Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Side 10
10 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Spennandi kosningar í dag ganga kjósendur að kjörborðinu. Nú fá þeir tækifærið til að leggja sitt lóð á vogarskálina. Þeir hafa hlustað á frambjóðendur og flokka skiptast á skoð- unum, skýra frá málstað sínum og takast á um stjórnmál líðandi stundar. Flokkarnir hafa talað, nú er það kjós- enda að svara. Þeir eiga síðasta orðið. Enginn getur neitað því að þessi kosningabarátta hefur verið um margt óvanaleg. Auk hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka bjóða nú fjölmargir nýir flokkar fram lista og aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hefur kennt jafn- margra grasa á kjörseðlinum. Það eitt er staðfesting á róti í þjóðfélaginu sem bæði getur verið til góðs og ills. Rót er af hinu illa ef það veldur upplausn og glundroða en það er af hinu góða ef þjóðin er með þessu að brjót- ast út úr viðjum gamalla og úreltra viðhorfa. Gamlir stjórnmálaflokkar mega ekki móðgast við kjósendur þótt þeir notfæri sér lýðræðið til að setja fram nýjar stefnur. Lýðræðið felur það beinlínis í sér að leysa úr læðingi ný viðhorf og aðlaga sig breyttum tímum. Ef gamlir stjórnmálaflokkar hafa ekki vilja eða getu til að tileinka sér nútímastrauma, ef þeir ná ekki til kjós- enda með stefnum sínum og málflutningi geta þeir ekki búist við öðru en að straumarnir fái útrás í nýjum far- vegi. Með því er ekki sagt að hefðbundnir og gamalgrónir flokkar eigi ekki erindi. Þeir verða hins vegar að átta sig á því að enginn, ekki þeir heldur, hefur löggiltan og eilífan einkarétt á atkvæðunum. Fjölflokkaframboð er áminning til stóru flokkanna um að halda vöku sinni. Hitt er rétt að hafa í huga að gömlu flokkarnir eiga sér rætur í þjóðlífinu og það kastar enginn hefðum, reynslu og margveðruðum stefnuskrám fyrir róða í einu vetfangi. Ef gamalreyndur stjórnmálaflokkur hefur málstað sem nær eyrum kjósenda, stefnu sem grundvall- ast á lífsskoðunum, þarf hann ekki að hræðast ný framboð. Fjölgun framboða er til marks um lifandi áhuga og virka þátttöku fjöldans. Þau bera vott um blómstrandi lýðræði. Það kemur aftur á móti í ljós í kosningunum sjálfum hvað sá áhugi nær langt, enda hefur það margsannast í íslensku stjórnmálalífi að kjós- endur vita sínu viti og kveða upp þann dóm sem stjórn- málaöflin verðskulda. Sá dómur er ólygnastur. Fullyrða má að þjóðin hefur kunnað að meta stöðugt árferði áð undanförnu. Því vill enginn breyta. En spurn- ingin er hvort góðærið hafi ekki einmitt kallað fram ný sjónarmið til viðfangsefna sem hafa legið í láginni af því að við höfum verið upptekin af efnahagsmálum. Framboð, sem einskorðast við kvenréttindi, manngildi, byggðamál eða eru til höfuðs flokksræði eru eflaust afsprengi betra ástands í efnahagsmálum, sem hefur gert okkur kleift að skoða þjóðmálin út frá öðrum sjón- arhóli. Undan því er ástæðulaust að kvarta. Kosningabaráttan hefur ekki snúist einvörðungu um stjórn og stjórnarandstöðu. Hún hefur snúist um margt, margt annað, sem er heilbrigt og eðlilegt í upplýstu samfélagi. Nú er því aðeins að treysta að kjósendur greini kjarnann frá hisminu, átti sig á verðleikum flokka og greiði atkvæði í samræmi við ábyrgð og skynsemi. Þá þarf enginn að kvíða kosningaúrslitum. Þá munu þjóðin og stjórnmálin standa traustari fótum en nokkru sinni fyrr. íslendingar hafa náð áttum að undanförnu. Við höfum verið í sókn til framfara og aukinnar velmeg- unar. Á þeirri braut skulum við halda okkur. Ellert B Schram I talfæri Gísli Kristjánsson liðfáir Aðrir kjósa að fylgja sínu liði gegn- um þykkt og þunnt. Þessu fylgir auðvitað engin áhætta því í Biblíunni er loforð um að þeir fyrstu verði síðastir og þeir síðustu fyrstir. Að vísu segir einnig frá því í gömlum bókum að skrattinn eigi það til að taka til sín þá sem síðast- ir verða. Á þessu er þó lítil hætta því höfðinginn í neðra er örugglega með vandlátustu kjósendum. Það getur þó verið varasamt að líkja pólitíkinni um of við knatt- spymu því til að vera góðir knatt- spymumenn þurfa menn helst að vera suður-amerískir en það er eng- inn kostur í pólitík. Þá kemur sér oft vel að vera með stærri mönnum á knattspymuvellinum en alkunna er að litli maðurinn getur verið þungavigtarmaður á leikvelli stjóm- málanna. Þá sit ég aftast Stundum verður litlum mönnum það á að segja stór orð. Þannig fórst einmitt sveitunga mínum sem ekki var sáttur við konu sína, af tilefni sem kemur þessu máli ekki við, um hvar hann ætti að sitja. Á endanum leysti hann málið með því að segja: „Ef ég ræð ekki hvar ég sit þá sit ég bara aftast." Og það gerði hann. Fyrir þá sem em í þeirri aðstöðu að aðrir vilja ráðskast með atkvæði þeirra, t.d. með freistandi auglýsing- um, þá ætti þetta að vera gott fordæmi. Þegar kostaboðin em orðin of mörg og of áleitin við sálarheill manna er ágætt ráð að láta krók koma á móti bragði og velja nú þann aftasta. Hitt er verra að engin veit fyrr en að leikslokum hver verður seinastur og mjög valt er að treysta skoðanakönnunum í því efni, sér- staklega ef margir fara að þessu ráði. Hitt er þó víst, það snúa einhverjir heim úr þessari herferð rasssárir og liðfáir og þá er gott að minnast orða keisarans. Það er jú skammur vegur milli þess háleita og hins háðuglega. -GK Breiðsíðurfyrir mig og þig Og víkur nú að merkilegri tíðind- um. í dag á víst að kjósa á íslandi eftir frækilegar herfarir fjölmargra keisara og smákónga á vígi okkar kjósenda. Herkostnaður er hvergi til sparaður og við þeim sem þora á annað borð að opna blöð blasa við auglýsingar á breiðsíðum og verður ekki komist fram hjá. Hugsandi kjósendur verða auðvit- að mjög ábyrgir í framan við að lesa alla dýrðina og ég sæki mér kafh fullur framsóknarhugar (enda malað úr góðum baunum). Þá er ekki síður ástæða til að drekka þetta sama kaffi af festu og öryggi. Annars er ástæðulaust að gera lít- ið úr kosningunum og baráttunni um kjósendur. Atkvæði hvers og eins skiptir máli. Eitt er hvert eitt atkvæðið þegar talið er upp úr kjör- kössunum og ég veit að brot af öllum auglýsingakostnaðinum er ætlaður mér og mér einum. Ég les í það minnsta allar auglýsingamar með þetta í huga án þess þó að skrá hjá mér hvað mikið kemur í minn hlut eftir hveija síðu. Ég get þó ekki látið hjá líða að viðurkenna að þetta er ekki gert af heilum hug og siðferði þessarar gróðaleiðar jafnvel tvöfalt. Ég er nefnilega búinn að kjósa og langt síðan ég gekk út af kjörstað með atkvæðið mitt í vasanum. En það er svo sem rétt mátulegt á þessa pólitíkusa að sólunda þannig flár- munum sínum. Hvað er líkt með.. ? Sumir segja að pólitíkin sé eins og fótbolti. Liðin eiga sér áhangendur sem aldrei hvika í trú sinni á sína menn. Þó hefur nokkuð borið á því á síðari árum að menn gæfust upp á einu liði til að klappa fyrir öðru. og Rasssárir Frá þvi er sagt að þegar leið að jólum árið 1812 hafi Napóleon nokk- ur Bónaparti, mikilhæfur keisari og baráttuglaður, riðið inn í Varsjá í Póllandi rasssár og liðfár eftir fræga en misheppnaða herför til Moskvu. Þar sem hann gjögti á höstum hest- inum inn um borgarhliðið varð honum að orði: „Það er skammur vegur milli hins háleita og þess háð- uglega." Ekki eru allar ferðir til fjár hefðu misjafnlega veraldarvanir Islending- ur sjálfsagt sagt af þessu tilefni og látið sér fátt finnast um heimsvið- burðina. Þegar herferðimar eru nógu langt í burtu má einu gilda hvort þær eru háleitar eða háðugleg- ar. Virtur stjómmálaforingi íslenskur á fyrri hluta aldarinnar skrifaði ævisögu sína og ræddi þar stuttlega um upphaf heimsstyijaldarinnar síð- ari og lauk málinu með orðunum: „Víkur nú að merkilegri tíðindum. Alþingi íslendinga var kallað sam- an.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.