Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 8
30 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. Dagar drekans á toppi DV-listans eru taldir. Highlander skaust ör- ugglega í fyrsta sætið. Númer tvö er sem fyrr Real Genius. Ár drek- ans er í því þriðja. Þrjár nýjar myndir eru á listanum. 1 þeim öll- um er nokkuð um blóðuga bardaga, jafnvel mannvíg. Líkin skipta tug- um í myndunum Cobra og Flesh and Blood. Heldur er farið fínna í þá hluti í Iron Eagle. Miinchen Strike voru í fyrsta sæti á þáttalist- anum af Retum to Eden. Að öðru leyti er lítið um breytingar á þeim vígstöðvum. I Bandaríkjunum skaust Indiana Jones aftur á toppinn. Slangan Stallone verður að láta sér lynda annað sætið. En bíðiði bara. Sá kann að bíta frá sér. -ÞJV DV-LISTINN Eitumaðran _________MYNDIR__________ 1. (3)Highlander 2. (2)Real Genius 3. (1)Year of The Dragon 4. (5)The Money Pit 5. (-)Cobra 6. (4)Back to the Future 7. (-)Flesh and Blood 8. (6)The Hitcher 9. (-)lron Eagle 10.(9)Your in the Movies ÞÆTTIR ~ 1. (2)Munchen Strike 2. (1)Return to Eden 3. (3)On Wings of Eagles 4. (5)Deadly Intension 5. (4)Scruples BANDARÍKIN 1. (2)lndiana Jones 2. (1)Cobra 3. (4)Short Circuit 4. (3)Raw Deal 5. (5)Poltergeist 2 6. (7)The Money Pit 7. (6)Down and out in Beverly Hills 8. (8)Spacecamp 9. (9)The Gods Must Be Crazy 10.(11)9 '/2 Weeks COBRA Útgefandi: Warner/Tefli Framleiðendur: Golan & Globus Leikstjóri: George P.Cosmatos Handrit: Sylvester Stallone Aðalhlutverk: S.Stallone, Brigitte Nielsen Bönnuð yngri en 16 ára Hingað til hafa Death Wish myndirnar þótt hafa vinninginn í gegndarlausu ofbeldi sem skýlt er í skjóli réttlætis. Golan og Globus framleiddu einmitt mynd númer þrjú í þessum flokki sem þótti skara fram úr hinum tveim í siðleysi. Miðað við Cobru lítur Paul Ker- sey uppgjafalögreglumaður hins vegar út eins og KFUM piltur. Sly Stallone hreykir sér vafalítið af því. Hitt er annað mál að siðferðið í Cobru er á svo lágu plani að sjald- an hefur annað eins sést. Stallone skrifar sjálfur handritið sem byggir á þrennu: skotbardögunum, bíla- eltingaleikjum og að lýsa frati á réttarkerfið. Andstæðunum er stillt upp þannig að ekki fari milli mála hvorum megin rétturinn sé. Cobra reynir af öllum mætti að vernda samborgara sína fyrir geðveikum utangarðsmönnum sem skera fólk á háls af engu tilefni. Allir leggjast á sveif með honum eða ættu alla- vega að gera það. Boðskapurinn er bara svo hróp- lega barnalegur að engum heilvita manni dettur í hug að taka hann alvarlega. Sly í öllu sínu veldi, vopnaður sprengjuvörpu og vél- byssum, lítur út eins og bráðþroska skólapiltur í leikfangabúð. Maður skellir hreinlega upp úr þegar hann muldrar ofurmannskenningar sín- ar um frelsi einstaklingsins og sallar niður heilt mótorhjólagengi í nafni þess. Auk þess hefur hann troðið eiginkonu sinni í eitt aðal- hlutverkið. Hún leikur eitt af fórnarlömbum utangarðsmann- anna sem leitar skjóls undir verndarvæng frelsarans. Cobra er afþreyingarmynd sem vissulega er hægt að hafa gaman af horfi maður fram hjá hugmynda- fræðinni sem býr að baki. En undir niðri spyr maður sjálfan sig hvort Stallone sé virkilega svona illa gefinn. StúJka á valdastóli LADY JANE Útgeiandi: CIC/Háskólabíó Framleiðandi: Peter Snell Leikstjóri: Trevor Nunn Handrlt David Edgar Aðalhlutverk: Helena Bonham Carter, Cary Elwes Bönnuð yngri en 12 ára Eins og Jörundur hundadagakonungur sat Lady Jane stutt á valdastóli. Reyndar liðu aðeins 9 dagar þar til María Skota- drottning hrifsaði völdin og lét hálshöggva Jane. Lady Jane er byggð á þessum atburðum sem áttu sér stað í Englandi 1553. Lady Jane Grey varð fómarlamb ráðabruggs bar- óns nokkurs. Hann hagaði hlutunum þannig að hún var látin giftast drykkfelld- um syni hans, aðeins sextán ára að aldri. Barónninn hugðist þannig koma Jane til valda, að Eðvarð prins látnum, og stjóma Englandi bak við tjöldin. En Jane reyndist hafa bein í nefinu sem hún og sannaði þann tíma sem hún sat á valdastóli. Hún fór sínu fram allt þar til María systir Eðvarðs greip í taumana. Lady Jane er fyrsta mynd leikstjórans Trevor Nunn sem er betur þekktur fyrir störf sín í leikhúsi. Myndin ber þess nokkur merki að Nunn hefur ekki fullt vald á þess- um miðli. Hún er hæg, næstum langdregin á köflum. Þrátt fyrir það virðist Nunn kunna tökin á sínu fólki. Aðalleikaramir, Helena Bonham Carter og Cary Elwes, sýna stórgóðan leik í hlutverkum hjónakomanna ungu. Sama má segja um aðra leikara sem koma við sögu. Breskir leikarar kunna sitt ★ !4 Kvöl og TORMENT Útgefandl: New World Pict/IFM Framlelðsla, handrlt, leiksfjórn: Samson Aslanian & John Hopkins Aðalhlutverk: Taylor Gllbert, Wllllam Wltt Bönnuö yngri en 16 ára Miðaldra karlmaður á breytingaskeiðinu gengur laus. Stúlkur, sem vilja ekki þýðast hann, drepur hann umsvifalaust. Lögreglu- maðurinn Michael rannsakar málið. Hann kemst lítt áleiðis. Málið kemst hins vegar á skrið þegar morðinginn gerir sig heima- kominn á heimili móður hans. í ljós kemur fag. Eins er öll umgjörð myndarinnar mjög vönduð. Gallinn er aftur á móti sá hversu langan tíma það tekur fyrir Nunn að koma sögunni til skila. Efnið er athyglisvert en því miður tekst honum ekki sem skyldi að halda at- hygli áhorfandans. r pma að þetta er faðir unnustu Michaels. Þeir kumpánar, Aslanian og Hopkins, eru allt í öllu í myndinni. Þeir skrifa handritið, leikstýra og hvaðeina. Heldur er handritið veikburða og skyldleiki unnustu löggunnar við morðingjann kemur engan veginn heim og saman. Að öðru leyti sleppur Torment fyrir hom. Leikstjórninni er reyndar í mörgu ábótavant og fi-ammistaða leikar- anna er enn síðri. Alltént er spennandi að sjá hvort morðingjanum tekst að murka líf- ið úr tengdamóður dóttur sinnar. Blóð af OF PURE BLOOD Útgefandi: Warner/Tefli Leikstjóri: Joseph Sargent Handrit: Michael Zagor Aöalhlutverk: Lee Remick Bönnuö yngri en 16 ára Svipað og myndin The Boys from Brasil segir Of Pure Blood frá hreinræktunum nasista á aríska kynstofninum. í þessu til- viki er um að ræða áætlun sem fól í sér fjöldaframleiðslu á ljóshærðum og bláeyg- um Þjóðverjum. Alice nokkur Browning (Lee Remick) lifir áhyggjulitlu lífi í Bandaríkjunum. Dag einn eru henni færðar þær fréttir að sonur henn- ar hafi verið drepinn í Þýskalandi. Þegar hún fer að grennslast fyrir um dauða hans kemur ýmislegt vafasamt í ljós. Alice finnur meðal annars út að móðir hennar tók þátt í hreinræktunaráætlum nasista á stríðsár- unum. Hún fæddi Alice á sérstöku heimili sem komið var upp til að unga út sönnum Aríum. Guðfaðir hennar er enginn annar en Heinrich Himmler! Alice kemst einnig að því að nokkrir læknar vinna að því að halda áætluninni gangandi, rúmum þrjátíu árum eftir að stríðinu lauk. Of Pure Blood er bandarísk sjónvarps- mynd, fullgerð í fyrra. Hún er lauslega byggð á samnefndri bók þeirra Marc Hillel og Clarissu Henry. Annað er ekki gefið upp. Of Pure Blood líður þannig fyrir frem- ur ónákvæmt handrit þar sem ómögulegt er að gera sér grein fyrir hvað haft er beint upp eftir bókinni. Hreinræktunartilraunir nasista voru jú staðreynd en að þær séu í gangi enn í dag er öllu vafasamara. Sama Tónlist jþróttir Hryllingsmynd © Gamanmynd Barnamynd blóði má segja um þá ráðstöfun að gera Himmler heitinn að guðföður aðalpersónunnar. En margt í þessari mynd er líka ágætlega gert. Lee Remick er þaulreynd sjónvarpleik- kona og gerir persónunni Alice viðeigandi skil. Reyndar er það Katharina Bohm sem stelur algerlega senunni í hlutverki móður hennar. Hún sýnir afburðavel örvæntingu persónunnar þegar dóttir hennar hefur komist að uppruna sínum. © Fullorðinsmynd Hasarmynd 0 Ástarsaga Vísinda- skáldsaga Fjölskyldumynd O Annað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.