Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 5
22
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
27,
Messur
Guðsþjónustur i Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudaginn 1.
febr. 1987.
Hádegisverðarfundur presta verður
mánudaginn 2. febrúar í safnaðar-
heimili Bústaðakirkju.
Árbæjarprestakall
Barnasamkoma í Foldaskóla í Graf-
arvogshverfi laugardag kl. 11 árdeg-
is. Barnasamkoma í safnaðarheimili
Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30
árdegis. Guðsþjónusta í safnaðar-
heimilinu kl. 14.00. Organisti Jón
Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
Áskirkja
Bamaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Sr. Árni Bergur
Sigurbjömsson.
Breiðholtsprestakall
Barnaguðsþjónusta í Breiðholts-
skóla kl. 11.00. Guðsþjónusta kl.
14.00. Organisti Daníel Jónasson. Sr.
Gisli Jónasson.
Bústaðakirkja
Barnasamkoma kl. 11.00. Elín Anna
Antonsdóttir og Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir. Messa kl. 14.00. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Æskulýðs-
félagsfundur þriðjudagskvöld.
Félagsstarf aldraðra miðvikudag-
seftirmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall
Barnasamkoma í safnaðarheimilinu
við Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guðs-
þiónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan
Laugardag: Barnasamkoma í kirkj-
unni kl. 10.30. Egill og Ólafía.
Sunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Jón
Bjarman sjúkrahússprestur messar.
Sr. Þórir Stephensen. Messa kl.
14.00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dóm-
kórinn syngur við báðar messurnar.
Organisti Marteinn H. Friðriksson.
Hann leikur á orgelið í 20 mín. á
undan messunni kl. 11.00.
Elliheimilið Grund
Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ólafur
Jóhannsson.
Fella- og Hólakirkja
Laugardag: Barnasamkoma í Hóla-
brekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag:
Barnaguðsþjónusta - kirkjuskóli kl.
11.00. Ragnheiður Sverrisdóttir.
Guðsþjónusta og altarisganga kl.
14.00. Organisti Guðný Margrét
Magnúsdóttir. Fundur í æskulýðs-
félaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr.
Hreinn Hjartarson.
Fríkirkjan í Reykjavik
Messa og altarisganga kl. 11.00. (Ath.
breyttan messutíma vegna útvarps).
Ræðuefni: „Herra bjarga þú. vér för-
unist.“ Ágústa Ágústsdóttir syngur
stólvers, Lofsöng eftir Beethoven.
Fríkirkjukórinn syngur. Orgelleikur
og kórstjórn Pavel Smid. Sr. Gunnar
Björnsson.
Grensáskirkja
Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl.
14.00 Pastor Sverre Jölstad frá Nor-
egi prédikar, Friðrik Schram túlkar.
Organisti Árni Arinbjarnar. Almenn
samkoma UFMH fimmtudag kl.
20.30. Sr. Halldór S. Gröndai.
Hallgrí m skir kj a
Laugardag 31. ian.: Samvera ferm-
ingarbarna kl. 10.00. Sunnudag:
Barnasamkoma og messa kl. 11.00,
altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum. Fimmtudag: Fundur kvenfé-
lagsins kl. 20.30.
Landspítalinn
Messa kl. 10.00. Sr. Jón Bjarman.
Háteigskirkja
Messa kl. 10.00. Bamaguðsþjónusta
kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
Messa kl. 14.00. Sr. Tómas Sveinsson.
Borgarspítali
Guðsþjónusta á Borgarspítala kl.
10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
Kársnesprestakall
Barnasamkoma í safnaðarheimilinu
Borgum kl. 11.00 árdegis. Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju ki. 14.00. Sr.
Ámi Pálsson.
Langholtskirkja
Kirkja Guðbrands biskups. Óska-
stund barnanna kl. 11.00. Söngur-
sögur-myndir. Þórhallur Heimisson
og Jón Stefánsson sjá um stundina.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson. Org-
anisti Jóp Stefánsson. Fermingar-
böm og foreldrar þeirra eru hvött til
þess að mæta. Sóknarnefndin.
Laugarneskirkja
Laugardag: Guðsþjónusta Hátúni
10B, 9.hæð, kl. 11.00. Sunnudag: Fjöl-
Ránka sýnir í Nýlistasafninu myndverk og skúlptúra.
Ránka sýnir í
Nýlistasafninu
í dag, föstudag kl. 20.00, opnar
Ránka - Ragnheiður Hrafnkels-
dóttir - einkasýningu á myndverk-
um og skúlptúrum, sem unnin eru
að mestu á síðastliðnu ári, í Ný-
listasafninu, Vatnsstíg 3b.
Ránka stundaði nám við Kunst-
og Hándverskolen í Kaupmanna-
höfn á árunum 1978-82 og við
Gerrit Rietveld Academie í Amst-
erdam 1982-1984. Eftir að hún lauk
námi hefur hún verið búsett í
Reykjavík og Amsterdam. Ránka
hefur áður sýnt í Nýlistasafninu
ásamt Píu Rakel Sverrisdóttur.
Hún hefur einnig tekið þátt í
nokkrum samsýningum.
Sýningin er opin milli kl. 14.00
og 20.00 um helgar en frá 16.00 til
20.00 virka daga.
Dönsku viUingamir
í Norræna húsinu
Um helgina hefst í Norræna
húsinu sýning á listaverkum
yngstu kynslóðar danskra lista-
manna, þeirra sem kenndir eru við
nýja villta málverkið. Á sýning-
unni eru 58 verk eftir 13 listamenn,
bæði málverk og skúlptúrar. Verk-
in eru unnin á árunum 1982 til 1986
og hefur danski listfræðingurinn
Lars Dybdahl valið þau með það
fyrir augum að sýningin gefi sem
best sýnishorn af því sem hefur
verið að gerast í hópi „de danske
vilde“ að undanförnu.
Lars Dybdahl kom hingað til
lands til þess að setja upp sýning-
una ásamt Helle Behrndt og munu
þau kynna og útskýra verkin fyrir
gestum við opnunina. Þau hafa
einnig ritstýrt veglegri sýningar-
skrá sem prentuð er í Danmörku á
íslensku, færeysku og dönsku.
Kersti Marcus, Chargé d’affaires
a.i., í danska sendiráðinu opnar
sýninguna á morgun kl. 15.00. Sýn-
ingin stendur yfir í sýningarsölum
Norræna hússins til 23. febrúar en
verður send til Færeyja og verður
sett upp í Norðurlandahúsinu í
Þórshöfn.
„Ský og landslag“
Nýverið opnaði Brian Pilkington
sýningu sína, Ský og landslag, í
Gallerí Borg við Austurvöll og
stendur hún til 10. febrúar. Eins
og nafnið bendir til er myndefni
Brians skýjafar og landslag á Is-
landi. Verkin eru 50 talsins, unnin
í olíupastel á síðastliðnum tveimur
árum.
Brian fæddist í Liverpool á Eng-
landi árið 1950. Hann stundaði nám
við Liverpool College of Art í þrjú
ár. En að því loknu hélt hann til
íslands og hefur búið hér allar göt-
ur síðan.
Þessi sýning er sjötta einkasýn-
ing hans en einnig hefur hann tekið
þátt í fjölda samsýninga, bæði hér
á landi og erlendis.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 10.00 til 18.00 nema mánudaga
frá kl. 12.00 til 18.00 og frá kl. 14.00
til 18.00 laugardaga og sunnudaga.
Brian Pilkington sýnir í Gallerí Borg myndir af skýjafari og landslagi á
íslandi.
Að lokinni fjöruskoðuninni verður kveikt fjörubál undir gítarleik.
Frædslu- og skemmtiferd:
Maöurinn
og fjaran
Farin verður fræðslu- og skemmtiferð fyrir alla fjölskyld-
una frá Norræna húsinu kl. 11.30 á morgun, laugardag, frá
Náttúrugripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglustöð-
inni) kl. 11.40, frá Árbæjarsafninu kl. 11.50 og frá Varmár-
skóla kl. 12.00.
Þetta er einstök ferð fyrir alla fjölskylduna til að fræðast
um fjörulífverur. „Sýningarskrá" verður afhent og er hún
með ýmsum fróðleiksmolum, nafnalista yfir þær plöntur og
dýr sem þátttakendur kunna að rekast á á leiðinni, nýtingu
fjörunnar fyrr og nú, fjörukrossgátu og fleira skemmtilegu
fyrir börnin.
„Safnverðir" til leiðsagnar verða: Erlingur Hauksson sjáv-
arlíffræðingur, Ólafur Nielsen fuglafræðingur, Stefán
Bergmann líffræðingur, yilhjálmur Þorsteinsson fiskifræð-
ingur og Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur.
Á áfangastað, Hjallasandi vestan Brautarholts á Kjalar-
nesi, verður komið kl. 12.30 eftir örstutta göngu frá bílunum.
Þar mun náttúran sjálf útbúa gríðarstóran „sýningarbás"
fyrir þátttakendur á mestu stórstraumsfjöru ársins. Fræðst
verður um lífríki fjörunnar og skoðuð verða fjörudýr og þör-
ungar sem aðeins finnast við þessar aðstæður, ýmsar fuglateg-
undir og jafnvel selir. Að lokum verður brugðið á leik og
fjörubál kveikt undir gítarleik.
Ferð þessi er sem fyrr segir öllum opin og kostar 300 krón-
ur en frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum.
Vaxmynda-
sýning af
þekktum mönnum
I Bogasal Þjóðminjasafnsins
verður oðnuð á morgun, laugardag,
sýning á 32 vaxmyndum af þekkt-
um mönnum, íslenskum og erlend-
um.
Vaxmyndasafn þetta gáfu Óskar
Halldórsson útgerðarmaður og
börn hans íslenska ríkinu til minn-
ingar um ungan son og bróður,
Óskar Theódór, sem fórst með línu-
veiðaranum Jarlinum árið 1941.
Vaxmyndasafnið var fyrst opnað
í húsakynnum Þjóðminjasafns 14.
júlí 1951 og var það þar til 1969,
við góða aðsókn, en vegna pláss-
leysis sáu forráðamenn sér ekki
fært að halda uppi sýningunni öllu
lengur. Siðan hafá myndirnar verið
í geymslu. Vegna mikillar eftir-
spurnar hefur nú verið ákveðið að
sýna vaxmyndasafnið um tíma.
Vaxmyndimar verða til sýnis á
venjulegum opnunartíma Þjóð-
minjasafnsins, þriðjudaga, fimmtu-
daga, laugardaga og sunnudaga frá
kl. 13.30 til 16.00. Aðgangseyrir er
kr. 50 en ókeypis er fyrir börn og
ellilífeyrisþega.
Þekktir kappar sjást á sýningunni. Standandi eru Olafur Thors, Asgeir
Ásgeirsson og Hermann Jónasson og sitjandi er Jónas Jónsson frá
Hriflu.
skylduguðsþjónusta kl. 11.00.
Barnakór kirkjunnar syngur. Ferm-
ingarbörn aðstoða. Mánudag:
Æskulýðsstarf kl. 18.00. Fundur í
Kvenfélagi Laugarnessóknar kl.
20.00. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta
kl. 18.00, altarisganga. Sóknarprest-
ur.
Neskirkja
Laugardag: Samverustund aldraða
kl. 15.00. Þorragleði. Sýnd verður
íslensk kvikmynd. Sr. Hannes Guð-
mundsson í Fellsmúla fer með
gamanmál. Dóra Reyndal syngur
einsöng. Harmóníkuleikur Reynir
Jónasson. Þorramatur. Þátttaka til-
kynnist kirkjuverði í dag, laugardag,
kl. 11.00-12.00. Sími 16783. Sr. Frank
M. Halldórsson. Sunnudag: Barna-
samkoma kl. 11.00. Munið kirkjubíl-
inn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel
og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánu-
dag: Æskulýðsstarf kl. 20.00. Þriðju-
dag og fimmtudag: Opið hús fyrir
aldraða kl. 13.00-17.00. Miðvikudag:
Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson. Fimmtudag:
Biblíulestur kl. 18.30. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson.
Seljasókn
Barnaguðsþjónusta í Seljaskóla kl.
10.30. Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 14.00. Þriðjudag:
Æskulýðsfélagsfundur í Tindaseli 3
kl. 20.00. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Eirný
og Solveig Lára tala við börnin og
stjórna söng. Guðsþjónusta kl. 14.00.
Organisti Sighvatur Jónasson. Opið
hús fyrir unglingana mánudagskvöld
kl. 20.30. Sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir.
Kirkja óháða safnaðarins
Guðsþjónusta kl. 14.00. Fermingar-
börn lesa ritningarlestra. Ræðuefni
dagsins er Mt. 8:23-27 - Jesús kyrrir
vind og sjó. Kirkjukór safnaðarins
syngur undir stjórn Heiðmars Jóns-
sonar organista. Kirkjuskólinn
verður í Kirkjubæ. Þórsteinn Ragn-
arsson safnaðarprestur.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjón-
usta kl. 14.00. Sr. Einar Eyjólfsson.
Keflavíkurkirkja
Sunnudagaskóli kl. 11.00. Munið
skólabílinn. Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 14.00. Vænst er þátttöku ferming-
arbarna og foreldra þeirra. Kaffiveit-
ingar í Kirkjulundi eftir messu.
Sóknarprestur.
Tilkymiingar
Þjóðleikhúsið
Hallæristenór, gamanleikurinn eftir Ken
Ludwig í þýðingu Flosa Ólafssonar og
leikstjóm Benedikts Árnasonar, er sýndur
á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld
(föstudag) og sunnudagskvöld kl. 20.
Aurasálin eftir Moliére í leikstjórn Sveins
Einarssonar verður sýndur á laugardags-
kvöldið.
í smásjá, nýtt leikrit Þórunnar Sigurðar-
dóttur verður sýnt á Litla sviðinu að
Lindargötu 7 í kvöld, laugardagskvöld og
miðvikudagskvöld kl. 20.30. Þetta áleitna
og sterka verk fjallar um tvenn hjón, þrjá
lækna og skólaritara á örlagastundu í lífi
þeirra allra.
Leikfélag Reykjavíkur
Land mins föður verður sýnt á laugar-
dagskvöld kl. 20.30.
Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson verð-
ur sýnt á sunnudagskvöld kl. 20.
Þar sem Djöflaeyjan rís. Frumsýning í
leikskemmu L.R., Meistaravöllum á
sunnudagskvöld kl. 20.
íslenska óperan
Aida. Sýningar á föstudags- og sunnu-
dagskvöld kl. 20. í aðalhlutverkum eru:
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella
Magnúsdóttir, Garðar Cortes, Kristinn
Sigmundsson og Viðar Gunnarsson.
Alþýðuleikhúsið
„Hin sterkari og sú veikari“. Allra síð-
asta sýning verður á sunnudag kl. 16.
Sýningin er í kjallara Hlaðvarpans.
Sædýrasafnið
Opið alla daga kl. 10-17.
Slunkaríki,
ísafirði
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir samsett
verk, collage. Verkin vinnur Guðrún úr
pappír sem hún sjálf býr til. Þetta er önn-
ur einkasýning Guðrúnar en hún hefur
tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýn-
ingin er opin alla daga frá kl. 16-18 og
lýkur henni 3. febrúar.
Nýlistasafnið
v/V atnsstíg
í kvöld kl. 20 opnar Ránka - Ragnheiður
Hrafnkelsdóttir einkasýningu á mynd-
verkum og skúlptúmm í Nýlistasafninu.
Flestöll verkin á sýningunni eru unnin á
síðastliðnu ári. Sýningin er opin kl. 14-20
um helgar en kl. 16-20 virka daga.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns,
Einholti 4,
er opið á sunnudögum kl. 14-16.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning opin á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-
Félag harmóníkuunnenda
Skemmtifundur verður sunnudaginn 1.
febrúar í Templarahöllinni við Skóla-
vörðuholt milli kl. 15 og 18. Fjöldi
harmóníkuleikara kemur fram, góðar veit-
ingar og dansað í lokin. Allir ávallt
velkomnir.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Farið verður í óperuna 13. febrúar nk.
Þátttaka tilkynnist í síma 37788, Guðrún,
fyrir 1. febrúar.
Félag Eskfirðinga og Reyð-
firðinga
Árshátíð félagsins verður haldin laugar-
daginn 31. janúar nk. í Fóstbræðraheimil-
inu við Langholtsveg. Samkoman hefst
með borðhaldi kl. 20. Þorramatur verður
á boðstólum. Dans á eftir.
Kaffisala Fóstbræðrakvenna
Sunnudagana 1. febrúar og 1. mars nk.
mun Kvenfélag Fóstbræðra halda kaffi-
sölu í félagsheimili Fóstbræðra að
Langholtsvegi 109 111 til stvrktar utan-
landsferð kórsins. Eins og mörgum er
kunnugt áttu Fóstbræður 70 ára afmæli á
sl. ári og var haldið upp á þessi tímamót
með ýmsu móti. Kórinn hafði einnig hug
á að kynna starfsemi sína erlendis á þessu
afmælisári en úr því varð ekki sökum
anna en í framhaldi af athugunum þeirra
var þeim boðin þátttaka í alþjóðlegu kóra-
móti í Þýskalandi, nánar tiltekið í Linder-
holzhaugen við Limburg, sem haldið
verður dagana 26. max til 2. júní. Var
ákveðið að taka þessu boði og halda síðan
áfram í söngferð til Austurríkis og Ung-
verjalands og halda nokkra afmælistón-
leika erlendis næsta vor þó kórinn yrði
þá kominn hátt á 71. aldursár. Þar sem
svona ferðir eru dýrar í framkvæmd á-
kváðu Fóstbræðrakonur að efna til kaffi-
sölu þeim til styrktar og vonast til að sem
fiestir velunnarar komi og fái sér kaffi-
sopa. Á boðstólum verða heimabakaðar
kökur og brauðtertur. Fóstbræður munu
koma og taka lagið með ýmsu móti og ef
til vill eitthvað fleira. Verð fyrir kaffi og
meðlæti er kr. 300 en fyrir börn kr. 150.
Húsið verður opnað kl. 15 og verður opið
til kl. 17.30 eða lengur ef aðsókn er mikil.
Laugardagskaffi Kvennalist-
ans
Opið hús í Hlaðvarpanum laugardaginn
31. janúar kl. 14. Helga Sigurjónsdóttir
opnar umræðu um klánx á Hótel Vík. Allrr
velkomnir.
Aðalfundur Kvartmíluklúbbs-
ins
verður haldinn sunnudaginn 1. febrúar á
hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst kl. 10
f.h. og stendur til kl. 20. Allir sem áhuga
hafa á málefninu eru velkomnir á fundinn.
Málfreyjudeildin Björkin
Reykjavík
Ráðsfundur verður hjá 111. ráði landssam-
taka málfreyja á íslandi laugardaginn 31.
janúar að Gerðubergi. Skráning hefst kl.
10 f.h. Fundur settur kl. 11 f.h. Allir vel-
komnir.
Þorragleði í safnaðarheimili
Neskirkju
Næstkomandi laugardag, 31. janúar, verð-
ur efnt til þorragleði í „Félagsstarfi
aldraðra". Boðið verður upp á hlaðborð
með hefðbundnum þorramat og rjúkandi
slátri og saltkjöti. Hefst samveran kl. 15
eins og venjulega með vandaðri skemmti-
dagskrá. Sýnd verður kvikmynd sem
Skaftfellingafélagið lét gera og sýnir fólk
að starfi í gamalli baðstofu. Sr. Hannes
Guðmundsson í Fellsmúla fer með gaman-
mál. Dóra Reyndal svngur einsöng. Þá
verður mikill fjöldasöngur og farið í hring-
leiki við harmóníkuundirleik Revnis
Jónassonar. Þátttakendur skrái sig hjá
kirkjuverði kl. 17-18 sem veitir allar upp-
lýsingar.
Ráðgjafahópur um nauðgun-
armál
hefur starfað á vegum samtaka um
Kvennaathvarf síðan í nóvember 1984. 1
hópnum eru um 10 konur. Við veiturn
konum. sem hefur verið nauðgað. ráðgjöf
og aðstoð. Einnig viljunx við fræða al-
menning um afbrotið nauðgun og þolend-
ur þess. Fræðsla er þáttur í fyrirbvggjandi
aðgerðum og þess vegna höfum við gefið
út bæklinginn „Það kemur ekkert fvrir
mig". Bæklingurinn hefur þegar verið
sendur víða um land. Við höfum t.d. sent
hann til sveitar- og bæjarstjórna. heilsu-
gæslustöðva. lögreglustöðva svo og til
skóla. Höfum við farið þess á leit að bækl-
ingurinn verði látinn liggja frammi á
þessum stöðum. Tilgangurinn með því að
senda bæklinginn í skóla er nx.a. sá að fá
þá kennara. er annast t.d. kennslu í félags-
fræði, til að koma af stað fræðslu og
umræðu um nauðgun og annars konar
ofbeldi. Óski fólk eftirfrekari upplýsingum
eða að fá bæklinginn sendan er því bent
á að snúa sér til skrifstofu Samtaka um
kvennaathvarf. Vesturgötu 3, Reykjavík,
í síma 91 23720. Skrifstofan er opin alla
virka daga kl. 10-12. í kvennaathvarfinu
er sólarhringsvakt í síma 91-21205. Ráð-
gjafahópur um nauðgunarmál.
Fundur starfsfólks
Fræðsluskrifstofu
Norðurlandsumdæmis vestra,
þ. 16. janúar 1987, samkykkti eftirfarandi
ályktun: Starfsfólk Fræðsluskrifstofu
Norðurlandsumdæmis vestra harmar fyr-
irvaralausa brottvísun Sturlu Kristjáns-
sonar úr embætti fræðslustjóra á.
Norðurlandi eystra. Brottrekstur embætt-
ismanns úr starfi er mjög alvarlegt mál
og alvarlegar ástæður hljóta að liggja að
baki því að slíkri aðgerð er beitt en þau
rök sem hafa verið framfærð af hálfu
menntamálaráðherra x þessu máli hafa
verið bæði léttvæg og ósanxxfærandi. Að
okkar áliti hefur Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra. með aðgerðum sín-
unx og málflutningi öllum, sýnt fádæma
virðingarleysi bæði við réttindi opinberra
starfsmanna og við hagsmunamál lands-
byggðarinnar. Töluvert vantar enn á að
nemendur á landsbvggðinni hafi sömu
aðstæður til náms og nemendur á höfuð-
borgarsvæðinu þrátt fyrir að grunnskóla-
lögin geri ráð fyrir að allir nemendur haft
jafnan rétt til skólagöngu. óháð bxisetu.
Við berum fvllstu virðingu fvrir störfum
Stu'rlu Kristjánssonar í þá átt að fram-
fvlgja grunnskólalögunum og vekja
athvgli á þörfum landsbyggðarinnar í
skólamálum. Þær aðferðir sem beitt hefur
verið í þessu máli eru síst til þess fallnar
að levsa ágreining um skólapólitísk mál-
efni á farsælan hátt.
Aðalfundix
Aðalfundur Suðurnesjadeild-
ar HFÍ,
haldinn í Keflavík þann 15. janúar 1987,
lýsir áhyggjum sínum vegna stefnu Heil-
brigðisráðuneytisins sem leiðir til þess að
þjónusta við Sjúkrahús Keflavxkurlæknis-
héraðs dregst verulega saman. Ljóst er að
bráðaþjónusta verður ekki veitt frá kl. 8
á laugardögum fram til kl. 8 á mánudags-
morgun. Þar af leiðir að bráðasjúklingar
og fæðandi konur er þurfa á slíkri þjón-
ustu að halda verða fluttir til Reykjavíkur.
Hjúkrunarfræðingar benda á að andleg
og félagsleg heilsa einstaklinga er ekki
síður mikilvæg en líkamleg heilsa. Sýnt
hefur verið fram á að fólki heilsast betur
í sínu umhverfi með sína nánustu sér við
hlið. Þá harmar fundurinn þá stefnubreyt-
ingu sem hefxxr orðið varðandi uppbygg-
ingu sjúkrahússins þar sem horfið hefur
verið frá þeirri stefrxu sem mörkuð var
árið 1973 og var á þá leið að Suðurnesja-
menn ættu að vera sjálfum sér nógir á sem
flestum sviðum heilbrigðisþjónustunnar.
Stefiia ráðuneytisins miðar aftur á móti í
gangstæða átt þar sem miðað er við að >
sjúkrahúsið verði rekið sem dagspitali án
bráðaþjónustu. Fundurinn bendir á að
Suðurnesjabúar voru um siðustu áramót
14.315. Samkvæmt stöðlum um sjúkrarým-
isþörf þyrfti því Sjúkrahús Keflavíkur-
læknishéraðs að vera 80-100 : rúma
sjúkrahús en er nú aðeins með rými fyrir
32 sjúklinga. Því skorar fundurinn á stjóm
SK og HSS, sveitarstjórnarmenn á Suður-
nesjum og þingmenn kjördæmisirxs að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að stefnu-
mörkuninni frá 1973 verði framfylgt.
Aðalfundur Kvenfélags Ár-
bæjarsóknar
verður haldinn þriðjudaginn 3. febrúar í
safnaðarheimilinu og hefst hann kl. 20.40.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur aðalfund sinn þriðjudagmn 3. fe-
brúar kl. 20.30 í Sjómannaskólanum.
Venjuleg aðalfxmdarstörf. Gestur fundar-
ins verður Haxma Þórarinsdóttir.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur aðalfund sinn í safnaðarheimiHnu
mánudaginn 2. febrúar kl. 20. Venjuleg
aðalfundarstörf. Rætt verður um leikhús-
ferðir. Mætið vel og skoðið nýju hús-
gögnin.
Tapað-fundið
Kvenúrfannst
við Stjömubíó. Eigandi hringi í síma
20146.
Spilakvöld
breiðfirðingafélagið í Reykja-
vík
Spiluð verður félagsvist í Sóknarsalnum.
Skipholti 50a. sunnudaginn 1. febrúar nk.
kl. 14.30. Góð verðiaun og kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Kársnessókn, Kópavogi
Spilakvöld verður í félagsheimiiinu Bor
um mánudaginn 2. febrúar kl. 20.30.
Borgfirðingafélagið í Reykja-
vík
Spiluð verður félagsvist að Ármúla 17a
laugardaginn 31. janúar og hefst hún kl.
20.30.
Ferðalög
ÚTIVIST
Útivistarferðir
Dagsferðir sunnudag 1. feb.
Kl. 10.30: Gullfoss að vetri. Einnig farið
að Geysi. fossinum Faxa, Bergþórsleiði.
Haukadalskirkju. Brúarhlöðum og víðar,
Verð 900 kr.
Kl. 13: Þjóðleið mánaðarins: Gengin
gömul verleið: Stóm-Vogar. Hólmabúðir.
Vogastapi. Stapakot sem fjölfarin var á
vetrarvertíð daginn fyrir kyndilmessu.
Rústir af gamalli verstöð og tveimur gras-
býlum skoðaðar í leiðinni. í lok ferðar
verður komið við í byggðasafninu í Kefla-
vík. Verð 600 kr. Brottför frá BSI. bensín-
sölu. Frítt f. börn m. fullordnum.
Helgarferðir 13.-15. febr. í Þórsmörk og
Tindafjöll. Sjáumst. Útivist.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 1. feb.
1. Kl. 13: Stóra Kóngsfell. Ekið um Blá-
fjallaveg eystri framhjá Rauðuhnúk-
um og fljótlega eftir það er farið úr
bílntim og gangan hefst. Verð kr. 450.
2. Kl. 13: Bláfjöll-Þrihnúkar/skiða-
ganga. Þetta er fyrsta skíðagangan á
árinu. Nægur snjór. Létt ganga frá Blá-
fjallasvæðinu að Þrxhnúkum og til baka.
Verð kr. 450. Brottför frá Umferðarmið-
stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl.
Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístundahóps-
ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun,
laugardaginn 31. janúar. Lagt af stað frá
Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunn-
ar er: samvera, súrefni, hreyfing. Allir
velkomnir. Nýlagað molakaffi og
skemmtilegur félagsskapur.