Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Side 2
/
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987.
Breið
síðan
Greenham Common og hét konun-
um, sem þar halda friðarbúðir,
fjárhagslegum stuðningi. Yoko var á
heimleið frá friðarfundi í Moskvu
þar sem Ólafur Ragnar kynnti hana
fyrir Gorbatsjov Sovétleiðtoga.
Yoko sagðist hafa fyllst hryllingi
þegar hún fylgdist með lest stríðs-
vagna á leið til herstöðvarinnar. Hún
lofaði stuðningi við baráttuna gegn
geymslu kjamavopna í stöðinni en
sagði ekki hve mikið fé hún gæti
látið af hendi rakna.
Jagger og Hall
í hjónaband
Rokkarinn Mick Jagger og Jerry
Hall ætla senn hvað líður að ganga
í heilagt hjónaband.
„Hann hefur hvað eftir annað beðið
mín,“ segir Jerry Hall. „Ég hef alltaf
spurt á móti hvenær af brúðkaupinu
gæti orðið og hann svarað: Þegar við
höfun lokið við næstu plötu.“
En nú er þessum leikaraskap lokið
og þau skötuhjú hafa ákveðið dag-
inn. Hver sá dagur er verður þó enn
um sinn talið til leyndarmála. Sam-
band þeirra Jagger og Hall hefur
lengi verið umtalað. Þau eiga tvö
börn saman. Það eru Elisabet, sem
er tveggja ára, og James eins árs.
Mick Jagger og Jerry Hall.
Jerry Hall var í síðasta mánuði
handtekin á Barbados þegar í far-
angri hennar fannst taska með 10
kílóum af marijuana. Hall gaf þá
skýringu á málinu að um rugling á
töskum væri að ræða því þessa tösku
ætti hún ekki. Eftir nokkrar mála-
lengingar féllust yfirvöld á Barbados
á þessa skýringu og var Hall sleppt.
Yoko Ono í
friðarbaráttu
Yoko Ono kom á dögunum við í Yoko Ono I friðarbúðunum.
VIKAN
Guðni Guðmundsson rektor Mennta-
skólans í Reykjavik í Vikuviðtalinu
I
XH
Uatín aó
laggþe
á borð
Uttfnlatag:
NýttUf
Hann segir meðal annars: „Brottfallið í Háskóla ís-
lands bendir eindregið til að þar komi inn mikill
fjöldi fólks sem hvorki hefur getu né áhuga á að
stunda háskólanám. í þessu sambandi má benda á
nýútkomna skýrslu OECD um skólamál á íslandi.
Ég segi nú ekki að þeir hafi fundið púðrið, þessir
ágætu menn sem að henni stóðu. En þar er bent
réttilega á þá staðreynd að brottfallið í Háskóla ís-
lands sé fimmtíu prósent. Gallin er bara sá að þar
er ekki minnst einu orði á ástæðurnar."
Guðni rektor er hress að vanda og segir að ekki
séu þeir steinrunnir í MR.
Metsöluhöfundurinn Judith Krantz sem malar gull
Nafn Vikunnar: Úlfar Eysteinsson
Nýtt líf í nýjum
Vellauðugur
lista-
verkaþjófur
Skoski auðjöfurinn James Jack hef-
ur verið dæmdur í átta ára fangelsi
fyrir að skipuleggja víðtæk rán á
listaverkum í heimalandi sínu. Jack
hafði þjófagengi á sínum snærum til
að annast þetta verk.
Lögreglan í Edinborg segir að við
húsleit hjá Jack hafi fundist mikill
íjöldi listaverka, silfurmuna, gim-
steina og fornmuna. Þýfið er metið
á um 250 milljónir.
Myndir af þessum munum voru
sýndar í skoska sjónvarpinu. Fjöldi
fólks þekkti þar verk sem það sakn-
aði. Svó virðist sem Jack hafi
stundað listaverkaþjófnað í fast að
tvo áratugi því í safni hans voru
munir sem hurfu fyrir árið 1970.
Jack viðurkenndi fyrir rétti að
hafa látið stela verkunum. Hins veg-
ar hefur engin skýring fundist á
hvers vegna hann fór svo að ráði
sínu. Maðurinn er vellauðugur en
um leið óvenjunískur - jafnvel af
Skota að vera.
Hortugur
stórsöngvari
Placido Domingo hetur tekið að sér
að syngja hlutverk Radamesar í upp-
færslu á óperunni Aidu í Luxor
hofinu. Giuseppi Verdi, höfundur
óperunnar. hafði þetta hof í huga
þegar hann samdi verkið fyrir rúmri
öld. Hofið er 3500 ára gamalt.
Þátttaka stórsöngvarans í upp-
færslunni ætlar þó ekki að ganga
andskotalaust og þykir það ekkert
nýtt þegar hann á í hlut. Fyrir síð-
ustu jól hætti hann á síðustu stundu
við á syngja á Wembley leikvangin-
um og móðgaði með því margan
Bretann. Domingo bar því við að
miðarnir á tónleikana væru allt of
dýrir. Þar áttu dýrustu miðamir að
kosta um 3000 krónur.
í sýninguna í Luxorhofinu eiga
dýrustu miðarnir að kosta 20 þúsund
krónur. Þá hefur það spurst að Dom-
ingo syngi aðeins á fyrstu sýning-
unni í hofinu. I auglýsingum er þessa
þó hvergi getið og eru þeir sem keypt
hafa miða á síðari sýningarnar, í
þeirri von að fá að heyra Domingo í
sögulegri uppfærslu, að vonum reið-
Placido Domingo.
Höfundur
laga sinna
Dómstóll í Xundúnum hefur sýknað
gríska tónskáldið Vangelis af ásök-
unum um að hafa stolið stefi frá
landa sínum til að nota í titillag
myndarinnar Chariots of Fire. Mynd
þessi hefur mjög verið rómuð og þar
á meðal tónlistin í henni.
Réttarhöld í málinu stóðu í 12 daga
og var að þeim loknum úrskurðað
að Vangelis væri réttur höfundur
lagsins. Hann hefði ekki svo mikið
sem tekið stef að láni.