Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. 21 Sem kunnugt er hefur Jón Gú- stafsson, fyrrum sjónvarpsstjama, fært sig um set til bylgjumanna og ætlar kauði að halda uppi fjörinu á laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til 04.00 með glensi, gríni og væntanlega góðri tónlist fram á rauða nótt. Framvegis mun Jón einnig stýra spurningaleik Bylgjunar á fimmtu- dagskvöldum. Verðlaun eru í boði í þeim leik sem snýst um popptónlist. Hann hefst klukkan 21.30 og stendur til klukkan 23.00. Jón Gústafsson mun sjá um þætti á fimmtudögum og laugardögum á Byigjunni i framtiðinni. Rás 2 sunnudag kl. 16.00: Nýr stjórnandi vinsældalistans Gunnar Svanbergsson er fluttur til Reykjavikur í bili til þess að stjórna vinsældalistanum. Gunnar Svanbergsson, ungur Ak- ureyringur, tekur nú við stjórn vinsældalista rásar 2 á sunnudögum af Gunnlaugi Helgasyni. Þar eru 30 vinsælustu lögin leikin og á fimmtu- dögum kl. 20 eru 10 vinsælustu lög vikunar kynnt. Gunnar Svanbergsson hefur séð um annan þátt á rás 2 frá því í vor. Kliður nefnist hann og er á dagskrá á miðvikudögum. Auk þess sá hann um dagskrárliði í svæðisútvarpi Ak- ureyrar í sumar. Hann er sem sagt fluttur til Reykjvíkur f bili til þess að sjá um vinsældalistann og stunda nám. Það er að segja námslán hans felast í vinsældalistanum.. Stöð 2 sunnudag kl. 17.00: Gríma - sannsöguleg mynd Úr myndinni Grima sem segir frá tilfinngalegum áhrifum sem sjúkdómur hefur á móður og son. Gríma (Mask) er bandarísk kvik- mynd frá 1985 með Cher. sem þekktari er sem söngkona. Eric Stoltz og Sam Elliot í aðdlhlutverk- um. Mynd þessi er byggð á sannsögu- legum heimildum. um dreng einn sem haldinn er mjög sjaldgæfum sjúk- dómi sem gerir það að yerkum að hann er öðruvísi en aðitir í útliti. Gríma fjallar um baráttu hans fvrir rétti sínum og fvlgst er m®ð þeim til- fmningalegu áhrifum sem þetta hafði á líf hans og móður hans (Cher). RÚVAK laugardag k. 9.30: Tónlistarstund með Schubert í morgunmund nefnist þáttur fyrir börn í tali og tónum og er sendur út frá svæðisútvarpi Akureyrar. Að þessu sinni verður þátturinn tileinkaður þýska tónskáldinu Franz Schubert. Schubert fæddist 31. janúar 1797 í Lichtenthal i nágrenni Vínarhorgar í Austurríki og átti því afmæli þann dag. Schubert er þekktastur fyrir sönglög sín, til dæmis Álfakónginnn og Heiðarrósina. Hann lærði tón- menntir fyrst hjá föður sínum og fór síðan í kórskóla þar sem hann fékk ókeypis skólagöngu vegna þess hve fagra rödd hann hafði. Schubert náði ekki háum aldri. Hann lést 31 árs 19. nóvember 1828. Umsjónarmaður þáttarins er Heiðdís Norðfjörð. Rás 2 sunnudag kl. 13.00: Á sunnudag er þátturinn Krydd í tilveruna á dagskrá rásar 2 eins og venjulega. í þættinum verða leikin létt lög úr ýmsum áttum og lesnar kveðjur til afmælisbama dagsins. Tvisvar verður opnað fyrir símann og hlpstendur geta þá sjálfir lesið kveðjur til vina og ættingja. Flestar kveðjurnar eru þó skriflegar og yfirleitt eru þær yfir hundrað talsins. Tvö nöfn em síðan dregin út úr bréfabunkanum og fær annað afmælisbamið blómvöra frá rás 2 en hitt hljómplötu að eigin vali. Utanáskrift þáttarins er: Krydd i tilveruna, rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykja- vík. Umsjónarmaður Kryddsins er Ásgerður J. Flosadóttir. RÚV sunnudag kl. 13.30: Orti um gerð manna og örlög Hinn 30. desember síðastliðinn voru liðnar tvær aldir frá fæðingu Bjarna Thorarensens skálds og amtmanns. Þess er minnst með dagskrá sem nefnist Ungum áður söngvar. Þorleifur Hauksson sendikennari í Uppsölum tók sam- an. Lesarar með honum eru Erling- ur Gíslason og Silja Aðalsteins- dóttir. Bjarni var höfuðskáld rómant- ísku stefnunnar í bókmenntum og eitt þeirra skálda sem af dýpstum skilningi hafa ort um gerð manna og örlög eins og gleggst sést í eftir- mælakvæðum hans. Um þessar mundir kom út, seinna bindi af bréfum Bjarna sem Jón Helgason prófessor vann að útgáfu á. Verður lesið úr bréfunum í þætt- inum á sunnudag. Sjónvarpið sunnudag kl. 22.30: Rómeó og Júlía á köldum klaka í þessum breska sjónvarpsþætti, sem sýndur verður í sjónvarpi á sunnudagskvöld, er saga elskerid- anna frá Verónu sýnd í túlkun list- skautafólks. Dorothy Hamill fer með hlutverk Júlíu og er jafnframt sögu- maður en Brian Pocker leikur Rómeó. Sem kunnugt er skrifaði Shakespe- are leikritið um elsendurna Rómeó og Júliu. Það hefur nokkrum sinnum verið kvikmyndað ýmist í formi leik- rits, óperu eða balletts. Nú hefur útfærsla á enn einu sviði komið til sögunnar, það er sem fyrr segir túlk- un Rómeó og Júlíu sem listskauta- dans. Helgi Tómasson ballettdansari verður fyrsti íslendingurinn erlendis sem sóttur verður heim. Stöð 2 sunnudag kl. 20.40: Ný þáttaröð um íslendinga sem búa erlendis hefur göngu sína á sunnudag og verður send út ótrufluð. Hans Kristján Árnason stýrir þætti þessum sem mun innihalda viðtal við þá menn sem fjallað er um hverju sinni en auk þess verður sýnt frá lífi þeirra og starfi. í þessum fyrsta þætti verður Helgi Tómasson ballettdans- ari og listastjóri San Francisco ballettsins sóttur heim. Hann hefur getið sér, sem kunnugt er, gott orð erlendis og víða um heim. Seinna verða þættir um Pétur Guðmundsson körfuboltamann og Höllu Linker. Upptöku á þáttum þessum stjómar Ágúst Baldursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.