Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Side 3
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987.
45
f
Á næsta vori ótal margar ferðir
verða farnar.
Þar fiskar hver og einn á sína
pólitísku línu.
Það er svo fjári gaman að kyssa
kerlingarnar
og klappa svo á vangann á at-
kvæðinu sínu.
Þessi kosningavísa var ort fyrir
talsvert löngu, að minnsta kosti
áður en menn fóru að óttast að
fólk kæmist ekki ,á kjörstað vegna
veðurs og ófærðar en þrátt fyrir
átak í gerð vega með bundnu slit-
lagi og innflutningi á vegheflum
veldur ófærð stundum umferðar-
truflunum í dreifbýli og á þetta við
um alla daga vikunnar jafnt þótt
búið sé að ákveða það á Alþingi
að á Holtavörðuheiðina snjói ein-
ungis á þriðjudögum og föstudög-
um.
Vegna mögulegrar ófærðar úti á
landi þann tuttugasta og fimmta
apríl hafa menn verið að rífast um
það niðri við Austurvöll, á milli
þess sem þeir hafa verið að setja
umferðarlög og bjarga Útvegs-
bankanum, hvort rétt sé að kjósa
þennan dag.
í umræðunum hafa menn bent á
að það gæti reynst þingmönnum
erfitt að komast um kjördæmi sitt
til að boða mönnum fagnaðarer-
indið einu sinni enn ef mikið væri
um skafla á leiðinni en eins og all-
ir vita þurfa stjórnmálamenn að
tala við fólk fyrir kosningar og
skoða ýsuflök og hraðfrystihús þar
sem atkvæðin halda sig á daginn
en þorskarnir allan sólarhringinn
eftir dauðann svo framarlega sem
þeim er ekki boðið í siglingu til
útlanda.
Ekki ætla ég að draga í efa að
það sé hollt fyrir fólk í hinum
dreifðu byggðum landsins að horfa
á stjórnmálamennina sína á fjög-
urra ára fresti og jafnvel hlusta á
hvað þeir hafa fram að færa en
hins vegar skil ég ekki áhyggjur
þessara manna varðandi það að
komast leiðar sinnar, það er nefni-
lega langt síðan hingað var keypt
björgunarþyrla sem hægt er að
fljúga hvert á land sem er í hér um
bil hvernig veðri sem er.
Þyrluna gætu stjórnmálaflokk-
arnir hæglega tekið á leigu þegar
líða færi að kosningum og ef veður
tækju að gerast válynd gætu fram-
bjóðendur hoppað upp í hana og
síðan mætti kasta þeim út úr þyrl-
unni einhvers staðar, gjarnan í
fallhlíf, og ef þeir væru ekki komn-
ir fram eftir svona fjóra til fimm
daga mætti vel hugsa sér að hringja
i hjálparsveit viðkomandi sveitar-
félags og spyrja sem svo hvort hún
gæti ekki hugsað sér að spreyta sig
á því vérkefni að leita að stjórn-
málamanni.
Siðan yrði gefin upp staðarák-
vörðun og það látið fylgja að hana
hefði frambjóðandinn samið sjálfur
en þar sem andstæðingar hans í
pólitík hefðu verið á móti henni
og hún ekki verið samþykkt í rikis-
stjórninni væri ekki alveg öruggt
að menn gætu gengið að honum
vísum.
Að lokum er síðan tekið fram að
frambjóðandinn sé ábyggilega ein-
hvers staðar því að engin dæmi séu
um það að maður sem hafi stokkið
út í fallhlíf hafi ekki komið niður
þótt hitt sé vissulega rétt að þeir
sem hafa stokkið án fallhlífar hafi
verið fljótari í förum.
Vegamál
Tilefni hugleiðingarinnar hér á
undan er lög um umferðarmál sem
meðal annars skvlda okkur sem
notum axlabönd til að spenna belt-
in að viðlögðum sektum og svo
eigum við vist líka að kevra á níu-
tíu kílómetra hraða þar sem
Háaloft
Benedikt Axelsson
aðstæður leyfa og mér er sagt að
Ámi Johnsen hafi endilega viljað
komast leiðar sinnar á hundrað og
tíu en sá hraði er ofvaxinn mínum
skilningi og gæti valdið fjölskyl-
dunni óþægindum ef lögleiddur
yrði því að þegar ég ek til dæmis
hringinn í kringum landið drepa
strákarnir tímann með því að telja
bílana sem fara fram úr mér.
Þegar við erum komin upp í Kjós
eru þeir venjulega í háarifrildi um
það hvort þeir séu hundrað fimmtíu
og þrír eða hundrað fimmtíu og
fimm.
Einu sinni fór ég hins vegar fram
úr dráttarvél sem var með stóran
heyvagn aftan í sér og þá hrópuðu
strákarnir húrra og mínusuðu um
einn og var þetta afrek lengi í
minnum haft.
Að sjálfsögðu hefur nýja umferð-
arlagafrumvarpið kosti og galla
fvrir utan þann að Árni Johnsen
skuli ekki fá að flýta sér eins og
honum sýnist. Til dæmis sagði
kunningi minn einn mér um daginn
að hann hefði skellt afturhurðinni
á bílnum sínum á mömmu sína og
skemmt hana.
Mér finnst vanta i lögin klásúlu
um að það sé bannað að skemma
mömmu sína.
Kveðja
Ben.Ax.
Finnurðu
átta breytingar?
33
Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir
breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna
þessar breytingar en ef ij ölskyldan sameinast um að leysa
þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru
og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og
veitum þrenn verðlaun: Fataúttekt í versluninni FACO,
Laugavegi 37, að upphæð kr. 2500, fataúttekt að upphæð
kr. 1800 og fataúttekt að upphæð kr. 1200.
1
í þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu
en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
Átta breytingar- 33, c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík.
Verðlaunahafar reyndust vera: Jón Halldórsson, Njáls-
götu 86, 101 Reykjavík (fataúttekt kr. 2500), Sigurdís H.
Erlendsdóttir, Skólagerði 57, 200 Kópavogi (fataúttekt kr.
1800), Ægir Þorleifsson, Kvíabólsstíg 3, 740 Neskaupsstað
(fataúttekt kr. 1200).
Vinningarnir verða sendir heim.