Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Síða 4
22
xm
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987.
27
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987.
Myndin heitir Eldland, 1981, ull og hrosshár.
Listasafn. ASI:
Myndvefnaður Ásgerðar
Ásgerður Búadóttir opnar sýn-
ingu á nýjum myndvefnaði í
Listasafni ÁSÍ við Grensásveg
laugardaginn 28 þ.m. ki. 2 e.h. Síð-
ast hélt hún einkasýningu á
Kjarvalsstöðum 1984 en hefur hin
síðari ár tekið þátt í ýmsum sýning-
um erlendis, svo sem Scandinavia
To-day, Borealis og sýningu í boði
Kaupmannahafnarborgar ásamt
Svavari Guðnasyni.
Sýning Ásgerðar stendur til 15.
mars og er opin daglega kl. 2-6
nema á sunnudögum kl. 2-10.
Fjölmiðlun og stjómmál
í ijósi hinna miklu og öru
breytinga, sem hafa átt sér stað í
íslenskum fjölmiðlaheimi í kjölfar
afnáms einkaréttar ríkisins á
rekstri hljóðvarps og sjónvarps, er
tímabært að skoða hlutverk og til-
gang fjölmiðla í íslensku nútfma-
þjóðfélagi og áhrif þeirra á íslensk
stjórnmál.
Þar sem alþingiskosningar
standa fyrir dyrum, þær fyrstu eftir
að nýju .útvarpsréttarlögin tóku
gildi, boðar ritnefnd „Samfélags-
tíðinda" til námsstefnu um fjöl-
miðla og stjórnmál.
Námsstefnan verður haldin laug-
ardaginn 28. febrúar nk. í stofu 101
í Odda og hefst kl. 13.30.
Dagskrá: Ólafur Þ. Harðarson
lektor fjallar um áhrif fjölmiðla á
kosningahegðun, Þorbjörn
Broddason dósent fjallar um ímynd
stjórnmálamannsins, Þórólfur
Þórlindsson prófessor fjallar um
auglýsingar og prófkjör. Þá verða
fyrirspurnir, stuttar umræður og
kaffihlé. Ólafur Ragnar Grímsson
prófessor fjallar um tengsl fjöl-
miðla og flokkakerfis, Einar
Sigurðsson framkvæmdastjóri
fjallar um hlutverk fjölmiðla í lýð-
ræðisþjóðfélagi og að endingu
verða umræður. Námsstefnustjóri
verður Vilborg Guðnadóttir.
Á síðustu árum hefur verið rætt
mikið um tengsl Háskólans og at-
vinnuh'fsins og á stundum borið á
þröngum hagkvæmissjónarmiðum
til vísinda og mennta. Lítið hefur
hins vegar verið rætt um tengsl
Háskólans og þjóðlífsins almennt
og þá þýðingu sem öflugur háskóli
hefur fyrir menningu okkar og
samlíf. Ráðstefna á við þá sem hér
er boðað til er kjörinn vettvangur
til þess að efla þessi tengsl Háskól-
ans og þjóðlífsins. Samfélaginu er
því sérstök ánægja að því að bjóða
öllum áhugamönnum um stjórnmál
og fjölmiðla í Háskóla íslands þann
28. nk.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3b
í kvöld, 27. febr., kl. 20 verður
opnuð sýning á verkum Helga Val-
geirssonar, Guðrúnar Láru Hall-
dórsdóttur og Kristins Guðbrands
Harðarsonar í Nýlistasafninu,
Vatnsstíg 3b. Helgi, sem stundaði
nám við málaradeild Myndlista- og
handíðaskólans (MHl) 1983-86,
sýnir rýmisverk (installation) unn-
ið á þessu ári. Verk þetta er
samansett af málverkum og hlutum
úr daglegu umhverfi. Helgi hefur
áður tekið þátt í sýningunni: Gull-
ströndin andar 1983 og NART-
sýningunni 1986.
Guðrún nam einnig við MHÍ á
árunum 1982-86 og útskrifaðist úr
málaradeild. Hún sýnir 6-7 olíu-
málverk sem unnin eru 1986-87.
Guðrún sýndi verk sín í Ingólfs-
brunni 1986.
Kristinn sýnir 43 dúkristur unnar
1984, en sunnudaginn 1. mars lýkur
málverkasýningu hans í Gallerí
Svart og hvítu.
Sýningin í Nýlistasafninu er opin
til 8. mars og er opin daglega frá
kl. 16-20 en um helgar frá kl. 14-20.
Myndlistarmenn
framtíðarinnar
Allnýstárleg myndlistarsýning ungs fólks verður opnuð
að Kjarvalsstöðum laugardaginn 28. febr. næstkomandi.
Þar er um að ræða samsýningu rúmlega 70 myndlistar-
manna, 35 ára og yngri, sem haldin er á vegum IBM á
Islandi í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins hér á landi.
Sýningin ber þessa glögg merki að mikil gróska er í mynd-
list meðal ungs fólks og kennir þar margra ólíkra grasa,
bæði í tækni og framsetningu. Myndlistarmennirnir eru
flestir nær óþekktir og stór hluti hópsins enn við nám,
ýmist hér heima eða erlendis. Þátttaka í sýningunni stað-
festir að ungt myndlistarfólk fagnar slíku tækifæri til að
koma verkum sínum á framfæri því þarna gefur að líta á
þriðja hundrað listaverka. Öll verða verkin til sölu og eru
sérstakir söluráðgjafar frá Gallerí Borg sýningargestum til
aðstoðar. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-22 til og
með 8. mars. í báðum sýningarsölum Kjarvalsstaða.
Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð
Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir
þann 28. þessa mánaðar leikritið Hólpin (Saved) eftir enska
leikritaskáldið Edward Bond og er þetta hans frægasta
verk. Þýðinguna gerði Úlfur Hjörvar. Leikritið er eitt hið
umdeildasta í leikhússögu síðari ára. Það var á sínum tíma
bannað í Englandi og aðeins sýnt í lokuðum klúbbum eftir
upphaflegu frumsýningu þess í London 1965. Einnig olli það
miklum úlfaþyt í íslenskum fjölmiðlum þegar það var sett
upp af Leikfélagi Reykjavíkur 1971 undir nafninu Hjálp.
Verkið dregur upp dökka mynd af nútíma þjóðfélagi og
þeirri firringu og örvæntingu sem iðnaðarsamfélag hefur
skapað meðal fólks.
Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. Lýsingu annast Vil-
hjálmur Hjálmarsson. Leikmynd og búninga hannaði Hlín
Gunnarsdóttir en leikhljóð eru í höndum Hilmars Arnar
Hilmarssonar og Orra Jónssonar.
Síðasta sýuingarhelgi
á verkum Andys Warhol
Á sunnudag lýkur sýningu í and-
dyri Norræna hússins á verkum
Andys Warhol af kvikmynda-
stjörnunni Ingrid Bergman. Sýn-
ingin nefnist einfaldlega „Andlits-
myndir af Ingrid Bergman“ og eru
gerðar í minningu hennar árið
1982. Eru þær í sama stíl og hin
fræga mynd Warhols af Marilyn
Monroe. Á sýningunni eru þrjátíu
verk, þar af þrjár áritaðar grafík-
myndir.
Sem kunnugt er lést Andy War-
hol á dögunum og vart þarf að
hafa um listamanninn mörg orð.
En hann var einn helsti frumkvöð-
ull popplistarinnar í Ameríku og
hefur fengist við margt fleira en
hefðbundna myndlist.
Sýningin er opin.á venjulegum
sýningartíma hússins og lýkur sem
fyrr segir á sunnudag.
„Andlitsmyndir af Ingrid Bergman" nefnist sýning á verkum Andys
Warhol en henni lýkur á sunnudag.
Kjarvalsstaðir:
Allnýstárleg myndlistarsýning ungs fólks verður opnuð að Kjarvalsstöðum laugardaginn 28. febr. næstkomandi.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudaginn 1.
mars 1987.
ÆSKULÝÐSDAGUR
ÞJÓÐKIRKJUNNAR
Safnaðarráðsfundur Reykjavíkur-
prófastsdæmis verður í safnaðar-
heimili Bústaðarkirkju á sunnudag
kl. 16.00 og hádegisfundur presta
verður í safnaðarheimili Bústaðar-
kirkju mánudag 2. mars.
Árbæjarprestakall. Barnasam-
koma í Foldaskóla í Grafarvogs-
hverfi laugardag kl. 11 árdegis.
Barnasamkoma í safnaðarheimili
Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30,
árdegis. Æskulýðsguðþjónusta í
safnaðarheimilinu kl. 14. Ungt fólk
aðstoðar við guðsþjónustuna. Skóla-
kór Árbæjarskóla syngur undir
stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur
tónmenntakennara. Allir velkomnir.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja. Barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 14. Kór Laugarnes-
skóla syngur. Sr. Árni Bergur
Sigurbjömsson.
Breiðholtsprestakall. Barnaguðs-
þjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11.
Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Börn
og unglingar aðstoða. Organisti
Daníel Jónasson. Óskað eftir þátt-
töku fermingarbarna og foreldra
þeirra. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl.
11. Elín Anna Antonsdóttir og Guðr-
ún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta
kl. 14. Ræða: Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir. Ungmenni úr æskulýðsfélagi
Bústaðasóknar syngja og taka þátt
í messuflutningnum. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Æskulýðs-
félagsfundur þriðjudagskvöld.
Félagsstarf aldraðra miðvikudag-
seftirmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall. Barnasam-
koma í safnaðarheimilinu við
Bjarnhólastíg kl. 11. Æskulýðsguð-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
Bjarni Karlsson guðfræðinemi préd-
ikar. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan. Laugardagur: Barna-
samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill
og Ólafía messa kl. 11. Altarisganga.
Sr. Þórir Stephensen. Æskulýðs-
messa kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
sr. Þóri Stephensen. Fermingarbörn
lesa ritningarorð og bænir. Vænst
er þátttöku foreldra fermingarbama.
Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómorgan-
istinn leikur á orgel kirkjunnar í 20
mín. fyrir messuna kl. 11.
Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta
kl. 10. Hulda Helgadóttir guðfræð-
ingur.
Fella- og Hólakirkja. Laugardag-
ur: Barnasamkoma í Hólabrekku-
skóla kl. 14. Sunnudagur:
Barnasamkoma - kirkjuskóli kl. 11.
Ragnheiður Sverrisdóttir djákni.
Æskulýðsguðþjónusta kl. 14. Kór
Hólabrekkuskóla syngur undir
stjórn Sigvalda Kaldalóns. Ungling-
ar lesa upp og aðstoða við messuna.
Organisti Guðný Margrét Magnús-
dóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu
mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn
Hjartarson.
Fríkirkjan í Reykjavík. Guðsþjón-
usta kl. 14. Ræðuefni: Sjá, vér förum
upp til Jerúsalem. Fermingarbörn og
foreldrar þeirra sérstaklega velkom-
in. Föstudagur 6. mars kl. 13.30: Lagt
af stað í ferð fermingarbarna austur
í Skálholt. Bænastundir eru í Frí-
kirkjunni fram að páskum á þriðjd.,
miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 18.
Sr. Gunnar Björnsson.
Grensáskirkja. Barnasamkoma kl.
11. Æskulýðsmessa kl. 14. Altaris-
ganga. Ungt fólk úr UFMH tekur
þátt í messunni. Ragnar Schram og
Þorvaldur Daníelsson tala. Leikræn
tjáning. Organisti Árni Arinbjarnar-
son. Fimmtudagur: Almenn sam-
koma kl. 20.30. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Hallgrímskirkja. Messa á æsku-
lýðsdegi kl. 11. Fermingarbörn flytja
ritningarlestur og frásöguþátt.
Sunnudagsskólabörn flytja helgileik
og syngja. Þýskur blokkflautukvart-
ett leikur. Altarisganga. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson prédikar. Þriðju-
dagur: Fyrirbænamessa kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur:
Föstumessa kl. 20.30. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Fimmtudagur: Afmælis-
fundur kvenfélagsins kl. 20.30.
Laugardagur 7. mars: Samvera ferm-
ingarbarna kl. 10. Frá og með
öskudegi eru kvöldbænir með lestri
Passíusálma í kirkjunni alla virka
daga nema laugardaga kl. 18.
Landspítalinn. Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
Háteigskirkja. Messa kl. 10. Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Æskulýðsguðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Arngrímur
Jónsson. Organleikari Orthulf
Prunner.
Borgarspítalinn. Guðsþjónusta kl.
10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
Kársnesprestakall. Barnasam-
koma í safnaðarheimilinu Borgum
kl. 11. árdegis. Guðsþjónusta á æsku-
lýðsdegi kl. 14. Unglingar úr tónlist-
arskóla Kópavogs leika, Ómar
Kristmundsson unglingafulltrúi
bæjarins flytur úvarp. Fimmtudag-
inn 5. mars kl. 20.30 verður fundur á
vegum fræðsludeildar safnaðarins í
Borgum. Þar mun sr. Þorbjörn Hlyn-
ur Árnason fjalla um trúarhugmynd-
ir í Passíusálmunum. Áætlað er að
framhald verði á þessum fræðslu-
fundum á föstutímanum. Vænst er
fyrirspurna og umræðna og eru allir
velkomnir. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja. Kirkja Guð-
brands biskups. Óskastund barnanna
kl. 11. Söngur- sögur- myndir. Þór-
hallur Heimisson og Jón Stefánsson
sjá um stundina. Guðsþjónusta kl.
14. Prestur sr. Pjetur Maack. Organ-
isti Jón Stefánsson. Fermingarbörn
og foreldrar þeirra hvattir til að
mæta. Sóknamefndin.
Laugarneskirkja. Laugardagur 28.
febr.: Guðsþjónusta í Hátúni lOb, 9.
hæð, kl. 11. Síðdegiskaffi eldri borg-
ara kl. 14.30. Þór Halldórsson yfir-
læknir talar. Jónas Ingimundarsson
og Ólafur Magnússon frá Mosfelli
flytja nokkur sönglög. Sunnudagur:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ungl-
ingar sýna helgileik, sönghópur úr
kristilegum skólasamtökum syngur.
Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar.
Hádegismatur eftir guðsþjónustuna
í safnaðarheimilinu í umsjá Kvenfé-
lagsins, sérstakur bamaréttur og
réttur fyrir fullorðna. Mánudagur:
Æskulýðsstarf kl. 18. Þriðjudagur:
Bænaguðsþjónusta á föstu kl. 18, alt-
arisganga. Orgeltónlist frá 17.50.
Sóknarprestur.
Neskirkja. Laugardagur: Félags-
starf aldraða kl. 15. Félagar úr JC
Nes koma í heimsókn og annast
skemmtiefni. Sr. Frank M. Halldórs-
son. Sunnudagur: Barnasamkoma kl.
11. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank
M. Halldórsson. Æskulýðs- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14. Orgel og
kórstjórn: Reynir Jónasson. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson. Mánudag-
ur: Æskulýðsstarfið kl. 19.30.
Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið
hús fyrir aldraða kl. 13-17. Fimmtu-
dagur: Biblíulestur kl. 18.30 og
föstuguðsþjónusta kl. 20. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
Seljasókn. Barnaguðsþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 10.30. Bamaguðs-
þjónusta í Seljaskólanum kl. 10.30
Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14.
Ungt fólk syngur létt lög í guðs-
þjónustunni. Organisti verður
Ólafur W. Finnsson. Þriðjudagur:
Fundur í æskulýðsfélaginu Sela,
Tindaseli 3, kl. 20.00. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00. Eirný og Sólveig
Lára tala við börnin og stjórna söng.
Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Ungt
fólk spilar á hljóðfæri og krakkar
úr æskulýðsfélagi kirkjunnar leiða
söng og taka þátt í guðsþjónustunni.
Hróbjartur Árnason guðfræðinemi
prédikar. Pres(,ur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Organisti Sighvat-
ur Jónasson. Foreldrar eru hvattir
til að koma með fermingarbörnun-
um. Opið hús fyrir unglingana
mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús
fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30.
Sóknarprestur.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barna-
samkoma kl. 11. Fjölskyldumessa kl.
14. Fermingarbörn lesa ritningarorð
og bænir og flytja prédikunarefni
dagsins i leikþætti. Sr. Einar Eyjólfs-
son.
Keflarvíkurkirkja. Æskulýðsdag-
ur: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Æskulýðsguðsþjónusta
kl. 14, með þátttöku fermingarbarna.
Ungmenni flytja ávörp sem fjalla um
fjölskylduna og félagana. Sóknar-
prestur.
Leikhús
Þjóðleikhúsið
Hallæristenór, gamanleikur eftir Ken
Ludwig í þýðingu Flosa Ólafssonar og
leikstjórn Benedikts Árnasonar er sýndur
á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og
nk. fimmtudagskvöld kl. 20. Leikurinn er
eitt alsherjar óperugrín er greinir frá und-
irbúningi og flutningi óperunnar Othelló
eftir Verdi.
Uppreisn á Isafirði eftir Ragnar Arnalds
verður sýnt á stóra sviðinu á laugardags-
kvöld kl. 20. Leikstjóri er Brynja Bene-
diktsdóttir. Þetta vinsæla leikrit Ragnars
fjallar um Skúlamálin frægu.
Rympa a ruslahaugnum, nýtt leikrit
Herdísar Egilsdóttur verður sýnt á stóra
sviðinu á laugardag og sunnudag kl. 15.
Leikstjórn er í höndum Kristbjargar
Kjeld. Þetta er bráðfjörugt barnaleikrit í
ævintýrastíl með skemmtilegri tónlist og
dönsum.
Aurasálin, gamanleikur eftir Moliére
verður sýndur á stóra sviðinu á sunnu-
dagskvöld kl. 20. Leikstjórn er í höndum
Sveins Einarssonar. Alls leika 16 leikarar
í Aurasálinni.
I smásjá, leikrit Þórunnar Sigurðardóttur
verður sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins
að Lindargötu 7 í kvöld kl. 20.30.
Verðlaunaeinþáttungar. Á litla sviðinu
á sunnudagskvöld kl. 20.30 er önnur sýn-
ing á einþáttungunum Gættu þin eftir
Kristínu Bjarnadóttur og Draumar á
hvolfi eftir Kristínu Ólafsdóttur en þeir
eru verðlaunaverk úr leikritasamkeppni
Þjóðleikhússins í tilefni loka kvennaára-
tugar Sameinuðu þjóðanna.
teikfélag Reykjavíkur
Land míns föður, stríðsárasöngleikur eft-
ir Kjartan Ragnarsson verður sýndur kl.
20.30 á laugardagskvöldið í Iðnó, í 186.
sinn.
Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson verð-
ur sýnt í kvöld og á sunnudagskvöld kl. 20.
Djöflaeyjan eftir Einar Kárason verður
sýnt í leikskemmu LR v/Meistaravelli í
kvöld og á sunnudagskvöld kl. 20.
Nemendaleikhúsið.
Þrettándakvöld eftir William Shakespe-
are. Síðasta sýningarhelgi á þessari
uppfærslu Nemendaleikhússins. Sýningar
verða í kvöld og annað kvöld kl. 20.30.
Sérstök fjölskyldusýning verður á sunnu-
dag kl. 15. Sýnt er í Lindarbæ.
islenska Óperan
sýnir Aidu eftir Verdi tvisar um helgina,
í kvöld kl. 20 og á sunnudagskvöld kl. 20.
I sýningunni taka þátt um 170 manns, þar
með talin hljómsveit og stærsti kór sem
sungið hefur á sviði íslensku óperunnar.
Sýníngar
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og
sunnudaga kl. 13.30-16.
Ásmundarsafn
við Sigtún
Opnunartími safnsins er á þriðjudögum,
fimmtudögum, laugardögum og sunnudög-
um frá kl. 14-17.
Gallerí Grjót,
Skólavörðustíg 4A
Þar stendur yfir sýning á nýjum verkum
'eftir þá sem að Galleríinu standa en það
eru þau Jónína Guðnadóttir, Magnús
Tómasson, Ófeigur Björnsson, Ragnheiður
Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Þor-
björg Höskuldsdóttir og Örn Þorsteinsson.
Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 en
frá kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga.
Gallerí Grjót hefur nú starfað í 3 Vi ár og
hefur eingöngu verk eftir félagana sem
vinna í mjög mismunandi efni.
Gallerí Hallgerður,
Bókhlöðustíg 2
Á morgun opnar Áslaug Sverrisdóttir sýn-
ingu á textílverkum úr handspunnu togi.
Sýningin verður opin kl. 14-18 daglega til
8. mars.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVEFÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1982-1. fl. 01.03.87-01.03.88 kr. 594,23
1983-1. fl. 01.03.87-01.03.88 kr. 345,25
1985-2. fl.C 10. mars 1987 kr. 139,56
‘Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót.
Innlausn sparískírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka (slands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, febrúar 1987
SEÐLABANKIÍSLANDS
Seljum þessa viku eftirtalin
heimilistæki, lítið útlitsgölluð:
þvottavélar
allt að
afsláttur
OEIectrolux
kæli- og
frystiskápar
allt að
Einnig kaffikönnur, brauðristar, viftur,
straujárn, eldavélar og fleiri tæki á
10 til 35% afslætti
Opið mánudaga til fimmtudaga.. kl. 9-19
Föstudaga ................... kl. 9-20
Laugardaga .................... kl.10-16
Sunnudaga ................... kl. 13-17
Tilboðin gilda á meðan birgðir endast
Vörumarkaðurinn hf.
Nýja-bæ - simi 622-200
Það hefur alltaf
borgað sig að versla
i Vörumarkaðinum.
©