Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Blaðsíða 16
58 LAUGARDAGUR 7. MARS 1987. Sérstæö sakamál Gemma Tullett leit reiðilega upp frá kvöldmatnum þegar barið var á eldhúshurðina. Venjulega komu gestir að aðaldyrunum. Sá sem var þarna á ferð var hins vegar enginn venjulegur gestur. Fyrir utan stóð kona sem frú Tullett hafði aldrei séð fyrr. Hún velti því fyrir sér hvað hún vildi. Maður frú Tullett, Malcolm, var í viðskiptaferð svo það voru litlar líkur til þess að konan væri að heimsækja hann. Gemma og Malcolm Tullett á meðan allt lék í lyndi. Dauðinn við dymar David Parnell. „Ertþú frú Tullett?“ spurði ókunna konan. Gemma Tul- lett svaraði því játandi og á sama augnabliki tók komukonan upp skammbyssu og skaut fjórum skotum á frú Tullett sem átti sér einskis ills von. Hún féll deyjandi á eldhúsgólf- ið. Hún lést svo fimm mínútum síðar. Þá var ókunna konan löngu horfm. Atburður þessi gerðist 5. ágúst í fyrra í Eastleigh í Hampshire í Eng- landi. Lögregla kom þegar á vett- vang og í fyrstu leit út fyrir að um flókið mál kynni að vera að ræða. Frú Tullett var skotinn um sjöleyt- ið. Tuttugu mínútum síðar hringdi kona, sem vildi ekki láta nafns síns getið, til lögreglustöðvarinnar í Eastleigh. Kvaðst hún hafa heyrt skothvelli og séð mann hlaupa frá húsinu við Millbank Road 84 en þar var heimili Tulletthjónanna. Kvaðst konan hafa séð manninn hlaupa inn í garð við húsið við Barrow Lane 43 eða 45. Lögreglan á staðinn Tíu mínútum eftir að ónafngreinda konan hringdi til lögreglunnar var hún komin að húsinu við Millbank Road 43 og augnabliki síðar að hús- inu við hliðina. íbúar fyrrnefnda hússins reyndust vera fullorðið fólk sem komið var á eftirlaun. Tóku þau lögreglunni vel. Maðurinn i húsinu við hliðina tók henni hins vegar ekki eins vel. Þar bjó David Pamell en hann var 37 ára og slökkviliðsmaður. Hann skellti hurðinni á lögregluna og var það út af fyrir sig grunsamlegt. Hálftíma síðar neyddist hann þó til að opna því þá var lögreglan komin með úr- manninn Parnell. Um svipað leyti kom Malcolm Tullett heim úr ferða- lagi sínu en lögreglan var þá einmitt að reyna að hafa upp á honum. Hann varð mjög sorgmæddur er hann heyrði hvernig komið var en gat enga skýringu gefið sem komið gæti lögreglunni á sporið. Lögreglan þóttist hins vegar næst- um viss um að David Parnell væri morðinginn. Kom það vel heim og saman við það sem ónafngreinda konan hafði sagt í símtali sínu við lögregluna. Það kæmi svo í ljós hvort byssan, sem fannst í garði hans, væri morðvopnið. Það vakti þó nokkra athygli að engar púðurleifar fundust á höndum hans. Á því gat þó verið sú skýring að hann hefði verið með hanska. Þá leiddi frumrannsókn í ljós að hann gat hafa haft ástæðu til morðs- ins. Nýskilinn Hálfu öðru ári áður en þetta gerð- ist hafði kona Davids farið fram á skilnað frá honum vegna þess að hann átti vingott við aðra konu. Var þar um að ræða Gemmu Tullett. Neitaði David ekki ásökunum er kona hans bar þær á hann og var henni veittur skilnaðurinn enda neitaði hann því ekki fyrir rétti að hann hefði átt vingott við Gemmu. Skömmu síðar slitnaði svo upp úr sambandi Davids og Gemmu og gerð- ist hann þá bitur að sögn. Malcolm Tullett viðurkenndi við yfirheyrslur að um hefði verið að ræða ástarsamband milli konu hans og Davids. Kvaðst Malcolm hafa orðið miður sín vegna þessa og jafn- framt skammast sín fyrir að svo skyldi vera komið. Hefði hann rætt málið við konu sína og hún þá lofað að hitta David Parnell aldrei aftur. Hefði hún svo sagt skilið við hann að fullu og öllu fjórum mánuðum eftir skilnað hans og Janet. Ástæðan sem kom til greina Lögreglunni þótti, eins og fyrr seg- ir, að David hefði vegna þessa haft ástæðu til að myrða Gemmu Tullett. Hennar vegna hefði hann fórnað hjónabandi sínu en svo hefði hann staðið uppi einn. I biturleika sínum hefði hann svo ákveðið að stytta henni aldur. Var málið nú í rauninni talið upp- lýst þótt David Parnell neitaði því ákaft að bera nokkra sök á dauða Gemmu Tullett. Mark var þó ekki tekið á yfirlýsingum hans því hann var aðeins talinn vera að reyna að koma sér undan þeirri ábyrgð sem, hann bæri. Á því leikur líka lítill vafi að hann hefði hlotið dóm fyrir morðið hefði honum ekki borist óvænt aðstoð. Malcolm Tullett var sá sem kom honum til hjálpar. Viku eftir morðið hringdi Lavína nokkur Elliott til hans. Þau Malcolm höfðu þá þekkst lengi og hann átt við hana ástarsamband í mörg ár. Mun Gemmma Tullett ekkert hafa um það vitað. Nokkru áður en skilnaðarmál Davids Parnell og Janet konu hans kom fyrir rétt fékk Malcolm sam- viskubit vegna framhjáhalds síns og sleit sambandinu við Lavínu þótt hún væri mjög á móti því. skurð dómara þess efnis að henni væri heimilt að framkvæma hús- rannsókn. Ekkert fannst þó i húsinu sem grunsamlegt gat talist. Undir runna í garðinum fannst þó skamm- byssa sem vafin hafði verið inn í handklæði og var greinilegt að ætl- unin hafði verið að fela hana þarna. Parnell handtekinn Byssufundurinn þótti ærin ástæða til þess að handtaka slökkviliðs-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.