Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. 21 Minningar frá Leirhöfn Þórarinn Elís Jónsson Höfundur þessarar bókar réðst sem smali að stórbýlinu Leirhöfn á Sléttu árið 1915, til Helgu Sæmundsdóttur hús- freyju sem þar bjó ásamt sonum sínum. Hann ólst þar upp á þroskaárum sínum og tók miklu ástfóstri við heimilisfólkið enda er bókin tileinkuð Helgu Sæmunds- dóttur og sonum hennar. Höfundur rekur hér minningar sínar frá þessum árum enda hefur honum orð- ið þetta tímabil ævi sinnar ógleymanlegt. Þar varð hann fyrir lífsreynslu sem gjör- breytti lífsferli hans. Fjöldi fólks kemur við sögu og írásögnin er gædd nærfærni og hlýju. Bókin er 159 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri. Verð með söluskatti kr. 975,00. JÓNAS THORDARSON Vestur-íslenskar æviskrár, V. bindi Jónas Thordarson 1 þessu nýja bindi eru æviskrárþættir 100 Vestur-íslendinga með 330 ljósmynd- um, saga þeirra sögð í stuttu máli, greint frá uppruna og ævistarfi, ættingjum og afkomendum. í bókarlok er ítarleg mannanafnaskrá. Vestur-íslenskar æviskrár eru ómetanlegur lykill að persónufróðleik og ættfræði, auk þess sem þær gefa auk- in tækifæri til styrktar vináttubanda og frændsemi milli íslendinga austan hafs og vestan. Bókin er 307 blaðsíður að stærð, prent- uð og bundin í Prentverki Odds Björns- sonar á Akureyri. Verð með söluskatti kr. 2.250,00. saga mikils mannkynsböls eftir Susanne Everett Dagur Þorleifsson þýddi Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina Þrælahald eftir Susanne Everett í þýðingu Dags Þorleifssonar. Hér er á ferðinni skýr, rikulega mynd- skreytt og ljóslifandi frásögn af ánauð og þrælkun, mikill fengur fyrir hvern þann sem áhuga hefur á sögu og þróun mannkynsins og samábyrgð allra manna. I bókinni er saga þrælahalds rakin frá upphafi. Lýst er þrælaflutningunum vestur yfir Atlantshaf en þeir fólu í sér að á þrjú hundruð ára tímabili voru ell- efu milljónir manna fluttar frá Afríku til Ameriku. Fjallað er um líf þrælanna og þá kúgun og arðrán manns á manni sem í þrælahaldinu fólst. I bókinni eru yfir þrjú hundruð myndir, þar af fjörutíu í litum, fengnar úr skjalasöfnum um allan heim, og varpa þær skýru ljósi á efnið. Bókin er filmusett hjá Prentþjón- ustunni en prentuð í Hong Kong. Bók um létt vín eftir Pamelu Vandyek Price í þýðingu dr. Arnar Ólafssonar Formála skrifa ritstjórar Gestgjafans í fyrsta skipti á íslandi: Bók sem greinir frá öllu sem máli skiptir um fram- leiðslu, innkaup, geymslu og meðferð léttra vína. Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út Bókina um létt vín í þýðingu dr. Arnar Ólafssonar. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar sem kemur út hér á landi. Ritstjórar Gestgjafans, þau Elín Káradóttir og Hilmar B. Jónsson, rita formála bókarinnar og segja þar: „Það er okkur bæði ljúft og skylt að fylgja þessari bók úr hlaði með nokkrum orð- um. Ljúft, þar sem fyrir löngu var orðið tímabært að út kæmi á íslensku bók með almennri fræðslu um vín, vínvið og vín- ræktun. Góðri matarmenningu, sem svo sann- arlega er nú fyrir hendi hér á landi, þarf að fylgja góð vínmenning og vfnmenning okkar hér hefur lengst af einkennst af fordómum og því að setja allan vökvann sem inniheldur vínanda undir sama hatt og kalla hann vín. Við gerum hins vegar mikinn mun á víni, það er léttu víni sem lagað er úr vínberjum, og áfengi, það er sterku víni eða eimuðu. Þessi bók fjallar um létt vín. Að okkar mati og margra annarra bragðast góður matur betur ef honum fylgir gott vín. En best er honum fylgi rétt vín. Vín sem laðar fram það besta í réttinum sem verið er að snæða. Bókin um létt vín er sett og umbrotin hjá Ljóshnit. Kassagerðin annaðist filmuvinnu og prentun en Arnarfell sá um bókbandið. Þóamn Vöidimarsdóttir AF HALAMIDUM Á HAGATORC Ævisaga Einars (í&fesonar 1 Lækiarttvammi Af Halamiðum á Hagatorg Ævisaga Einars Ólafssonar í Lækjar- hvammi Þórunn Valdimarsdóttir skráði Út er komin hjá Erni og Örlygi bókin Af Halamiðum á Hagatorg sem er ævisaga Einars Ólafssonar í Lækjar- hvammi, skráð af Þórunni Valdimars- dóttur sagnfræðingi sem skráði einnig bókina Sveitin við Sundin sem kom út á liðnu sumri. Ævisaga Einars í Lækjarhvammi er fyrir margar sakir hin sérstæðasta. Hann er af aldamótakynslóðinni, sonur leigu- liða eins og flest aldamótabörn, alinn upp í torfbæ undir norðurhlíð Esjunnar við frumstæða atvinnuhætti. Einar vann á unglingsárum í eyrarvinnu í Reykjavík og var á togara í áratug. En togarasjó- maðurinn Einar taldi sig til bændastéttar og ætlaði sér að verða bóndi. Hann gift- ist heimasætunni í Lækjarhvammi í Reykjavík 1925 og tók þar við búi skömmu síðar. Bókin er gefin út í tilefni af níræðisaf- mæli Einars 1. maí sl. Bókin er sett og prentuð í pren'tstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnar- felli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobs- son. Nýjar bækur Dagatöl 1987 Út eru komin litprentuð dagatöl fyrir árið 1987. Dagatölin eru með völdum ritningargreinum, jákvæðum boðskap til hugleiðingar í dagsins önn. Um þrjár gerðir er að ræða: Sköpunin, veggdagatal með myndum úr ríki náttúrunnar. Hverjum degi ársins fylgir ritningargrein og reitur fyrir minnisatriði. Dagatalið kostar 295 krón- ur. Börn og vinir. Hér er um að ræða hin vinsælu póstkortadagatöl með barna- myndum. Þessum gerðum er ýmist ætlað að standa á borði eða hanga á vegg. Þessi dagatöl kosta 255 krónur og 215 krónur. Fíladelfíu forlag gefur út. Spakmælabókin Fræg og fleyg orð i gamni og alvöru Torfi Jónsson safnaði, setti saman og þýddi Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út Spakmælabókina fræg og fleyg orð í gamni og alvöru. Torfi Jóns- son safnaði efninu, setti saman og þýddi. Á bókarkápu segir m.a.: „Góð bók er eins og aldingarður sem maður er með í vasanum," segja Arabar. Þessi bók er ómissandi öllum þeim sem þurfa að nota fleyg orð með stuttum fyrirvara í ræðu og riti. Spakmælabókin er sett, umbrotin og filmuð hjá Filmur og prent en prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. Hún er bundin hjá Arnarfeili hf. Kápu hannaði Hrafnhildur Sigurðardottir. Minningar Huldu Á. Stef- ánsdóttur 2. bindi, Æska Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út annað bindi endurminninga Huldu Á. Stefánsdóttur sem ber undirtit- ilinn Æska. 1 bókinni eru rúmlega 80 gamlar ljós- myndir sem varpa lífi og lit á horfinn tíma og umhverfi þeirrar ævi- og menn- ingarsögu sem þar er sögð. Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur eru settar og prentaðar í Prentstofu G. Ben- ediktssonar og bundnar hjá Amarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson en kápumyndin er af málverki af Huldu frá Hafnarárunum sem Kristín Jóns- dóttir málaði. Friður, Matteusarguðspjall Trú, Bréf Páls til Rómverja Þessar fallegu bækur eru inhbundnar í harða kápu og skreyttar litmyndum á hverri síðu. Textinn er úr „Lifandi orði“, endursögn Nýja testamentisins á is- lensku. Bækurnar em einkar aðgengi- legar fyrir þá sem ekki eru vanir að lesa Nýja testamentið og kjömar fyrir þá sem vilja kynnast sígildum boðskap þess. Bækurnar kosta aðeins 400 krónur hvor um sig. Fíladelfíu forlag gefur út. PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. ÞROTABÚ Eignir þrotabúsins eru til sölu. Leitað er tilboða í þær í einu lagi eða einstakar eignir, fasteign, vélar, tæki eða áhöld. Um er að ræða þessar eignir: Fasteign þrotabúsins að Bygggarði, Seltjarnarnesi. Vélar og tæki í bókbandi, setningu, pressusal og skeyt- ingu. Skrifstofuáhöld og fleira. Eignirnar verða til sýnis föstudaginn 5. desember kl. 13-17 og laugardaginn 6. desember kl. 10-15. Tilboðsfrestur er til og með 12. desember. Eignalisti liggur frammi hjá undirrituðum. Lögmenn, Reykjavíkurvegi 72, sími 50611. Pósthólf 434, 220 Hafnarfjörður. Hlöðver Kjartansson hdl. bústjóri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Sogavegi 136,1 ,t.v„ þingl. eigandi Björgvin Eiríksson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 16.30 Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Borgarfógetaembaettið í Reykjavík. í þessu bindi minninga tekur Hulda upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrsta bindi og segir frá æskuámm sínum á fyrsta fjórðungi aldarinnar - frá því að hún fluttist frá Möðruvöllum til Ak- ureyrar og þangað til hún kvaddi liyjafjörð tuttugu og sex ára gömul. Opið til k í kvölt 1. 20 1 Nýtt, glæsileg og miklt stærra kjötborð Nýtt, t glæsilegt og miklu stærra fiskborð. Ný, glæsileg leik- fangadeild á 2. hæð. Opið frá kl. 9-16 laugarda Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð - 1 Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grUlið g Sérverslanir í JL-portinu Munið barnagæsluna 2. hæð - opið föstudaga og laugardaga Jón Loftsson hf. . JH KOáT IUM[Í(IUUUUlil llklK Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.