Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Síða 22
22
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
Iþróttir
Við
hornfánann
Talað í tvo og hálfan tíma
Fyrir skömmu var haldinn
stjómarfimdur hjá Handknatt-
leikssambandi íslands og á þeim
fundi var meðal annars rætt um
það hvort rétt væri að ffesta leik
Fram og Stjömunnar vegna þess
að Daninn Per Skárup, þjálfari
og leikmaður Fram, var á forum
til Noregs með danska landslið-
inu. Miklar umræður urðu um
hvort fresta ætti leiknum eða
ekki. Að lokum var samþykkt
með eins atkvæðis mun að firesta
ekki leiknum. Þá kom í ljós að
einn starfsmanna HSÍ hafði sent
út skeyti til danska sambandsins
þess efnis að Per Skámp væri
laus allra mála því ákveðið hefði
verið að fresta leik Fram og
Stjömunnar. Fannst sumum að
talað hefði verið um málið í
óþarflega langan tíma á f'undin-
um og starfsmaður HSÍ hefði
legið einum of lengi á lausn
málsins.
Lesið upp úr Mogga
Blakmönnum brá heldur en
ekki í brún i gær þegar þeir fóm
að lesa um leik Fram og Víkings
í 1. deildinni. í Morgunblaðinu
stóð að Víkingur hefði sigrað en
þegar DV kom á götuna í gær
var greint frá sigri Fram. I há-
degisfréttum Ríkisútvarpsins í
gær var tekið undir frásögn
Morgunblaðsins og Víkingar
sagðir sigurvegarar. Já, það get-
ur verið vafasamt að lesa fréttir
beint upp úr blöðunum í frétta-
tímum.
UMFN og ÍBK horfðu í 9
þúsund
Enn hvílir skuggi yfir Suður-
nesjunum eftir að bifreið körfú-
boltadómarans var skemmd eftir
leik UMFN og ÍBK fyrir viku.
Ekki hafa ódæðismennirnir
fúndist enn og allar líkur á að
villimennimir finnist aldrei. Það
kom mörgum á óvart þegar
UMFN og ÍBK buðust til að
greiða 70% af tjóni því sem unn-
ið var á bifreiðinni en ekki 100%.
Talið er að tjónið nemi um 30
þúsundum þannig að forráða-
menn UMFN og ÍBK hafa boðist
til að greiða um 21 þúsund og
spara sér þar með um 9 þúsund.
Margur hefði nú boðist til að
greiða tjónið að fuilu.
Góð laun fyrir þjálfun
Þeir eru ekki á flæðiskeri
staddir fyirhagslega, þjálfaramir
hjá 1. deildar félögunum í hand-
knattleik, samkvæmt heimildum
mínum. Mér er sagt að meðal-
laun þjálfaranna séu á bilinu
70-80 þúsund krónur. Einn
þeirra er þó með eitthvað lægri
laun en það er Geir Hallsteins-
son, þjálfari Breiðabliks, sem náð
hefur einna bestum árangri
þjálfaranna í deildinni, allavega
það sem af er keppnistímabilinu.
-Muggur
MUGGUR
• Þeir segja að íþróttafrétta-
menn Rikisútvarpsins séu
áskrifendur að Morgunblaðinu.
Bræðurnir
„Víkingur með besta liðið
- sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, eftir stórkarl alegt jafntefli Víkings og FH, 21-21 (14-7)
„Strákamir vom alltof spenntir fyrir
leikinn. Ég tók þá vel í gegn í hálfleik,
tætti þá niður og ég held að það hafi los-
að um spennuna hjá þeim. Lið mitt er
mjög ungt og reynslulítið, meðalaldurinn
rúm 19 ár og strákamir eiga framtíðina
fyrir sér. Ég tel að Víkingar séu með besta
liðið í dag en við eigum samt möguleika
á að vinna íslandsmeistaratitilinn í ár,“
sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, eftir
að lið hans hafði gert jafhtefli gegn Vík-
ingi í Laugardalshöllinni í gærkvöldi,
21-21.
Leikur liðanna í gærkvöldi var vægast
sagt furðulegur. Víkingar með yfirburða-
forystu lengst af en FH-liðið barðist til
jafnteflis í síðari hálfleik eftir að leikmenn
liðsins höfðu hlýtt á mikla ræðu hjé Viggó
þjálfara sem heyrðist um hálfa Höllina.
Víkingar vom sjö mörkum yfir í leikhléi,
14-7, en mestur var munurinn þegar stað-
an var 16-8 i upphafi síðari hálfleiks.
FH-ingar gengu síðan á lagið jafnt og
þétt og átu smátt og smátt upp forskot
Víkinga. Ami Indriðason fékk rauða
spjaldið (3 brottvísanir) þegar staðan var
17-14 og hafði það sitt að segja.
Ruðningur á markvörðinn
Þegar tvær mínútur vom til leiksloka
var staðan 20-20 og dæmd leiktöf á Vík-
inga. Sókn FH-inga stóð ekki lengi yfir
og Hilmar Sigurgíslason skoraði 21. mark
Víkings þegar ein mínúta og fjömtíu sek-
úndur vom .til leiksloka. Tæpri mínútu
síðar skoraði Héðinn Gilsson 21. mark
FH eða þegar 43 sekúndur vom eftir.
Víkingar fóm í sókn sem endaði með því
að Siggeir Magnússon skaut framhjá,
FH-ingar gáfú langa sendingu fram á
völhnn en Kristján Sigmundssson kom
hfaupandi langt fram á völlinn og náði
knettinum, lék með hann áffam að
punktalínunni. En í stað þess að gefa
knöttinn á óvaldaðan félaga sinn stökk
hann upp og ætlaði að freista þess að
skora sigurmarkið. Ekki tókst hins vegar
betur til en svo að dæmdur var réttilega
mðningur á Kristján og jafhteflið því
staðreynd.
Allt dómurunum að kenna?
Víkingar létu ófriðlega að leik loknum.
Bölvuðu þeir dómurunum í sand og ösku
en gleymdu í látunum eigin klaufaskap
og klúðri. Liðsandinn er greinilega á lágu
plani í Víkingsliðinu og Víkingar verða
að taka til hjá sjálfum sér áður en þeir
fara að róta til hjá öðrum. Liðið lék vel
í fyrri hálfleik en frammistaðan í þeim
síðari var léleg. Lið, sem á að teljast það
besta hér á landi í dag, getur tæpast ve-
rið þekkt fyrir að tapa niður átta marka
forskoti á um 25 minútna leikkafla.
Kristján Sigmundsson var langbestur í
liði Víkings og varði 17 skot í leiknum.
Frábær síðari hálfleikur
FH-liðið var hvorki hundur né hæna í fyrri
hálfleik en eftir mikla „prófkjörsræðu" Viggós
þjáifara í leikhléi var leikur liðsins stórgoður
í síðari hálfleik og liðið verðskuldaði annað
stigið og hefði með smáheppni i lokin getað
náð þeim báðum. Þorgils Óttar var einna best-
ur FH-inga og skoraði meðal annars mark
með langskoti. Hann klikkar aldrei „gamli
maðurinn" og kann greinilega best við sig í
húsum sem byija á H.
• Leikinn dæmdu þeir Guðmundur Kol-
beinsson og Þorgeir Pálsson og dæmdu illa
og gerðu mikið af mistökum. Víkingar voru
einum leikmanni færri í 18 mínútur en FH-
ingar í sex minútur.
• Mörk Víkings: Siggeir 6/1, Hilmar 4, Ámi
F. 4, Guðmundur 2, Karl 2/1, Bjarki 2 og Ein-
ar 1.
•Mörk FH: Þorgils Óttar 6, Héðinn 4, Gunn-
ar 4, Óskar Á. 4/3, Guðjón 1, Pétur 1 og Óskar
H. 1. -SK
„Vömin hjá
/ Mil
okkurvargoð
- sagði Jón Pétur Jónsson, þjálfari Vals
„Miðað við gengi liðsins að undan-
fömu var ég ánægður með liðið í
þessum leik og vömin var góð. Ég er
bæði bjartsýnn og svartsýnn á ffarn-
haldið hjá okkur, það eru miklar
sveiflur í leik okkar og ég held að
skýringar sé að finna í þessum löngu
eyðum sem em á milli leikja, þær
kunna ekki góðri lukku að stýra,“
sagði Jón Pétur Jónsson, þjálfari Vals-
hðsins, í samtali við DV eftir að Vals-
menn höfðu sigrað Ármenninga á
íslandsmótinu í handknattleik í gær-
kvöldi með 22 mörkum gegn 17, eftir
að hafa haft sex marka forystu í hálf-
leik, 12-6.
Jafhræði var með liðunum fyrsta
korterið í leiknum og þegar staðan var
5-5 datt allur botninn úr leik Ármenn-
inga og Valsmenn skomðu sex mörk
í röð og gerðu nánast út um leikinn.
Ármenningar virtust ætla að koma
ákveðnir til seinni hálfleiks og gerðu
fyrstu þrjú mörkin en það var öðm
nær því Valsmenn sögðu hingað og
ekki lengra og breyttu stöðunni í 18
-13 og eftir það hélst þessi munur á
liðunum enda Ármenningar óvenju
daufir miðað við stöðu þeirra í deild-
inni en þeir hafa enn ekki hlotið stig
í deildinni til þessa. Valsmenn sýndu
aftur á móti ágætis leik á köflum.
Geir Sveinsson var einna bestur
Valsmanna í leiknum og var eins og
klettur í vöminni en annars var liðið
frekar jafnt í leiknum.
Einar Náby og Bragi Sigurðsson
stóðu upp úr í slöppu Ármanns-liði og
gerðu þeir bróðurpartinn af mörkum
liðsins.
Magnús Pálsson og Kristján Sveins-
son dæmdu leikinn en þetta vað þeirra
fyrsti leikur í 1. deild og skiluðu þeir
hlutverki sínu með sóma.
Mörk Vals: Valdimar 5, Júlíus 5/1,
Geir 4, Stefán 4/1, Jakob 2, Þórður 1.
Þorbjöm 1.
Mörk Ármanns: Bragi 7, Einar 6,
Óskar 3/1, Einar Ó 1.
-JKS
gáfu tóninn
- þegar Keflvíkingar lögðu Hauka, 96-83
Magnús Gislascm, DV, Suðumesjum:
Keflvíkingar unnu góðan sigur,
96-83, yfir Haukum í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik í gærkvöldi. Haukar
veittu Keflvíkingum harða keppni í
fyrri hálfleik - léku sterkan vamarleik
og vom yfir, 43-39, í leikhléi. Það vom
svo bræðumir Hreinn og Gylfi Þor-
kelssynir sem gáfu Keflvíkingum
tóninn í byrjun seinni hálfleiksins með
því að skora sjö fyrstu stigin og koma
Keflvíkingum yfir, 48-43.
Eftir það tók Ólafur Gottskálksson
við aðalhlutverkinu hjá Keflvikingum
sem komust mest yfir 82-65. Eini leik-
maðurinn hjá Haukum, sem lét að sér
kveða í seinni hálfleik, var Pálmar
Sigmarsson - hann skoraði t.d. 13 stig
í röð.
Ólafur var besti leikmaður Keflvík-
inga en Pálmar bar af hjá Haukum.
Þeir sem skomðu stigin í leiknum
vom:
•Keflavík. Ólafur 19, Guðjón S. 18,
Jón Kr. 15, Sigurður I. 15, Hreinn 13,
Gylfi 12, Matti 2 og Ingólfur 2.
• Haukar. Pálmar 36, Henning 13,
ívar 10, Eyþór, 10, Ólafur R. 7, Ingim-
ar 5 og Sigurgeir 2.
Góðir dómarar leiksins vom þeir Jón
Otti og Bergur Steingrímsson. _gQS
•Hilmar Sigurgislason Vikingur sækir hér stíft að Óskari Helgasyni FH-ingi í leik Víki
marka forskoti á 25 mínútum í síðari hálfleik.
•Geir Sveinsson sést hér skora eitt af fjómm mörkum sínum fyrir Val.
DV-mynd Brynjar Gauti
Sigurður með sveinamet
KR-ingar hafa eignast ungan og
kraftmikinn fijálsíþróttamann.
Sigurður Þorleifsson, 16 ára, setti
í gærkvöldi nýtt sveinamet í lang-
stökki innanhúss, stökk 6,65 m á
innanfélagsmóti hjá KR.
Gamla metið átti Ármenningur-
inn Sigurður Sigurðsson, 6,59.
Sigurður, sem hefur yfir miklum
sprengjukrafti að ráða, á ömgg-
lega efir að stökkva fljótlega yfir
sjö metrana. -SOS