Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. Utlönd Ortröð við kjörborðin á Filippseyjum í dag Biðraðir tóku fljótlega að myndast við kjörstaðina á Filippseyjum þegar þeir opnuðu í morgun og þykir því horfa til mikillar kjörsóknar í þjóð- aratkvæðagreiðslunni um nýju stjómarskrárdrögin sem Aqiuno for- seti hefur lagt íram. Víðast virtist kosningin ætla að fara friðsamlega fram en þrjár sprengingar urðu þó í höfuðborginni Manila og tveir stuðningsmenn Marcosar fyrrum forseta voru hand- teknir með 120 dínamítstauta. Eins flúðu um 2.000 manns úr heimabæ sínum á Mindanao-eyju þar sem hótað hafði verið hryðjuverkum til þess að spilla kosningunni. Á fyrstu klukkustundum atkvæða- greiðslunnar bar mjög á kvenfólki meðal kjósenda en kjörstaðir opn- uðu klukkan 23 að íslenskum tíma á sunnudagskvöld. - Niðurstöður skoðanakönnunar, sem unnin var í síðustu viku, bentu til þess að stjóm- arskráin mundi samþykkt með 70% atkvæða. 260 þúsund manna herlið er haft í viðbragðsstöðu víðast um eyjamar til þess að grípa í taumana ef öfga- menn reyna að spilla kosningunni. Hermenn gerðu upptæk skotvopn hjá öryggisvörðum Ramons Durano í Cebu-héraði en Durano þessi er fésýslumaður, fyrrum þingmaður og náinn samstarfsmaður Marcosar. Höfðu öryggisverðir hans sést vopn- aðir fylgja þó nokkrum kjósendum til kjörstaðar. Kosningin hefúr þegar verið ónýtt í Lanao del Sur þar sem skæruliðar múhameðstrúarmanna hnupluðu með sér 50 kjörkössum. Kaþólskar nunnur á kjörstað að skila atkvæðaseðlum sínum en fljótlega eftir að kjörstaðir opnuöu höfðu myndast biðraðir. Búist er við þvi að um 25 milljónir Filippseyinga muni greiða atkvæði í þjóðaratkvæða- greiðslunní um stjórnarskrána. Simamynd Reuter Corazon Aquino, forseti Filippseyja, var meðal þeirra fyrstu til þess aö greiða atkvæöi í heimabæ sinum, Tarlac, (norður af Manila) í morgun. Ef stjórnarskrárdrögin verða samþykkt lengist kjörtímabil hennar í sex ár. Símamynd Reuter Fylgjendur nýju stjórnarskrárinnar fara um stræti í Manila með spjöld og blöðrur og hvetja aðra til þess að Ijá jáyrði við henni. Um eiginlega kosningabaráttu hefur naumast verið að ræöa þvi að engir flokkadrættir hafa verið um já- eða nei-atkvæðin. Símamynd Reuter Marcos fúllyrðir að kosningasvik séu höfð í frammi Ferdinand Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, sem dvelur á Honolulu, hélt því fram í gær að umfangsmikil kosningasvik væru höfð í frammi í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Filipps- eyjum. Sagði hann að fjölda kjó- senda væru greiddir milli 50 og 100 peso fyrir að greiða Aquino og stjómarskránni atkvæði. Um leið fullyrðir Marcos að stuðn- ingsmönnum hans sé meinað að koma á kjörstaði til þess að skila atkvæði og bendir á að engir óháðir aðilar hafi eftirlit með framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Blaðafulltrúi Marcosar flutti fréttamönnum þessar grunsemdir forsetans fyrrverandi en ekki kom fram hvaðan Marcos hefði sínar upplýsingar. Marcos og Imelda, eiginkona hans, fóru til Hawai í febrúar í fyrra og hafa dvalið þar í útlegð síðan. Þá vom nýafstaðnar forsetakosningar á Filippseyjum og þótti bert að stuðn- ingsmenn Marcosar hefðu viðhaft ýmsar brellur til kosningasvika. Síð- ar hafa bönd borist að því að forseta- fjölskyldan og nánustu gæðingar hennar hafi á valdatíma sínum á Filippseyjum verið hreint ótrúlega frek til fjárins og auðgast óhemju í skjóli aðstöðu sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.