Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. 47 Svanurinn blæstil aðventu Menning Aðventutónleikar Lúðrasveitarinnar Svans i Langholtskirkju 30. nóvember. Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. Einleikarar: Þorsteinn Sigurðsson, Guð- mundur Haraldsson og Vigdis Klara Aradóttir. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart: All- egro úr Divertimento nr. 14 KV 270; Adriano Banchieri: Echo Fantasia; Franz Krommer: Adagio; Gustav Holst: Svita nr. 1 i Es-dúr op. 28 nr. 1; Johann Sebastian Bach: Kóralforspil, Vakna Síons verðir kalla; Benedetto Marcello; Konsert i c- moll f. sópransaxófón; Tomasso Alblnoni: Adagio; Leroy Anderson: Jólahátið - syrpa. Ég hef ekki fyrr heyrt íslenska lúðrasveit kunna svo vel að fara með Mozart sem Svaninn í byrjun þessara tónleika. Síðan sýndi lúðradeildin ein sér að hún kann vel til verka í Echo Fantasíu, svonefndri, eftir Adr- iano Banchieri. En tréð lagði til einleikara á þessum tónleikum. Fyrstir léku klarinettuleikarar tveir sem iðka leikinn sér fyrst og fremst til hugarhægðar. Þorsteinn Sigurðs- son og Guðmundur Haraldsson léku einleikshlutverk sín eins og aðeins góðir áhugamenn gera. Sama fyrir hvorn herinn var samið Básúnuleikarinn Gustav Holst þekkti lúðrasveitina út í æsar. Ekki man ég alveg hvort hann samdi svít- urnar opus 28 heldur fyrir blásarana í verkfræðingasveitum hers hans hátignar eða Hjálpræðisherinn en báðum herjunum lagði hann til ágæta músík eftir pöntun. íslenskar lúðrasveitir þyrftu að leggja meiri rækt við verk af þessu tagi, sem sam- in eru upprunalega fyrir lúðrasveit, þótt umskriftir annarra verka geti verið ágætar í sjálfu sér. Af umskriftum og jólalagaút- setningum fréttaagentsins Gott dæmi um fallega umskrift var kóralforspilið Vakna Síons verðir kalla, sem einnig var prýðilega blás- ið, en ég var minna hrifinn af umskriftinni á óbókonsert Benedett- os Marcellos, samtímamanns Vivald- is í Feneyjum, fyrir sópransaxófón, Tónlist Eyjólfur Melsted sem Vigdís Klara Aradóttir lét ein- leikinn í. Á eftir hinu þekkta Adagio Albin- onis, sem hljómar eins vel fallega blásið á lúðra og í sinni upprunalegu mynd fyrir orgel og strengi, kom syrpa af jólalögum í samantekt Lero- ys Andersons. Það er alltaf gaman að þessum gamla fréttaagent sem í stríðinu bjó í bragga i Skólavörðu- kampi, rítskoðaði fréttir og fylgdist með því að þýddar væru samkvæmt tilskipunum herstjórnarinnar. Litla hemaðarhyggj u er að fínna í músík hans og þessari jólalagaútsetningu, en henni gerði Svanurinn bestu skil eins og flestu öðru á þessum ágætu tónleikum. EM. Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. færi, sem svarar á sinn mjög svo sérstæða hátt, en gefur um leið ein- hverja þá alfallegustu tóna sem úr nokkru orgeli koma hérlendis. Auk þess er hljómur þess í svo innilegu samræmi við heyrð kirkjunnar að einsdæmi er. Á þau atriði kunni Bjöm Steinar vel að leika og þegar hann og mekaník orgelsins vom orðin sátt naut hans góði leikur sín til fulls. Um helmingur tónleikanna byggðist á gallískum orgelverkum. César gamla Franck þekkja menn sæmilega og jafhvel Duruflé, en það sem hvað mest vakti athygli mína var gegnum organ- ískur og vel uppbyggður Madrigal eftir Leguay. Á voldugum allegrokafla úr orgelsymfóníu eftir Widor enduðu svo þessir glæsilegu orgeltónleikar. Ég vona bara að Akureyringar hafi gert sér betur grein fyrir því en Reyk- víkingar hversu frábæra orgeltónleika nýi organistinn þeirra bauð upp á. EM. EKKI BRÆÐA ÞETTA MEÐ ÞÉR LENGUR ÞAÐ BÝÐUR ENGINN BETUR OPIÐ LAUGARDAGA. M 260. Tvískiptur, alsjálfvirkur. 260 lítra, með þriggja stjörnu frysti, kr. 16.650,- stgr.___________________________________________ 120 FM. 120 lítra frystiskápur, kr. 12.990,- stgr. Umboðsmenn um land allt. DL 150. Hálfsjálfvirkur. 150 lítra, með tveggja stjörnu frysti, kr. 9.985,- stgr. GELLIR Skipholti 7, símar 20080 og 26800. KEA, Akureyri Valberg, Ólafsfirði Kaupf. Skagf., Sauðárkróki Oddur Sigurðss., Hvammsf. Póllinn hf., ísafirði Kaupf. Stykkish., Stykkish. Versl. Blómsturv., Helliss. Húsprýði, Borgarnesi Skagaradió, Akranesi JL-húsið, Hringbraut, Rvk. seV&*^ Kælitæki, Njarðvik Árvirkinn, Selfossi Mosfeli, Hellu Kaupf. Vestmannaeyinga, Vestmannaeyjum Hátíðni, Höfn, Hornafirði Rafvirkinn, Eskifirði Myndbandaleigan, Reyðarf. Kaupf. Héraðsbúa, Egilsst. Kaupf. Þingeyinga, Húsavík 280 DL. Hálfsjálfvirkur. 280 lítra, með tveggja stjörnu frysti, kr. 14.495,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.