Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1987, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsfjórn - Auglýsingar - Áskrift ~ Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 1987. Rottufóturinn sem borinn var fram sem meðlæti með folaldakjöti. DV- mynd GVA Rottufotur í salati „Við vorum að borða folaldasnitsel og með því var íram borið danskt grænmetissalat sem keypt háfði verið djúpfiyst í verslun í Reykjavík. Viss- um við ekki fyrr en rottufótur stóð upp úr grænmetisskálinni, öllum til hrellingar. Við misstum matarlyst- ina,“ sagði Þórólfúr Sigurðsson nemandi í samtali við DV. Grænmetissalatið, sem hér um ræð- ir, var pakkað í Danmörku í nóvember ’85 og hafði geymsluþol í 18 mánuði við rnínus 18 stig. „Það er i sjálfu sér ógeðfellt að fá rottufót í matinn en hitt þótti okkur ekki síður forvitnilegt hvar afgangur- inn af dýrinu væri niðurkominn," sagði Þórólfur. -EIR Lögreglan leítaði manns Jón G. Hauksscm, DV, Akureyri; Lögreglan á Akureyri var í nótt beð- in um að leita að manni sem hvarf úr húsi sem hann hafði verið gestkom- andi í. Óttast var um manninn þar sem hann er með sjúkdóm, sem getur verið 1 varasamur. Þegar betur var að gáð hafði maður- inn farið beinustu leið heim til sín og lá þar steinsofandi í morgun þegar hann fannst. Maðurinn, sem leitað var að, var sumsé aldrei týndur. ISl 2ÓÚ3Ú LOKI Ekkert má nú hjá þessum grænmetisætum! Alyktun Kaupmannasamtakanna: Létt vín selt í matvöruverslunum Bjórinn hugsanlega lögleyfður á næsta þingi, segir viðskiptaráðherra I ályktun. sem gerð var á aðal- fundi Kaupmannasamtakanna sem haldinn var um helgina, kemur fram að leggja beri niður áfengisverslun ríkisins í smásölu enda séu kaup- menn færir um að sinna þörfum markaðarins í þeim efnum. I samtali við DV sagði Guðjón Oddsson. nýkjörinn formaður Kaup- mannasamtakanna, að kaupmenn leggðu til að létt vín verði selt í matvöruverslunum. Benti hann á að innan skamms yrði ný áfengisversl- un opnuð í Kringlunni, nýja Hagkaupshúsinu, og því yrði þar stutt á milli áfengisverslunar og matvöruverslunar. Sagði Guðjón um áfengiseinkasölu ríkisíns að éinokun væri óþolandi á hvaða sviði sem hún birtist. Á fundinum var Matthías Bjárna- son viðskiptaráðherra spurður að því hvort líkur væru á að bjór yrði lögleyfður hér á landi á næstunni. Svaraði Matthías því til að hann hefði trú á þvi að svo yrði á kom- andi kjörtímabili og jafiivel á næsta þingi. Sagði Matthías ennfremur, varðandi hugmyndir kaupmanna um að létt vín yrði selt í matvöruversl- unum, að'þær hugmyndir ættu langt í land með að komast í gegnum Al- þingi. -ój Með hækkandi sól færist fjör i leiki krakkanna og fátt er skemmtilegra en að ærslast úti. Þessir krakkar gáfu sér þó tima frá leik til að vera á mynd og ef vel er að gáð má sjá að vettlingar, húfur og þykkar vetrarúlpur eru farnar að vikja í hlýnandi tíð. DV-mynd GVA Fengu stóni vinningana Jón G. Haukssan, DV, Akuryri; „Anna Guðný Júlíusdóttir, 14 ára stúlka á Akureyri, vann 500.000 krón- ur í happaþrennu Háskólans um Verðlagsstofnun: helgina. Þá vann annar Akureyring- ur, Baldur Karlsson, stóran vinning í Getraunum. Hann hafði þrjár raðir með tólf réttum og fjörutíu raðir með ellefú réttum. Glæsilega gert. „Ég var að koma úr fimmbíó á laug- ardaginn og ákvað að prófa og keypti miða,“ sagði Anna Guðný Júlíusdóttir við DV í gær. „Þegar ég byrjaði að skafa af kom í ljós að ég var með 500.000. I síðasta reitnum hélt ég að væru 500 krónur, en þegar ég gáði betur, sá ég að það voru 500.000.“ Anna sagðist næstum hafa verið búin að skafa af reitnum, sem merktur er: „Má ekki skafa,“ sem hefði gert miðann ógildan. „Ég ætla að leggja þetta fyrir og kaupa bíl þegar ég verð 17 ára,“ sagði Anna í gær um það hvað hún ætlaði að gera við vinninginn. Hækkunarbeiðni firá olíufélögum Verðlagsstofnun hefur borist hækkunarbeiðni frá olíufélögunum og staðfesti Georg Ólafsson verðlags- stjóri það í samtali við DV. Ekki vildi Georg segja til um hvort þarna væri einungis um beiðni á hækkun bensínverðs að ræða eða hvort einnig væri farið fram á hækk- un gasolíuverðs. Þessi beiðni olíufélaganna er dag- sett á föstudag. Verðlagsráð mun fjalla um beiðni þessa á næstunni, að sögn Georgs. -ój r í 4 Veðrið á moigun: Suðaustan- og sunnanátt á landinu Á miðvikudaginn verður suðaust- an- og sunnanátt á landinu og hlýtt í veðri. Úrkomubelti þokast austur yfir landið og verður yfir Austur- landi síðdegis. Hiti verður á bilinu 4-8 stig. Vinningshafinn Anna Guöný Júlíus- dóttir, th., á heimili sinu í gær. Með henni á myndinni eru systir hennar, Eva Mjöll Júliusdóttir, og móðirin, Rannveig Guðmundsdóttir hjúkruna- rfræðingur. Heimilisfaðirinn, Július Gestsson læknir, var að ná i kjúklinga sem áttu að vera i kvöldmatinn hjá vinningshafanum, þegar myndin var fekin. DV-mynd JGH r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.