Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Side 40
52 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. Sviðsljós Ölyginn sagði. . . Roger Moore getur að nýju klæðst gamla smókingnum. Fyrverandi 007 var orðinn í þybbnari kantinum eftir að hafa slappað of mikið af og setti hann því sjálfan sig í strangan megrunarkúr sem samanstóð af hrísgrjónum, greipaldin og hráum fiski. Nú getur gamla kempan andað létt- ar eftir góðan árangur. Dean Martin er enn í fullu fjöri. Hin 69 ára söngvari hefur heitbundist aftur konu númer tvö, Jeanne Þau voru gift frá 1949 til 1969 en nú finnst Dean kominn timi til að byrja aftur þar sem frá var horfið. Trúlofunargjöfin var hvítagullshálsmen upp á litla háffa milljón. ★ Rod Stewart fékk aukafaðmlag frá sonum sínum tveimur, Sean og Kim- berly, síðastliðinn þriðjudag. Höfðinginn kom við í leikfanga- búð á heimleiðinni og keypti tvo eins Ferrari-bíla handa peyjun- um á 560.000 kr. stykkið. Þetta var smáglaðningur fyrir jólin til að létta þeim aðeins þiðina. Það verður ekkert brúðkaup hjá Stephanie prinsessu og kvikmynda- leikaranum Rob Lowe. Samband þeirra skötuhjúa hefúr flosnað upp og finnst öllum sem til þekkja það mjög sorglegt. Þegar Stephanie hitti Rob í fyrsta skipti var það ást við fyrstu sýn, hún féll fyrir drengslegu útliti hans og dádýraaugunum og þau fóru að vera saman upp úr því. Fyrst í París, síðan í Dallas og á endanum í Los Angeles. Það var þar sem sambandið brotnaði í tvennt eftir sex vikna rómantískt ævintýri sem gaf til kynna að þau ættu eftir að sigla í örugga höfn, hjónaband. Því miður voru þau allt of ólík til að þetta gæti gengið upp, Rob er alvar- legur ungur maður sem er farinn að huga að framtíðinni en Sephanie hugsar fyrir einn dag í einu og vill lifa villtu og ævintýraríku lífi á nætur- klúbbum borganna. Þetta var lífsstíll sem passaði Rob Lowe ekki. Stephanie var flutt heim til Robs í Los Angeles og þar hófst darraðardansinn. Eftir nokkra daga fóru þau að fara mjög mikið í taug- Það var ást við fyrstu sýn þegar þau hittust í París en nú er ástin kulnuð og Rob situr einn eftir og sleikir sárin á meðan Stephanie skemmtir sér með nýja elskhuganum. amar hvort á öðru. Rob varð þreyttur á að flakka frá einum næturklúbbnum til annars en prinsessan gat ekki ha- mið sig heima eitt einasta kvöld, hún þurfti alltaf að vera á ferðinni. Þetta var allt mjög erfitt fyrir mig, segir Rob, þegar ég sagði Stephanie að ég vildi taka lífinu með ró kallaði hún mig leiðindapúka og sagði að ég væri orðinn gamall fyrir aldur fram. Ég get ekki lifað lífinu á trampólíni, eilíft hopp á engan veginn við mig. . Endanlegt hrun kom þegar Step- hanie og Rob ætluðu á tónleika með Lizu Minnelli í Hollywood. Daginn áður hafði Stephanie sagt við Rob að hana langaði að fara á þessa tónleika en þegar halda átti af stað skipti hún skyndilega um skoðun og sagðist ekki ætla að fara. Ur þessu varð óskaplegt rifrildi sem endaði með því að Step- hanie yfirgaf Rob. I byijun var Rob mjög skemmtilegur en síðan varð hann leiðinlegri með degi hverjum, sagði Stephanie og nú nokkrum dögum eftir skilnaðinn hefur hún fúndið sér annan elskhuga, Mario Oliver, sem er næturklúbbseigandi og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Andrew er genginn út Hann Andrew Ridgeley, annar meðlimur hljómsveitarinnar Wham, opinberaði nýverið trúlofun sína með sýningarstúlkunni vinsælu Donya Fiorentino. Haldið var upp á at- burðinn á tuttugu ára afmæli Donyu með mikilli viðhöfn á næturklúbbn- um Stringfellow í London. Andrew bauð gestum sínum upp á kampavín fyrir 660.000 þúsund krónur og gaf sinni heittelskuðu gull- og demanta- hálsmen á áðeim, 360.000 krónur. Daginn eftir sáust þau í einni af flott- ari búðum borgarinnar, Harrods, þar sem Donya var að máta brúðarkjól upp á litlar 190.000 krónur. Þannig að nú er bara að bíða og sjá hvenær brúðkaup þeirra fer fram og þá má vænta heljarinnar mikillar veislu. Donya var áður stúlkan hans Don Johnsons, kvennagullsins úr Miami Vice, en yfirgaf hann vegna Andrews. Brotlegir festir á filmu Lögreglan í Reykjavík hefur nú brugðið á það ráð að festa þær bifreiðir á filmu sem lagt er ólöglega og fjarlægðar á þeirra vegum til sönnunar um staösetningu bifreiðanna. Steinþór Nygaard hjá umferöardeildinni sagði að þaö kæmi oft fyrir að menn neituðu fyrst i stað en þegar myndirn- ar væru lagðar fram gæfust menn upp. Ef þú leggur bilnum þfnum ólöglega geturðu átt von á þvi að hann verði fjarlægður af lögreglunni og þér gert að greiða 800 króna flutningsgjald auk sektar sem er nú 350 krónur. SJ/DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.