Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Síða 29
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. 29 Hvers vegna reiðast menn í leik? Það eru mörg atvik sem geta valdið þvi. Sumir reiðast mjög dómara þegar hann, að mati leikmanns, tekur vafa- sama ákvörðun. Aðrir verða ákaflega sárir þegar þeir eru niðurlægðir, plataðir, af andstæð- ingi og hyggja á hefndir. Fyrir svo utan meiri háttar tæklingar sem eru stund- um upphaf hreinna slagsmála. - Hvað er það sem skeður innra með okkur þegar við verðum fyrir áréitni af þvi tagi sem nefnd er hér á undan og hvemig er hægt að leiða slíkt hjá sér?, Sigurjón Sigurðsson læknir, sem lengi hefur leiðbeint íþróttafólki varð- andi íþróttameiðsl, ætlar í stuttu máli að segja okkur hvað skeður, likamlega sem andlega þegar við reiðumst: Margir hafa velt þvi fyrir sér hvers vegna sumir íþróttamenn innan hóp- íþrótta reiðast gífurlega í leik. Talið Sigurjón Sigurðsson læknir. er að þetta stjómist af ósjálfráða taugakerfinu og megi rekja til frum- hvatar mannsins, að verja sig gegn ofbeldi. Innan ósjálfráða taugakerfisins eru tvö undirkerfi sem em gagnverkandi og leita jafnvægis innbyrðis. Kallast þessir hlutar semjuhlutinn og utan- semjuhlutinn. Hlutverk hins fyrra er að búa líkamann undir ofsalegar at- hafnir en verkefni hins síðari að viðhalda og endumýja varasjóði líka- mans. Ef við einföldum þetta aðeins og segjum við að hið fyrra hafi þau áhrif að búa mann undir bardaga en hið síðara stilli mann og hvetji til þess að maður spari kraftana. Undir venjulegum krmgumstæðum eru þessi kerfi í jafnvægi en þegar leik- maðurinn hefur verið mjög mikið ertur, og sterk árásarkennd vaknar, hlustar hann aðeins á semjuhlutann og þá streymir húfukjamavakinn (adrenalín) út í blóðið og það hefur gífurleg áhrif á alla blóðrásina. Hjart- slátturinn verður örari og blóðið flyst frá hömndi og yfir um til vöðva og heila. Blóðþrýstingurinn vex. Líkam- inn hættir að melta fæðuna og munnvatnsmyndun minnkar. Auk „Það er kannski allt í lagi að reið- ast dómaranum, Nonni minn. En hvemig dettur þér í hug að taka spilverkið af honum og flauta leik- inn afl Þvílíkt mgl!!!“ Hvað skeður innra með okk- ur þegar við reiðumst? - Um það fræðir Sigurjón Sigurðsson læknir okkur þess rísa hár og sviti sprettur út. Þess- ar breytingar em því til að búa menn undir árás eða bardaga. Við þetta hverfur þreyta samstundis og miklar orkubirgðir, þ.e.a.s. kolvetnisbirgðir lifrarinnar, streyma út í blóðið sem fyllist af sykri en með því aukast af- köst vöðvanna. Blóðinu er dælt af kappi til þeirra staða sem mest er þörf, þ.e.a.s. til vöðvanna og heilans. Því hefur þó aldrei verið svarað hvers vegna sumir reiðast mjög mikið og tiltölulega fljótt en öðrum verður aldrei haggað. Eitthvað mun það vera arfgengt en þó mun eitthvað vera hægt að ráða við þetta, þ.e.a.s. eins konar tamning skapsins. Þá vitum við hvað skeður þegar við reiðumst. Óneitanlega er notaleg til- finning að vita að til er „einföld“ vöm gegn þessum óskaplegu hamfömm sem eiga sér stað. Nefhilega AÐ TEMJA SKAPIÐ eins og Siguijón seg- ir. -HH r „Rétt mataræði getur skipt sköpum fyrir þá sem stunda iþróttir hvað árangur áhrærir,“ segir Jón Gíslason matvælafræð- ingur, en hann starfar hjá Hollustuvernd ríkisins. Mál þetta hefur Utið verið á | dagskrá hjá íslensku íþróttafólki ■ til þessa. öllum ætti þó að vera | ljóst mikilvægi þess að neyta ■ réttrar fæðu, fæðu sem gefur I aukinn kraft og þol. Jón Gíslason hefur verið með 1 fræðslu og ráðleggingar hjá ungl- | ingalandsliðinu undanfarið og . hafa strákarnir sýnt þessu mik- | inn áhuga. ■ Unglingasíðan lagði nokkrar | spurningar fyrir Jón varðandi | þetta efni og væri ekki úr vegi I að íþróttafólk kannaði eigin mat- I arvenjur að lestri loknum. - Jákvætt mataræði fyrir þá I sem stunda keppnisíþróttir, t.d. ■ knattspymu. íþróttafólk verður að hafa fjöl- breytt fæðuval til að tryggja að líkaminn fái þau næringarefrú sem I hann þarfnast. Það er þvi nauðsyn- ■ legt að velja fæðu úr öllum fæðu- | flokkum en helstu fæðuflokkamir • em kom og komvörur, grænmeti I og ávextir, mjólk og mjólkurvörur, I fiskur og fiskafurðir, kj öt og kj ötvör- * ur og feitmeti. Megináherslu ber þó I að leggja á kolvetnaríka fæðu, svo sem brauð og annan kommat, þar I sem kolvetnin em ákjósanlegur ■ orkugjafi fyrir vöðva líkamans. Kol- | vetnarík fæða getur stuðlað að ■ auknu úthaldi með því að auka kol- I vetnaforða í vöðvum (glýkógen) en | undir álagi nýta vöðvamir glýkógen • sem auðfenginn orkugjafa. Til að I auka kolvetnainnihald fæðunnar ■ verður að borða minna af feitum og I fitusteiktum mat. Þá er einnig mikil- I vægt að leggja áherslu á magrar 1 mjólkurvörar svo sem léttmjólk og I skyr. | Ef vökvatap, sem verður þegar ■ íþróttafólk stundar æfingar eða tek- I ur þátt í keppni, er ekki bætt minnka 1 afköstin. Það er því skynsamlegt að I drekka vatn áður en áreynsla hefet . og drekka þá meira en þorstatilfinn- | ingin segir til um. Síðan er nauðsyn- ■ legt að drekka á meðan á áreynslu I stendur og eftir að henni er lokið. ■ Vatn er besti kosturinn ef áreynslan ■ varir í stuttan tíma en gott er að I nota svokallaða íþróttadrykki, sem ! innihalda u.þ.b. 5% sykur, ef æfing I eða keppni varir í eina klukkustund - eða lengur. Sykraðir gos- og svala- | drykkir em ekki góður kostur fyrir ■ íþróttafólk þar sem þessir drykkir I innihalda of mikinn sykur. íþróttafólk ætti að leggja áherslu I á reglubundnar máltíðir en þessi I þáttur virðist oft sitja á hakanum * hjá fólki sem þjálfar mikið, tekur Knattspyma unglinga Myndin er tekin á æfingu hjá unglingalandsliðinu 3. janúar sl. - Æfingin fór fram á gervigrasvellinum en tilkoma hans hefur verið knattspyrnunni mikil lyftistöng. - Á myndinni eru i fremri röð frá vinstri: Sigurður Guðmundsson markvörð- ur, Stjörnunni, Valgeir Baldursson úr Hvöt, Blönduósi (tilnefndur) en genginn til liðs við Þrótt, Reykjavik, Haraldur Ingólfsson, Akranesi, Rúnar Kristinsson, KR, og Gunnlaugur Einarsson, Val. - I aftari röð frá vinstri: Karl Jónsson, Þrótti R., Einar Daníelsson, Val, Helgi Björgvinsson, Fram, Valdimar Kristófersson, Stjörnunni, Þormóður Egilsson, KR, Stein- ar Adolfsson, Val, Bjami Benediktsson, Stjörnunni, og Lárus Loftsson þjálfari. Á myndina vantar Jóhann Lapas, KR, Egil Ö. Einarsson, Þrótti, og Hólmstein Jónasson, Fram. Þeir höfðu boðað forföll vegna veikinda. DV-mynd HH „Rétt mataræði stór liður í bættum árangri íþróttafólks -skilningur er ekki nægilegur á mikilvægi þessa þáttar‘T - segir Jón Gíslason matvælafræðingur Jón Gislason matvælafræðingur. þátt í keppni og þarf auk þess að stunda vinnu eða skóla. Best er að borða fleiri minni máltíðir en fáar stórar og leggja höfuðáherslu á morgunverð og hádegisverð þar sem æfingar em oftast stundaðar á eftir- miðdögum eða á kvöldin. - Á mataræði að vera öðruvísi þegar æfingar eru stundaðar en þegar að keppni kemur? Það er sagt að æfingin skapi meist- arann og því ætti að vera augljóst að gott mataræði er jafhmikilvægt þegar æfingar em stundaðar og þeg- ar að keppni kemur. Til að íþrótta- maður komist í góða þjálfun verður hann að hafa næga orku til að nýta á æfingum og íþróttamaðurinn nær þá ekki að byggja sig upp og ná þeim árangri sem annars hefði verið mögulegur. Það á því ætíð að huga að því að fæðið sé fjölbreytt og kol- vetnaríkt og síðan verður að bæta það vökvatap sem verður á æfingum og í keppni. - Hvemig á að haga mataræði daginn sem keppni fer fram? Eins og áður hefur komið fram hefet undirbúningur að keppni þegar æfingar em stundaðar og má benda á að vel þjálfaður íþróttamaður nær að byggja upp meiri glýkógenforða í vöðvum en sá sem ekki er í góðri þjálfun. Það hjálpar því lítið að breyta mataræði sínu þegar að keppnisdegi er komið. Varðandi sjálfan keppnisdaginn er gott að undirbúningur hefjist með því að íþróttamaðurinn borði góðan og kolvetnaríkan morgunverð þar sem uppistaðan er t.d. brauð. morg- unkom, grænmeti eða ávextir og auk þess mjólkurmatur. Þá er rétt að borða góðan hádegisverð ef keppni fer fram síðdegis en að sjálf- sögðu á aldrei að borða rétt fyrir keppni og rétt er að hafa i huga að fleiri léttar máltíðir em betri en fáar og miklar. Sérstaklega ber að varast að borða mikla máltið fáum tímum fyrir keppni þar sem blóðir streymir þá til meltingarfæra í stað þess að flvtja nægilegt súrefni til vöðva þeg- ar keppni hefst. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að borða létta mál- tíð. t.d. te og brauð, 2 til 3 tímum fyrir keppni og síðan er mikilvægt að drekka vatn áður en keppni hefst. I þessu sambandi má taka fram að það er óheppilegt og beinlínis rangt að drekka svkraða drykki fyrir keppni. - Finnst þér nóg áhersla lögð á mikilvægi þessa þáttar? Áhugi á mataræði íþróttafólks hef- ur aukist á síðustu árum en það vantar enn mikið á að þessi mál komist í viðunandi horf. Þjálfarar og forráðamenn innan íþróttahrevf- ingarinnar þurfa að fá meiri fræðslu um það hvemig mataræði getur haft áhrif á árangur í íþróttum og síðan verður að koma þessari fræðslu á framfæri við þá sem stunda íþróttir. Fræðsla um rétt mataræði á að sjálf- sögðu ekki bara við um þá sem stunda afreksíþróttir heldur ber að leggja áherslu á að ná til bama og unglinga þannig að neysluvenjur þeirra verði sem næst því sem ráð- legt er. Ef böm og unglingar temja sér góðar neysluvenjur mun það koma þeim til góða síðar í lífinu hvort sem um afreksíþróttir er að ræða eða ekki. - Eru strákarnir í unglinga- landsliðinu jákvæðir í þessum efnum? Strákamir virðast sýna þessu mikinn áhuga. Það kom ýmislegt í ljós þegar við fórum að kanna mat- aiæði þeirra og má t.d. nefha að þeir borðuðu lélegan morgunmat og of lítið af kolvetnaríku fæði. Þessu verður að breyta og ég hef trú á að strákamir muni leggja sig fram í þessu sem og öðm til að ná sem bestum árangri í sinni íþróttagrein. - Þetta voru lokaorð Jóns Gíslasonar matvælafræðings. Hér er um stórmál að ræða, mál sem allt of lítið hefur verið sinnt til þessa. -HH Þeir tóku það ekki út með sæld- inni, strákarnir, í þrekæfingunum hjá Rósu Ólafsdóttur. - Siguröur Guðmundsson, markvörður úr Stjörnunni, sést hér i hnébeygju- æfingu með Helga Björgvinsson úr Fram á herðunum. - Helgi virð- ist taka þessu meö vel en hvað skyldi Sigurður vera að hugsa? DV-mynd HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.