Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1987. 31 Dægradvöl JT r/r/flin LAUGAVEGUR 24 SUÐURLANDSBRAUT8 PÓSTKRÖFUR 685149 AMTI-HERQIIM ITSAU1IH BANANA3AMA • BUCKS RZZ • QVtS COSTUIO OWE STHAIT8 lUHY IKMJCS HOUY JQHNSON • HOWARO J0NE8 PAUt MeCApTNtY - CHRB REA '• DAVt STEWlUT b BAAQARA QASKW nmiuv tvi rn . wtiiu __u___, mm „Stefni á þann stóra í sumar" Sveinn Þóröarson er gamalreyndur silungsveiöimaöur en taldi sig samt hafa þörf fyrir að koma á námskeið og „rétta sig af“ eins og hann orðaði það. DV-mynd GVA „Tek upp óvenjur í veiðimennskunni" - sagði ión Komelíus Gíslason Það voru ekki allir háir í loftinu á fluguk- astnámskeiðinu hjá Ármönnum, einn þeirra ungu, sem voru mættir í íþróttahús Kennara- háskólans, var Jón Komelíus Gíslason sem er 11 ára gamall. Hann sagðist hafa byrjað að veiða þegar hann var fjögra til fimm ára og nú er hann búinn að fara á hnýtingamám- skeið og hnýtir flugur fyrir sig og afa sinn. En það var einmitt afi hans sem hvatti hann til að fara á flugukastnámskeiðið. Jón sagði að sér þætti þetta mjög skemmtilegt og alls ekkert íeiðinlegt að vera inni í húsi að kasta. Hann sagðist nefriilega vita að það sem hann lærði þama mundi koma sér að notum í fram- tíðinni. Jón sagðist hafa verið á Norðfirði í fyrra- sumar og veitt þar í ám og lækjum en því miður hefði hann bara veitt smátitti. „Nú stefrii ég á þann stóra í sumar," sagði hann. „Annars hef ég veitt þriggja til fjögra punda lax og fannst það ekkert erifitt," bætti Jón við svona til að koma í veg fyrir þann misskiln- ing að hann hefði aldrei veitt neitt nema smEtitti. -SJ sagði Sveinn Þorðarson „Ég hef stundað veiðar í 40 ár, mestmegnis silungsveiðar. Ég fór á svona námskeið fyrir mörgum árum og held að það sé hollt að koma af og til og fá tilsögn til að rétta sig af því óneitanlega tekur maður upp ýmsar óvenjur í veiðimennskunni. Kennaramir hér vora fljótir að sjá galla í köstunum hjá mér og nú er um að gera að laga þá,“ sagði Sveinn Þórðarson en hann er einn þeirra sem er á flugukastnámskeiði hjá Ármönnum í KHÍ. Sveinn sagðist ekki vilja halda því fram að hann væri góður veiðimaður. „Bara svona í meðallagi." Hann sagðist veiða einna mest í Hlíðarvatni í Selvogi og stærsta silungnum, sem hann hefur veitt, náði hann einmitt þar en það var fiskur sem vó 5 og hálft pund og sagði hann að það væri ekki algengt að fá svo stóran silung. „Köstin era vissulega mik- ilvæg í allri veiðimennsku. Ef maður nær góðum köstum á maður meiri möguleika á að fá stóran fisk sem er náttúrlega markmið- ið. Það er hins vegar alltaf gaman í veiði- mennskunni þó svo maður sé ekki alltaf að ná þeim stóra,“ sagði Sveinn. -SJ Jón Komelius Gislason er hér einbeWur á svip að æfa sig í flugukasti. DV-mynd GVA Mjög ikið úrval af 12 tommum VERÐ FRÁ KR. Útsalan stendur aðeins þessa viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.