Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. Iþróttir TTHeld bókhald yfir hverja einustu æfingu“ - rætt við TTguðföðurí4 körfuknattleiksins í Hafnarfirði, Ingvar Jónsson Ingvar Jónsson, íþróttakennari og köríuknattleiksþjálfari úr Hafnarfirði, er fyrir löngu orðinn að goðsögn með- al' körfuknattleiksmanna. Þeir eru ekki fáir íþróttamennimir sem hafa þakkað honum velgengni sína á körfu- knattleiksvellinum og er Ingvar yfir- leitt nefndur guðfaðir körfuknattleiks- ins í Hafnarfirði enda hefur hann um 12 ára skeið þjálfað yngri flokka Hauka. Það lá því beinast við að byrja á því að spyija Ingvar hvað Islands- meistaratitlamir hefðu orðið margir hjá honum í ár: „Við fengum þrjá Is- landsmeistaratitla að þessu sinni og erum við að vonum ánægðir með það því sumir þeirra vom nokkuð óvænt- ir.“ Þegar Ingvar var inntur nánar eftir því hvað titlamir væm margir hjá honum kom í ljós að undir hans stjóm hafa Haukar fengið 16 íslands- meistara i yngri flokkum. - „Og þar að auki verið 13 sinnum í 2. sæti,“ bætti Ingvar glottuleitur við. Þar eð Ingvar hefur tvö tímabil tekið sér frí frá yngri flokkunum og þjálfað meist- araflokk Fram og unglingalandsliðið þá gerir þetta einn og hálfan titil á ári. Já, það er ekki nema von að poll- amir þyrpist til Ingvars - það er næstum ömggt að þeir fá verðlaun undir hans stjóm. Hann kom til Hafnarfjarðar þegar körfuknattleikur þekktist þar varla enda um forfallinn handknattleiksbæ að ræða. En hvað varð til þess að hann settist að þar? „Það má eiginlega segja að ég hafi villst í Hafnarfjörð þvi ég var búinn að ráða mig til Njarðvíkur og þá alls ekki sem körfúknattleiksþjálfari. Nú, ég byrjaði þá að spila körfuknattleik með Haukum í 2. deild með Jóhannesi Eðvaldssyni og fleiri góðum mönnum og þjálfaði Einar Bollason okkur. Ég byijaði fljótlega að fást við þjálfun og strax 1974 fengum við okkar fyrstu Islandsmeistara í minnibolta. í því liði vom strákar eins og Pálmar Sigurðs- son, Kristinn Kristinsson og Hálfdán Markússon sem hafa verið uppistaðan í Haukaliðinu síðan. Það var ef til vill mín gæfa að byrja með þessum piltum. Ég tel til dæmis að ég eigi Pálmari mikið að þakka. Hann náði fljótlega góðum árangri og það er mik- il hvatning fyrir þjálfara að byija með svona snillingi. Þetta vom mínir fyrstu íslandsmeistarar og ég þjálfaði þá upp í meistaraflokk." Bókhald yfir hverja æfingu Það er víst óhætt að segja að Islands- meistaramir séu fleiri en gengur og gerist í Hafnarfirði - það var því rök- rétt að spyija Ingvar um það hver væri eiginlega formúlan að þessu? „Það er í raun engin ein formúla til. Ég hef lagt áherslu á að hafa þjálfun- ina ekki of flókna, gera einfalda hluti og leggja þá mikið upp úr því að þeir séu lærðir utan að. Það em margir sem hverfa frá körfuknattleiknum vegna þess hve íþróttin er flókin. Það em þrír punktar sem ég fer eftir við þjálf- un og legg áherslu á við strákana: f fyrsta lagi að spila góða vöm. í öðm lagi að hirða fleiri fráköst en andstæð- ingurinn og í þriðja lagi að búa yfir góðu og miklu samspili í sókn. Þetta allt verður að renna saman í eina heild. Innan þessa ramma verða síðan þeir einstaklingar sem standa upp úr að láta ljós sitt skína en ekkert lið verður gott án þess að hafa snilling innanborðs." Ingvar segist halda bókhald yfir hveija æfingu sem hann hefur verið með síðan hann hóf þjálfun. Hann kvaðst skrifa allar æfingar niður og þvi ávallt geta borið það saman sem hann sé að gera í dag og það sem hann gerði til dæmis fyrir 10 árum. „En ég skrifa þetta á minn hátt - þú myndir ekki skilja staf í því. Um dag- inn var ég að fara yfir gamlar æfing- • íslandsmeistarar Hauka 1987 i 4. flokki. arbækur og þá sást að ég var þá með sömu æfingarnar og ganga í dag. Því segi ég: Það á ekki að vera með mörg flókin kerfi í gangi í einu. Hveiju liði ættu að duga tvö til þrjú kerfi - ég get nefht sem dæmi máli mínu til stuðnings að fyrir nokkrum árum þeg- ar Njarðvíkingar urðu íslandsmeistar- ar tvö ár í röð höfðu þeir aðeins eitt leikkerfi!" Karfa í handboltabænum Hafnarfjörður hefiir löngum verið nefhdur handboltabær enda veldi handknattleiksins ávallt verið mikið þar. En hvemig skyldi vera að þjálfa körfuknattleik í handboltabænum? „Þetta er mun auðveldara eftir að meistaraflokkur fór að ná árangri því nú er þjálfunarstarfið metið að verð- leikum. Til dæmis hef ég aðstoðar- mann núna sem er Sigtryggur Ásgrímsson og það breytir miklu. Annars hef ég aldrei litið á hand- knattleiksmennina sem einhveija andstæðinga - handboltinn hefur síð- ur en svo truflað okkur. Ég tel að handboltinn hafi gert Hafnarfjörð að íþróttabæ og það hjálpar öðrum grein- um. Það komast ekki nema 30 strákar fyrir í þessum tveim handboltaliðum okkar og hvað á þá að gera við hina 200 í hveijum árgangi? Nú erum við með tvö lið í hverjum flokki og ég geri ráð fyrir að bráðum komi annað lið. Það er tími til kominn fyrir önnur félög hér að taka þessa íþrótt alvar- lega.“ Ingvar er að leggja upp í mikið ferða- lag nú um páskana og fer hann með 4. flokk á stórt körfuknattleiksmót í Svíþjóð - svokallað Scania mót - og er þar um að ræða óopinbert Norður- landamót félagsliða. Haukar kepptu þar í fyrra og náðu þeim frábæra ámgri að leika til úrslita í sínum flokki. En hvemig skyldum við standa í unglingamálum miðað við nágranna- þjóðir okkar? „Ef við miðum við þetta mót í fyrra þá stöndum jafnfætis öðr- um Norðurlandaþjóðum. Þetta er geysilega sterkt mót og er ekki hverj- um sem er boðið þangað. Til dæmis em mótshaldarar hættir að bjóða Norðmönnum vegna þess hve slakir þeir vom og em famir að bjóða okkur í staðinn. Okkur vantar þó þá breidd sem Svíar og Finnar hafa. Við virð- umst standa jafnfætis þeim fram til 15-16 ára aldurs en á aldrinum 16 til 20 virðumst við dragast aftur úr. Þama verðum við að bæta okkur en mér virðist hluti af vandamálinu stafa af því að þeir sem standa upp úr em teknir of snemma í meistaraflokk." Óttast fordæmi frá handbolta- landsliðinu Ingvar hefur lifað og hrærst í körfu- knattleiksheiminum undanfarin 10-15 ár og því er ekki úr vegi að spyrja hann út í landsliðsmál okkar. „Ég tel það ekki rétt að leggja of mikla áherslu á landsliðið. Hver íþróttagrein á að fá tækifæri til að byggja upp fé- lagslið sín og síðan er það trú mín að landsliðið njóti þessa starfs liðanna eftir á. Ég sé engan tilgang í því að landsliðið sé að æfa þrek og úthald með miklum látum. Það hefur gerst hjá handboltamönnum og ég óttast það fordæmi sem þar hefur verið gef- ið. Þetta hefur gengið upp hjá handboltalandsliðinu fram að þessu en er reist á veikum grunni.“ En það er fleira sem brennur á vör- um körfuknattleiksmanna núna og er þar helst fyrirkomulagið i deildar- keppninni sem hefur verið nokkuð umdeilt. „Það er mikið rætt um að fjölga í deildinni og ég tel það af hinu góða. Menn verða bara að passa sig á því að fjölga ekki liðunum í of stórum stökkum. Tvö lið er æskilegt núna og í beinu framhaldi af þvi ætti að gera úrslitakeppnina meiri, til dæmis að láta fara fram 5 leiki um Islandsmeist- aratitilinn. Ég er fylgjandi úrslita- keppninni og vil hafa hana stærri. Þeir körfuknattleiksunnendur sem ekki skilja úrslitakeppnina ættu að líta til annarra Evrópulanda og Bandaríkjanna. Fyrir mótið eiga menn að vita hvemig keppnisfyrirkomulagið er og vinna eftir því. Með þessu fyrir- komulagi fá bestu mennimir fleiri tækifæri til að keppa sín á milli. Úr- slitakeppni hefur viðgengist í yngri flokkunum um langt skeið og þar gengur það vel. Vilja menn kannski að mótið sé búið á miðjum vetri eins og allt of oft hefur komið fyrir." -SMJ • íslandsmeistarar Hauka 1987 í 3. og 5. flokki. 406 - 0-800 m Ijóstöluskali - metrar - faðmar - fet - 4 tommu pappír - dýpistölur - innbyggð botnstækkun - 2-4-8 m SKIPPER SKIPPER 4 Fridrik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavik, Símar 14135 — 14340. JÍ J? íí í? íí Luxemborg Lykillinn að töfrum Evrópu. Það er margt að sjá og gera i stórhertogadæminu Luxemborg. Fagurt landslag, fornar byggingar, fjölbreytt menningarlíf, verslanir og veitingastaðir. J>V ■^ofcxSjCUJ SvwC Clæsilegt hótel og vel staðsett í borginni. Helgarpakki: 3 dagar í Luxemborg fyrir aðeins 14.990 kr* Súperpakki: Kostar lítið meira, eða 16.050 kr.f en býður upp á miklu meira. Kynntu þér þessar sérlega hagstæðu Lúxemborgarferðir á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. #Gildir til I5.maí FLUGLEIDIR VATNSSALERNI Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaði, hjólhýsi og báta. Atlashf Borgartúni 24 Sími 621155.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.