Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. 5 Fréttir Skoðanakönnun DV um Sturiumálið: Flestir sjálf- stæðismenn styðja Sverri nema í Norðuriandskjördæmi eystra Skoðanakönnun DV sýnir, að lang- flestir sjálfstæðismenn styðja ákvörð- un Sverris Hermannssonar um brott- rekstur Sturlu Kristjánssonar. Þó virðast sjálfstæðismenn á Norðurlandi eystra yfirleitt andvígir þessari ák- vörðun ráðherra, en úrtakið í því kjördæmi er ekki nóg til þess að reikna megi nákvæm hlutföll með áreiðan- leika. Unnt er að sjá, hvemig flokka- fylgið skiptist í Sturlumálinu, þar sem sama fólkið var spurt, hvaða lista það kysi og hvort það teldi rétt eða ekki rétt af Sverri að reka Sturlu. 65 prósent sjálfstæðismanna á landinu öllu styðja Sverri í málinu, en 13,7 prósent þeirra styðja Sturlu, 19,7 prósent eru óákveðin og 1,5 pró- sent vildu ekki svara spumingunni um Sturlumál. Alþýðuflokksmenn á landinu em mjög skiptir. 33,8 prósent þeirra styðja Sverri en 38,5 prósent Sturlu. 26,2 pós- ent em óákveðin og 1,5 prósent vildu ekki svara. 23 prósent framsóknarmanna styðja ákvörðun ráðherra en 49,2 prósent em henni andvíg. 26,2 prósent em óákveð- in og 1,6 prósent vildu ekki svara. Einn maður kvaðst í könnuninni styðja Bandalag jafhaðarmanna. Hann telur brottrekstur Sturlu rangl- átan. 7,3 prósent alþýðubandalagsmanna telja brottrekstur Sturlu rétta ákvörð- un, en 85,4 prósent þeirra telja brott- reksturinn ranglátan. 7,3 prósent em óákveðin. Fjórir stuðningsmenn Flokks mannsins skiptast þannig í Sturlumáli að einn telur brottreksturinn réttmæt- an en þrír telja hann ranglátan. 10,7 prósent stuðningsmanna kvennalista telja brottreksturinn rétt- mætan en 64,3 prósent álíta hann ranglátan. 25 prósent em óákveðin. Sex stuðningsmenn lista Stefáns Valgeirssonar, sem upp komu í könn- uninni, telja allir rangt að reka Sturlu. Hinn stóri hópur óákveðinna um flokk skiptist þannig: 23,7 prósent standa með Sverri, 32,3 prósent með Sturlu. 27,6 prósent em óákveðin í Sturlumálinu, og 16,3 prósent vildu ekki svara. -HH Stórafmæli undir- búið í Ólafsvík Sigurjón Egisaon, DV, Ólafevík: Árið 1987 verður ár merkra tíma- móta í Ólafsvík. Fyrst ber að nefna að 26. mars em liðin þrjú hundmð ár frá því að Ólafsvík varð löggiltur verslunarstaður. Einnig em á þessu ári liðin eitt hundrað ár frá því að samfelld bamakennsla hófet í Ólafs- vík. Verkalýðsfélagið Jökull verður fimmtíu ára á árinu. Kristján Pálsson bæjarstjóri var fenginn til að segja frá því helsta sem gert verður til að minnast þessara merku tímamóta, en þannig vill til að Kristján er einnig formaður afmælis- nefndar. Kristján sagði að á afmælisdaginn sjálfan hæfust dagskráratriði með há- tíðarfundi bæjarstjómar. Þá yrði einnig frumflutt nýtt lag eftir Elías Davíðsson, sem hann samdi sérstak- lega af þessu tilefni, en Elías er skólastjóri Tónlistarskólans í Ólafs- vík. Á afmælisdaginn munu nemendur og kennarar grunnskólans setja upp sögusýningu og einnig verður flutt erindi um sögu Ólafsvíkur. Afmælisins verður minnst meira og minna allt árið. T.d. verða haldin ýms íþrótta- mót. Ákveðið hefur verið að skíðamót verði haldið á Fróðárheiði, skíðalandi Ólafsvíkinga og nágranna, í apríl. Einnig verður haldið golfmót, en Golf- klúbburinn Jökull á góðan níu holu Kristján Pálsson, bæjarstjóri i Ólafsvik. golfvöll. Þá er stefrit að því að haldið verði sterkt skákmót um haustið. Þó verða aðalhátíðahöldin vegna afinælisins um miðjan ágúst. Þá mun forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, sækja Ólafsvíkinga heim. I ágúst taka síðan Ólafsvíkingar í notk- un nýtt og glæsilegt félagsheimili. Við það tækifæri verður frumsýnd ný heimildarkvikmynd um Ölafevík. Einnig verður listasýning, sýndar verða gamlar ljósmyndir frá Ólafsvík auk stórrar sögusýningar. Þá verða einnig útisamkomur o.fl. Akureyri: Gróður ekkert tekið við sér Jón G. Haukssan, DV, Akuieyii: „Þetta er allt annað hjá þeim fyrir norðan en í Reykjavík. I hlýindakafl- anum þrútnuðu í mesta lagi viðkvæm- ir runnar og tóku aðeins við sér en ekkert meira. Það verða að vera meiri hlýindi en þetta,“ sagði Eiríkur Bóas- son, garðyrkjumaður á Akureyri, við DV. Eiríkur sagði enn fremur að enginn skaði á trjágróðri væri fyrirsjáanlegur á Akureyri eins og útlit væri fyrir að yrði í Reykjavík. Veðrið á Akureyri í janúar hefur verið mjög gott og hlýindi í um hálfan mánuð. I síðustu viku hefur hitinn verið í kringum frostmark en engu að síður fallegt og gott veður. 10% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR GREIÐSLUKJÖR ATH. AUKIN ÞJÓNUSTA PÓstí VISA SKÚVERSLUN pós^00^ ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR, Laugavegi 95, sími 13570 - Kirkjustræti 8, sími 14181. Teg. 656. Svart eða grátt leðurm/skinn- sóla. Stærðir 40-46. Verð 985,- BIRKENSTOC Fyrir dömur og herra litunum hvítu, marinebláu, rauðu eða brúnu. , Teg. 672. Brúnt leður m/ skinnsóla. Stærðir 40-46. Verð 1.275,- Teg. BiRKENSTOCK Nr. 35-40 Kr. 2.080,- Nr. 41-45 tr. 2.430,- Teg.105. Grátt-vínrautteða Ijósbrúnt leður, m/ skinnsóla. Stærðir 36-41. Verð 975,- Teg. 487. Litir hvítur-grænn -rauðureða gulur. Stærðir 36-41. Verð 670,- BIRKENSTOCK Nr. 35-40 Kr. 2.080,- Nr. 41-46 Kr. 2.430,- Teg. 5 Beige eða hvítt leður. Stærðir 36-41. Verð 750,- Teg. 207. Navybláttleður. Stærðir 36-41. Verð 750,- Teg. 45328. Beige leóur. Nr. 36-41. Kr. 795,- Teg. 14914 Með innleggi. Litur: hvítt leður. Stærðir: 36-41. Verð kr. 795,- Teg. 129. Rautt leður. Nr. 36-41. Kr. 750, Teg. 31 Með innleggi. Litir: beige eða hvítt leður. Stærðir: 36-41. Verð kr. 795,- Teg. 43 Með innleggi- Litur: hvítt leður. Stærðir: 36-41. Verð kr. 795,- i ey. c i. Nr. 36-41. Kr. 650,- Teg. 1. Hvitt leður. Nr. 36-41. Kr. 750,- ■URKENSTOa Nr. 35-40 Kr. 3.435,- Nr. 41-45 Kr. 3.535,- Teg.44335. Vínrauttleður. Stærðir 36-41. Verð 730,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.