Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. Dægxadvöl Að na rettu svevflunni Það þykir ekki jákvætt þegar sagt er við einhvem að hann sé eins og fiskur á þurru landi. Veiðimönnum er hins vegar vel við fiska á þurru landi, sérstaklega ef þeir hafa sjálfir séð um að veiða þá, þ.e.a.s. fiskana. Samlíkingin við fiskana á þurru landi kom upp í hugann þegar við komum í íþróttahús Kennaraháskól- ans einn sunnudagsmorguninn þar sem menn stóðu á miðju gólfi með veiðistangir og sveifluðu línu sem mest þeir máttu. Þar var að sjálf- sögðu enga veiði að fá heldur var í gangi námskeið á vegum Armanna sem er stangaveiðifélag fluguveiði- manna. Það eru þeir Kolbeinn Grímsson og Þorsteinn Þorsteinsson sem kenna á námskeiðinu og hafa kennt flugukast í tæp 30 ár. „Sumir eru hér allan veturinn hvem sunnudagsmorgun, svo varla getur þetta verið leiðinlegt," sagði Kolbeinn þegar við spurðum hann hvort nemendur yrðu ekki leiðir á að standa alltaf á sama stað og kasta. „Það skiptir nefiiilega öllu máli, þegar veitt er á flugu, hvemig er kastað. Það em vissar reglur um hvemig á að gera þetta. Tæknin felst í því að geta kastað með þröngum „Svona gerum við,“ gæti kennarinn verið að segja við einn nemandann á flugukastsnámskeiðinu um leið og hann leiðbeinir honum í rétta sveiflu. DV-mynd GVA bug. Þannig klýfur flugan loftið bet- ur og auðveldara er að ráða við línuna þegar er vindur. Góðir lax- veiðimenn geta veitt í hvaða veðri sem er og haft fullkomna stjóm á línunni," sagði Kolbeinn. Markmið- ið er sem sagt að ná réttu sveiflunni í laxveiðinni eins og víða annars staðar. Flugukast er viðurkennd ólympíu- íþrótt að sögn Kolbeins og haldnar em alheimskeppnir í köstum. íslend- ingar hafa tekið þátt í þeim og staðið sig þokkalega. En Kolbeinn benti á að þeir ættu kannski ekki mikla möguleika gagnvart atvinnumönn- unum frá stórþjóðunum. Námskeiðið hjá Ármönnum er sneisafullt og em þátttakendur á öllum aldri, jaiht konur sem karlar þó karlmenn séu venjulega í meiri- hluta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Stangaveiðifélag Hafiiarfjarðar em líka með flugukastsnámskeið sem em sömuleiðis á sunnudags- morgnum, en þeirra námskeið er í Laugardalshöllinni. Kastklúbbur Reykjavíkur hefur staðið fyrir keppni í nákvæmnisköstum sem hef- ur verið mjög vinsæl. -SJ „Þetta tíðkast hvergi annars stað- ar en á íslandi, það get ég fullyrt," sagði Ragnhildur Bender, verslunar- stjóri í Bókabúð Braga við Hlemm, þegar við spurðum hana um hvort mikið væri um það í versluninni að fólk kæmi þar inn í þeim tilgangi einum að skoða tímaritin sem em á boðstólum. Okkur var nefnilega bent á það af einum tíðum gesti í bóka- búðir að honum fyndist að það hefði verið að aukast að fólk stæði lang- tímum saman við tímaritarekka í bókabúðum og væri að skoða hin ýmsu tímarit. Tímaritin alltof dýr í Bókabúðinni Borg náðum við tali af tveim ungum herramönnum, þeim Bjarka Steingrímssyni og Valdimar Kristinssyni, sem vom að skoða tímarit og spurðum við þá hvort þeir kæmu oft í bókabúðir bara til að skoða. Þeir játuðu því og sögðu ástæðuna einfaldlega vera þá að tímaritin sem þeir hefðu áhuga á væm svo dýr að þeir hefðu ekki efni á að kaupa þau. En með því að koma nokkuð reglulega gætu þeir fylgst með því helsta í þeim sem þeir hefðu áhuga á. Tímaritin sem þeir fylgjast með em aðallega seglbretta- og bflatímarit. „Það er ekkert amast við okkur, við rétt kíkjum í blöðin og skoðum helst myndimar. Við erum í skóla hér rétt hjá þannig að það hentar vel að líta inn þegar við eigum leið framhjá," sögðu strákamir og létu áreitni blaðamanns ekki trufla sig við tímaritaskoðunina. Annars má taka það fram hér að blaðamaður gerði nokkrar tilraunir til að fá fleiri tímaritaskoðara til að tjá sig en það gekk bara ekki. Ekki vandamál Ragnhildur sagði að stundum væri ástandið þannig í búðinni að það væri röð að tímaritarekkunum hjá þeim og mest væri ásóknin í kringum mánaðamót. „Ég lít ekki á þetta sem vandamál. Fólk þarf að skoða áður en það kaupir eins og til dæmis tískublöð og það er ekki hægt að banna þetta alfarið. Það getur hins vegar verið hvimleitt fyrir þá sem em ákveðnir í að kaupa eitthvað ákveðið blað ef viðkomandi kemst ekki að til að ná í blaðið fyrir sólgn- um lesendum," sagði Ragnhildur. Hún sagði að oft væri það sama fólk- ið sem kæmi til þeirra og kíkti í blöðin og algengasti hópurinn væm strákar á aldrinum 18 til 19 ára, en þeir væm oft að skoða bíla og kar- ateblöð. Líka kæmi töluvert af yngri krökkum til að skoða blöðin en þau hefðu svo kannski ekki pening til að kaupa blöðin. Ámi Einarsson, verslunarstjóri hjá Máli og menningu, var sama sinnis og Ragnhildur og taldi það alls ekki vera vandamál þó fólk eyddi dálitlum tíma fyrir framan tímaritarekkana. „Fólk er oftast að skoða blöð sem það þekkir til að athuga hvort það sé eitthvað áhuga- vert í þeim. Við ömumst alls ekki við því að fólk skoði blöðin, heldur finnst okkur þetta vera sjálfsagt mál. Það er bara eðlilegt að okkar mati að fólk velji og hafni og til þess að geta það verður fólk að hafa tækifæri til að skoða hvað er í blöð- unum,“ sagði Ámi. Það kom fram hjá Áma að það væri misjafnt eftir dögum hversu mikið væri um að fólk kæmi í þeim tilgangi að skoða tímaritin. „Það er venjulega annríki við rekkana á mánudögum þegar þýsku tískublöð- in koma,“ sagði hann. Aðspurður sagði Ámi að sala í alls kyns tímaritum hefði síður en svo dregist saman á undanfomum árum, heldur héldist hún nokkuð jöfh og stöðug allt árið. Erlend tíma- rit koma að sögn Áma mjög fljótt til landsins og yfírleitt alltaf í sömu vikunni og þau koma út erlendis, enda væm blöðin flutt í flugpósti hingað til lands. „Bandarísk tímarit koma til dæmis hingað áður en þau koma út þar í landi vegna þess að útgefendur gera ráð fyrir að þau séu flutt með skipum til Evrópu og prenta þess vegna febrúarupplagið seint í desember sem gerir það að verkum að þau koma hingað í byijun janúar út af flugflutningunum okk- ar,“ sagði Ámi. Börnin gleyma sér oft með Andrés „Það er oft þröng á þingi við blaða- rekkann hjá okkur og sérstaklega koma margir í hádeginu, en líka koma oft margir seinni partinn. Það er líka dálítið um að skólakrakkar komi í frímínútum og eiga þá til að gleyma sér,“ sagði Margrét Ingva- dóttir í Bókabúðinni Borg í Lækjar- götu. Hún sagði að oft yrði fólk hissa þegar það væri beðið um að vera ekki að lesa blöðin. „Persónulega finnst mér alltof mikið af því að fólk sé að lesa blöðin, hins vegar er skilj- anlegt að fólk vilji skoða dýr tímarit áður en það kaupir þau. Það verður töluverð rýmun hjá okkur vegna blaða sem fara illa eftir að margir em búnir að skoða þau,“ sagði hún. Að sögn Margrétar kemur það fyr- ir að krakkar komi sér fyrir á gólfinu hjá þeim og sökkvi sér niður í myndablöðin og þau gleyma sér gjaman í Andrésblöðunum. „Líklega er ekkert við þessu að gera en það er víst að þetta er séríslenskt fyrir- bæri,“ sagði Margrét. -SJ Valdimar Kristinsson og Bjarki Steingrimsson niðursokknir í tímaritaskoðun í Bókabúðinni Borg. DV-mynd Ragnar S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.