Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. Samnorrænt einkenni á þjóöþingunum. Nærri tómir salir þar sem ahugalausir þingmenn blaöa i pappírum. „Margir eru valdhafamir en stjórnmálamennina kjósum við að minnsta kosti sjálf. Hið eina sem við aldrei megum gera er að velja þá leið sem losar okkur við pólitíkusana vegna þess að þá hrifsa önnur öfl völdin. Og það verður alltaf ennþá verra en áður var.“ Þannig lýkur Yrsa Stenius, rit- stjóri Aftonblaðsins í Svíþjóð, bók sinni Hetjur vorra daga (Vár tids hjáltar, Tidens förlag 1986). Bókin fjallar um Olof Palme, fyrrum forsæt- isráðherra Svíþjóðar, og Mauno Koivisto Finnlandsforseta. Ritstjórinn víkur í þessum orðuir að þeim kjarna máls að þótt við stundum séum nærri því að örvænta um okkar þingbundna lýðræði þá eigum við ekki völ á neinu skárra. Og eigum raunar fátt dýrmætara. A kosningatíð, þegar flokkar og menn vegast með orðum og skammir og vammir eru sem hagl úr lofti, er rétt að minnast þess að það hefur alltaf verið talað illa um stjórn- málamenn og þjóðþing. Stjórnmála- mennirnir hafa náttúrlega gengið lengst í níðinu sjálfir og eins og venjulega eru blaðamenn næstverst- ir í þeirri iðju að gera þátttöku í stjórnmálum tortryggilega. Upp á síðkastið hefur gætt tals- verðrar þreytu meðal almennings í Evrópu á stjórnmálamönnum. Oft er það tengt þeirri staðreynd að hag- vöxtur hefur farið minnkandi og þess vegna verið minna svigrúm fyrir stjómmálamenn að stuðla að fram- forum og standa við gefm loforð. Aðhaldsnöldrið er ekki sérlega skemmtilegt á að hlýða né líklegt til stórvinsælda. Eitt nýlegt dæmi um þreytu af þessu tagi eru þingkosning- arnar í Finnlandi þar sem fjórðungur kjósenda nennti ekki að kjósa og er það ljótt til afspurnar á evrópska vísu. Þjóðþingum og stjórnmálamönn- um á Norðurlöndum er heldur ekkert sérstaklega lagið að gefa af sér heppilega mynd. Hvort sem þú átt leið í Granítkastalann í Helsingfors, á Heilagsandahólma í Stokkhólmi, um Ljónabrekkuna í Osló, Kristjáns- borg í Kaupmannahöfn eða í Al- þingishúsið við Austurvöll blasir hið sama við: Nærri tómur salur þar sem nokkrir áhugalausir þingmenn blaða í pappírum sínum og starfsmenn eru á þönum meðan einhver ræðuskör- ungurinn belgir sig í pontu og forsetar þingfundarins berjast við að halda vöku sinni. Einstöku sinnum er hringt með miklum látum til at- kvæðagreiðslu og þá og ef uppi er einhver pólitískur hasar er hægt að eiga þess von að sjá þingmenn að störfum. Þegar svona ber undir er spennan oft svo mikil að þingmenn létta á henni með því að hlæja að tvíræðum bröndurum eða glópsku í málfari. Og þjóðin hneykslast í sjón- varpsstólunum á léttúð hinna þjóðkjörnu frammi fyrir alvarlegum viðfangsefnum dagsins. Margir íslenskir þingmenn tala lengi fyrir þingtíðindin og sýna góð tilþrif þegar þeir tala fyrir tómum sal. Sighvatur Björgvinsson ætti t.a. m. skilyrðislaust að vera á þingi þó ekki væri nema af þessum sökum. Þeir sem hafa séð hann í allri sinni lengd sveigja sig og beygja í ræðu- stól, hvessa augun ýmist á forsetann að baki sér eða á uppgjafabóndann sem einn fylgist með á áhorfanda- Norræn útsýn á kjördegi Einar Karl Haraldsson palli og stinga í gegn með miskunn- arlausum bendingum þá þingmenn sem í sakleysi rekast inn í salinn til þess að ná i eitthvað, já, þeir vita hvað ég á við. Margoft hefur verið tekið fram af forsetum að þetta sé ekki rétt mynd af störfum þing- manna. Blaðamenn kunna svar við því og birta umsvifalaust í blöðum sínum myndir af Halldóri Blöndal og Garðari Sigurðssyni eða þeim fóstbræðrum Albert og Guðmundi J. að tefla skák í Kringlunni. Þingmenn skjóta fyrir sig skildi með þeim rökum að mest af vinnunni eigi sér stað í fastanefndum þingsins en ekki í þingsölum. Auk þess séu þeir einlægt á skrafí við kjósendur eða að snúast fyrir þá. Samt hefur mér margoft verið sögð sú saga, að sjálfsögðu hafa sögumenn verið á þingi, að ákveðnir ónefndir þing- menn vilji helst ekki bjóða starfs- bræðrum sínum heim svo það komist ekki upp að hjá þeim hringir síminn aldrei nema það sé til barnanna. En nokkuð kann að vera hæft í þeirri mynd sem þingmenn vilja gefa af þingstörfum en eiga svo erfitt með að koma til skila. Gudmund Hernes, sá sem rannsakaði valdsmennsku í Noregi á sl. áratug, lagði einmitt sérstaka áherslu á þýðingu nefnda- starfsins og ítök fastanefnda þingsins í ákvarðanatöku. Þekktir stjórn- málafræðingar (Richards og Jordan) komust þó að þeirri niðurstöðu um ekki ómerkari stofnun en breska þingið „að almennt séð séu hinar meiriháttar ákvarðanir í þjóðfélag- inu alls ekki teknar af þjóðþinginu". Og sænsk nefnd um farvegi þjóðar- viljans hefur m.a. þetta að segja: „Þingið er að verulegu leyti stofnun sem skráir áður gerða samninga formlega og veitir ákvörðunum, sem teknar eru annars staðar, lagagildi.“ Við þekkjum þetta svo sem úr um- ræðum á Islandi, þar sem því hefur verið haldið fram að Alþingi væri ekki annað en afgreiðslustofnun fyr- ir ríkisstjómir, embættismenn og hagsmunasamtök, fyrir ýmiss konar „jámþríhyrninga valdsins", svo not- að sé orðfæri norsku valdanefndar- innar. David Arter heitir breskur stjóm- málaíræðingur sem tók sér fyrir hendur að bera saman norrænu þjóð- þingin og áhrif þeirra á undirbúning lagasetningar, umfjöllun og sam- þykkt lagafrumvarpa og loks á framkvæmd laganna. Niðurstöður sínar birti hann í bókinni The Nordic Parliaments - (C.Hurst & CO, Lon- don 1984). Þar staðfestir hann að mestu myndina af þjóðþingunum sem afgreiðslustofnunum fyrir meiri- hlutastjórnir. En hann bendir hins vegar á að þegar minnihlutastjórnir eru við völd aukist áhrif þinganna og það hefur raunar verið vaxandi tilhneiging til myndunar minni- hlutastjórna eða veikra samsteypu- stjóma á Norðurlöndum hin síðari ár. Arter er ekki sammála Hemes um fastanefndirnar. Hann telur þungamiðjuna í störfum þingsins vera í þingflokkunum sem séu smækkuð mynd af þinginu í heild Blaðamenn svara afsökunum þingforseta um aðgerðaleysi þingmanna með myndum á borð við þessa. vegna þess að þingmenn greinast eft- ir kjördæmum innan þingflokksins og áhrif hagsmunasamtaka innan þingflokkanna em svipuð og á þing- heim allan. Þetta er skýringin á því hvers vegna þingmönnum finnst oft sem samflokksmenn þeirra séu verri viðureignar en andstæðingarnir á Alþingi. Hið sársaukafulla uppgjör fer oft á tíðum fram í þingflokkunum meðan hinar formlegu afgreiðslur í þingdeildum fara oftast eftir fyrir- fram gerðu samkomulagi milli þingflokka. Olof Petersson, sá er stýrir valdarannsókn þeirri sem ný- hafin er í Svíþjóð, hefur látið hafa eftir sér að affarasælast sé að hafa fáa flokka og stóra til þess að tryggja stöðugleika í stjómarfari og styrka meirihlutastjórn á hverjum tíma. Arter, sem hefur mestan áhuga á þin- græðinu, heldur því hins vegar fram að hæfilega stórir þingflokkar séu forsenda þess að einstakir þingmenn og þingið í heild geti látið að sér kveða. Verði þingflokkarnir of stórir glata þingmenn yfirsýn og lenda í sérhæfingu eða út í horni og það myndast úrvalshópur sem annast samskiptin við framkvæmdavaldið. Minni þingflokkar starfa hins vegar eins og þingið í hnotskurn og þá hefur hver og einn þingmaður og þingflokkurinn í heild möguleika til raunverulegra áhrifa. Arter tekur Alþingi sem dæmi um hæfilega stóra þingflokka og þing þar sem þing- mannafrumvörp eiga möguleika á að ná fram að ganga. (Var t.d. stærð þingflokks Sjálfstæðisflokksins ein skýringanna á brotthlaupi Gunnars- manna 1979/80?) Arter er þeirrar skoðunar að þingflokkurinn sjái um stefnumótun og taktík á þingunum en fastanefndimar um efnisatriði og útfærslu. Þingmenri hafa lítil áhrif á undirbúning lagasetningar, nema helst í Svíþjóð þar sem þeir sitja oft í úttektar- og skýrslugerðamefndum. Annars staðar er gangurinn sá að þingmenn samþykkja þingsályktanir um skipan nefnda til þess að semja frumvörp. Síðan geta þingmenn haft óbein áhrif með því að t.d. kratinn reynir að tala við fulltrúa ASI í nefndinni og íhaldið hnippir í full- trúa VSÍ ef mikið liggur við. Og óbein áhrif þingmannanna eru mikil. Það getur verið að hinar stærri ákvarðanirnar séu teknar annars staðar en á þjóðþingunum en norr- ænu þingin koma margvíslegum sjónarmiðum á framfæri í umfjöllun og við samþykkt stjórnarfrumvarpa. Erfitt er að meta áhrifin vegna þess að þau geta verið fólgin í því að fá stjórnina til að draga til baka eða fresta frumvörpum og tillögum og svo eru alls konar samningar og hrossakaup bak við tjöldin sem ekki eru skjalfest. Að dómi Arters eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.