Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
Erlend bóksjá
Nafnaskýríngar
CHOOSE YOUR BABY’S NAME.
Höfundur: Rosalind Fergusson.
Penguin Books, 1987.
Mörg mannanöfn eiga sér langa
sögu. fsumum tilvikum er uppruni
þeirra svo langt aftur í aldir að
ógerlegt er að geta sér til um upp-
haflega merkingu nafnanna. En
þau mannanöfri eru þó mörg þar
sem uppruninn er á hreinu og þá
um leið merking nafnsins.
í þessari bók er uppruni og merk-
ing um þrjú þúsund fomafha
skýrð. Höfundurinn rekur um leið
tengsl nafhanna innbyrðis og upp-
lýsir hvar, hvenær og jafnvel hvers
vegna þau em mikið eða lítið not-
uð.
Þótt mörg íslensk mannanöfh
séu séríslensk og hvergi annars
staðar notuð em þó mjög margir
hérlendis skírðir nöfnum sem em
náskyld erlendum mannanöfnum.
Upprunans er þá gjarnan að leita
hjá fomum menningarþjóðum við
Miðjarðarhaf eða annars staðar í
Evrópu.
Þessi nafhabók er mjög aðgengi-
leg. Hún gefur tiltækar upplýsing-
ar í knöppu en læsilegu formi jafiit
um alþekkt mannanöfn sem hin
sjaldgæfari.____
Zuckevman
í svallveislu
THE PRAGUE ORGY.
Höfundur: Philip Roth.
Penguin Books, 1987.
Nokkurra daga heimsókn
bandaríska rithöfundarins og kyn-
lífsáhugamannsins Nathan Zuck-
erman til Prag í Tékkóslóvakíu
árið 1976 er lýst í þessari bók með
orðum hans sjálfs, að vísu færð í
letur af skapara hans, Philip Roth,
sem áður hefur skráð raunir Zuck-
ermans og hugarvíl í þremur
skáldsögum: The Ghost Writer,
Zuckerman Unbound og The Ana-
tomy Lesson. Þessi frásögn er því
eins konar eftirmáli við Zucker-
man-þríleikinn.
Skemmst er frá því að segja að
>essi stutta frásögn er óborganlega
fyndin í besta Rothstíl. Zuckerman
kemst bæði í kynni við andófs-
menn og valdhafa, einkum þó
rithöfúnda, ástkonur þeirra og öf-
undarmenn. I þeim grasagarði er
x> engin litskrúðugri en skáld-
konan opinskáa, Olga.
Roth lætur svipuna hér ríða á
margt bakið, í vestri sem austri,
lesendum til óblandinnar og stund-
um meinfýsinnar ánægju.
Ævisaga Hemingway
ERNEST HEMINGWAY - A LIFE STORY.
Höfundur: Carlos Baker.
Penguln Books, 1987.
Skoðanir voru skiptar um rithöfund-
inn og manninn Emest Hemingway á
meðan hann lifði. Það var ekki að
undra þótt ekki væri nema vegna
þeirrar miklu áherslu sem Hemingway
lagði á karlmennsku og þær athafhir
sem hann taldi persónulega að helst
væm karlmönnum sæmandi. Nú, þeg-
ar áratugir em frá því að Hemingway
beindi byssuhlaupinu að enni sér og
framdi sjálfsmorð, er hins vegar ffekar
deilt um rithöfundinn Hemingway,
stöðu hans í heimsbókmenntunum og
áhrif, en persónuna sjálfa.
í þessari ævisögu er lítið fjallað um
bókmenntir Hemingway sem slíkar
enda hefur höfundurinn, Carlos Ba-
ker, gert það í annarri bók, Heming-
way: The Writer As Artist, á þann veg
að aðrir gera vart betur. Hér er það
persónan sjálf sem er í fyrirrúmi: elsk-
huginn, eiginmaðurinn, félaginn,
veiðimaðurinn, hermaðurinn. Og
sömuleiðis tengsl raunveruleikans og
skáldverkanna: sá efiiiviður persónu-
legrar reynslu sem Hemingway vann
úr skáldsögur sínar og smásögur.
Baker hefur safiiað ógrynni upplýs-
inga úr mörgum áttum enda haft
aðgang að þeim gögnum sem Heming-
way lét eftir sig, ekkju Hemingways,
útgefanda, vinum og félögum frá ýms-
um tímaskeiðum í lífi skáldsins.
Stundum finnst lesandanum jafhvel
að of mikið sé að gert: að hér séu týnd
til of mörg smáatriði sem litlu máli
skipti. Að lestrinum loknum fyrirgefst
höfundinum þó því þessi, að því er
virðist, óþörfii smáatriði fylla út í
myndina, færa okkur nær sannleikan-
um um þennan merka rithöfund og
umdeilda persónleika, sannleikanum
PíiNGC'IN LmkAUY liJiX.IUN »1
EHNKST
HEMINGVVAV
-ALIFESTOHV
..
-....-CAHLOS HAK Kli
sem er aldrei alveg svartur eða hvítur.
Sú mynd, sem Baker dregur upp af
Hemingway, er vissulega forvitnileg
en jafhffamt á stundum fráhrindandi.
Persónan Hemingway hefur vafalaust
haft margar jákvæðar hliðar. Hann
var hugrakkur, duglegur og örlátur
við vini sína. En hann var einnig öfga-
fullur keppnismaður sem alltaf varð
að sigra. Og þrátt fyrfr örlæti sitt og
góðmennsku var Hemingway gjam á
að snúast gegn gömlum velgerðar-
mönnum sínum. Þá var sambúð hans
við konur harla brösótt. Baker fjallar
ítarlega um hjónabönd Hemingway
sem var fjórkvæntur. Umfjöllunin um
fyrsta hjónabandið er sérstaklega at-
hyglisverð. Sem vonbiðill listagyðj-
unnar lifði hann og Hadley, fyrsta
eiginkonan, við þröngan kost í París,
aðallega á þeim takmörkuðu fjármun-
um sem hún færði í búið. Hann skildi
hins vegar við hana um það leyti sem
hann var að fá fyrstu skáldsögú sína,
The Sun Also Rises, útgefha, til þess
að geta kvænst vinkonu þeirra hjóna,
Pauline. Hún hafði hagað sér eins og
hjónadjöfull í reyfara: einsetti sér að
ná í Hemingway, komst í vinfengi við
hann og Hadley og vann svo skipulega
að því að ná honum frá eiginkonunni.
Sjálf mátti hún reyndar þola svipuð
örlög síðar þegar Hemingway skildi
við hana og kvæntist blaðakonunni
Martha Cellhom. En Martha reyndist
jafinmetnaðargjöm og skapföst og
Hemingway sjálfur svo það hjónaband
fór fljótlega út um þúfur. Þá kynntist
Hemingway síðustu konu sinni, Mary,
sem lifði hann.
Þá finnst mörgum dýrkun Heming-
way á veiðimennsku, nautaati, hnefa-
leikum, stríðsmennsku og öðrum „
karlmannlegum íþróttum" næsta
ógeðfelld.
Baker rekur þroskaár Hemingway í
Michigan ítarlega í ævisögunni, ítal-
íuferðina örlagaríku í lok fyrri
heimsstyrjaldarinnar (sem síðar varð
kveikjan að Farwell to Arms), ár hans
sem óreynds rithöfundar í París á ár-
unum eftir fyrra stríðið, velgengnisár-
in á fjórða áratugnum, spænsku
borgarastyrjöldina, sem fæddi af sér
stórbrotna skáldsögu, Whom The Bell
Tolls, tiltektir hans í síðari heimsstyrj-
öldinni, Kúbuárin sem leiddu til The
Old Man And The Sea og nóbelsverð-
launanna, og svo hnignun heilsunnar
sem að lokum leiddi til sjálfsmorðsins
á lokaárinu átakanlega.
Allt er þetta forvitnilegt aflestrar og
þá ekki síður samsvörunin við skáld-
verkin þegar Baker skýrir þær
uppsprettur og fyrirmyndir í eigin
reynslu og kynnum af samferðamönn-
um sem Hemingway nýtti við gerð
skáldsagna sinna og smásagna.
Líkin á heiðinni
THE MOORS MURDERES: THE TRIAL OF
MYRA HINDLEY & IAN BRADY.
Höfundur: Jonathan Goodman.
Útgefandl: David & Charles, 1986.
Eitt þeirra sakamála sem hvað mesta
athygli og óhug vakti á sjöunda ára-
tugnum voru svokölluð heiðarmorð í
Englandi. Ungt par, Myra Hindley og
Ian Brady, höfðu gefið kynferðislegri
brenglun sinni, kvalalosta og dráps-
fysn lausan tauminn. Það sem mestan
óhug vakti var að flest fómarlamba
þeirra vom böm. Þau skötuhjú vom
dæmd sek um morð á tveimur bömum
og einum ungum pilti og sitja enn inni.
Réttarhöldin, sem fóm fram árið
1966, vöktu mikið umtal. Einn óhugn-
anlegasti vitnisburðurinn í réttar-
höldunum var eftirrit af segulbands-
spólu sem fannst í fórum
morðingjanna. Þar mátti heyra kvein-
stafi eins fómarlambsins, telpu, er
JQNATHAN GOODMAN
THE moor:
THETRIALOF
MYRA HINDLEY & IAN BRADY
morðingjamir vora að kefla hana og
afklæða, en þessa upptöku höfðu
skötuhjúin öðm hveiju hlustað á sér
til nautnar. Einnig höfðu þau tekið
myndir hvort af öðm við þá staði á
Saddleworth-heiðinni þar sem þau
grófú lík fómarlambanna. Þær myndir
réðu miklu um að líkin fundust og
hægt var að höfða mál á hendur morð-
ingjunum.
Þessi bók er óhlutdræg samantekt
um réttarhöldin yfir morðingjunum
sem reyndar vom grunuð um að hafa
myrt a.m.k. tvö böm til viðbótar. Lík
þeirra síðastnefndu hafa hins vegar
ekki enn fundist þótt Myra Hindley
hafi fyrir nokkrum vikum boðist til
þess að aðstoða við leit að þeim. Fund-
ur þeirra gæti leitt til nýrra réttar-
halda gegn þessum óhugnanlegu
morðingjum.
Metsölubækur
Bretland
1. Catherine Cookson:
THE MOTH. (2)
2. John Le Carre:
A PERFECT SPY. (1)
3. Harvey, Marilyn Diamond:
FIT FOR LIFE. (-)
4. Robert Ludlum:
THE BOURNE
SUPREMACY. (3)
5. J. Herriot:
JAMES HERRIOT’S DOG
STORIES. (6)
6. Helene Hanff:
84 CHARING CROSS ROAD. (4)
7. Kazuo Ishiguro:
AN ARTIST OFTHE FLOAT-
ING WORLD. (5)
8. Barbara Vine:
A DARK-ADAPTED EYE.(-)
9. J.R.R. Tolkien:
THE HOBBIT. (7)
10. Alexander Kent:
COLOURS ALOFT. (10)
(Tölur innan sviga tákna röö viökomandi bók-
ar vikuna á undan. Byggt á The Sunday
Tlmes.)
Bandaríkin:
1. Robert Ludlum:
THEBOURNESUPREMACY.
2. Dick Francis:
BREAK IN.
3. Gerald A. Browne:
STONE 588.
4. Janet Dailey:
THE GREAT ALONE.
5. Judith Michael:
PRIVATE AFFAIRS.
6. Judith Krantz:
l’LL TAKE MANHATTAN.
7. Terry Brooks:
MAGIC KINGDOM FOR
SALE - SOLD!
8. Johanna Kingsley:
FACES.
9. Louis L’Amour:
WEST FROM SINGAPORE.
10. Howard Weinstein:
DEEP DOMAIN.
Rit almenns eðlis:
1. Judith Viorst:
NECESSARY LOSSES.
2. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS
TRAVELED.
3. Rock Hudson, Sara Davidson:
ROCK HUDSON: HIS
STORY.
4. THE TOWER COMMISSION
REPORT.
5. Beryl Markhami:
WEST WITH THE NIGHT.
(Byggt á The New York Times Book Review.)
Umsjón Elías Snæland Jónsson
Ríkasti maður
jarðarinnar
THE GREAT GETTY.
Höfundur: Robert Lenzner.
New American Library, 1987.
Það var faðir J. Paul Getty sem
fyrst tengdi nafn fjölskyldunnar
við olíu með því að kaupa land í
Oklahoma. Boranir þar skiluðu
fyrst árangri árið 1904 og þar með
var Getty-fjölskyldan komin í olíu-
vinnslu. En það var J. Paul sem
byggði á þessari byijun fóður síns
slíkt stórveldi að hann var með
sanni sagður ríkasti maður jarðar-
innar.
Eins og við er að búast af manni
sem safriar saman meiri auði en
nokkur annar einstaklingur var
J. Paul Getty afar umdeildur mað-
ur. Hann virðist hafa verið einfari
og óvæginn í meira lagi við kep-
pinauta og jafhvel sína nánustu.
Hann var mikið upp á kvenhönd-
ina enda margkvæntur - jafnvel
fleiri en einni konu í einu!
En hann sinnti einnig menning-
armálum eins og margir auðmenn
gera til þess að byggja sér minni-
svarða eða friðþægja samviskuna.
Getty-myndlistarsafhið mun þann-
ig vera hið ríkasta sinnar tegund-
ar.
I þessari bók, sem skrifúð er af
blaðamanni Boston Globe eftir
andlát J. Paul árið 1976, er fjallað
opinskátt um einkalíf auðkýfings-
ins sem og fjármálastarfsemi hans.
T
AMATTEROF
wm
Geymt en
ekki gleymt
A MATTER OF HONOR.
Höfundur: Jeffrey Archer.
Pockef Books, 1987.
Breski stjómmálamaðurinn Jef-
frey Archer hefúr síðustu árin
samið nokkrar spennusögur sem
náð hafa vemlegum vinsældum -
bæði sem lesning og efni sjón-
varpsmyndaflokka sbr. Kane og
Abel sem hóf göngu sína í ríkis-
sjónvarpinu í vikunni. Viðfangs-
efhi Archer í skáldsögunum em
gjaman stjómmál og njósnir,
stundum með bragðaukandi
skammti af rómantík.
I þessum reyfara er það gamalt
leyndarmál sem skyndilega verður
í hæsta máta tímabært og forráða-
menn risaveldanna, Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna, keppast um að
koma höndum yfir. Á milli þeirra
lendir ungur Breti sem er svo hepp-
inn eða óheppinn að fá leyndar-
málið óbeint í arf. Af þessu öllu
saman verður hörkuspennandi
kapphlaup þar sem öllum brögðum
er beitt til þess að ná yfirhöndinni.