Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Síða 17
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987.
59
Sérstæð sakamál
Það hafði ekki staðið í blöðunum.
Hann komst því að þeirri niðurstöðu
að Lavína Elliott hlyti að vera morð-
inginn.
„Gerðir þú það?“ sagði hann við
Lavínu eftir nokkra stund. Þá gaf
hún það svar sem hann bjóst við. „Já,
ég gerði það.“ Svo bætti hún því við
að hún hefði gert þetta þeirra vegna.
Svo sagði hún honum frá þvi
hvernig hún hefði komið að húsinu,
gengið að eldhúsdyrunum, bankað
og spurt konuna, sem kom til dyra,
hvort hún væri Gemma Tullett. Jafn-
framt greindi hún frá því hvernig
hún hefði skotið Gemmu. A eftir
sagðist hún svo hafa hringt til lög-
reglunnar til þess að reyna að varpa
gruninum á David Parnell. Það hefði
svo verið hún sem hefði komið byss-
unni fyrir í garðinum hjá honum.
Lavína brosti ánægjulega á meðan
hún sagði frá öllu þessu.
Samviskuspurningu
skaut nú upp hjá Malcolm Tullett.
Átti hann að láta David Parnell fá
dóm fyrir morð sem hann hafði ekki
framið? Eða átti hann að segja lög-
reglunni að það hefði verið ástkona
hans, Lavína Elliott, sem hefði fram-
ið morðið og játað það fyrir sér vegna
þess að hún elskaði hann. En þetta
var ekki eini efinn sem sótti að Mal-
colm þær stundir sem hann íhugaði
málið. Gat hann treyst Lavinu fram-
vegis? Gat hann ekki búist við því
að hún reyndi að leysa einhvern
nýjan og óvæntan vanda sem upp
kynni að koma á milli þeirra á sama
hátt.
Gerði upphug sinn
Malcolm Tullett var ekki lengi að
gera upp hug sonn og þótt honum
þætti erindið ekki létt og hann yrði
að játa á sig margra ára framhjáhald
ákvað hann að láta samviskuna
ráða.
Lögreglan trúði honum strax. Það
varð líka til að styrkja framburð
Malcolms að rannsókn á húsi hans
hafði leitt i ljós fingraför á eldhús-
hurðinni og hafði ekki tekist að
varpa ljósi á af hverjum þau voru.
Reyndar var ekki aðeins um fingra-
för að ræða heldur einnig far eftir
alla höndina.
Það tók ekki langan tíma að leiða
málið til lykta. Lavína Elliott hafði
aðeins komið einu sinni í hús Tullett-
hjónanna og því gátu fingraför
hennar ekki verið frá fyrri heimsókn.
Er á hana var gengið játaði hún og
eftir það leið aðeins tæpur sólar-
hringur þar til David Parnell var
látinn laus.
Lavína Elliott var hins vegar lögð
inn á geðdeild þar sem andlegt
ástand hennar og sakhæfi er til at-
hugunar. Ýmislegt þykir benda til
að hún sé það andlega sjúk að hún
geti ekki hlotið dóm.
Þegar fréttist um skilnaðarmál
Parnellhjónanna og þátt Gemmu
Tullett í því tók Malcolm aftur upp
fyrra samband við Lavínu Elliott.
Mun hann þá hafa verið kominn á
þá skoðun að hjónaband hans og
Gemmu gæti aldrei orðið jafn gott
og það hafði fyrrum verið.
Skilnaður
var þó ekki talinn koma til greina
og kom þar ýmislegt til en hvað
þyngst á metunum mun hafa verið
að lögfræðingur tjáði Malcolm að
hann myndi þurfa að greiða Gemmu
lífeyri og yfirgefa heimili þeirra sem
hún héldi. Þótti ljóst að þar eð hún
hafði ekkert unnið úti síðan hún gift-
ist myndi hún eiga í erfiðleikum með
að fá vinnu. Mátti ætla að útgjöldin
yrðu um 25.000 krónur á mánuði.
Malcolm Tullett vissi að hann
hefði ekki ráð á að greiða svo mikið
í mánuði hverjum. Hann yrði því að
reyna að gera einhvers konar sam-
komulag við konu sína og það var
hann enn að reyna er hún var myrt.
Morðinginn
Lavína Elliott hafði viljað tala um
framtíðina er hún hringdi til Mal-
colms. Hann fór til hennar og hún
tók honum opnum örmum. Hún sagði
að nú gætu þau farið að búa saman
því ekki yrði um neinar greiðslur að
ræða til Gemmu og hann væri frjáls
maður. Malolm Tullett fannst þetta
tal óviðeigndi svo skömmu eftir
dauða konu hans. Þá fannst honum
einkennilegt að heyra hve ánægð
Lavína virtist vera yfir því að nú
fengi illvirkinn David Parnell mak-
leg málagjöld. Yrði Malcolm að
viðurkenna að David hefði unnið til
þungs dóms.
„En hann hefði ef til vill getað lát-
ið hana ljúka við kvöldmatinn áður
en ég skaut hana,“ sagði svo Lavína
Elliott við elskhuga sinn.
Það rann kalt vatn
á milli skinns og hörunds á Mal-
colm Tullett þegar hann heyrði þessi
orð. Hvernig vissi Lavína Elliott að
kona hans hafði setið að snæðingi
þegar morðinginn kom í heimsókn?
Lavína Elliott.
Bón- og bílaþvottasföðin,
Bíldshöfða 8, sími 681944
Við hiiðina á bifreiðaeftirlitinu
Vel þrifinn bill ber eiganda sínum fagurt vitni. Við tjöruhreinsum,
þvoum og bónum fólksbíla, jeppa og sendiferðabiia í fullkominni
bílaþvottavél og tekur þjónustan aðeins 10 minútur. Óþarft er að
panta. Þá tökum við einnig bíla í handbón og alþrif en þé er viss-
ara að panta tima.
Opið alla daga frá kl. 9-19
Decimin komið aftur!!!
Ertu að fitna?
Ef svo er verður Ðecimin að koma línunum aftur i rétta horfið.
B0 RÐ U M al!?.?em vilium'eins
mikið og við geturn
Með þvi að fara eftir leið-
beiningunum sem fylgja
hverju glasi má borða aíl-
an hollan og næringarrík-
an mat, eins mikið og
hver getur í sig látið, og
léttast í leiðinni!
UPPFINNANDINN:
Viðurkenndasti og einn fræg-
asti sérfræðingur Dana i offitu-
vandamálum, Anders Korsgar-
ard læknir, sá sem þróaði
Decimin, hefur með visindaleg-
um rannsóknum sýnt fram á að
með réttri notkun Decimin, sé
farið nákvæmlega eftir leið-
beiningum hans, léttist fólk
með offituvandamál að meðal-
tali um 2-4 kg hverja viku
fyrstu vikurnar og getur náð
varanlegum árangri í megrun.
BRUCE LANSKI,
bandarískur megrunarsérfræð-
ingur, segir: „Það er alveg
sama hvaða megrunarforskrift
er notuð; ef þeir sem vilja
grenna sig fara ekki eftir henni
léttast þeir hreinlega ekki..."
liTSÖLUSTAÐIR Á
STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU:
Apótek Austurbæjar,
Háteigsvegi 1.
Árbæjarapótek,
Hraunbæ 102 B.
Apótek Garðabæjar,
Hrismóum 2.
Apótek Norðurbæjar,
Miðvangi 41.
Borgarapótek,
Álftamýri 1-5.
Háaleitisapótek,
Háaleitisbraut 68.
Hafnarfjarðarapótek,
Strandgötu 35.
Heilsuhúsið,
Skólavörðustig 3.
Heilsumarkaðurinn,
Hafnarstræti 11.
Laugarnesapótek.
Kirkjuteig 21.
Lyfjabúð Breiðholts,
Arnarbakka 4-6.
Lyfjabúðin Iðunn,
Laugavegi 40A.
Nesapótek,
Eiðistorgi 17.
’ nema salt og sætindi
Decimin.
Reynslan af Decimin hefur
margsannað undraverðan
árangur til megrunar án
þess að fólk þurfi að líða
hungur eða önnur óþæg-
indi sem eru samfara
megrun.
Sendum í póstkröfu
Pantanir teknar i síma og
simsvari utan skrifstofutima
allan sólarhringinn.
Verð 625 kr. glasið.
Simi 91-611659.
Útsölustaðir
á landsbyggðinni:
Akureyri: Akureyrarapótek,
Stjörnuapótek.
Borgarnes: Borgarnesapótek.
Dalvik: Dalvikurapótek.
Egilsstaðir: Apótekið.
Grindavik: Apótek Grindavikur.
isafjörður: Ísafjarðarapótek.
Keflavik: Sólbaðstofan Sólcy.
Neskaupstaður: Nesapótek.
Úlafsfjörður: Apótekið.
Siglufjörður: Apótekið.
Patreksfjörður: Apótekið.
Hveragerði: Ölfusapótek.
Decimin-
umboðið,
Skólabraut 1,
sími 91-611659.
Simsvari tekur við pöntun-
um allan sólarhringinn.