Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 32
44
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
Björg hleypur að heiman
Margit Ravn
Bókaútgáfan Hildur hefir á undan-
fömum ámm endurútgefið hinar kunnu
unglingasögur norsku skáldkonunnar
Margit Ravn sem nutu mjög mikilla vin-
sælda fyrir 30-40 árum og eiga enn marga
aðdáendur, eldri og yngri.
Nú kemur 22. bókin af endurútgáfunni.
Þessi saga gerist að nokkru leyti á Is-
landi því að aðalpersóna sögunnar fer
með hálfíslenskri fjölskyldu til íslands í
frí. Þar lendir hún í ástarævintýri en
staðfestist þó ekki hér.
Raunir Barböru
lb Henrik Caviing
Enn kemur ein af hinum vinsælu sög-
um danska rithöfundarins I.H. Cavling
á vegum Bókaútgáfunnar Hildar.
Sagan fjallar um unga og saklausa
stúlku sem kynnist glæsilegum og auð-
ugum ungum manni og giftist honum.
Þau fara í brúðkaupsferð til Spánar
en hénni finnst undarlegt að hann forð-
ast landa sína og því fer hana að gruna
að eitthvað sé öðruvísi en vera á. Maður
hennar deyr af slysförum og þá lendir
hún í miklum hörmungum en með dyggri
aðstoð vina sinna bjargast hún að lokum
frá því öllu.
186 bls.
HESTAR 0G REIÐMENN
Á ÍSLANDI
Hestar og reiðmenn á ís-
landi
George H. F. Schrader
Meðal bóka þeirra sem Bókaútgáfan
Hildur gefur út í ár er gagnmerk bók sem
lengi hefur verið ófáanleg. Það er bók
sem segja má að hafi verið biblía hesta-
mannsins um langan tíma. Hún fjallar
um allt sem lýtur að hirðingu og meðferð
hesta og var sérlega þörf áminning þegar
hún kom út árið 1915 og ennþá má segja
að hún sé um margt í fullu gildi. 1 henni
er einnig margt merkilegra og bráð-
skemmtilegra mynda.
Bók sem allir hestamenn þurfa að eiga.
Horfnir heimar
Nýju Ijósi varpað á leyndardóma sög-
unnar
Ólafur Halldórsson
Út er komin hjá Erni og Örlygi bók
um forvitnilegt efni. Nefnist hún Horfn-
ir heimar og er eftir Ólaf Halldórsson
kennara. í bók þessari leitast Ólafur við
að varpa nýju ljósi á ýmsa leyndardóma
sögunnar. Framan á bókinni er mynd af
líkneski sem indíánar í Mið-Ameríku
gerðu af guði sínum Quetzalcoatl sem
var hvítskeggjaður. Undir myndinni er
varpað fram þeirri spumingu hvort hér
hafí verið um að ræða Bjöm Breiðvík-
ingakappa.
Það má með sanni segja að í þessari
nýstárlegu bók kannar höfundurinn
ýmsa þætti heimssögunnar sem og sogu
íslands, - þætti sem höfundar hefðbund-
inna vísindarita og þá sérstaklega
sagnfræðirita hafa veigrað sér við að
fjalla um eða taka afstöðu til.
Víða er leitað fanga og áleitnum spurn-
ingum svarað.
A íjölbreytileg siðmenning jarðarbúa
rætur að rekja til einnar móðurmenning-
ar?
Er kominn tími til að hrista rækilega
upp í viðteknum hugmyndum um upp-
mna íslendinga?
Við lestur þessarar bókar fer lesandinn
um ýmsa baksali sögunnar, allt frá
spurningunni um það hverjir námu ís-
land fyrstir til bollalegginga um það
hvaðan frumstæðum ættflokki í Vestur-
Afríku barst víðtæk þekking í stjörnu-
fræði, svo sem fylgistjörnu Síríusar og
umferðartíma hennar.
Bókin Horfnir heimar er sett og prent-
uð hjá Steinholti hf. en bundin í Arnar-
felli. Kápugerð annaðist Hrafnhildur
Sigurðardóttir.
Villti baróninn
Victoria Holt
Þetta er 19. bók þessa vinsæla höfund-
ar sem Bókaútgáfan Hildur gefur út.
Sagan segir frá ungri, enskri stúlku
sem er síðasta afsprengi frægrar ættar
listmálara sem aðallega hafa málað ör-
myndir - miniatures. Sagan gerist á
tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar
og á þeim tíma var ekki til siðs að konur
Ttcnar^ ^rir
DESEMBEB
S'Símvmnaridi U, - ,
aníömð1 ' - i. 22 * \ xr
vKxabbaxuem^
versvegnavcr w
^ei gr-**** Rofc,_ t
bjmraxmveruieg^^ ^
^Sauöveldiega 1
77 ★ í leit aö ,
^förvag^ugíar-,
agdraum-
ordum88 *
arbS^VolurSa*ús96
LESEFNl
mira H/EF'
Nýtt hefti
Ablaðsölu
stóðuffi ma
al\t land
27022
Askriftar-
síminn er
Nýjar bækur
stunduðu slík störf.
Faðir hennar er kvaddur til Frakk-
lands til að mála örmyndir fyrir voldugan
barón. Hann er farinn að missa sjónina
svo að Kata fer með honum og það verð-
ur hún sem málar myndirnar. Baróninn
styður hana og hjálpar henni til að koma
undir sig fótunum á listasviðinu.
En jafnframt mætir hún örlögum sín-
um í Frakklandi.
217 bls.
Hrafn á Hallormsstað
og lífið kringum hann
skráð af Ármanni Halldórssyni
Örn og Örlygur hafa gefið út bókina
Hrafn á Hallormsstað og lífið kringum
hann. Ármann Halldórsson skráði.
Hrafn Sveinsson á Hallormsstað er nú
á áttræðisaldri. Hann byrjaði Iífsferil
sinn á Hólmum í Reyðarfirði og átti
heima í bernsku í Búðareyrarþorpinu en
ólst upp á Sómastöðum eftir að hann
missti móður sína átta ára að aldri og
þangað til hann réðst kyndari að Hús-
mæðraskólanum á Hallormsstað haustið
1932.
Eins og áður segir hefur Ármann
Halldórsson fært sögu Hrafns í letur eft-
ir frásögn hans og fleiri heimildum.
Fjallað er um þá þróun sem átt hefur sér
stað niðri á Fjörðum og á Héraði um
ævidaga Hrafns og raunar áður en hann
kemur til sögunnar. Fjöldi manna á
Austurlandi kemur við sögu Hrafns þótt
Reyðfirðingar og Héraðsmenn séu þar í
fararbroddi. Lýsingar á aldarfari og lífs-
háttum á Austfjörðum eru þess eðlis að
bókin mun verða talin merk heimild um
það efni er stundir líða.
Bókin um Hrafn á Hallormsstað er
sett og prentuð í prentstofu G. Bene-
diktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf.
Kápugerð annaðist Sigurþór Jakobsson.
Goð og hetjur í heiðnum
sið
Undirstöðuverk um fornan íslenskan
menningararf
eftir Anders Bæksted í þýðingu Ey-
steins Þorvaldssonar lektors
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur
gefið út bókina Goð og hetjur í heiðn-
um sið en eins og segir í undirtitli
bókarinnar er hér um að ræða fornan
íslenskan menningararf. Höfundur bók-
arinnar er Anders Bæksted en þýðandi
Eysteinn Þorvaldsson lektor.
Bókin Goð og hetjur í heiðnum sið er
stærsta og vandaðasta rit um goðsögur
og hetjusögur sem komið hefur út á ís-
lensku. Hér er brugðið upp skýrum
myndum af heiðnum átrúnaði og stór-
brotinni veröld goðsagnanna. Jafnframt
er sýnt fram á hvernig hin heiðnu lífsvið-
horf birtast ljóslifandi í hetjum fornsagn-
anna, einkalífi þeirra, framgöngu og
örlögum. Raktar eru helstu goðsögur
norrænna manna og sagt frá hlutverki
þeirra í daglegu lífi forfeðra okkar. Einn-
ig eru hér endursagðar norrænar hetju-
sögur miðalda sem byggja á ævagömlum
sagnaarfi þar sem hin fornu goð eru jafn-
an í námunda við róstursamt mannlíf.
Bókin er ríkulega myndskreytt og í
rauninni listaverkahandbók á sínu sviði.
Þar á meðal er fjöldi litmynda úr íslensk-
um handritum.
Bókin Goð og hetjur í heiðnum sið er
sett og prentuð x prentstofu G. Bene-
diktssonar og bundin í Amarfelli hf.
Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson.