Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Side 6
48 LAUGARDAGUR 7. MARS 1987. Það á að sjást að ég stjóma - Jack Nicholson ræðir um kvikmyndaleik og leikstjórn Frjálst.óháð dagblað í Five Easy Pieces, 1970. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sUnnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuðum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir..... ViÓ birtum... Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga. 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Það ber árangur! Jack Nicholson varð frægur 1969 eftir að hafa leikið í kvikmyndinni Easy Rider. Síðan hefur hann leikið í mörgum og ólíkum kvikmyndum og vakið mikla athygli. Muna marg- ir eftir persónunum sem hann hefur skapað í Chinatown, One Flew Over the Cuckoo’s Nest og The Shining. Það hefur löngum þótt einkenna Nicholson hve djarfur hann hefur verið að takast á við viðfangsefni sem sumir aðrir leikarar hefðu ekki viljað fást við. Ein af ástæðunum er sú að hann hefur aldrei sóst eftir því að leika eingöngu aðalhlutverk. Það leiddi svo til þess að hann tók að sér hlutverk í Terms of Endearment 1983 þar sem hann lék feitlaginn fyrrver- andi geimfara. Fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd fékk hann óskars- verðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverki. Hér á eftir fer hluti viðtals við Nicholson sem birtist nýverið. - Segðu mér frá upphafinu. „Ég lauk námi í skólanum mínum í New Jersey ári á undan áætlun. Ég hefði getað unnið fyrir mér á meðan ég fór í háskóla en vildi það ekki. Þess í stað hélt ég til Kali- forníu þar sem ég átti ættingja. Mig langaði til þess að sjá kvikmynda- stjörnur og því sótti ég um starf hjá MGM. Þar varð ég aðstoðarmaður í teiknimyndadeildinni og næstu árin sá ég margar kvikmyndastjörnur. Svo kom þar að ég lét kanna hæfi- leika mína. Það leiddi svo aftur til þess að ég fékk hlutverk í leikriti sem sýna átti í Players Ring Theater í Los Angeles. Það er eitt af litlu leik- húsunum. Skömmu síðar fór ég svo í leiklistarskóla Jeffs Corey.“ - Hvað hét leikritið, sem þú lékst fyrst í? „Tea and Sympathy. Fyrir leikinn fékk ég 14 dali á viku. Um svipað leyti fékk ég svo hlutverk í sjón- varpsleikriti í mörgum þáttum. Nokkru síðar var teiknimynda- deild MGM lokað en þá tókst mér að fá hlutverk í öðru leikhúsi. Það var nokkru stærra svo að vikulaunin voru 75 dalir. Ég var enn að leika í því þegar mér bauðst fyrsta kvikmyndahlut- verkið. Það var í Cry Baby Killer (1958). Jeff Corey mælti með mér. Svo var ég atvinnulaus í ár.“ - Þó virðist þér ekki hafa gengið illa að koma undir þig fótunum. „í rauninni var hér um þriggja ára atvinnuleit að ræða. Þar kom hins vegar að mér tókst að fá tvö eða þrjú hlutverk á ári, aðallega í ódýrum myndum sem Roger Corman stjórn- aði og svo einum eða tveimur sjónvarpsþáttum. Meginvandinn á þessum árum var sá að það var svo erfitt að ná tali af þeim mönnum sem voru að ráða leikara. Ég fékk oft hlutverk ef ég komst að þessum aðil- um en tækifærin til þess voru fá og oft leið langt á milli þeirra. Annars hafði ég það mjög í huga á þessum árum að Gorey hafði sagt okkur að góður leikari yrði að kynn- ast lífinu. Og það reyndi ég að gera. Á þessum tíma fannst mér það skipta eins miklu og að fá hlutverk. Það krefst vissulega aga að leika á sviði en kvikmyndirnar gera meiri kröfu til nákvæmni. Þar sér maður sjálfan sig og verður eigin gagnrýn- andi. Mig langaði ekki til þess að þurfa að treysta á annarra orð um hæfileika mína eftir að hafa verið á sviðinu.“ - Gerðirðu þér fastmótaðar hug- myndir um þig sem leikara? „Ég fékk aldrei þá hugmynd að reyna að skapa ímynd sem ég héldi mig við. Þegar leikari hefur tekist á við nokkur hlutverk gerir hann sér ljóst að hann má ekki látast vita allt um leik. Sá sem gerir það er illa staddur. Þegar ég hef tekið við hlut- verki í mynd þá reyni ég að þreifa fyrir mér með því að láta leikstjórann ráða. Sem leikari vil ég eiga samstarf við leikstjórann af því ég vil ekki að ég verði eins í öllum hlutverkum. Því betur sem til tekst um þetta því meiri fjölbreytni verður í leik mínum.“ - Þetta er mjög evrópskt viðhorf. „Það er líka ástæðan til þess að ég hef unnið með fleiri evrópskum leikstjórum en margir aðrir leikarar. Það er eins og þessir leikstjórar skilji viðhorf mín. Og ég er ekki að þessu til þess að fá hlutverk. Ég geri það af því að ég veit að óbreyttur leikur og endurtekningar eru óvinir leiklistarinnar. Það sýnist því skyn- samlegt að láta aðra um að móta hluta þess sem túlka skal. Ekki má þó halda að ég kæfi eigin smekk eöa beiti ekki sjálfsgagnrýni. Mér hefur þó aldrei fundist að ég hafi orðið illa undir í samskiptum mínum við leikstjóra. Það hefur aldr- ei gerst. Hafi ég hins vegar ekki verið ánægður með samstarfið hef ég leitt hjá mér að starfa með viðkomandi manni aftur.“ - H vernig velurðu viðfangsefni þin? „Ég leita að leikstjóra sem hefur með höndum handrit sem honum lík- ar vel. Þó verð ég að segja að ég leita sennilega mest að réttum leikstjóra. Þetta hefur leitt til þess að ég hef stundum hafnað að leika í myndum sem ég hefði leikið í hefði ég vitað hverjir myndu stjórna þeim. Um tíma var það þó þannig að ég vildi helst ekki vinna að öðru en því sem mig langaði til að vinna við. Dæmi um það eru vestrarnir tveir, The Shooting og Ride in the Whirl- wind, sem ég gerði. Roger Corman íjármagnaði gerð þeirra. Þeim var vel tekið og urðu til þess að ég fór til Evrópu þar sem ég hitti Godard og Rivette. Ég held ég hafi verið 16 ára þá.“ - Mig langar til að ræða um leik- stjórn þína. Nicholson stendur á fætur. - Ertu að fara út úr stofunni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.