgrímur einmitt fara frjáls- lega bæði með liti og mótíf i þessari mynd sem bendir til bærilegrar kunnáttu i hinni strembnu vatnslita- kúnst. Stefnulaust í síðari hluta bókarinnar er Hjör- leifi Sigurðssyni ætlað að fjalla um síðari málverk Ásgríms. Og hér verð ég að játa upp á sjálfan mig skiln- ingsleysi því ég skil hvorki upp né niður í því sem höfundur er að fara. Hjörleifúr hleypur úr einu í annað, að mér sýnist fúllkomlega stefnu- laust, hefur uppi sérkennilegar athugasemdir, meðal annars um „dulargáfur frændkvennanna á Húsafelli", en er óðar rokinn frá þeim yfir í langar og oft tilefnis- lausar tilvitnanir í Myndir og minningar Ásgríms sjálfe. Ég fæ heldur engan botn í hugleið- ingar hans um það hvemig Húsafell særði fram expressjónismann í Ás- grími. Ég er heldur ekki trúaður á það að sýning Svavars Guðnasonar, sem haldin var árið 1945, hafi haft afgerandi áhrif á þróun síðari mál- verka Ásgríms þvi sú þróun var hafin fyrir alvöru fimm árum áður en Svavar sýndi. Sem sagt, snotur bók, góð fyrir augað, en ansi langt frá því að vera sú úttekt' á list Ásgríms sem við þurftum á að halda og okkur hafði verið lofað. -ai Sundurleitar myndir Níutíu kílómetrar á sextíu mínútum Út um sjoppudymar Bragi Ólafsson: Dragsúgur Smekkleysa sado/maso 1986, 56 bls. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar sem hefur áður birt ljóð í tímaritum og las vel upp á ljóð- snældunni Fellibylurinn Gloría. Sum þeirra ljóða birtast hér en annarra sakna ég, t.d. „Nokkrir ruddar" sem kom í Tímariti Máls og menningar. Hér eru 23 ljóð, sum löng. Ekki finnst mér tímabært að tala um einhver megineinkenni ljóðanna, en Bragi skapar sam- ræmdan hugblæ í mörgum ljóðum, t.d. þrúgandi tómleika fjölskylduboðs í „Kvöldjakki manns- ins hennar“. Oft fylgir þessu einhver óhugnaður sem er einkum þjakandi vegna þess að ekki er vitað hvað veldur. Við skulum líta á dæmi þessa, þar sem talandinn sést einn á ferð á land- svæði sem hann getur ekki áttað sig á, kortið gerir einungis farinn veg skiljanlegan, það sem sést út um gluggann eru hugarfóstur hans, og til öryggis er aðeins eitthvert lítilfjörlegt góð- meti aö maula. Ljóðið hefet á upplýsingum um sjálfcagða hluti, því annað en slíkt sést ekki. En því lýkur á óskiljanlegri ógn sem býr í myrkrinu, og spuming hvort samferðakonan er enn á lífi. Það eru steinar við veginn og grasbreiðan teygir sig út í einhverja hræðilega gleymsku. í hanskahólfinu er kort af veginum fyrir aftan. Og þar er harðfiskur í poka og brjóstsykur. Þar sem rökkrið mætir framljósunum á ég heima, og myndimar í rúðunum eru myndir sem ég málaði sjálfur. En María, ef þú ert lifendi, skaltu halla þér aftur í sætinu því nú tekur við okkur tenntur himinn. Sjoppa við þjóðveginn Annað ljóð dregur upp mynd af sjoppu við þjóðveginn. Þar tekst vel að skapa tilfinningu fyrir eyðileika með andstæðum. Fjöllin eru sögð „stórkostleg". en nánar að gætt er aðeins grámi þeirra umtalsverður. Af sama tagi er lyktin, hún er af ryki. Skemmtun er auglýst, en við nánari aðgæslu reynist hún vera löngu liðin, rétt eins og einu sinni skeði þama atburður, það undirstrikar enn betur tómleikann núna. I stíl við þetta er lífenautnin á staðnum, þessi ofuráhersla sem lögð er á svo hversdagslegan hlut sem að borða pylsu með öllu. Stórkostleg fjöllin, þaðan sem ég stend í sjoppu- dyrunum. Þaðan sjást fjöllin, fíeiri en eitt, og ég horfi á þau. Flest eru þau brún eða grá. Ég vil pylsu. Nú vil ég pylsu með öllu sem til- heyrir pyfsum. Nú vil ég borða pylsu og horfa á fjöll. Bókmenntir Örn Ólafsson Vissirðu að hér bakvið voru oh'utankar og einu sinni varð sprenging, segir afgreiðslumaður. Við seldum hér bensín á bílana sem fóru framhjá. Til hliðar við lúguna er auglýsing um dansleik á liðnu vori. Grábrúnu fjöllin speglast í glugganum, ég finn lykt af ryki og sól. Nei, ég er aftur við dymar og pokinn utan um kjötið springur undan tönnunum. Oþol biðarinnar Ekki em öll ljóðin svona vel heppnuð, t.d. finnst mér „Þessi fallega kona“ litlu miðla. En yfirleitt er þetta vandað, og tekst að skapa sér- kennilegan hugblæ, einkum í lengstu ljóðunum, sem ekki rúmast hér. Stundum em þetta sund- urleitar ljóðmyndir, en betur að gætt má finna samhengi, svo sem í þessu: Komutími Ókyrr rykkom á marmaragólfi. Dragsúgur. Grænt epli. Blóðsletta á ísskápshurð, skóhljóð í baðvatni. Kaldur veggur. Ókomin kona með rauðar varir að næturlagi. Þessar sundurleitu myndir raðast saman eins og af tilviljun. En þeim mun betur sýna þær óþol biðarinnar eftir konunni sem birtist í losta- fúllri mynd í lok ljóðsins, það beinist allt að þeim lokum. Mér sýnist þetta því ekki neinn surrealismi, þrátt fyrir fjarstæðuna: „skóhljóð í baðvatni", mér finnst slík lýsing sýna ofur- spennta bið skynjunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.