Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 34
46 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. Nauðungaruppboð I Dagblaöinu Visi þann 3. des. síðastliðinn birtist auglýsing um uppboð á eigninni Þingaseli 2, þingl. eigandi Guðbrandur Bogason. Auglýsing þessi þirtist fyrir mistök Borgarsjóðs, þar sem uppboðskrafa var greidd. Borgarsjóður Reykjavíkur. Nauðungaruppboð á fasteigninni Sigtúni 35, risi, þingl. eigandi Bragi Björnsson, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 8. des '86 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Skúli J. Pálmason hrl. ________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Sólheimum 23, 1. hæð C, talinn eigandi Valgarður Magnússon, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavik, Hákon H. Kristjánsson hdl., Björn Ólafur Hallgrimsson hdl„ Eggert B. Ólafsson hdl. og Ólafur Gúst- afsson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigininni Vindási 3, fb. 0204, talinn eigandi Þórir Oddsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka islands og Málflutningsstofa Guðmundar Péturssonar og Axels Einarssonar Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Rauðalæk 22, vesturenda, þingl. eigandi Haraldur Ágústsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 11.45. Uppbqðsbeiðendur eru Jón Arason, dánarbú, Úh/egsbanki islands, Lands- banki íslands, Baldur Guðlaugsson hrl. og Jón Ólafsson hrl. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Rauðási 14, íbúð merkt 00-01, talinn eig- andi Jón Magnússon, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Sigfús Gauti Þórðarson hdl., Sigurður G. Guðjóns- son hdl., Brandur Brynjólfsson hrl„ Ólafur Thoroddsen hdl„ Sigríður Thorlac- ius hdl„ Sigríður Jósefsdóttir hdl„ Eggert B. Ólafsson hdl. og sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Starmýri 2, bakaríi, þingl. eigandi Jón Magn- ús Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.’86 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thoroddsen hdl„ Ólafur Axelsson hrl„ Bjami Ásgeirsson hdl„ Skúli J. Pálmason hrl, Ólafur Gústafsson hri„ Búnaðarbanki islands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Sigriður Jósefsdóttir hdl„ Gunnar Guðmundsson hdl„ Sveinn Skúlason hdi„ Tómas Þorvaldsson hdl. og Jón Ingólfsson hdl. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Reykási 20, talinn eigandi Karl Óskarsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Klemens Eggerts hdl. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Kleppsvegi 152, þingl. eigandi Holtavegur 43 hf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 15.15. Uppboðs- beiðendur eru Steingrimur Þormóðsson hdl„ Ari ísberg hdl„ Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Rauðalæk 73,1. hæð, talinn eigandi Ingþór Björnsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 15.00. Uppboðs- beiðendur eru Baldur Guðlaugsson hrl„ Ólafur Axelsson hrl„ Othar Örn Petersen hrl„ Árni Stefánsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembáettið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Suðurlandsbraut 20, þingl. eigandi Kristinn Guðnason hf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Tangarhöfða 3, neðri hæð, þingl. eigandi Vélsmiðjan Kvarði sf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Vagnhöfða 3, þingl. eigandi Kraftur hf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið i Reykjavík, Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Logalandi 7, þingl. eigandi Árni Kristjáns- son, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. des.'86 kl. 16.45. Uppboðsbeiðendur eru Páll Amór Pálsson, Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hdl„ Tollsljórinn i Reykjavík og Tómas Þorvaldsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Menning Kór Langholtskirkju Suðræn sveifla í messusöng Tónleikar Kórs Langholtskirkju 29. nóv- ember. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Einsöngvarar: Harpa Haröardóttir, Ragn- heiöur Fjeldsted, Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, Friörík S. Kristinsson, Sverrír Guöjónsson, Rúnar Matthiasson, Pétur Guðlaugsson, Þóroddur F. Þóroddsson. Efnisskrá: Negrasálmar: Ride on, King Jesus, Elijah Rock, It I Got My Ticket, Can I Ride, auk fimm sálma í búningi Micha- els Tippet Aríel Ramires: Misa Criolla. Kór Langholtskirkju fyllti kirkj- una sína stóru á öðrum tónleikum sínum á vetrinum. Kannski ekki að furða, því þegar hann flutti Misa Criolla eftir Ariel Ramires hér um árið fékk hann margan til að hlusta á guðsorð sem annars hafði haft rö- rið opið á milli eyrna þegar það var annars vegar. Á þessum tónleikum var einungis trúarleg músík á efhis- skránni því auk Misa Criolla voru negrasálmar sungnir. Margur haft slakara hljóðfæri sértil stuðnings Nú hefði einhver haldið að negra- sálmamir væru þama til uppfylling- ar einnar, en því var öðm nær. Þeir vom sungnir í margslungnum og upphöfnum útsetningum sem þó varðveittu hinn svarta neista þegar gleggra var skoðað. Allra ánægju- legast var þó að í þeim sýndi kórinn sinn makalausa styrk, að geta kallað ffam hvorki meira né minna en sjö einsöngvara úr sínum röðum. Þeir vom að vísu misgóðir sem von var. Sumir nærri tilbúnir til að takast á við enn stærri verkefhi, aðrir ekki. Öll komu þau þó vel viðunandi ffá sínum verkeíhum. Að baki þeim söng kórinn og hefur margur einsöngvar- Tónlist Eyjólfur Melsted inn mátt hafa slakara hljóðfæri sér til stuðnings. Með tónleikana heim í vasan- um En það var samt Misa Criolla sem tekin var sem aðalverkefhi þessara tónleika. Meðleikurinn, sem Elín Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Matthías M.D. Hemstock, Pétur Grétarsson og Vilhjálmur Guðjóns- son önnuðust, var vel styðjandi og ýtandi undir létta sveiflu með suð- rænum blæ. Einsöngvaramir, Rúnar Matthíasson og Sverrir Guðjónsson, vom báðir kjömir í sín hlutverk. En mest fannst mér til kórsins koma. Hans fbamlag sá um að lyfta flutn- ingnum í hæðir. Hann hefur suð- ræna hlýju og mjúka sveiflu jafat á valdi sínu sem gamla Bach. Svo var boðið upp á þá nýlundu að tónleika- gestir gætu farið með tónleikana i vasanum heim því að i hinu ágæta hljóðveri kirkjunnar má taka tón- leika staifænt upp og fjölfalda á réttum hraða, með góðum árangri í tuttugu eintökum. Þetta hefur til dæmis verið gert við jólamessuna frá í fyrra. Verður áreiðanlega veitt sama þjónusta laugardaginn sjötta desember þegar kórinn endurtekur tónleikana. Og það er sannarlega þess virði að taka tónleika af þessu tagi með sér heim. EM. Glæsileikinn kemur nú líka að norðan Tónleikar Bjöms Steinars Sólbergssonar organleikara í Frikirkjunni 28. nóvember. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Prelúdia og fúga i G-dúr BWV 541 og Trió i G-dúr BWV 1027; Franz Listz: Lokaþáttur fantasiu og fúgu um sáiminn Ad nos salutarem; Cés- ar Franck: Piéce heróique; M. Duruflé: Scherzo op. 2; J.P. Leguay: Madrlgal VII; C.M. Widor: Allegro úr VI symfóníu. Bjöm Steinar Sólbergsson er nafh sem ekki þarf lengur að kynna sér- staklega þeim sem á annað borð hafa áhuga á organleik. Þótt hann hafi nýlokið námi hefur hann fyrir all- nokkru skipað sér í sveit fremstu organleikara okkar. Námsferill hans hefur verið nokkuð sérstæður. Hefur Tórdist Eyjólfur Melsted leið hans legið um borgina eilífu og ama kaþólskrar kirkjutónmenningar og síðan um París þar sem ferskir vindar hafa blásið um orgelheiminn á undanfomum árum. Það er dálítið skemmtilegt til þess að hugsa hversu ólíkir þeir em, ungu, dugmiklu organ- istamir okkar, og ég held að styrkur þeirra sem heildar felist meðal annars í því að þeir hafa ólíkan og þar með fírna breiðan bakgrunn. Að ná sáttum við andsvörun En vindum okkur að leik Bjöms Steinars í Fríkirkjunni. Hann hafði leikið sömu efhisskrá nokkrum kvöld- um áður í Akureyrarkirkju þar sem hann er nýtekinn við organistastarfi. Það tók hann nokkum tíma að verða dús við andsvörun orgelsins. Skemmdi það heldur fyrir meðferð hans á Bach og Lisztverkunum sem hann lék. Hann hefði greinilega þurft á rneiri tíma að halda til undirbúnings við þetta hljóð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.