Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 40
40
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
TiJkyimingar
Ábending frá
fuglafriðunarnefnd
„Vakin er athygli á því að dvöl manna
við hreiður sjaldgæfra fugla svo og mynda-
taka er óheimil nema með leyfi mennta-
málaráðuneytisins. Þær tegundir sem hér
eiga í hlut eru haförn, fálki, snæugla og
haftyrðill. Sérstök reglugerð gildir til að
koma í veg fyrir truflun af völdum um-
ferðar manna við hreiður þessara fugla. Á
undanfömum árum hafa stundum birst
myndir af fálkum og örnum í eða við hreið-
ur, einnig viðtöl við menn sem fara að
slíkum hreiðrum án tilskilinna leyfa frá
ráðuneyti. I sumum tilfellum má ætla að
viðkomandi rekist á hreiður fyrir tilviljun.
Verra er þegar menn gera sér beinlínis
ferð að hreiðrum án þess að afla sér heim-
ildar. Ein heimsókn að arnarhreiðri á
viðkvæmasta tíma (á vorin) getur leitt til
þess að fuglarnir afræki og verpi ekki aft-
ur það árið. Óskað er eftir því við alla að
þeir sýni tillitssemi í umgengni við fugla.
~ ‘ sjaldgæfa sem aðra.“
Jarðhitaskólinn
Frá því að Jarðhitaskólinn var stofnaður
árið 1979 hefur hann útskrifað 57 jarðvís-
indamenn og verkfræðinga frá 14 þróun-
arlöndum. Að auki hafa 20 erlendir
nemendur og fræðimenn tekið þátt í starfi
skólans. Jarðhitaskólinn er rekinn af
Orkustofnun í samvinnu við Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna. Skólaár Jarðhitaskól-
ans er sex mánuðir, frá sumardeginum
fyrsta til sumarloka. Starfsemi skólans
miðar að því að gefa nemendum fyrst inn-
sýn í flesta þætti jarðvísinda og verkfræði.
jarðhita. og síðan sérhæfða þjálfun í ein-
stökum afmörkuðum greinum jarðhita-
fræða undir handleiðslu sérfræðinga.
Ennfremur býður skólinn upp á þjálfun í
skemmri tíma fyrir jarðvísindamenn og
verkfræðinga sem vilja kynna sér ákveðna
þætti jarðhitamála. Slík þjálfun tekur yfir-
leitt tvo til þrjá mánuði. Níunda starfsár
skólans er nú að hefjast. Skólinn verður
settur af Jakobi Björnssyni orkumála-
stjóra mánudaginn 27. apríl nk. kl. 14 í
fundarsal Orkustofnunar. Þrettán nem-
endur frá sex löndum verða við skólann í
ár. Forstöðumaður Jarðhitaskólans er dr.
Jón Steinar Guðmundsson verkfræðingur
sem yeitir allar nánari upplýsingar: símar
83600, 82857 og 77227.
Kvenfélag Kópavogs
Spiluð verður félagsvist nk. mánudag. 27.
apríl, og hefst hún kl. 20.30 í félagsheimili
bæjarins. Allir velkomnir.
^ Námskeið í akstri og meðferð
dráttarvéla
Eins og undanfarin ár verður haldið nám-
skeið í akstri og meðferð dráttarvéla að
Dugguvogi 2 í Reykjavík dagana 29. apríl
til 4. maí nk. Námskeiðið er tvíþætt: For-
námskeið fvrir 14 og 15 ára nemendur og
dráttavélanámskeið fyrir 16 ára og eldri.
Fornámskeiðið stendur yfir í 6 kennslu-
stundir og kostar kr. 1.100. Námskeið
hinna eldri verður 11 stundir og kostar
með öllu kr. 4.000. Það eru siö aðilar sem
standa fyrir námskeiðshaldinu. Innritun
fer fram á námskeiðsstað, Dugguvogi 2
(við Eiliðavog). föstudaginn 24. apríl,
mánudaginn 27. apríl og þriðjudaginn 28.
apríl kl.16-18.30. Þátttökugjald greiðist
við innritun. Tilgangur námskeiðsins er
fyrst og fremst sá að auka öryggi og akst-
urshæfni unglinga en einnig að stuðla að
hagkvæmari vinnubrögðum og bættri
meðferð þeirra á vélunum. Nánari upplýs-
^ ingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma
27666 eða Búnaðarfélagi Islands í síma
19200.
Styrkveitingar á vegum
Ólympiunefndar íslands.
í samkomulagi milli Ólympíunefndar og
fulítrúa Afreksmannasjóðs ISI er tilhögun
styrkveitinga til íþróttamanna og sérsa-
banda fólgin í því að úr Afreksmannasjóði
er veitt fé til einstakra íþróttamanna,. en
styrkir Ólympíunefndarinnar renna til
sérsambandanna. Nýiega veitti Ólympíu-
nefndin samtals 3,5 milljónum króna til
eftirtaldra sérsambanda sem styrki fyrir
þetta ár. Frjálsíþróttasabmandið kr.
350.000. Handknattleikssambandið
1.500.000. Judosambandið 200.000. Knatt-
spymusambandið 400.000. Siglingasam-
bandið 200.000. Skíðasambandið 500.000
og Sundsambandið 350.000. Samtals
. . 3.500.000.
Kosningaútvarp
Kosningaútvarp á stuttbylgju
verður sem hér segir:
Laugardaginn 25. apríl klukkan
22.00-02.00: Til Evrópu á 9985 kHz, 32,1 m
á 4924 kHz, 60,9 m
á 3400 kHz 88,2 m
Til austurhl.
Kanada og Bandaríkja á 9932 kHz 30,2 m
á á 11733 kHz, 25,6 m
Sunnudaginn 26. 00-14.00: apríl klukkan 12.
Til Evrópu á 13759 kHz, 21,8 m
á 9675 kHz, 31,0 m
á 9950 kHz, 30,1 m
Til austurhl.
Kanada og Bandaríkja á 11733 kHz, 25,6 m
Allt ísl. tími sem er sami og GMT/
UTC.
Hið íslenska biblíufélag
minnir á Biblíuna á þessum tíma árs, tíma
ferminganna. Biblían fæst í bókaverslun-
um, hjá kristilegu félögunum og í Guð-
brandsstofu, Hallgrímskirkju. Opið
föstudaga kl. 10-12. Sími 17803.
Orgeltónleikar í Fríkirkjunni.
Sunnudaginn 26. apríl kl. 16 verða aðrir
tónleikar í tónleikaröð Noríæna hússins
„Ungir norrænir einleikarar". Að þessu
sinni verða tónleikarnir haldnir í Fríkirkj-
unni en þá leikur Gunnar Idenstam á orgel
og er hann fulltrúi Svíðþjóðar í þessari
tónleikaröð. Á verkefnaskránni eru verk
eftir M. Duruflé, Robert Schumann. J.S.
Bach, L. Vierne, Ravel og Gunnar Idenst-
am. Gunnar Idenstam er fæddur 1961 og
lærði á orgel í Tónlistarháskólanum í
Stokkhólmi og lauk burtfararprófi í
kirkjutónlist 1983. Franska ríkið veitti
honum styrk til orgelnáms í París 1983-85
og 1986 lauk hann einleikaraþrófi frá Tón-
listarháskólanum í Stokkhólmi. Hann
hefur hlotið verðlaun í alþjóðlegum orgel-
keppnum í Finnlandi og í Frakklandi og
1985 fékk hann ..Virtuosité diploma" og
fyrstu verðlaun frá Ríkistónlistarskólan-
um í Frakklandi. Aðgöngumiðar verða
seldir við innganginn. Næstu tónleikar í
röðinni verða sunnudaginn 10. maí kl. 16
og þá leikur fulltrúi Noregs. Hávard Gimse
á píanó.
Hamsun og Harr í
Norræna húsinu
I dag kl. 15 verður opnuð sýning í and-
dyri Norræna hússins á myndum eftir
norska listamanninn Karl Erik Harr og
verður hann viðstaddur opnunina. Sendi-
herra Noregs. Niels L. Dahl. flytur ávarp
við það tækifæri. Á sýningunni eru teikn-
ingar. skissur og steinprent sem Harr
hefur gert við skáldverk Knuts Hamsuns
en Harr er sá listamaður sem hefur mvnd-
skreytt flestar bækur Hamsuns.
Kynning á Ferðaféiaginu í
Gerðubergi - Breiðholti
Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30 efnir
Ferðafélagið til kynningar í Gerðubergi.
menningarmiðstöð Breiðholts. Ólafur Sig-
urgeirsson sýnir myndir úr ferðum
Ferðafélagsins og segir frá tilhögun þeirra.
Gestum gefst tækifæri á að koma með
spurningar um starf F.I. Kynnið ykkur
ferðir Ferðafélagsins og fjölbreytni þeirra.
Allir geta fundið ferð við sitt hæfi. Að-
gangur kr. 50. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Háskólafyrirlestur
Hinn heimskunni franski sagnfræðingur
Georges Duby, prófessor við College de
France í París, flytur tvo opinbera fyrir-
lestra í boði heimspekideildar í lok apríl.
Fyrri fyrirlesturinn verður fluttur þriðju-
daginn 28. apríl 1987 kl. 17.15 í stofu 101
í Ódda og nefnist „La condition de la
femme au 12e siecle en France“ (kjör kon-
unnar á 12. öld í Frakklandi) og verður
fluttur á frönsku. Síðari fyrirlesturinn
verður miðvikudaginn 29. apríl kl. 17.15 í
stofu 101 í Odda og nefnist „La cathédr-
ale, la cité et le pouvoir royal" (Dómkirkj-
an, borgin og konungsvaldið) og verður
fluttur á ensku. Fyriríestrarnir eru öllum
opnir.
Ferðafélag Islands
Helgarferðir 30. apríl - 1. maí
Öræfajökull - Skaftafell. Brottför kl. 20
fimmtudag. Gist í svefnpokaplássi á Hofi
í Öræfasveit. Gengið á Hvannadalshnúk
(2119 m). Farastj.: Snævarr Guðmundsson
o.fl. Upplýsingar um útbúnað fást á skrif-
stofu F.Í.
Þórsmörk. Brottför kl. 08 föstudag 1.
maí. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Far-
miðasala og upplýsingar á skrifstofu F.I.,
Öldugötu 3.
ssssgöi œaKik**-:
jgpHK
Náms- og starfsráðgjöf
Nýlega tók til starfa í Reykjavík nýtt fyrir-
tæki Ábendi sf. sem sérhæfir sig í náms-
og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga og ráðn-
ingarþjónustu og ráðgjöf við starfsmanna-
hald. Hugmyndin að baki Náms- og
starfsráðgjafar er komin frá bandarískum
háskólum byggir á því viðhorfi að ein-
staklingar séu ólíkir og að hver maður
þurfi að finna sína réttu hillu í lífinu til
að geta notið sín tii fulls. Náms- og starfs-
ráðgjöf Ábendis hentar öllum þeim sem
standa frammi fyrir náms- eða starfsvali,
þeim sem vilja breyta til eða fá staðfest-
ingu á að þeir séu á réttri braut. Eigendur
Ábendis eru þær Ágústa Gunnarsdóttir,
M.A. í sálfræði, en hún hefur hlotið sér-
fræðimenntun á sviði starfsráðgjafar í
Minnesota í USA, Nanna Christiansen,
kennari og ráðgjafi, en hún annast dagleg-
an rekstur Ábendis, og Þórunn H. Felix-
dóttir, Verslunarskólakennari og ráðgjafi.
Ábendi sf. er til húsa að Engjateigi 7 (gegnt
Hótel Esju). Opnunartími skrifstofunnar
er frá kl. 9-15 alla virka daga, síminn er
91-689099.
Upplýsingastofa námsmanna
Menntamálaráðherra hefur falið Háskóla
Islands að hafa forgöngu um og annast
starfrækslu Upplýsingastofu námsmanna
er hafi það markmið að veita upplýsingar
um innlendar og erlendar menntastofnan-
ir og möguleika á framhaldsnámi. Um
, skipulagningu upplýsingaöflunar og
rekstrar stofunnar verði haft samráð við
menntamálaráðuneytið, Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna, Félagsstofnun
stúdenta, Stúdentaráð. Samband íslenskra
námsmanna erlendis og Bandalag ís-
lenskra sérskólanema.
Fundur stjórnar BSRB
Eftirfarandi var samþykkt á fundi stjórnar
BSRB 15. apríl ’87: „Stjórn BSRB lýsir
fullum stuðningi við Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar í deilu þess við borgar-
yfirvöld. Bandalagsstjórnin fordæmir þau
vinnubrögð borgarráðs Reykjavíkur að
breyta einhliða undirrituðum kjarasamn-
ingi sem félagsmenn í starfsmannahaldi
Reykjavíkur voru að greiða atkvæði um á
þeim degi sem borgarráð breytti honum
einhliða. Framkoma borgarráðs er alvar-
legt brot á þeim grundvallarreglum, sem
samtök launafólks gera kröfu til að at-
vinnurekendur fari eftir í samskiptum við
stéttafélög launamanna. Stjórn BSRB lýs-
ir fullum stuðningi við aðgerðir Starfs-
mannafélagsins og einstaka starfshópa
innan þess til að mótmæla slíkum vinnu-
brögðum. Beinir BSRB þeim eindregnu
tilmælum til félagsmanna sinna og alls
launafólks að það gangi ekki inn í störf
þeirra sem borgaryfirvöld hafa hótað upp-
sögnum vegna mótmælaaðgerðanna.”
Happadrætti DAS með Visa
Frá og með nýju happdrættisári hefur
stjórn DAS ákveðið að taka upp þá ný-
breytni, fyrst stóru happdrættanna, að
ganga til samstarfs við Visa um kerfis-
bundnar endurnýjanir happdrættismiða.
Þetta þýðir að bæði gamlir og nýjir við-
skiptamenn, sem vilja freista gæfunnar um
leið og þeir styrkja þarft málefni, geta nú
spilað áhyggju og fyrirhafnarlaust um alla
framtíð, án þess að þurfa að óttast að stóri
vinningurinn komi á miðann þeirra, ein-
mitt þegar þeir gleymdu eða komust ekki
til að endurnýja hann í tæka tíð. Hægt
er að biðja um um fastar mánaðarlegar
millifærslur með Visa hjá öllum umboðs-
mönnum happdrættisins. Bara eitt símtal
og miðarnir verða endurnýjaðir sjálfvirkt
um Visa-kerfið svo lengi sem þú vilt og
kortið er í gildi.
Minningarkort Áskirkju
Minningarkort Áskirkju hafa eftirtaldir
aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Aust-
urbrún 37, sími 681742. Guðrún Jónsdóttir,
Kleifarvegi 5, sími 681984. Ragna Jóns-
dóttir, Kambsvegi 17, sími 82775.
Holtsapótek, Langholtsvegi 84. Þjónustu-
íbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Verslunin
Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 og Helena
Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Þá gefst
þeim sem ekki eiga heimangengt kostur á
að hringja í Áskirkju, sími 84035, milli kl.
17 og 19 á daginn og mun kirkjuvörður
annast sendingu minningarkorta fyrir þá
sem þess óska.
Myndlistarsýning í Gerðu-
bergi
Halldór C. hefur opnað myndlistarsýningu
í Gerðubergi, Breiðholti. Sýningin er hald-
in í minningu Gísla á Uppsölum og Andy
Warhol. Opið er alla daga kl. 9-21. Sýning-
in stendur fram í miðjan maí og er
aðgangur ókeypis.
Ný sending af Happa-
þrennu komin
I síðasta mánuði setti Happdrætti Háskóla
íslands á markaðinn nýja tegund happ-
drættismiða, svonefnda „Happaþrennu”.
Eru þeir þannig gerðir að kaupandi sér
strax hvort hann hefur hlotið vinning og
vinningarnir eru greiddir út strax, hinir
minni hjá seljendum, en hinir stærri á
aðalskrifstofu happdrættisins. Skemmst er
af því að segja að viðtökur voru þannig,
að ein milljón miða seldist upp á örfáum
dögum. Nú eru miðarnir komnir á sölu-
staði á ný. I einni milljón miða, sem nú
eru til sölu, eru sem fyrr 8 vinningar á
500.000 hver, en samtals nema vinningarn-
ir 50% af söluverði miðanna. Miðinn
kostar 50 krónur.
Gamlir verslunarskóla-
nemar hittast á Sögu
Á fimmtudaginn í næstu viku, 30. apríl,
er hinn hefðbundni skóladagur v erslunar-
skólanema. Sá dagur hefur um áratuga-
skeið verið hátíðisdagur skólans þvi á
árum áður var skólanum ávallt slitið
þennan dag og nemendur héldu út í at-
vinnulífið - eða til frekara náms. Á síðari
árum hafa skólaslitin færst á ýmja daga
i byrjun maí, en 30. apríl er eftir sem áður
hátíðsdagur Nemendasambands skólans.
Að venju gengst Nemendasambandið fyrir
veglegu hófi að Hótel Sögu 30. apríl og
þangað fjölmenna þeir árgangar sem
minnast heils eða hálfs tugar afmælis frá
brautskráningardegi. Þessar skemmtanir
hafa löngum verið orðlagðar fyrir fjör,
enda hittast mörg skólasystkini oft ekki
nema á þessum nemendamótum á fimm til
tíu ára fresti. Rósa Matthíasdóttir, nýkjör-
in formaður Nemendasambandsins, mun
stýra hófinu en nýtur við það fulltingis
Kristins Hallssonar óperusöngvara sem
verið hefur formaður sambandsins í fulla
þrjá áratugi. Aðgöngumiðar að hófinu
verða afhentir í skrifstofu Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur í Húsi verslun-
arinnar, en afmælisárgöngum er ráðlagt
að panta þar miða tímanlega.
Tónleikar í Norræna húsinu
Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tón-
leika í Norræna húsinu mánudaginn 27.
apríl kl. 20.30. Kolbrún Amgrímsdóttir,
alt, syngur lög eftir Mahler, Pál Isólfsson,
Brahms og Schumann. Við pianóið er
Selma Guðmundsdóttir. Þessir tónleikar
eru hluti af einsöngvaraprófi Kolbrúnar,
en hún mun ljúka námi frá skólanum í
vor. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Gossaga Kröflu
Mánudagskvöldið 27. apríl heldur Kristj-
án Sæmundsson jarðfræðingur fyrirlestur
á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.
Kristján rekur gossögu eldstöðvakerfisins
í Kröflu á sl. 3000 árum, en með hjálp ösku-
laga hefur tekist að finna hvaða gígar og
hraunskikar eiga saman og tímasetja gos-
in. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn,
verður í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi
Háskólans og hefst kl. 20.30.
Sölustöðvun á sælgæti frá
Nidar Bergene
Niðurstöður rannsóknarstofu Hollustu-
verndar ríkisins varðandi rannsókn á
matarsýkingarsýklum í norskum súkku-
laðivörum frá fyrirtækinu Nidar Bergene,
Þrándheimi, liggja nú fyrir. Með hliðsjón
af þeim niðurstöðum og að höfðu samráði
við heilbrigðiseftirlitið í landinu og inn-
flytjanda vörunnar, vekur Hollustuvernd
ríkisins hér með athygli hlutaðeigandi á
því að sölustöðvun er enn í gildi á öllum
sælgætisvörum frá ofangreindu fyrirtæki
i Þrándheimi. Sölustöðvunin nær þó ekki
til sérstaklega auðkennds páskasælgætis,
sem hér eru á markaði frá Osló verk-
smiðju fyrirtækisins, þar sem ekki hafa
fundist sýklar í því.
Ferðlög
Kynning á Ferðafélaginu í
Gerðubergi - Breiðholti
Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30 efnir
Ferðafélagið til kynningar í Gerðubergi,
menningarmiðstöð Breiðholts. Ólafur Sig-
urgeirsson sýnir myndir úr ferðum
Ferðafélagsins og segir frá tilhögun þeirra.
Gestum gefst tækifæri á að koma með
spurningar um starf F.í. Kynnið ykkur
ferðir Ferðafélagsins og fjölbreytni þeirra.
Allir geta fundið ferð við sitt hæfi. Að-
gangur kr. 50. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 30. april - 1. maí.
Öræfajökull - Skaftafell. Brottför kl. 20
fimmtudag. Gist í svefnpokaplássi á Hofi
í Öræfasveit. Gengið á Hvannadalshnúk
(2119 m). Fararstj.: Snævarr Guðmundsson
og fl. Upplýsingar um útbúnað fást á skrif-
stofu F.I.
Þórsmörk. Brottför kl. 08 föstudag 1.
maí. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Far-
miðasala og upplýsingar á skrifstofu F.I.,
Öldugötu 3.
Á morgun heíst árleg lista- og menn-
ingarvika Samtakanna ’78, félags
homma og lesbía á íslandi. Menning-
arhátíðin verður haldin í nýju félags-
heimili Samtakanna ’78 að Lindargötu
49 svo og í Risinu, Hverfisgötu 105.
Meðal atriða á menningarviku
homma og lesbía má nefna myndlistar-
sýningu Reynis Sigurðssonar í húsa-
kynnum Samtakanna ’78 við
Lindargötu og verður hún opnuð á
morgun. Á mánudag verður umræðu-
fundur í Risinu þar sem geðlæknar,
sálfræðingar og prestar svara spurn-
ingunni „Hver er ábyrgð þín í starfi
gagnvart hommum og lesbíum?“.
Á þriðjudaginn verður efnt til um-
ræðufundar um samskipti homma og
lesbía og á fimmtudaginn verður
Bridge
Frá Bridgefélagi Reyðarfjarð-
ar/Eskifjarðar:
Tveggja kvölda barometer-keppni
félagsins er lokið. Úrslit urðu þessi:
1. Einar Sigurðsson -
Sigurður Freysson 107
2. Aðalsteinn Jónsson -
Sölvi Sigurðsson 89
3. Ásgeir Metúsalemsson -
Friðjón Vigfússon 81
4. Guðjón Björnsson -
Aðalsteinn Valdimarsson 58
5. Hörður Þórhallsson -
Bjarni Garðarsson 36
6. Guðmundur Magnússon -
Jónas Jónsson 18
7. Erla Gharlesdóttir -
Gísli Stefánsson 17
Frá Bridgesambandi íslands
Islandsmótið í parakeppni verður
spilað í Sigtúni helgina 2.--3. maí nk.
Skráning er hafin hjá Bridgesam-
bandi fslands í s: 91-68 93 60 (Olafur).
Aðeins verður skráð á skrifstofunni.
Keppnisgjald fyrir parið verður að-
eins kr. 3.000. Spilað er um gullstig.
Fyrirkomulagið verður barometer
með 3-4 spilum milli para, allir v/
alla og ræðst spilafjöldinn af fjölda
þátttakenda. Nv. fslandsmeistarar
eru Esther Jakobsdóttir og Sigurður
Sverrisson úr Revkjavík.
íslandsmótið í tvímenningi, und-
anrásir, verða spilaðar í Gerðubergi
9.-10. maí nk. Þeirri ábendingu er
hér með komið á framfæri við öll fé-
lögin á landinu að þau sjái um
forskráningu para til 4. maí nk. Eftir
þann tíma geta spilarar aðeins skráð
sig til keppni hjá Bridgesambandinu
(sem og fram að keppni, allan tím-
ann).
Keppnisgjald fyrir par verður kr.
4.000 og greiðist við mætingu kepp-
enda. Mótið er öllum opið. í fyrra
var metþátttaka eða um 120 pör.
Spilað er eftir Mitchell-fyrirkomu-
lagi í undanrás en 23 efstu pörin
komast í úrslit sem verða spiluð helg-
ina eftir.
Fermingar
Hafnarfjarðarkirkja
Fermingar í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginnn 26.
apríl 1987 kl. 10.30.
Prestur sr. Gunnþór Ingason.
Fermingarbörn
Arna Hildur Pétursdóttir, Bröttukinn 6
Brynjar Viggósson, Fögrukinn 15
Eggert Rúnarsson, Hvaleyrarbraut 5
Guðmundur Jakob Jónsson, Kvíholti 6
Gunnar Páll Larsen, Stekkjarhvammi 9
Hafsteinn Þórir Haraldsson, Köldukinn 30
Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Bröttukinn 26
Kristján Helgi Stefánsson, Öldutúni 6
Ólafur Baldursson, Grænukinn 21
Róbert Þór Gunnarsson, Laufási 4
Stefán Már Gunnlaugsson, Álfaskeiði 74
Þór Fjalar Hallgrímsson, Bröttukinn 23
Sunnudagur 26. april kl. 14.00.
Fermingarbörn
Ásmundur Þór Steinarsson, Lækjarhvammi 14
Davíð Þór Kristjánsson, Móabarði 8
Drífa Björk Atladóttir, Holtsgötu 21
Edda Rún Jónsdóttir, Bröttukinn 20
Elín Þórarinsdóttir, Hringbraut55
Elínborg Gísladóttir, Stekkjarhvammi 48
Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, Þrastarhrauni 8
Erla María Skaftadóttir, Háukinn 8
Guðrún Rósa Guðnadóttir, Lækjarhvammi 15
Heiða Hrólfsdóttir, Mosabarði 16
Hulda Rut Ragnarsdóttir, Holtsgötu 12
Ingibjörg Ása Gunnarsdóttir, Túnhvammi 2
Kristbjörg Eva Aðalsteinsdóttir, Norðurbraut 26
Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir, Bröttukinn 30
Lena Karen Sveinsdóttir, Stekkjarhvammi 40
Rakel Sverrisdóttir, Hrísmóum 1
Sigríður Viktorsdóttir, Smyrlahrauni 31
Svava Sigmundsdóttir, Suðurgötu 21
eyðnifundur í Risinu. Þar munu
hommar og sérfræðingar í læknastétt,
félagsráðgjafar og íleiri reifa eyðni-
vandamáhð með sérstöku tilliti til
homma. Sýndar verða fræðslukvik-
myndir og Alþýðuleikhúsið sýnir
leikritið Eru tígrísdýr í Kongó. Laug-
ardaginn 2. maí verður sérstakt
kvennakvöld í Risinu og þar verða
verk norsku skáldkonunnar Gert
Brantenberg kynnt.
Að því loknu verður slegið upp dans-
leik.
Síðasti liður menningarvikunnar
verður svo á dagskrá sunnudaginn 3.
maí. Þá verður leikið atriði úr breska
leikritinu rents eftir Michael Wilcox
og lesið úr verkum Jean Genet sem
léstásíðasta ári. -EIR
Menningaivika
homma og lesbía