Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
Neytendur
DV
Notendaráðgjöf - nýmæli
Rafinagnsveitur ríkisins halda upp á
fertugsafinæli sitt nú um þessar mund-
ir. Af því tilefiii mun fyrirtækið senda
írá sér bækling, ágrip af sögu þess.
Kemur hann væntanlega út í byrjun
febrúar og er þriðji bæklingurinn sem
Rarik hefur gefið út að undanfomu.
Hafa bæklingar þessir verið sniðnir
að þörfum neytenda og em uppfullir
af notendaráðgjöf ýmiss konar. Hefur
þegsu- verið gert ráð fyrir 6 slíkum og
munu koma út 2-3 slíkir á ári.
Opinber þjónustufyrirtæki hafa allt
of lengi vanrækt almannatengsl og ber
að hrósa Rafmagnsveitum ríkisins fyr-
ir úrbætur í þessum efnum. Em slíkir
bæklingar kærkomin nýjung enda
ekki vanþörf á að auka notenda-
fræðslu á þjónustu sem þessari.
Rafinagn er sennilega sá liður í
heimilishaldi sem víðtækasta notkun
hefúr. Þar sem það er tiltölulega ódýrt,
auk þess sem reikningar berast aðeins
annað veifið, er fólk lítt meðvitað um
notkun sína. En auðvelt er að spara
það og geta einföldustu atriði orðið til
að lækka reikninginn vemlega. Of
sterkar perur, of kaldur ísskápur, of
stór þvottavél, allt hefúr þetta sitt að
segja.
Á síðustu heimilissýningu var Rarik
með kynningu á starfsemi stofhunar-
innar. Þar var sett upp líkan sem sýndi
rafmagnsnotkun í venjulegu íbúðar-
húsi. Líkanið var tengt við tölvu og
var fólki gefinn kostur á því að sjá
hvað ýmsir þættir rafmagnsnotkunar
kostuðu í krónum og hvemig mætti
spara.
Nú er unnið að því að endurbæta
líkanið og mun stofhunin sýna það
víðs vegar um landið. Gefet því not-
endum á orkuveitusvæði Rarik kostur
á þessari fræðslu, auk þess sem hægt
verður að gefa upplýsingar um ra-
forkunotkun hvers og eins.
Einn af bæklingunum fjallar um
leiðir til að spara rafmagn. Er fúll
ástæða til að birta helstu hollráðin
fyrir þá sem em ekki á orkuveitu-
svæði Rarik og hafa því ekki fengið
bæklinginn. Fara þau hér á eftir.
Tölvustýrt likan af íbúðarhúsi notað til að sýna notendum sparnaðarleiðir i raforkunotkun. DV-mynd RS
Lýsing
Notið rétta Ijósgjafa
Rétt val á ljósgjafa er mikilvægt.
Notið ekki stærri perur en þið þurfið
og gætið að því að lampabúnaður
dragi ekki um of úr birtu. Notið flúr-
pípur þar sem þess er kostur.
Notið Ijósa liti
Umhverfið ræður miklu um hve
mikla lýsingu þarf. Ljósir litir á lofti,
veggjum, gluggatjöldum, og gólfum
geta sparað mikla lýsingu. Haldið
lömpum hreinum.
Slökkvið á eftir ykkur
Munið að slökkva á eftir ykkur. Oft
loga ljós að óþörfu þar sem enginn
hefst við. Slíkt getur einnig skapað
eldhættu.
Þvottatækin
Skolið í köldu vatni
Skolun með köldu vatni fyrir þvott
getur sparað orku. Hvort sem um er
að ræða þvottavél fyrir klæði eða leir-
tau er hægt að sleppa forþvotti fyrir
vikið.
Fyllið þvottavélina
Fyllið þvottavélina og nýtið hana
þannig til fúllnustu. Það munar litlu
á orkunotkun á fullri vél og hálfri.
Því er mikill spamaður í að þvo eina
fulla vél frekar en tvær hálfar.
Veijið rétt þvottakerfi
Margar vélar em með spamaðar-
stillingar. Með því að nota þær er
hægt að spara töluverða orku. Notið
ekki hæma hitastig en nauðsynlegt er.
Kæliskápur
Hæfilegt hitastig 5°
Hæfilegt hitastig er +5°. Margir
freistast til að hafa skápinn kaldari
en við hverja gráðu sem hitinn lækkar
eykst raforkunotkun töluvert. Hafið
hitamæli í skápnum.
Kæligrindin á baki skápsins á
að vera hrein
Kæliskápurinn skilar hita frá sér um
kæligrindina á bakinu. þetta ræður
miklu um orkunotkun.
Þéttingar á skáphurð þurfa að
vera í lagi
Ef þéttikantur á skáphurð er orðinn
harður og óþéttur fer mikil orka til
spillis.
Frystir
Hæfilegt hitastig er -18°
Nægilegt frost er -18°C. Við hverja
gráðu sem frostið er aukið eykst raf-
magnsnotkun um 5%. Þannig er
orkunotkun við -25°C um 40% meiri
en við -18°C.
Staðsetjið frysti á svölum stað
Sömu reglur gilda um fiystinn og
kæliskápinn. Halda þarf kæligrindinni
hreinni en loftræsting og umhverfis-
hiti em ennþá mikilvægari fyrir
frystinn. Hafið hann í köldu herbergi.
Nýtið frystinn vel
Tómur frystir notar ekki minni orku
en fúllur. Þar sem frystirinn er eitt
orkufrekasta heimilistækið er skyn-
samlegt að nýta hann vel ellegar tæma
hann alveg og slökkva á honum þegar
þörfin er lítil.
Eldavél
Notið rétta gerð af pottum
Pottar og pönnur em af ýmsum
gerðum. Botninn þarf að vera sléttur
og skal ætíð hylja eldunarhelluna.
Skipuleggið matseldina
Skipuleggið eldunina. Stundum er
hægt að hita fleiri en eina tegund
grænmetis í sama potti. Athugið að
stytta suðutíma þar sem suða heldur
áfram um stund eftir að slökkt hefur
verið undir. Notið lítið vatn og nýtið
ykkur hraðsuðupotta þar sem það á
við.
Notið ofninn skynsamlega
Notið ofiiinn á réttan hátt. Bakið
fleiri en eina tegund í einu. Hitið
marga rétti samtímis. Grillið er orkuf-
rekt. Það þarf um tvöfalt meiri orku
í að grilla kótilettur en að pönnus-
teikja.
Annað
Notið kaffivél og hitakönnu
Kaffivélin nýtir orku mun betur en
gert var með gömlu aðferðinni. En
munið að láta ekki kaffivélina um að
halda heitu, notið hitakönnur.
Þurrkið þvott úti
Þurrkið þvott úti hvenær sem til
þess viðrar og sparið þannig þurrkara
en hann er orkufrekur.
Siökkvið á sjónvarpinu - stund-
um
Margir láta sjónvarpstæki vera í
gangi allan þann tíma sem útsending
varir þó ekki sé verið að horfa á það.
Látið eftir ykkur að slökkva stundum.
Hvað færðu fyrir eina kílóvatt-
stund
Með einni kílóvattstund geturðu:
Hellt upp á 60-70 bolla af kaffi.
Ristað 20-25 brauðsneiðar.
Horft á sjónvarp í 10 klukkustundir.
Notað 40w lampa í 25 klukkustundir.
Ryksugað í 4 klukkustundir.
Hlustað á útvarp í 200 klukkustundir
eða 5 vikur. -PLP
Þjófabjalla fyrir bíla
Þjófnaðir á og úr bifreiðum hafa stæða bíla og flúið af hólmi. Hingað
færst mjög í vöxt nú á síðustu árum. til hafa menn staðið berskjaldaðir
Einnig er mikið um að ekið sé á kyrr- gagnvart þessu en nú ætti slíkt brátt
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fiölskyldu af sömu stærð og yðar.
að fara að heyra sögunni til.
Komið er á íslenskan markað þjófa-
vamarkerfi sem vemda á bifreiðir.
Tækið samanstendur af tölvuheila,
titringsnemum og segullás.
Titringsnemamir em festir á dyra-
stólpa og nema allan fastan titring.
Við högg berast rafboð fiá titrings-
nemum til tölvuheilans og fer þá
bfllinn að flauta og ljósin að blikka.
Þetta stendur yfir í tæpa mínútu.
Kerfi þetta sem nefnist Secar alarm
fæst í Bílanaust og kostar 18.750 krón-
ur. -PLP
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks_____
Kostnaður í janúar 1987:
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
Svona lítur þjófavarnarkerfið út.
DV-mynd RS
Mörg svona reiðhjól eru enn ósótt
hjá S.Á.Á.
Ósóttir vinn-
ingar hjá SÁÁ
Nú fyrir nokkm birtum við skrá yfir
ósótta vinninga í happdrættunum. Þar
vantaði yfirlit frá S.Á.Á en það var
látið bíða vegna þess að þegar skráin
var gerð var verið að byrja afhendingu
vinninga úr síðasta drætti. Nú er hins
vegar nokkur tími liðinn þannig að
hér birtast númer ósóttra vinninga:
JVC videotökuvél á miða númer:
160.427
JVC kassettutæki á miða númer:
5.814, 13.470, 24.153, 51.734, 51.936,
53.392, 82.018, 91.196, 106.756, 141.966,
164.532, 190.948.
BMX reiðhjól á miða númer: 28.277,
29.966, 50.714, 62.670, 75.808, 87.820,
88.504, 95.707,107.506,110.726,113.574,
130.887, 132.954, 139.087, 143.115,
145.655, 153.168, 158.197, 162.877,
162.992, 170.397, 180.763, 186.238,
186.731.
Vinninga ber að vitja í síma 91-82399.
-PLP