Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Síða 39
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
\
39
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Toyota 4Runner SR5 ’85 til sölu. Ýmsir
aukahlutir, svartur, verð 920 þús.
Uppl. í símum 611742 og 617016.
Þetta sumarhús er til sýnis og sölu að
Skúlagötu 12, Reykjavík. Húsið er
selt tilbúið til flutnings. Uppl. í síma
15466.
Chevroíet Surburban '76 til sölu, með
Bedford 6 cyl. dísilvél. Tilboð óskast.
Uppl. í síma 91-54056.
Mazda 929 ’84 til sölu, grásans., sjálf-
skiptur + vökvastýri, ekinn aðeins
32 þús. Til sýnis á bílasölunni Blik,
sími 686477.
Tilsölu
Vorvörur. Þríhjól, stignir traktorar,
hjólbörur, stórir vörubílar, talstöðvar,
fótboltar, húlahopphringir, hoppu-
boltar, ódýrir brúðuvagnar. Póstsend-
um. Leikfangahúsið, Skólavörðustíg
10, sími 14806.
Þær selja sig sjálfar, spjaldahurðirnar.
Athugið málin áður en skilrúmin eru
smíðuð. Utanmál á körmum: 89x209,
79x209, 69x209 eða 89x199, 79x199,
69x199. Verð 9100 kr. Habo, Bauga-
nesi 28, 101 Reykjavík, sími 15855.
SKIPPER
CS 115 litdýptarmælir
10 tommu skermur,
8 litir, 50 khz,
botnstækkun,
botnlæsing.
Friðrik A. Jónsson h.f.
Skipholtl 7, Reykjavik,
Simar 14135 — 14340.
Svifnökkvi, gervihnattaloftnet.
Fullkomnar teikningar, leiðbeiningar
og mikið meira af þessum alvörutækj-
um, sem þú smíðar sjálfur. Sendi í
póstkr. Sími 618897 milli kl. 16 og 20
eða í box 1498, 121 Rvík. Kreditþj.
Ýmislegt
GANGLERI
Fyrra hefti Ganglera, 61. árg. er komið
út. 18 greinar eru í heftinu um andleg
og heimspekileg mál. Áskriftin er 550
kr. fyrir 192 bls. á ári. Nýir áskrifend-
ur fá einn árgang ókeypis. Áskriftar-
sími 39573.
■ Verslun
Kápusalan auglýsir: Nýju vorkápumar
em komnar í búðirnar, léttar og þægi-
legar kápur í góðum sniðum og litum.
Eru við hæfi allra aldurshópa. Ath!
Við póstsendum um land allt. Kápu-
salan, Borgartúni 22, Reykjavík og
Kápusalan, Hafnarstræti 88, Akur-
eyri.
VERUM VARKAR
FORDUMST EYDNI
Rómeó & Júlia býður pörum, hjónafólki
og einstaklingum upp á geysilegt úrv-
al af hjálpartækjum ástaríífsins í yfir
100 mismunandi útgáfum við allra
hæfi. Því er óþarfi að láta tilbreyting-
arleysið, andlega vanlíðan og dagleg-
an gráma spilla fyrir þér tilverunni.
Einnig bjóðum við annað sem gleður
augað, glæsilegt úrval af æðislega
sexý nær- og náttfatnaði fyrir dömur
og herra. Komdu á staðinn, hringdu
eða skrifaðu. Ómerkt póstkröfu- og
kreditkortaþjónusta. Opið alla daga
nema sunnudaga frá 10—18. Rómeó &
Júlía, Brautarholti 4, 2. hæð, símar
14448 - 29559, pósthólf 1779,101 Rvík.
Sænskar innihurðir. Glæsilegt úrval af
innihurðum, nýja hvíta línan, einnig
fumhurðir og spónlagðar hurðir.
Verðið er ótrúlega lágt, eða frá kr.
7.600 hurðin. Harðviðarval hf.,
Krókhálsi 4, sími 671010.
Sumarkápur, gaberdínfrakkar, jogg-
inggallar, buxur, blússur, pils, peysur,
ótrúlega lágt verð. Verksmiðjusalan,
Skólavörðustíg 43, s. 14197. Opið virka
daga 10-18.
■ Ferðaþjónusta
GISTIHEIMILIÐ
STARENGI, SELFOSSI
Nýtt gistihús við hringveginn:
14 rúm í eins og 2ja manna herbergj-
um, með eða án morgunverðar.
Starengi, Selfossi, sími 99-2390,
99-1490, (99-2560).
Isabella Rossellini í ham.
Isabella Rossellini er lik móður
sinni, Ingrid Bergman. Hún hefur
á undaförnum árum orðið þekkt
fyrir ljá andlit sitt í fjölmargar
auglýsingar og aðeins hefur hún
komið við sögu í kvikmyndaleik
en aldrei svo að verulegt orð færi
af - fyrr en nú.
Hún leikur annað aðalhlutverkið
í mynd sem heitir Blue Velvet,
mynd sem vakið hefur miklar deil-
ur. Til þessa hefur Isabella varið
siðprýðin uppmáluð en nú hefur
hún söðlað um. Opinberlega er
þetta ekki klámmynd en margir
þeirra sem séð hafa telja þó að hún
sé ekkert annað.
I myndinni leikur Isabella fórnar-
lamb sadista sem rænt hefur manni
hennar og barni og krefst þess að
fá hana í skiptum. Það eru við-
skipti lsabellu og sadistans sem
hafa vakið mesta hnevkslun.
Síðast lék Isabella i mvndinni
Hvítar nætur. Þar var hún í hlut-
verki trúfastrar eiginkonu. Nú er
allt annað uppi á teningnum. Þetta
hefur minnt marga gamla aðdáend-
ur móður Isabellu á feril hennar.
Ingrid Bergmann hikaði ekki við
að taka áhættur á leikferli sínum
og hlaut ýmist lof eða last fyrir.
„Það er sagt að leikstjórinn, Dva-
id Lynch, hafi platað mig út í
einhverja vitleysu til að eyðilegga
feril minn. Það er hinn mesti mis-
skilningur,” sagði Isabella nýverið
í viðtali. „Mér er einnig sagt að ég
hafi ekki hugmynd um hvað ég
hafi gert. Það er líka misskilningur
og móðgandi i minn garð að halda
því fram. Ég er ekki eins og hjálp-
arlaust barn sem hægt er að plata,"
sagði Isabella enrifremur.
..Ég skil þessa mynd vel og er
meira að segja mjög hrifin af
henni,“ sagði Isabella. „Ein ástæð-
an til þess að ég tók að mér þetta
hlutverk í upphafi var að þetta var
ekki ein glansmyndin enn. Ég er
ekki þannig."
Enn er von á nýrri mynd með
Isabellu. Myndin nefnist Stórir
strákar dansa ekki og er gerð eftir
sögu Normans Mailer. Þar leikur
Isabella dóttur mafiósa. Isabella
talar með ítölskum hreim en það
kemur síst að sök í myndinni. Þeg-
ar Isahella er spurð á hvaða máli
hún hugsi svarar hún: „Ég hugsa
bæði á ítölsku og ensku en mig
dreymir á frönsku."
Snarað/GK