Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Side 25
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. 25 Bridge Daihatsumótið um bænadagana: Jón og Sigurður Bridge Stefán Guðjohnsen Sigurður Sverrisson (horfir í Ijósmyndavélina) og Jón Baldursson í þungum þönkum. fengu Það ríkti mikil spenna fyrir síðustu umferðina í Daihatsumótinu á Hótel Loftleiðum sem haldið var um bæna- dagana. Bræðumir Ciafur og Her- mann Lárussynir höfðu nokkurt forskot á annað og þriðja sætið en þó ekki meira en svo að þau pör gátu bæði náð fyrsta sætinu og þar með nýrri Daihatsubifreið. Jón Baldursson og Sigurður Sverris- son, sem voru í öðru sæti, fengu hins vegar mjög góða skor í síðustu um- ferðinni meðan bræðumir gáfu eftir. bílinn Þar með var bifreiðin komin í hendm Jóns og Sigurðar, en bræðumir máttu gera sig ánægða með kr. 100.000. Þór- arinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson vom í þriðja sæti og fengu að launum hvor sitt videotækið, að verðmæti kr. 40.000 hvort. Þannig lauk þessu merka móti sem markar tímamót hérlendis, a.m.k. hvað verðlaun snertir. Bræðuma Lárussyni vantaði í þetta sinn herslumuninn á að sigra en þeir höfðu leitt mótið allar síðustu um- ferðimar. 1 íjórða sæti urðu Hrólfur Hjaltason og Jónas P. Erlingsson með ferð frá Pólaris og upphæð kr. 60.000 og fimmtu Guðmundur Sveinsson og Þor- geir Eyjólfsson en þeir fengu í verð- laun tvær myndavélar af Minoltagerð að verðmæti kr. 40.000. Það er ekki eingöngu gjörvileiki sem ræður úrslitum í þessum mótum, það þarf líka heppni. Hér er dæmi þar sem Sigurður var með nefið á réttum stað. S/A-V G72 763 G107 KD103 93 K86 ÁD4 KG1052 9543 ÁK862 Á986 ÁD1054 98 D G7542 Með Sigurð og Jón a-v gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 1S pass 1G 2S* pass 4H 4S 5T pass pass pass * Hjarta og láglitur. Að sjálfsögðu hafði Sigurður áhyggj- ur af því að vera með spaðakónginn berskjaldaðan og því reyndi hann fimm tígla. Þótt Jón gæti ekki gert sér grein fyrir hættunni í spaðanum pass- aði hann örugglega enda sjáhsagt óvanur því að ákvarðanir Sigurðar leiddu hann í ógöngur. Fimm tíglar unnust slétt og þótt skorin væri ekki sérstök var hún betri en ef þeir félagar hefðu reynt fimm hjörtu. Toppskorina fa hins vegar þeir sem dobla fjóra spaða en þeir verða vel að merkja að spila út laufaás því annars nást fjórir spaðar ekki fjóra niður. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 14. apríl var spilaður eins kvölds tvímenningur í tveim riðlum. Efst urðu þessi pör: A-riðill. stig 1. Sigmar Jónsson - Óskar Karlsson 123 2. Arnar Ingólfsson - Magnús Einarsson 117 3. Muret Serdas - Þorbergur Ólafsson 113 B-riðill. 1. Eyþór Hauksson - Friðrik Wdowiak 102 2. Rögnvaldur Möller - Kristján Ólafsson 96 3. Ármann J. Lárusson - Helgi Viborg 92 í kvöld, 21. apríl, verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Þriðjudaginn 28. apríl verður spil- uð sveitakeppni við bridgedeild Húnvetninga, skráning er hjá Sigm- ari Jónssyni í síma 35271 eða 687070. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Bridgefélag Vestur-Húnvetn- inga Frá Bridgefélagi Vestur-Húnvetn- inga, Hvammstanga, þann 24/3 og 31/3 var tvímenningur spilaður. (Jr- slit urðu: 24/3 Flemming Jessen- Eggert Karlsson 76 stig Unnar A. Guðmundsson- Sigurður fvarsson 75 stig Jóhannes Guðmannsson- Aðalbjörn Benediktsson 70 stig Rúnar Einarsson- Jóhann Engilbertsson 67 stig 31/3 Karl Sigurðsson- Kristján Björnsson 74 stig Sigurður Þorvaldsson- Eggert Ó. Ievy 72 stig Flemming Jessen- Eggert Karlsson 71 stig Unnar A. Guðmundsson- Sigurður ívarsson 69 stig Bridgefélag Reykjavikur Sl. miðvikudag hófst sveitakeppni af léttara taginu. Þátt taka 10 sveitir og eru spiluð 10 spil í leik. Eftir 3 umferðir er staða 10 efstu sveita þannig: Stig 1. Atlantik 65 2. Delta 60 3. Einar Jónsson 45 4. Forsetasveitin 43 5-8. Magnús Eymundsson 42 5-8. Léttsveitin 42 5-8. Jón Steinar Gunnlaugsson 42 5-8. Murat 42 9. Guðmundur Sveinsson 35 10. Lúðrasveitin 31 Næst verður spilað í þessari keppni miðvikudaginn 29. apríl. Fréttatilkynning frá Bridge- sambandi íslands Landsliðsnefnd Bridgesambands fslands hefur valið eftirtalin pör á Evrópumeistaramótið í Brighton í ágúst í sumar. Opinn flokkur Aðalsteinn Jörgensen - Ásgeir Ásbjörnsson Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Arnþórsson Jón Baldursson - Sigurður Sverrisson Kvennaflokkur Esther Jakobsdóttir - Valgerður Kristjónsdóttir Erla Sigurjónsdóttir - Dröfn Guðmundsdóttir Halla Bergþórsdóttir - Kristjana Steingrimsdóttir Fréttatilkynning frá Bridge- sambandi íslands Landsliðsnefnd Bridgesambands ís-. lands hefur valið eftirtalin pör á Norðurlandamótið sem haldið verð- ur að Hrafnagili í Eyjafirði í júni 1987. Spilarar fæddir 1962 og síðar. Jakob Kristinsson - Garðar Bjarnason Hrannar Erlingsson - Ólafur Týr Guðjónsson Júlíus Sigurjónsson - Matthias G. Þorvaldsson Spilarar fæddir 1966 og síðar. Ólafur Jónsson Steinar Jónsson Ari Konráðsson - Kjartan Ingvarsson Baldvin Valdimarsson - Steingrímur G. Pétursson Frá Bridgefélagi Kvenna Úrslit i árlegri parakeppni félags- ins urðu að Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigvaldi Þorsteinsson sigruðu, eftir mikla og jafna keppni. Röð efstu para varð þessi: 1. Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson 624 2. Sigrún Pétursdóttir - Sveinn Sigurgeirsson 604 3. Lovísa Eyþórsdóttir - Garðar Sigurðsson 596 4. Nanna Ágústsdóttir - Sigurður Ámundason ' 596 5. Guðrún Jörgensen - * Þorsteinn Kristjánsson 582 6. Lilja Petersen - Jón Sigurðsson 582 7. Soffía Theodórsdóttir - Eggert Benónýsson 574 8. Júlíana Isebarn - Örn Isebarn 563 9. Sigrún Straumland - Cýrus Hjartarson 566 10. Þorgerður Þórarinsdóttir - Ólafur Als 560 Efstu skor síðasta kvöldið fengu þau mæðgin Guðrún Guðmunds- dóttir og Kristján Gaukur Kristjáns- son eða 140. Næsta keppni félagsins hefst á mánudaginn kemur. Það er opin hraðsveitakeppni. Allar nánari upp- lýsingar og skráning annast þær Áldís Schram (15043) og Margrét Margeirsdóttir (21865). Spilað er í Sigtúni 9 (gengið inn að austan). Keppnisstjóri er Agnar Jörgensson. Útboð Hjaltastaðavegur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd kafla 3,0 km, fylling og burðarlag 21.000 m3. Verki skal lokið 1. sept- ember 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 11. mai 1987 á sömu stöðum. Vegamálastjóri Ætlaxðu að Láttu okkur nþvottur, Þ”11™ 3 að6taS jgffii aS — « Mianarva^ Klöpp - Sími 20370 V/Umferðarmiöstööina - Sími 13380 Höföabón Höfðatúni 4 - Sími 27772 MMC Pajero Super Wagon árg. Seat Ibiza árg. ’85, ekinn 17.000. ’86, ekinn 25.000. Verð 950 þús. Verð 270 þús., 5 gira, fallegur bill. VW Golf CL árg. ’85, ekinn 13.000. Verð 410.000. Audi 100 CD árg. ’85, ekinn 23.000, verð 1100 þús., sjálfskiptur, með álfelgum, lituðu gleri, rafmagni i rúðum o.fl., mjög fallegur bill. BRAUTARHOLTI33 - SIMI695660. Toyota Tercel 4WD árg. '86, ekinn Range Rover árg. '83, ekinn 16.000. Verð 570 þús, fallegt ein- 34.000. Verð 1060 þús., sjálfskipt- tak. ur + aukadekk. GOTT URVAL NYLEGRA BILA A STAÐNUM, TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA. OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.