Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hrincdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar ** Áskrift - Dreifing: Síitíí 27022
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
Akureyri:
Afrugl-
arasvik
"" upplýst
Á Akureyri hefur komist upp um
ifruglarasvik og er það fyrsta málið
dnnar tegundar á landinu. Svikin fól-
ist í því að tengt var úr afruglara úr
íúsi yfir í annað og náði þannig við-
íomandi að horfa á Sjónvarp Akur-
yri, hina r-ugluðu dagskrá. án þess
ið borga tilskilin gjöld fyrir.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar
ná rekja upphaf þessa máls til þess
tð starfsmenn Sjónvarps Akureyrar
óku eftir að kapall lá milli húsanna
veggja sem hér um ræðir og grunaði
)á að þar væri verið að tengja fram-
tjá afruglaranum í öðru húsinu.
íærðu þeir málið til rannsóknarlög-
'eglunnar.
Rannsóknarlögreglan hafði tal af
nðkomandi aðilum og váðurkenndu
)eir að þetta hefði átt sér stað. Fékk
tnnar þeirra afruglara í febrúar og
Ijótlega upp úr því tengdu þeir úr
íonum vfir í hitt húsið. Mál þetta er
tð fullu upplýst. -FRI
Samningamálin:
úr Kaiphúsinu
Allt stendur enn fast í samninga-
nálum leiðsögumanna og viðsemj-
>nda þeirra og hefur enginn fundur
/erið boðaður, samkvæmt upplýsing-
im sem DV fékk hjá Guðlaugi
^orvaldssyni ríkissáttasemjara í
;ær.
í gær var haldinn fundur með raf-
/irkjum og línumönnum hjá RARIK
)g svaraði RARIK þar kröfugerð
itarfsmannanna. Nýr fundur hefur
/erið boðaður á þriðjudag.
Þá voru bankamenn á fundi með
iamninganefnd bankanna og lögðu
)ankarnir þar fram gagntilboð við
cröfum bankamanna. Ekki var búist
/ið tíðindum af þessum fundi en
•eiknað með nýjum fundi eftir helgi.
-ój
Einhverjar mest spennandi alþingiskosningar sem farið hafa fram:
Um 26 þusund ungmenni
kjósa í fyrsta sinn
Um 26 þúsund ungmenni kjósa í
dag í fyrsta sinn í alþingiskosning-
um sem mönnum ber saman um að
séu einhverjar þær mest spennandi
sem farið hafa fram. Aldurshóparn-
ir átján og nítján ára fá nú í fyrsta
sinn að kjósa til Alþingis.
Kjósendur á kjörskrá eru sam-
kvæmt áætlun Hagstofunnar alls
171.400. Tæp 40% kjósenda eru í
Reykjavík, eða 67.400.
Utankjörfundar höfðu í Ármúla-
skóla síðdegis í gær kosið 5.330
manns, talsvert fleir'i en fyrir fjór-
um árum. Þar verður kjörstaður
opinn fyrir utanbæjarmenn f dag
til klukítan 18.
Veðrið getur vart talist hagstætt
kjósendum suðvestanlands í dag,
strekkingsvindur og rigning. Fyrir
norðan og austan verður mun
skárra veður.
Aurbleyta í vegum gæti tafið för
einhverra á kjörstað. Vegagerðin
lokaði Fróðárheiði á Snæfellsnesi
í gærkvöldi fyrir stórum bílum.
Aurbleytan gerir smábílum erfitt
fyrir í Bröttubrekku, á Skógar-
strönd, Steingrímsfjarðarheiði, í
uppsveitum Árnessýslu og í
Breiðdal.
Kjósandi greiðir atkvæði á þann
hátt að hann markar með blýanti
kross á kjörseðilinn fyrir framan
bókstaf þess lista sem hann vill
kjósa.
Ef kjósandi vill hafna frambjóð-
anda á þeim lista sem hann kýs
strikar hann yfir nafn hans. Kjós-
andi getur einnig breytt nafnaröð
á lista þeim sem hann kýs.
Kjósandi má ekki hagga neitt við
listum sem hann kýs ekki, hvorki
strika yfir nöfn á þeim né breyta á,
þeim nafnaröð.
Búast má við fyrstu kosninga-
tölum úr Reykjavík rétt fyrir
klukkan hálftólf í kvöld. -KMU
Lögreglumenn innsigla skólastofu í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í gærkvöldi. Þar voru kjörgögn geymd i nótt og því
allt til reiðu í dag, kjördag. Lögreglan gætti stofunnar vandlega í nótt. DV-mynd GVA
Ávallt feti framar
68-50-60
ÞRDSTUR
LOKI
Verður ekki gerð stytta af
fyrsta flakkaranum?
Veðrið á sunnudaginn:
9
Bjart og þurrt
veður austantil
Það verður suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum suðvestan- og vest-
anlands en björtu og þurru veðri austantil. Hiti 4-7 stig vestanlands en allt
að 12 stigum fyrir austan.
Veðrið á mánudaginn
Sunnanátt og skýjað
um allt land
Það verður sunnanátt og skýjað um allt land. Rigning eða súld um allt
sunnanvert landið en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti verður á bilinu 6-11 stig.