Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
Nauðungaruppboð á fasteigninni Barmahlíð 3, hl., þingl. eigendur Sigurgeir Bjarnason og Sigur- dís Egilsdóttur, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6,3. hæð, miðvikud. 29. apríl '87 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Steingrímur Þormóðsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Hvassaleiti 12, kjallara, þingl. eigandi Hreinn Jónsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. haeð, miðvikud. 29. apríl '87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Kambaseli 35, þingl. eigendur Kristján Ágústs- son og Stefanía Guðmundsd., fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Sörlaskjóli 32, 1. hæð, þingl. eigendur Hjört- ur Halldórss. og Aldís Sigurjónsd., fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Lands- banki íslands, Baldur Guðlaugsson hrl„ Árni Einarsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Valgeir Pálsson hdl„ Klemens Eggertsson hdl. og Ás- geir Thoroddsen hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Engjaseli 19, þingl. eigandi Sigmundur S. Stefánsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Sveinn H. Valdimarsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Sigurður G. Guðjónsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Fífuseli 24, þingl. eigandi Kristján Auðuns- son, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Sigríður Thorlacius hdl„ Borgar- sjóður Reykjavíkur, Gjaldheimtan í Reykjavík, Baldur Guðlaugsson hrl„ Veðdeild Landsbanka Islands og Ólafur Garðarsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Nesvegi 50, aðalhæð og risi, þingl. eigandi Meyvant Meyvatnsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Brúnastekk 1, þingl. eigandi Vilhjálmur Ing- ólfsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reyjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Frakkastíg 14, þingl. eigandi Þóra Óskars- dóttir, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins, Þórður Þórðarson hdl. og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Frakkastíg 16, þingl. eigandi Herdís Lyngdal, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki Islands. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Spóahólum 20, 3. hæð A, tal. eigandi Guð- jón Garðarsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6,3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Gústafsspn hrl„ Búnað- arbanki islands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Verzlunarbanki íslands hf. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Teigaseli 5, íb. 3-3, þingl. eigandi Friðrik Stef- án Jónsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki íslands, Steingrímur Þormóðsson hdl„ Þorvaldur Lúðviksson hrl„ Andri Árnason hdl„ Landsbanki íslands og Friðjón Örn Friðjónsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Laugavegi 95, þingl. eigandi Skóverslun Þórðar Péturssonar hf„ fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjudag 28. apríl '87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykja- vík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Stigahlíð 10, 4.t.v„ þingl. eigandi Páll Þ. Engilbjartsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, miðviku- dag 29. apríl '87 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Árni Einarsson hdl„ Björn Ólafur Hallgrímsson hdl„ Landsbanki islands, Veðdeild Landsbanka íslands, Útvegsbanki íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Jón Egilsson hdl. og Ingi Ingimundarson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Skák dv
Opna skákmótið í New York:
Maigeir tapaði úrslHa-
skák við Seirawan
- en Sævar datt í lukkupottinn í flokki alþjóðlegra meistara
Allmargir íslendingar freistuðu
gæfunnar á Opna skákmótinu í New
York um páskana þar sem verðlaun
eru með þeim hæstu sem gerast á
skákmótum. í efsta flokki, þar sem
skákmenn með yfir 2400 stig leiddu
saman hesta sína, gaf fyrsta sætið
20 þúsund Bandaríkjadali i aðra
hönd. Það voru aftur á móti margar
hendur á lofti sem vildu grípa dollar-
aseðlana en einungis örfáir útvaldir.
Keppendur voru 140 talsins og þar
af 45 stórmeistarar þrátt fyrir að
nokkrir hefðu forfallast á síðustu
stundu. Ekkert mót hefur skartað
svo mörgum stórmeisturum fyrr ef
ólympíumótin ein eru undanskilin.
Helgi Ólafsson og Margeir Péturs-
son voru meðal stórmeistaraQöldans
og eins og svo margir aðrir komust
þeir brátt að þvi að róðurinn yrði
þungur. Þeir fóru hægt af stað en
náðu sér svo á strik og að loknum
sjö umferðum af ellefu áttu þeir 4'A
v. hvor. Helgi var einmitt meðal
efstu manna á þessu móti í fyrra en
nú brá hins vegar svo við að ekkert
gekk upp. Aðeins hálfur vinningur
í síðustu fjórum skákunum og verð-
launasæti rokið út í veður og vind.
Margeir tefldi af meiri seiglu og
„hagstæðir vindar blésu í skákum
hans“, eins og einn íslendinganna á
mótinu orðaði það. Úr sjö skákum
um miðbik mótsins fékk hann heila
sex vinninga, suma með aðstoð
heilladísanna, eins og gerist. Hann
var t.d. farsæll í skák sinni við Júgó-
slavann Abramovic en þó einkum
gegn landa hans, Damljanovic, sem
lék sig beint í mát u.þ.b. er Margeir
ætlaði að gefast upp. Aðrar skákir
vann Margeir eftir mikla baráttu,
þar á meðal Lev Alburt í um 80 leikj-
um.
Með jafhtefli við ungverska stór-
meistarann Sax í næstsíðustu
umferð var Margeir kominn í næst-
efsta sæti ásamt fleiri keppendum
með 7 v., hálfum vinningi á eftir
Adorjan. Hann fékk hins vegar erfið-
an mótherja í lokaskákinni, Banda-
ríkjameistarann Seirawan, og svo
fór að hann tapaði eftir liðlega 60
leikja skák. Seirawan deildi því efsta
sætinu ásamt Adoijan með 8 v. I
hlut hvors komu 15 þúsund dalir, eða
tæplega 600 þúsund ísl. kr. Á hæla
þeim með 7'A v. komu Bandaríkja-
mennimir Kudrin, Fedorowicz og
Christiansen, Spraggett (Kanada),
Sax og Spassky, sem vann þrjár síð-
ustu skákimar eftir jaftiteflismoð og
örstutt baráttulaus jafhtefli í fyrri
umferðum.
í næstefsta flokki, þar sem tefldu
m.a. 17 alþjóðlegir meistarar, stóð
Sævar Bjamason sig fráhærlega vel.
Gerði þrjú jafhtefli en vann fimm
skákir og með 6 'A v. af 8 mögulegum
varð hann efstur ásamt þrem öðrum
skákmeisturum. Fyrir afrek sitt
hlaut hann að launum um 180 þús-
und íslenskar krónur. Fleiri íslend-
ingar tóku þátt í þessum flokki:
Ásgeir Þór Ámason, Hannes Hlífar
Stefánsson, Jóhann Þórir Jónsson,
Jón Kristinsson og Jón Garðar Við-
arsson en engum þeirra tókst að
vinna til verðlauna. Að sögn vitna
tefldi Jóhann Þórir af mestri snilld.
f sex fyrstu skákunum tapaði hann
þremur með svörtu en vann þrjá
mótherja sína með hvítu, alla á ör-
skotsstund og alla eins - með gijót-
garðsbyijuninni frægu! Þá er ógetið
að Þráinn Vigfússon vann til verð-
launa í 5. flokki.
Hér er besta skák Helga frá mót-
inu.
Hvítt: Michael Wilder
Svart: Helgi Ólafsson
Drottningarindversk vörn.
1. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rffi b6 4. a3 Bb7
5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Da4+ Rd7
8. Rxd5 Bxd5 9. Bg5 Be7 10. Bxe7
Dxe7 11. Re5 a6
Nýjung Helga, í stað 11. -ffi sem
leikið hefúr verið áður. Nú gefur 12.
Hcl hvítum e.t.v. von um frum-
kvæði. Leikurinn sem hann velur er
slakur.
12. Rc6?! Dd6 13. Hcl 0-0 14. e3 Hfc8
15. f4
Þetta er heldur ekki fallegur leikur
því að nú verður biskup svarts stór-
veldi á homalínunni. Hann hefði
heldur viljað leika 15. f3, til þess að
koma biskupnum úr borðinu, en
svartur svarar með 15. —e5! og stend-
ur vel.
Sævar Bjarnason.
Skák
Jón L. Árnason
15. -Be4! Tekur af skarið vegna hót-
unarinnar 16. -b5 er hvítur missir
vald á riddaranum. Svartur hefur
náð að snúa taflinu sér í vil.
16. Re5 Rxe5 17. dxe5 Dd518. Hdl Db7
19. K£2 b5 20. Da5 Bd5!
Biskupinn er í hlutverki línudans-
ara. Nú hefði 20. -c5 verið ónákvæmt
vegna 21. Hd6.
21. Hgl c5 22. Be2 De7 23. Bf3 Hd8 24.
e4 Bb3! 25. Hxd8+ Hxd8 26. Hel
Eftir 26. Dxa6? Hd2 + 27. Kel (eða
27. Kg3 g5!) Dd8 hefur svartur öll
tromp í hendi.
26. -c4 27. g3 Da7+ 28. Kg2 Hd3 29.
f5 h6 30. fxe6 fxe6 31. Bg4 c3!
Allt smellur saman. Með peðs-
fóminni kemur svartur valdi á e6
og eftir situr hvítur með stöðu sem
iðar af veikleikum.
32. bxc3 Kh7! 33. Db4 Bc4 34. He2
Eftir 34. Db2 Dc5 fellur e5 og svart-
ur hefur mikla stöðuyfirburði.
34. -He3 35. Hf2
Eða 35. Hxe3 Dxe3 36. Bf3 Dd2 +
37. Kh3 Bfi + og mátar.
35. -Hxe4 36. Bf3 Bfl+! 37. Hxfl Hxb4
38. cxb4 Dc7
—Og hvítur gafst upp.
Ljubojevic tefiir vel
Júgóslavinn Ljubomir Ljubojevic
varð með nestu mönnum á IBM-
mótinu í febrúar og Short varð
efstur, en í Bmssel hefúr dæmið snú-
ist við. Er ein umferð var eftir var
Short í næstneðsta sæti en
Ljubojevic hafði fomstu með 8 v. -
næstur kom heimsmeistarinn Kasp-
arov með 7 'A v. Lokaumferðin var
tefld í gær en er þetta er sett á blað
höfðu úrslit ekki borist.
Lítum á léttleikandi taflmennsku
Ljubojevic frá Brussel. Andstæðing-
ur hans, Belginn Meulders, kann
ekki svar við taktískum brellum
hans
Hvítt: Ljubojevic
Svart: Meulders
Enskur leikur.
1. c4 f5 2. Rc3 Rffi 3. g3 g6 4. Bg2
Bg7 5. d3 d6 6. e4 Rc6 7. Rge2 0-0 8.
0-0 e5 9. Rd5 Be6 10. Bg5 Dd7 11. Dd2
Hab8 12. Hacl b6 13. b4 Rd4?
í ljós kemur að svartur tapar peði
þvingað eftir þennan leik eða hlýtur
slæma stöðu ella.
14. Rxd4 exd4 15. Bxffi Bxffi 16. exffi
Bxf5 17. Rxffi+ Hxffi 18. Df4! Hbf8
Ekki gat hann valdað d-peðið, því
að hvítur hótaði g3-g4 og vinna
mann.
19. Dxd4 c5 20. bxc5 bxc5 21. Dc3 Bh3
22. Bd5+ Kh8 23. Hfel Dg7 24. Hc2
h5 25. Hce2 H6f7
26. Dcl!
Svartur tapar nú skiptamun og
skákinni þar með, því að ef 26. -Hc7,
þá 27. He7! Hxe7 28. Hxe7 Dxe7 29.
Dh6+ Dh7 30. Dxf8+ Dg8 31. Dxg8
mát.
26. -Bg4 27. He7!
- Og svartur gafst upp.
Helgarmót á Akureyri
Dagana 30. apríl til 3. maí verður
haldið á Akureyri minningarmót um
Halldór Jónsson, fyrrum skákmeist-
ara Akureyrar og Norðlendinga.
Mótið fer ffarn í húsakynnum Skák-
félags Akureyrar, Þingvallastræti
18, og er öllum heimil þátttaka.
Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi og umhugsunartími
verður l 'A klst. á fyrstu 36 leikina
og síðan 'A klst. til að ljúka skák-
inni. Veitt verða vegleg verðlaun.
Fyrir fyrsta sætið 25 þúsund krónur,
síðan 15 þúsund, þá 10 þúsund og
að auki 5000 kr. verðlaun fyrir best-
an árangur á hverju stigabili. Einnig
öldungaverðlaun og verðlaunagrip-
ir.
Mótið hefst á fimmtudagskvöldi
kl. 20 en lýkur kl. 19 á sunnudags-
kvöldi. Þátttöku ber að tilkynna í
síðasta lagi 29. apríl til Gylfa Þór-
hallssonar í síma (96)-23926 eða
Siguijóns Sigurbjömssonar í síma
(96)-25245
-JLÁ