Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1987, Qupperneq 45
MANUDAGUR 2. FEBRUAR 1987. 45 . Sviðsljós Fullur...hvað...? Fergie Andrésarspúsa þótti með hressara móti í veislu sem haldin var til heiðurs vinkonu hennar - Kinvara Cayzer - sem mun taka þátt í leiðangrinum milli Parísar og Dakar á næsta ári. Hertogaynjan mætti leðurklædd á staðinn og saup duglega á kampa- víninu. Nærgöngull ljós- myndari fékk svo hótun um kampavínsbað ef hann ekki héldi sig á mottunni - og síðan var gripið til harðra aðgerða þegar kappinn lét sér ekki segjast. Myndir af kvensunni í aksjón eru víst ekki ofarlega á vinsældalist- anum heima í höllinni þessa dagana. Litlar sex milljónir Gitte Stallone varð alveg hræðilega kalt I bæjarferð um daginn og tór tannagl-^ amrið I mestu hrollköstunum óskaplega fyrir brjóstið á eiginmanninum, Sly Stallone. Hann dreif sig því inn I næstu pelsasjoppu og festi kaup á einum hvitum og skjólgóðum minkapels á elskuna sina. Sá hviti kostaði litlar sex milljónir króna og þykir þama nokkuð vel að verki staðið hjá Gitte. Þannig að ef einhvem langar i góöan pels þá er bara að finna brjóstgott karlmenni og láta aðeins skella í skoltunum... Sameig- in- legur fata- skápur? Hneykslin streyma nú yfir landslýðinn í Bretlandi og er þar hallarliðið megin- þemað. Siðustu og verstu tíðindi herma að fataskáp- ur Diönu og Fergie sé sameiginlegur og gangi þær í spjörunum hvor af annarri. Það er að sjálf- sögðu ekkert gamanmál þegar farið er að vefjast fyrir þegnum Bretaveldis að þekkja þær í sundur vegna hins samræmda klæðaburðar. Einnig hefur skiptareglan vakið upp spurningar þess efnis hvort peningaleysið bagi ungu hjónin - og þá hvort Andrés klæðist fötum af Kalla erfðaprinsi og öfugt. Meðfylgjandi mynd sýnir Söruh og Di í sömu blóma- buxunum á dögunum - þó ekki við sama tækifæri - og minnir þetta atvik mjög á þegar köflótt kápa á þessum sömu konunglegu kvenskrokkum vafðist óskaplega fyrir pressunni á síðasta ári. Vísinda- glettur Járn- Möggu < Forsætisráðherrann járns- legni - Margrét Thatcher - kemur fram í nýjum sjón- varpsþætti í þessari viku. Þar mun hún vera með sérstaka eldunaraðferð í eldhúsinu að Downing- stræti tíu - sýna að vatn af soðnu rauðkáli skiptir litum ef það er blandað með sýru, alkalí eða bas- ískum efnum. Þættirnir heita Trúðu ekki orðum ' annarra og eiga að koma fólki í skilning um að vís- indin geta verið skemmti- leg líka. Margrét ætti að klóra sig fram úr verkefn- inu því hún hefur háskóla- próf í náttúruvisindum frá Oxford. ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.