Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 25 Fimm nýir leik— menn í landsliðið „Valsmennimir sáust ekki á æfing- um um helgina og ég hef valið 5 nýja leikmenn í þeirra stað í landsliðs- hópinnsagði Einar Bollason, lands- liðsþjálfari í körfu, í gærkvöldi. ValsmennimirTómas Holton, Leifur Gústafsson og Sturla Örlygsson hafa verið settir út úr landsliðshópnum sem nú býr sig undir Norðurlandamótið. í þeirra stað koma þeir ísak Tómasson, UMFN, Gylfi Þorkelsson, ÍBK, Krist- inn Einarsson, UMFN, Teitur Örlygs- son, UMFN, og Guðjón Skúlason, ÍBK. Þá má geta þess að Helgi Rafiis- son, UMFN, hefiir ákveðið að gefa ekki kost á sér. -SK Ivar aftur í Hauka! eftir eitt ár í Þór Ak. Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Þetta er í bígerð og ég veit ekki annað en Webster leiki með okk- ur á næsta keppnistímabili. Það eru allavega mjög miklar líkur á því,“ sagði Skúli Valtýsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, i samtali við DV í gær- kvöldi. Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum DV er ákveðið mál að ívar Webster, sem leikið hefúr í vetur með og þjálfað Þór frá Akureyri, gangi til liðs við Hauka og ætlí að flytjast suður á ný. „Eg kem algerlega af íjölhun. Ég hef ekkert heyrt um þetta. Webster gerði á sínum tíma eins árs samning við Þórsara um þjálfiin meistaraflokks en hins vegar tveggja ára samning um þjálfun yngri flokka,“ sagði Ei- ríkur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs í samtali við DV í gærkvöldi. -SK Siggi Grétars skor- aði þrjú gegn Vevey Sigurður Grétarsson var heldur bet- ur á skotskónum um helgina er lið KR fékk aukastig KR-ingar nældu sér í aukastig í gærkvöldi er þeir sigruðu Þróttara, 3-1, í Reykjavíkurmótinu í knatt- spymu. Næsti leikur í mótinu er annað kvöld og leika þá ÍR og Ármann. cHlsigmundsson, markvörður íslandsmeistara Víkings, var í gær útnefndur handknattleiksmað- ur ársins á lokaffofi handknattleiksmanna í Broadway. Kristján var einnig kosinn besti markvörðurinn á nýloknu keppnistímabili. Kolbrún Jóhaniisdóttir, markvörður íslands- og bikarmeistara Framara, var kosin handknattleikskona ársins og hún var einnig kosin besti markvörðurinn hjá konunum. Á myndinni sjást þau Kristján og Kolbrún með verð- laun sín. Nánar er greint frá lokahófi handknattleiksmanna á bls. 40. DV-mynd Brynjar Gauti hans og Ómars Torfasonar sigraði Vevey á útivelli, 1-4. Sigurður gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú marka Luzem Ómar Torfason kom inn á sem vara- maður í leiknum. Luzem er nú í sjötta sæti 1. deildar með 23 stig en Neuchat- el Xamax er efst með 34 stig. -SK I_jOlí.9.1flO£cörfúknattleiksmanna var haldið á föstudagskvöld í Sig- túni. Þar voru fjölmörg einstaklingsverðlaun afhent. Á myndinni eru frá vinstri: Kristinn Albertsson, framkvæmdastjóri KKÍ, Ómar Schewing, KR, (mestu framfarir hjá dóm- ara), Linda Jónsdóttir, KR, stigahæst og best í kvennaflokki, Jóhannes Kristbjömsson, UMFN, besti leikmaður úrslitaleiks bikarkeppninnar og hann tók einnig við bikar sem faðir hans, Kristbjöm Albertsson, hlaut sem besti'dómarinn, Pálmar Sigurðsson, Hauk- um, flestar 3ja stiga körfur, besti leikmaður fslandsmótsins og stigahæstur, Anna María Sveinsdóttir, ÍBK, best í vítum í kvennaflokki, Falur Harðarson, ÍBK, besti nýliðinn, Guðni Guðnason, KR, prúðasti leikmaðurinn, og Bjöm Björgvinsson, formaður KKÍ. DV-mynd Gunnar Sverrisson ■ ^ - sja opnu ísland sækir um HM árið 1994! - Svíar hafa einnig áhuga á að halda keppnina. Leitað eftir stuðningi víðs vegar að Stjórn Handknattleikssambands Islands hefúr ákveðið að fara þess á leit við stjóm Alþjóða handknatt- leikssambandsins að A-heimsmeist- arakeppni karla árið 1994 verði haldin hér á landi, á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Hefúr sérstök heiðursneftid verið skipuð til að vinna að þessum málum með stjóm HSÍ. Kom þessi nefiid saman í fyrsta skipti í gær. Á blaðamannafiíndi, sem haldinn var í gær af þessu tilefni, kom fram í máli Jóns Hjaltalín Magnússonar, formanns HSÍ, að eins og málin stæðu í dag væm enn tvær þjóðir inni í myndinni. Auk okkar væm Svíar mjög spenntir fyrir að halda keppnina. Endanleg ákvörðun um hvar keppnin verður haldin verður tekin á þingi Alþjóða handknattleikssam- bandsins sem verður í Seoul nokkr- um dögum áður en sjálfir leikamir hefjast. HSl er að vinna að því að fá stuðn- ing Austur-Evrópuríkja, Afríku- þjóða og smáríkja innan Alþjóða handknattleikssambandsins. Einnig hafa heyrst raddir um að fá stuðning annarra Norðurlandaþjóða en Svía. Heimsmeistarakeppni í 'handknatt- leik hefur einu sinni áður farið fram í Svíþjóð og er mikill hugur í þeim að fá keppnina aftur til sín. Um þess- ar mundir em Svíar að byggja margar nýjar hallir í Stokkhólmi og Gautaborg, ömgglega með það í huga að halda keppnina. Ef ísland fengi að halda keppnina em uppi hugmyndir um að leika í tveimur riðlum. Annars vegar hér á Reykjavíkursvæðinu og hins vegar á Norðmdandi. Tillaga liggur á borð- inu hjá Alþjóða handknattleikssam- bandinu um að fjölga liðum úr 16 í 24 í úrslitum heimsmeistarakeppn- innar en ákvörðun um það efrii verður tekin á þinginu á næsta ári. Að sögn forráðamanna HSÍ eiga húsnæðismál ekki að standa í vegi fyrir að halda keppnina hér á landi því á imdanfomum árum hafa íþróttahús í öllum stærðum risið víðs vegar um landið. I Laugardalshöll- inni er í bígerð að færa völlinn til svo hægt verði að koma fyrir áhorf- endapöllum beggja megin leikvangs- ins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þessi umsókn HSÍ fær brautargengi innan Alþjóða handknattleikssam- bandsins. Ekki er að efa að þetta yrði mikil lyftistöng fyrir íþróttir almennt í landinu og um leið stærsti íþróttaviðburður hér á landi fram að þessu. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.