Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. Eggert G. Þorsteinsson, fyrrverandi ráðherra: Aróðursaðferðirnar heldur yfirborðskenndar „Það er alltaf erfitt að spá í spil- in fyrir kosningar en þó kannski aldrei eins erfitt og einmitt núna vegna nýju aðilanna sem leita hóf- anna á atkvæðamarkaðnum,“ sagði Eggert G. Þorsteinsson, for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins og fyrrverandi ráðherra og þing- maður Alþýðuflokksins. „Mín tilfinning er samt sú að Alþýðuflokkurinn sé í mikilli sókn, þó með þeim fyrirvörum hvaða strik nýju framboðin setja í reikn- inginn. Svo hefur mikið að segja hvað hinir óráðnu gera. Mér skilst að bara í Reykjavík séu um fimm þúsund kjósendur sem ekki taka afstöðu fyrr en á kjördag. Ef at- kvæði þeirra beinast öll í sömu átt gætu þau hæglega ráðið úrslitum. Um þingmannatölu hvers flokks þori ég hins vegar alls ekki að spá.“ Eggert sagðist fylgjast með kosn- ingabaráttunni af miklum áhuga og fyrir kosningar væri alltaf fiðr- ingur í sér. „Bakterían er ennþá grasserandi í mér þó maður sé kominn til hlés í baráttunni:“ Eggert sagðist ekki vera búinn að sætta sig fullkomlega við nýju aðferðir flokkanna í áróðursher- ferðinni, stórauglýsingar í blöðum, hljóðvarpi og sjónvarpi. „Mér finnst þessi áróður heldur yfirborðskenndur. Þetta er ekki eins ekta og áður fyrr þegar menn mættust á fundum og gerðu út um sín mál augliti til auglitis fyrir framan spennta kjósendur. En kannski sýna úrslit þessara kosninga hvaða gildi nýju baráttu- aðferðirnar hafa.“ -ATA Eggert G. Þorsteinsson. Gils Guómundsson. Gils Guðmundsson, fyrrv. alþingismaður Auglýsingarnar ekki að mínu skapi „Ég horfi á þessa kosningabar- áttu úr fjarlægð og er nú satt að segja að verða ofmettaður af öllu auglýsingaflóðinu," sagði Gils Guðmundsson, fyrrverandi alþing- ismaður, þegar DV innti hann álits á kosningabaráttunni sem staðið hefur undanfarnar vikur. „Það er óhætt að segja að þessar gífurlegu auglýsingar, og þá sérs- taklega í sjónvarpi, eru ekki að mínu skapi,“ sagði Gils. „Ég kysi fremur að sjá stóra fundi með skörpum deilum um málefni í stað glansmynda af einstökum mönnum eins og nú tíðkast. Kosningabar- áttan einkennist nú af því að málefnin eru að hverfa í skuggann af deilum um einstaka menn. Umræðurnar sem farið hafa fram í sjónvarpi þykja mér alltof ein- hæfar og litlausar. Það kann að vera að þessar sjónvarpsumræður bjóði ekki upp á annað en upphróp- anir um að „kjósa mig og minn flokk". Þar er tíminn naumt skammtaður svo hver ræðumaður kemur með skrifaðan ræðustúf upp á 3 til 4 mínútur en eiginleg skoð- anaskipti sjást þar ekki.“ Gils var ekki á því að allar aug- lýsingarnar skiluðu flokkkunum miklu fylgi. Þó vildi hann ekki úti- loka að þær hefðu „einhver áhrif á þá kjósendur sem væru óráðnir í afstöðu sinni. Það gétur vel verið að fólk með ómótaðar skoðanir hrífist af fallegum uppstyllingum og grípandi slagorðum." Gils vildi ekki spá um úrslit kosn- inganna og taldi raunar alla spámennsku nú, eftir að flokkun- um fjölgaði svo mjög, erfiðari en lengi hefði verið. Áður fyrr hefðu reyndir stjórnmálamenn nánast getað sagt til um það upp á at- kvæði hve mikið fylgi þeir fengju. Gils taldi að skoðanakannanirn- ar gætu ekki talist nákvæmar vegna þess hve stór hluti aðspurðra væri óákveðinn. „Ég á von á að Alþýðubandalagið fái meira fylgi en fram kemur í könnunum. í nokkrum síðustu kosningum hefur það reynst svo að Alþýðubandalag- ið kemur betur út úr kosningum en því er spáð í skoðanakönnunum. Af hverju þessi munur stafar veit ég ekki en ég hef trú á að þetta fari á sama veg nú,“ sagði Gils Guðmundsson. -GK Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra: Lítið um kappræður en meira um yfirheyrslur „Ég hef aldrei verið spámann- lega vaxinn og ekki reynt að spá fyrir um kosningar nema náttúr- lega í hjarta mínu og þar hefur að sjálfsögðu ekki verið um alveg hlutlæga spá að ræða. Ég held ég fari varla að taka upp á því núna að spá í úrslitin en ég vona að sjálf- sögðu að Framsóknarflokkurinn vinni sem mest á,“ sagði Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. „Það er ýmislegt sem gerir mér erfiðara fyrir en áður að spá í úr- slitin. Framboðum hefur íjölgað til muna og svo er ég í miklu minni tengslum við kosningabaráttuna en áður. Ég tek til að mynda engan þátt í fundahöldum en á þeim má gjarnan finna hvemig stemningin er.“ Eysteinn sagðist sakna ýmissa hluta núna frá fyrri kosningum. „Kosningabaráttan snerist meira um kappræður áður fyrr. Menn stóðu augliti til auglitis og deildu fast og þá var betra fyrir kjósendur að sjá hvert stjórnmálamennirnir voru að fara. í dag er minna um kappræður og meira um yfirheyrsl- ur og örstutt svör þannig að þeir sem eru hnyttnastir komast oft lengst." Eysteinn kom einnig inn á þátt fjölmiðlanna í kosningabaráttunni. „Fjölmiðlarnir eru sífellt að taka meiri þátt í kosningabaráttunni með fréttum og þáttagerð. Þetta gerir meiri kröfur til fjölmiðla- mannanna að þeir séu vel að sér í pólitík og kunni að leggja fram réttar spumingar. Að þeir geti ski- lið kjamann frá hisminu og lagt áherslu á aðalatriðin í staðinn fyr- ir að þenja út einhver aukaatriði þó þau kunni að vekja meiri stund- aráhuga - æsifréttamennskulega séð.“ -ATA Sigurlaug Bjamadóttir, fyrrv. alþingismaður: Nýju framboðin eru ámiiming „Ég er ekki það mikill spámaður að ég geti sagt fyrir um úrslit kosn- inganna," sagði Sigurlaug Bjama- dóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar DV bað hana að spá. „Ég held þó að það megi taka mark á skoðanakönnunum að vissu marki og held að úrslitin verði ekki íjarri þeim,“ sagði Sigurlaug. „Það sem gerir alla spádóma svo vandasama er fyöldi framboða og þau geta einnig haft í fór með sér vissa hættu á upp- lausn. Ný framboð eru þó ekki endilega af hinu illa og ég fagna þvi þegar fram koma ný öfl ef þau hafa skýra hugsjón og stefnu. Fjölgun framboða er einnig mjög alvarleg áminning til gömlu flokk- anna. Þau benda til að þeir hafi ekki staðið sig nógu vel og ekki sinnt kjós- endum sem skyldLÞau benda einnig til að fólk kjósi ekki lengur eins og því er sagt. Það vill yfirvega málin sjálft og taka afstöðu óháð því sem gömlu flokkamir vildu helst. Óréttlát tekjuskipting og það mis- rétti sem landsbyggðin býr við á sinn þátt í að framboðum hefur §ölgað. En þetta verður spennandi kosn- inganótt, það er víst. Það eru margir óráðnir enn. Það er stóra spumingin hvemig þeir kjósendur bregðast við á lokasprettínum." Sigurlaug sagðist efins um að mik- ill áróður í fonni auglýsinga hefði mikil áhrif. „Fólk er farið að gjalda varhug við þannig áróðri þótt ekki sé hægt að útiloka að hann hafi áhrif. Allir stóm flokkanna standa nokk- uð jafht að vigi í auglýsingamennsk- unni þannig að þar vegur hvað annað upp þótt þeir fjársterkustu standi auðvitað best. Mér finnst þjónusta sjónvarps og útvarps góðra gjalda verð þótt þætt- imir þar verði stundum nokkuð leiðigjamir. En það er ástæðulaust að agnúast út í það. Formið býður því miður ekki upp á skoðanaskipti en ég hefði frekar kosið að fá færri fundi þar sem hlutur áhorfenda væri stærri." Sigurlaug taldi mjög varhugavert að hafa kjördaginn svo snemma á árinu. „Með þessu er ekki tekið tillit til allra landsmanna því á þessum árstíma er allra veðra von. Fyrir síð- ustu kosningar var 40 milljónum varið í kosningamokstur. Ég er hrædd um að margir landsbyggðar- menn hefðu kosið að þeir peningar hefðu farið í eitthvað varanlegra," sagði Sigurlaug Bjamadóttir. -GK Eysteinn Jónsson. Sigurlaug Bjamadonir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.