Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 3
LAUGARDAGUR 25; APRÍL 1987. PV Fréttir Fimm eru með 60% af útflutningnum Einungis fimm aðilar eru með yfir 60% af öllum vöruútflutningi frá ís- landi. Þrír þeir stærstu flytja út fiskafúrðir og búvörur og tvö þau næstu ál og kísiljárn. Langstærsti út- flytjandinn er Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna en verðmæti þess sem SH flutti út í fyrra var 9.108 milljónir króna. Næst í röðinni er Samband íslenskra samvinnufélaga með 6.834 milljóna króna útflutningsverðmæti Og þar næst Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda með 5.783 milljónir. í fjórða sæti er íslenska álfélagið hf. með 4.173 milljónir og í fimmta sæti íslenska jámblendifélagið hf. með 1.336 millj- óna króna útflutningsverðmæti á síðasta ári. Hagtíðindi birta lista yfir 50 helstu útflytjendur síðustu tvö ár. Þeir eru með 93,5% útflutningsins í fyrra. Næst á eftir þeim fimm stærstu koma þessi fyrirtæki: Síldarverksmiðjur ríkisins 1.001 milljón, íslenska umboðssalan hf. með sútuð skinn og fiskafurðir fyrir 929 milljónir, Marbakki hf. með fiska- furðir fyrir 894 milljónir, SIS, iðnaðar- deild, með ullar- og skinnavömr fyrir 790 milljónir. Þá koma Islenska útflutningsmið- stöðin hf. með fiskafurðir fyrir 762 milljónir, Síldarútvegsnefhd 739 millj- ónir, Sölustofnun lagmetis 674 milljón- ir, P. Pétursson - Fiskafurðir hf. 649 milljónir, Andri hf. með fiskafurðir fyrir 593 milljónir, G. Albertsson með mjöl og lýsi fyrir 524 milljónir. Aðrir í hópi 50 stærstu útflytjenda vom með útflutningsverðmæti í fyrra undir hálf- um milljarði. -HERB „Afsökun er lágmarkskrafa" „Það hlýtur að teljast lágmarkskrafa að við séum beðnir afsökunar á þessu tilfelli af þeim sem hlut áttu að máli, þar með talinn slökkviliðsstjóri,“ sagði Baldur S. Baldursson, blaðafulltrúi Bmnavarðafélags Islands, í samtali við DV í gær er við ræddum við hann um málið en.nokkur hiti er enn í slökkviliðsmönnum vegna þess að lög- reglumönnum var skipað að koma í veg fyrir að þeir fæm á bilum embætt- isins á stéttarfélagsfund. Baldur sagði að í rauninni hefði þetta mál aldrei átt að koma til við eðlilegar aðstæður. Þeir fæm á bílun- um í yfir 100 skoðunarferðir á hveiju ári, í fyi-irtæki, hótel o.fl. Á stéttarfé- lagsfundinum hefðu þeir verið í betra sambandi við stöðina en oft í þessum skoðunarferðum. „Það fer því að vera spuming hvort ekki hafi legið annarleg sjónarmið á bak við það 'að senda lögregluna á okkur,“ sagði Baldur. -FRI Stöð 2: Beinar útsendingar norður lón G. Hauksson, DV, Akureyri: Útsendingar Stöðvar 2 vom sýndar beint á Akureyri í fyrrakvöld. Var þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist og þar með er Stöð 2 í beinni útsend- ingu orðin veruleiki fyrir norðan. „Þetta gekk mjög vel og við erum ánægðir," sagði Bjami Hafþór Helga- son hjá Sjónvarpi Akureyrar í gærkvöld. BILASYNING I Opið frá 13-17 Munið Ford skiptikjörin Ford Escort hefur verið einn vinsælasti og mest seldi bíliinn hér á iandi undanfarin 13 ár. Vinsældir Escortsins byggjast ekki síst á hagkvæmum akstri og einstaklega háu endursöluverði. Escortinn er framdrifinn, búinn aflmiklum en spameytnum vélum, fyrsta flokks fjöðrun og stýrisbúnaði. Hann er ekki sist rúmgóður fjölskyldubíll sem rúmar alla fjölskylduna auk mikils farangurs. Ford Escort SVEINN EGILSSON HF Skeifunni 17. Sími 685100. vðt** OPIÐ TIL KL. 41DAG Jll E | KORT EUBOCAOD Matvörumaxkaöur 1. hæd - Rafdeild 2. hæð Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-griUið Leikfangadeild 2. hæð Sérverslanir í JL-portinu Jl! A A ▲ A A A acQa'aagi olicu aacjaqij^í.. ■iuBiriaiiia«£aáuiii tiu Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.