Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús Leikfélag Reykjavíkur færir út kvíarnar: Djöflaeyjan frum- sýnd í Skemmunni verkið að gerast í gömlum bragga - og raunar er leikmynd verksins að ytra búningi að mestu leyti bara bragginn eins og hann kemur fyrir. Leikritið gerist á eftirstríðsárun- um og flallar um íjölskyldu eina og fólkið í kringum hana, baráttu hennar í blíðu og stríðu, en óþarft er að fjölyrða um leikverkið. Flest- ir hafa lesið bækur Einars og er leikgerð Kjartans unnin upp úr þeim báðum. Þaðan koma persón- urnar, sagan og andrúmsloftið. Leikgerðin er þó vissulega að ýmsu leyti frábrugðin sögunum, það er allt lagað að leikhúsinu og útkom- an er sjálfstætt listaverk sem lýtur sínum eigin lögmálum. Leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar - Gulleyjunni og Þar sem Djöflaeyj- an rís, ber leikgerðin nafn hinnar síðarnefndu, verður frumsýnd í nýrri Leikskemmu Leikfélags Reyjavíkur sunndaginn 1. febrúar klukkan 20.00. Nýja Leikskemma Leikfélags Revkjavíkur, við Meistaravelli í vesturbænum í Reykjavík, er göm- ui birgðaskemma og var áður í eigu BÚR. Braggarnir hafa nú verið gerðir upp, þar hefur verið komið upp þægilegum áhorfendapöllum. í sjálfu sýningarrýminu hefur þess verið gætt að færa ekki bragg- ann' í of nútímalegt horf enda á í þá daga, á timum Djöflaeyjunnar, var til siðs að fá sér reyk til hátíðarbrigöa hvort sem um unga eða gamla var að ræða. DV-mynd BG Sem fyrr segir er Kjartan Ragn- arsson höfundur leikgerðar og jafnframt leikstjóri. Leikmynd og búninga hannaði Grétar Reynisson ásamt leikhópnum. Aðstoð við tón- listarflutning: Jóhann G. Jóhanns- son, en tónlistin í verkinu eru að mestu leyti slagarar frá sjötta ára- tugnum, tækni- og ljósastjórn er í höndum Egils Árnasonar. Þeir leikarar sem koma fram í lekritinu eru Margrét Ólafsdóttir, Guð- mundur Pálsson, Hanna María Karlsdóttir, Margrét Ákadóttir, Harald G. Haraldsson, Edda Heiðr- ún Backman, Guðmundur Ólafs- son, Helgi Björnsson, Þór Tulinius og Kristján Franklín Magnús. Á vegum Veitingahússins Torf- unnar verður opnað á frumsýning- ardaginn nýtt veitingahús í skemmunni. Verður það opið sýn- ingardagana frá kl. 18.00 til 01.00 og verður þar boðið upp á fjöl- breyttan mat auk vínveitinga, bæði fyrir og eftir sýningar. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Bíóhúsið Nýjasta mynd Rob Lowe er Skólaferðin (Oxford Blues). Þar leikur hann háskólanema, Di Ang- elo, sem hefur meiri áhuga á yfir- stéttardömunni Victoriu heldur en náminu. Ally Sheedy, sem margir kanriast við úr Ráðagóði róbotinn, leikur Ronu sem verður ástfangin af Di Angelo. En fyrir utan áhuga á kvenfólki er Di Angelo í róðrar- liði skólans og er hápunkturinn hin fræga róðrarkeppni milli Oxford og Cambridge sem haldin er árlega á ánni Thames. Laugarásbíó Fyrir nokkrum árum var gerð hryllingsmyndin A Nightmare In Elm Street. Þótti takast vel við þessa ódýru mynd, þar sem aðal- hryllingurinn var fólgin í óskýrri persónu sem sótti á skólafólk og drap á hryllilegan hátt. Ekki hefur tekist að eyða ófreskjunni því nú sýnir Laugarásbíó framhald mynd- arinnar og nefnist hún Martröð á Elm Stræti II, Hefnd Freddys. Sjálf- sagt fá unnendur hrvllingsmynda peninga sinna virði í hryllingi ef hún er eitthvað í líkingu við fyrri mvndina. Bíóhöllin Paul Newman og Tom Cruise leika aðalhlutverkin í mvndinni Peningaliturinn (The Color Of Money) sem er sjálfstætt framhald af The Hustler sem gerð var fvrir rúmum tuttugu árum með Paul Newman í aðalhlutverki. Paul Newman endurtekur hlutverk sitt sem billiardleikarinn Eddie Felson en er nú orðin eldri og rólegri. Þótt Peningaliturinn standi eldri myndinni að baki má hafa gaman af. Sérstaklega eru billiardsenurn- ar vel gerðar. Regnboginn Nýjasta mynd Linu Wertmuller nefnist Camora og er sýnd í regn- boganum þessa dagana. Camora er um glæpi í Napolí. Heiti myndar- innar er dregið af samnefndum glæpasamtökum í Napolí sem rekin eru á svipaðan hátt og mafían á Sikiley. Aðalpersóna myndarinnar er Annunziata, sem Angela Molina leikur. Þá sýnir Regnboginn nýj- ustu mynd Chuck Norris, Eldraun- ina, og er það í fyrsta skipti sem kappinn leikur í gamanmynd. For- vitnilegt að minnsta kosti að sjá steinrunnið andlit Norris í gaman- mynd. Háskólabíó Otello í dag frumsýnir Háskólabíó stór- virki Francos Zeffirelli, Otello, sem gerð er eftir óperu Verdis sem svo aftur byggði óperuna á leikriti Sha- kespeare. Franco Zeffirelli er enginn nýgræðingur í gerð óperu- kvikmynda og er skemmst að minnast La Traviata sem sýnd hef- ur verið hérlendis. Enginn myndi segja að óperu- formið hentaði sem kvikmynda- handrit. Þess vegna er það ekki nema á fárra valdi að geta komið því til skila svo viðunandi verði. Víst er það að ekki eru allir sam- mála útfærslu Zeffirellis. Hann hefur skorið óperuna aðeins niður og tekið burt söngatnði sem ekki allir sætta sig við. Við jafn tilkomumikla óperu og Otello er hægt að nýta sér þá kvik- myndatækni sem þekkt er í dag og úr verður mikill hildarleikur. I aðalhlutverkum eru Placido Domingo sem leikur Otello og Katja Riccarelli er leikur Des- demonu. Vert er að geta þess að fyrir stuttu sýndi ríkissjónvarpið mynd sem gerð var um leið og kvik- myndun óperunnar fór fram og er ekki að efa að marga fýsir að sjá Otello Zeffirellis eftir þá innsýn í veröld kvikmyndanna. Stjörnubíó Andstæður (Nothing In Common) er gamanmynd þar sem Tom Hanks leikur aðalhlutverkið, auglýsinga- teiknara. Dag einn fær hann upphringingu frá föður sínum sem Jackie Gleason leikur. Sá gamli er í öngum sínum vegna þess að eigin- konan hefur yfirgefið hann. Eigin- konuna leikur Eva Marie Saint. Hanks lendir að sjálfsögðu í miklu basli með foreldra sína. Hann reyn- ir að geðjast báðum en tekst misjafnlega upp... Tónabíó I Tónabíó er endursýnd Rauð dög- un (Red Dawn) sem fjallar um innrás Sovétríkjanna í Bandaríkin. Nokkuð spennandi mynd, en sögu- þráðurinn eyðileggur samt mestu skemmtunina, enda ótrúlegur mjög. Austurbæjabíó Það er hinn ágæti breski leikari Tom Conti er leikur aðalhlutverkið í Himnasendingunni (Heavenly Pursuits). Þetta er gamanmynd sem fengið hefur ágætar viðtökur. Mótleikari Conti er Helen Mirren. Þá má geta myndar Roberts Alt- man, Ástarfuna (Fool For Love), sem gerð er eftir leikriti Sam Shep- ard og leikur hann einnig aðal- hlutverkið. Dramatísk mynd sem þó nær sér aldrei almennilega á strik. ■ -HK Hvað er á seyði um helgina? - Hvað er á seyði um helgina? - Hvað er á seyði um helgina? - Hvað er á seyði um helgina? Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Gallerí Borg, Pósthússtræti „Ský og landslag" nefnist sýning Brians Pilkington í Gallerí Borg Þetta er sjötta einkasýning hans en einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Eins og nafnið bendir til er myndefhi Brians skýjafar og landslag á íslandi. Verkin eru 50 talsins, unnin í olíupastel á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 nema á mánudögum frá kl. 12-18 en frá kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Síð- asti sýningardagur er 10. febrúar. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A Þar stendur yfir sýning á nýjum verkum eftir þá sem að galleríinu standa en það eru þau Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Björnsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Þor- björg Höskuldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 en frá kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Gallerí Grjót hefur nú starfað í 3 '/: ár og hefur eingöngu verk eftir félagana sem vinna í mjög mismunandi efni. Gallerí Hallgerður, Bókhlöðustíg 2 Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýningu á myndverkum og skúlptúr úr ull á morgun, laugardag. Anna Þóra stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands, einn- ig við Konstfackskolan í Stokkhólmi og hefur á umliðnum árum tekið þátt í ýmsum samsýningum . Sýningin er opin frá kl. 14-18 daglega til 15. febrúar. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg Halldór Dungal sýnir málverk. Þetta er fyrsta einkasýning Halldórs og sýnir hann myndir málaðar með akryllitum. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga og stendur til 8. febrúar. Einnig er í Gallerí Svart á hvítu mikið úrval lista- verka í umboðssölu gallerísins. Gallerí Langbrók, Textíl, Bókhlöðustíg 2 Eina textílgalleríið á landinu. Vefnaður, tauþrykk, myndverk, fatnaður og ýmiss konar listmunir. Opið þriðjudaga til fostu- daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 11-14. Kjarvalsstaðir við Miklatún Þar stendur yfir yfirlitssýningin „Islensk abstraktlist" Opið er daglega kl. 14-22. Norræna húsið, Hringbraut Þar stendur yfir sýning á grafíkverkum eftir hinn þektta bandaríska listamann Andy Warhol í anddyri hússins. Sýningin nefnist „Andlitsmyndir af Ingrid Berg- man“. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma hússins og stendur til 15. febrúar. í sýningarsölum verður opnuð á laugardag kl. 15 sýningin „Dönsku villing- arnir“ og eru það listaverk yngstu kyn- slóðar danskra listamanna, þeirra sem kenndir eru við „nýja villta málverkið". Á sýningunni eru 58 verk eftir 13 listamenn, bæði málverk og skúlptúrar. Sýningin stendur til 23. febrúar . Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Samúel Jóhannsson sýnir málverk og teikningar í sýningarsal listasafns ASI. Klestar myndirnar eru unnar á sl. ári. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Henni lýkur sunnu- daginn 8. febrúar. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar. Sýningin spannar all- an Iistferil Valtýs allt frá því að hann vai við nám í Bandaríkjunum 1944-46 til verka frá þessu ári. Eru þar alls 127 verk, olíu- myndir, mósaík og gvassmyndir. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 13.30>-18 en kl. 13.30-22 um helgar. Þjóðminjasafnið Á morgun verður opnuð í Bogasal Þjóð- minjasafnsins sýning á 32 vaxmyndum af þekktum mönnum, íslenskum og erlend- um. Vaxmyndasafnið var fyrst opnað í húsakynnum Þjóðminjasafns 14. júlí 1951 og var þar til sýnis í 20 ár, en síðan hafa myndirnar verið í geymslu. Vegna mikillar eftirspumar hefur nú verið ákveðið að sýna vaxmyndasafnið um tíma. Vax- myndirnar verða til sýnis á venjulegum opnunartíma Þjóðminjasafnsins, þ.e. þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Aðgangseyrir er kr. 50 en ókeypis fyrir börn og ellilífeyris- þega. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.