Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Síða 15
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987.
15
Lýðræði, hvað er það?
„Við lifum á tímum mikillar fjölmlðiaaukningar og þessi aukning hefur að
miklu leyti verið framkvæmd i nafni frelsis og mannréttinda, sem vissulega
eru hugtök nátengd lýðræði. Þaö vantar þó ótrúlega mikið á að alllr hafi
jafna aðstöðu hvað þessa fjölmiðla snertir."
Við íslendingar lítum eflaust svo
á að hér á landi ríki lýðræði og sam-
anborið við önnur lönd er sjálfsagt
ekki minna lýðræði hér en annars
staðar. En hvemig er þetta blessaða
lýðræði í framkvæmd í raun?
Lýðræði í þess orðs fyllstu merk-
ingu er ekki til og hefiir varla
nokkum tíma verið til. Það sannar
þó ekki að ekki sé hægt að koma
raunverulegu lýðræði í framkvæmd
ef einlægur vilji væri fyrir hendi.
Opin umræða
-undirstaða iýðræðis
Allir munu sennilega sammála um
að einn nauðsynlegur þáttur lýðræð-
is sé algert tjáningarfrelsi. Við
íslendingar hrósum okkur gjaman
fyrir það að hér sé tjáningarfrelsi
og miðum þá gjaman í sama orði
við Sovétríkin sem andstæðu. Það
er alveg rétt að hér ríkir ritfrelsi
þannig að ekki er ýkja erfitt að koma
að grein, t.d. sem þessari, ef fólki
liggur eitthvað á hjarta. En þó mátt-
ur ritaðs máls sé mikill hefur tæknin
þróað aðra og máttugri fjöbniðla,
s.s. útvarp og sjónvarp.
Við lifiim á tímum mikillar fjöl-
miðlaaukningar og þessi aukning
hefur að miklu leyti verið fram-
kvæmd í nafni frelsis og mannrétt-
inda sem vissulega em hugtök
nátengd lýðræði. Það vantar þó
ótrúlega mikið á að allir hafi jafea
aðstöðu hvað þessa fjölmiðla snertir.
Gerum fjölmiðlana að
virkum lýðræðistækjum
Einfalt væri að laga þessa ójöfnu
aðstöðu mikið og stíga þannig veig-
amikið spor í átt til raunverulegs
lýðræðis.
Dæmi: Þátturinn um daginn og
KjaUaiinn
Sigrún
Þorsteinsdóttir
í Landsráði Flokks mannslns
veginn er öllum opinn og aðeins
þarf að panta tíma og bíða þess síðan
að röðin komi að manni. Það mætti
vel hugsa sér að á sama hátt væri
hluti af útsendingartíma sjónvarps
opinn öllum sem telja sig hafa eitt-
hvað fram að færa. Þetta myndi
strax laga mikið og ekki þyrfti
kostnaðurinn við þetta að hindra
framkvæmdina því margir væru til
í að koma með efni í sjálfboðavinnu
sem sjálfsagt gæti orðið líflegra og
örugglega ódýrara en flest efiú sem
við sjáum nú í sjónvarpinu.
Ennþá betra væri þó að við gætum
notað fyrirkomulag sem þekkist t.d.
í Japan, sumum fylkjum Bandaríkj-
anna og á fleiri stöðum, þar sem fólki
er gefinn kostur á að leigja, gegn
vægu gjaldi, útsendingartíma og
tækniaðstoð. Annaðhvort einstaka
tíma eða reglulega, t.d. daglega. Þeir
sem eru raunverulega á móti einok-
un en með lýðræði ættu að gefa
þessu gaum því ansi er ég smeyk um
að þessir auglýsingafjölmiðlar, sem
nú hafa bæst við, lóti peningasjónar-
mið róða í raun og treysti vald
fjármagnsvaldsins, þrátt fyrir þeirra
fagra tal um frelsi í upphafi. - En
vonandi er þetta bara svartsýnisraus
í mér því auðvitað hafa þeir sem
ráða ferðinni í fjölmiðlaheiminum
möguleika á að verða raunverulegir
manngildissinnar og snúa við blað-
inu og gera fjölmiðlana að virkum
lýðræðistækjum.
Hvort viljum viö fasisma
eða lýðræði?
Kannski finnst sumum að þetta sé
ekki mjög mikilvægt mál en þeir
hinir sömu ættu að íhuga augnabhk
hvert stefiúr hér á landi og í heimin-
um. Eða er það ekki staðreynd að
völdin hafa verið að færast á færri
hendur undanfama áratugi? Er ekki
líka rétt að samstarf ríkis, verkalýðs-
forystu og atvinnurekenda er alltaf
að verða sterkara. Stjómarsamstarf
þessara þriggja aðila kallast fasista-
stjómarform sem byggir á kenningu
Mússólínis. Afleiðingin er alltaf sú
að fámenn valdaklíka ráðskast með
fjöldann.
Ég sé fulla ástæðu til að vara
sterklega við þessari þróun sem
tengist beint hinum vitfirringslega
vígbúnaði og aukinni mengun sem
ógnar mannkyninu og jafnvel jörð-
inni sjálfri.
Kjósendur bera Ifka ábyrgð
Sem kjósendur berum við mikla
ábyrgð. Stefiian hér ó landi virðist
mér vera, eftir að hafa talað við
fjölda manns víðs vegar um landið,
að stór hluti fólks hafi ekki trú á
að núverandi þinglokkar breyti
ástandinu í jafnaðar- og sanngimis-
átt. Og margir em meðvitaðir um
að verið er að mgla fólk og spila
með það af valdamönnum. Því miður
virðist niðurstaða alltof margra vera
að kjósa því ekki neitt og pæla ekk-
ert í stjómmálum. Og treysta á þann
hátt núverandi valdhafa í sessi.
Stöðvun þróun fasismans
Flokkur mannsins er raunvemleg-
ur lýðræðisflokkur sem berst gegn
einokun. Hann mun bjóða fram um
allt land í komandi kosningum. Lýð-
ræði og tjáningarfrelsi er ekki
eitthvað sem er nóg að hafa ritað í
stjómarskrá eða tala um fjálglega
17. júní eða í hátíðarávarpi á nýárs-
dag.
f stefnuskrá Flokks mannsins
koma fram róttækar breyting£ir sem
stefiia að því að koma á raunvem-
legu lýðræði og að mannréttindi alls
konar verði i heiðri höfð, eins og
tjáningarfrelsi.
Kjósandi góður, þú sem lest þessar
línur. Er ekki nógu lengi búið að
styðja við gamla samtryggingar-
flokkakerfið? Því ekki að stíga
hugrakkt skref í átt til lýðræðislegri
framtíðar og styðja Flokk mannsins?
Sigrún Þorsteinsdóttir.
„Lýðræði í þess orðs fyllstu merkingu er
ekki til og hefur varla nokkum tíma verið
til.“
Hemjum kemð
Árum og áratugum saman höfiun
við íslendingar búið við hagkerfi
sem verið hefur einhvers konar
blanda af kerfismiðstýringu, pils-
faldakapítalisma og láglaunapólitík.
Við höfum talið að við værum und-
anþegin ýmsum þeim lögmálum sem
um þessi mál gilda almennt á Vest-
urlöndum og það er alveg rétt
ályktað. Það gilda engin venjuleg
lögmál um hagkerfi eins og okkar,
það er nefnilega einstakt í sinni röð.
Alla tíð frá lokum seinni heimsstyij-
aldar hefur efiiahagslíf okkar
einkennst af mjög stórum hagsveifl-
um sem illa hefur gengið að jafna
og skapað hafa los og ójafiivægi í
þjóðlífinu í stað þeirrar festu og
jafnvægis sem hverju hagkerfi er
lífsnauðsyn ef það á að starfa eðli-
lega.
Þetta einstaka hagkerfi okkar
virkar einfaldlega ekki nógu vel, það
gagnast hvorki atvinnuvegunum né
almenningi eins og það ætti að gera.
Aftur á móti þrífst kerfið með ágæt-
um í því svo sem útþensla háknsins
ber vitni um.
Pilsfaldakapítalismi
Miðstýringarárátta kerfisins hefur
leitt til þess að illa hefur gengið að
koma á fót sjálfstæðum arðbærum
atvinnurekstri og kerfið hefur tahð
að það ætti sem oftast að eiga þar
hlut að máli. Varla hefur mátt sjást
króna á lausu í atvinnurekstrinum
án þess að kerfið reyndi að krækja
í hana. Út úr þessu hefur síðan orð-
ið hinn mesti feluleikur með fjár-
magnið og því hefur verið sóað í
óarðbæra hluti í stað þess að leyfa
fyrirtækjunum að byggja sig upp.
Þetta hefur síðan getið af sér pils-
faldakapítalismann sem lýsir sér í
því að atvinnuvegunum hefur verið
settur svo þröngur rammi af hálfu
kerfisins að þeir hafa ekki náð að
standa ó eigin fótum og hafa þess
vegna orðið að hanga í pilsfaldi kerf-
isins til að skrimta. önnur afleiðing
kerfismiðstýringarinnar er lág-
launapólitíkin sem birtist í lúsar-
launum og löngum vinnutíma hins
almenna launamanns með öllum
jeim neikvæðu afleiðingum sem
slíku fylgir.
Atkvæði að veði
Þessa dagana stendur yfir mál-
flutningur í máli heilbrigðrar
skynsemi gegn kerfinu og bíða kjós-
endur spenntir eftir úrslitum úr þeim
málflutrúngi. Munu úrslitin koma til
með að hafa mikil áhrif á niðurstöð-
ur næstu kosninga. Þess vegna er
mikið í húfi fyrir þá sem eru á at-
kvæðaveiðum að draga réttar
ályktanir af öllum þeim gj aldþrotum,
siðferðislegum og efiiahagslegum,
sem yfir okkur dynja um þessar
mundir. Nú er um að gera að vanda
sig, það eru mörg atkvæði að veði.
Lítill vafi er á því að ef hinn al-
menni kjósandi fær einhveiju að
ráða mun hann óska eftir því að los-
að verði um hin þrúgandi tök kerfis-
KjaUarinn
Magnús
Marísson,
verslunarmaður
ins á athafiialífinu og raunar öllu
þjóðlífinu. Síðan verði kerfinu gert
að þjóna okkur en við ekki því. Hinn
almenni kjósandi mun fylgjast
grannt með framvindu þessara mála
í þeirri kosningabaráttu sem nú fer
í hönd. Það mun líka verða fylgst
með efndum á því sem lofað verður
fyrir kosningar. Nema enginn ætli
sér að sýna sinn rétta ht áður en
kosið er, svo sem oft áður. En verði
raunin sú er ekki heldur um neitt
að kjósa.
Gegn skrifræöi og kerfis-
mennsku
Hvað sem þessum hugleiðingum
hður þá stendur það upp úr að við
verðum að skera upp herör gegn
skrifræði og kerfismennsku sem aht
drepur í dróma. Velferðarríkinu, sem
við viljum bæði vemda og viðhalda,
er enginn greiði gerður með því að
hugarórum kerfisins sé klínt upp á
það. Markmið velferðarríkisins er
ekki að valta allt út í eina allsheijar
flatneskju heldur að reyna að gefa
öllum tækifæri til að njóta sín sem
best og stuðla að réttlæti í þjóðfélag-
inu.
Þessum markmiðum verður ekki
náð mfeð því að láta kerfið og hina
óheftu markaðshyggju leika lausum
hala. Þar verður til að koma milli-
vegur og hann er vandrataður.
Kominn er tími til að kerfið verði
látið lúta bæði kvóta og fullvirðis-
rétti svipaðrar gerðar og það hefur
búið atvinnulífinu, eftir að hafa nær
komið þvi á vonarvöl með miðstýr-
ingaráráttu sinni. Það hlýtur því að
vera forgangsverkefni aÍLra frjóls-
lyndra manna að reyna að spoma
við útbreiðslu skrifræðis og kerfis-
mennsku. Menn em meira að segja
að átta sig á þvi fyrir austan tjald
að kerfið er að éta þá á vergang.
Fijálst og ábyrgt athafiia- og
efnahagslíf, þar sem hin ýmsu
rekstrarform keppa á jafiiréttis-
grundvelh og fó að þróast innan
heflbrigðs og eðlflegs laga-
ramma, óháð samtryggingaröflum
kerfisins, er það sem koma skal.
Velferðarríkið hlýtur ahtaf að verða
að styðjast við öflugt arðbært at-
vinnu- og efnahagslíf og þess vegna
er mikilvægt að það geti gengið
snurðulaust án óeðlilegra afekipta
kerfisins.
Magnús Marisson
„Það hlýtur því að vera forgangsverkefni allra að reyna að spoma við útbreiðslu skrHræðis og kerfismennsku.
Menn eru meira að segja að átta sig á þvi fyrir austan tjald að keifið er að éta þá á vergang."
„Miðstýringarárátta kerfisins hefur leitt
til þess að illa hefur gengið að koma á fót
sjálfstæðum arðbærum atvinnurekstri...“