Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Side 7
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
7
Viðskipti
Garðabær:
Hækkun fasteignagjalda veldur óánægju
- um er að ræða svonefnt holræsagjald sem aldrei hefur verið lagt á áður
Allmikil ólga hefur verið meðal
íbúa í Garðabæ undanfarið vegna
hækkunar á fasteignagjöldum. Hér
er um að ræða holræsagjald sem nú
er lagt á í fyrsta sinn. Nemur það á
meðaleinbýlishús um 8 þúsund krón-
um, að sögn Jóns Gauta, bæjarstjóra
í Garðabæ. Hann sagði að Garðabær
væri þátttakandi í átaki á höfuð-
borgarsváeðinu um að lengja holræsi
langt á haf út og myndi þetta kosta
sveitarfélagið um 80 milljónir króna.
Ákveðið var í bæjarstjóm Garða-
bæjar að taka ekki lán fyrir fram-
kvæmdunum, eins og gert var í
Kópavogi, heldur byija nú þegar að
innheimta gjaldið af bæjarbúum og
leggja peningana inn til bestu hugs-
anlegu ávöxtunar, sem verður
skoðuð á 6 mánaða fresti, sagði Jón
Gauti. Hann benti á í þessu sam-
bandi að í sjálfu sér væri sama
hvemig farið væri að því að fjár-
magna framkvæmdimar, það yrðu
alltaf bæjarbúar sem þyrftu að
greiða þær á endanum.
Jón Gauti viðurkenndi að þessi
hækkun fasteignagjaldanna hefði
valdið óánægju og margir heföu
hringt á bæjarskrifstofumar vegna
hennar. Þegar fólki heföi verið skýrt
frá málavöxtum heföi það sýnt skiln-
ing á málinu.
„Mistökin hjá okkur vom þau að
Áfengisneysla jókst í fyrra um 4,7%:
Sala sterkra vína Jókst
en samdráttur í léttum
Áfengisneysla jókst árið 1986 um
4,7% miðað við árið á undan og nam
neyslan 3,34 alkóhóllitrum á mann en
1985 var neyslan 3,19 lítrar. Sé miðað
við árlega neyslu hreins vínanda á
þessum áratug var hún mest í fyrra
en minnst árið 1982, eða 3,11 lítrar.
Ef miðað er við hreinan vínanda á
hvem landsmann 15 ára og eldri var
neyslan 4,5 lítrar í fyrra og jókst um
4,16% frá fyrra ári.
Ef htið er til skiptingar neyslunnar
í fyrra á milli léttra vína og sterkra,
en Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
telur öll vín létt sem em 22% að styrk-
leika eða minna, nema nokkrar
tegundir af líkjörum, þá jókst neysla
Áfengissala í samstarfi
við veiðarfæraverslun
- er hugmynd forstjóra ÁTVR
„Það þjónar ekki hagsmunum ríkis-
sjóðs og því meginmarkmiði ÁTVR
að afla ríkissjóði tekna að opna útsöl-
ur í fámennum byggðarlögum verði
það gert með þeim hætti sem tíðkast
hefur,“ segir í bréfi frá Höskuldi Jóns-
syni, forstjóra Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
las bréfið upp á Alþingi er hann svar-
aði fyrirspum Helga Seljans, Alþýðu-
bandalagi, um áfengissölubúðir.
„Reynslan er sú að lágmarksfjöldi
afgreiðslumanna í vínbúð er þrír, jafri-
vel þar sem minnst er umleikis," segir
í bréfinu.
„Hefur forstjóri ÁTVR látið í ljós
þá skoðun að leita ætti samstarfs við
verslanir sem reknar em í kaupstöðum
þar sem opna má vlnbúð.
Samstarf væri í því fólgið að ÁTVR
ætti og ræki vínbúð sem hýst væri í
nánum tengslum við aðra verslun.
Yrði um það samið að afgreiðslumenn
þeirrar verslunar gætu hlaupið undir
bagga í áfengisversluninni, til dæmis
við kynntum málið ekki nógu vel seðlamir vom sendir út og því kom fólk ekki ástæðuna fyrir henni,“
fyrir bæjarbúum áður en innheimtu- hækkunin flestum á óvart enda vissi sagði Jón Gauti. -S.dór
sterku vínanna á meðan sala léttra
vína dróst saman. Samdrátturinn í
léttu vínunum var 4,62%, en aukning-
in í þeim sterku var 9,21%. Er þetta
annað árið í röð sem sala léttra vína
dregst saman en samdrátturinn í fyrra
var 7,05%. Frá árinu 1981 var hins
vegar aukning í sölu þessara vína og
stóð hún til 1984. Sala sterku vínanna
hefur aukist síðustu fjögur árin og
mest var aukningin á milli áranna
1985 og 1986 eins og áður sagði.
Ef áfengisneyslan er miðuð við 15
ára og eldri þá nam hún 9,28 lítrum
af léttum vínum árið 1986 en 7,95 lítr-
um af sterkum vínum. -ój
í þeim tilvikum að afgreiðslumaður
þar veiktist eða yrði að fara bæjarleið
af einhverjum ástæðum.
Forstjóri ÁTVR hefur einnig látið
þá skoðun í ljós að heppilegra væri
að leita samstarfs við til dæmis veiðar-
færaverslun eða byggingavöruverslun
en matvöruverslun. Þessi skoðun er
studd þeim rökum að böm og ungling-
ar eigi sjaldnar leið í þessar verslanir
en matvöruverslanir. Ennfremur má
benda á að óheppilegt gæti verið að
raska samkeppni matvömverslana
með tengingu einnar þeirra við vínbúð
en semja við sérverslun sem ekki ætti
sér keppinaut í byggðarlaginu."
í bréfi forstjórans kemur einnig fram
að íbúar fimm kaupstaða hafi sam-
þykkt fyrir sitt leyti á síðastliðnu ári
að leyfa opnun vínbúðar í heimabyggð
sinni. Fjármálaráðuneytið telji ekki
til þess líkur að nýjar útsölur verði
opnaðar í ár, meðal annars af fjár-
hagsástæðum, utan þeirrar sem opnuð
verður í Kringlunni í Reykjavík um
mitt sumar. -KMU
KÞ IIIII II IMIUI.IVIU 1.1,1 IKK U
tu|1
MVTTI Sumarleyfisferðimar á „gamla verdinu“ ef
iv X 11 ■ pantað er og staðfest fyrir 10. febr.
Páskaferðir 14. apríl, 3 vikur (10 vinnudagar) Vorferð 5. maí, 31 dagur á
3ja vikna verði. 3ja vikna ferðir frá 28. mcd.
FLUCFERÐIR
SGLRRFLUC
Vesturgötu 17, símar 10661, 15331, 22100,