Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Side 4
4 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. Sljómmál Vestmannaeyjar þingmanns- lausar í fýrsta skipti Ómar Garðaissan, DV, Vestmannaeyjum: í fyrsta skipti í þingsögunni er kom- in upp sú staða að Vestmannaeyingar eiga ekki fulltrúa á Alþingi. Venjulega hafa tveir til þrír þingmenn ffá Vest- mannaeyjum átt þar sæti. Þeir sem áttu bestu möguleikana á að komast inn af þeim sem voru í ffamboði voru Ámi Johnsen af D-lista og Magnús H. Magnússon af A-lista en hvomgur þeirra náði kjöri. Kosningabaráttan hér einkenndist af því að sjálfstæðismenn lögðu á það mikla áherslu að koma sínum manni, Áma Johnsen, á þing. En sæti hans sem þriðja manns á D-lista var í vem- legri hættu, sérstaklega eftir tilkomu Borgaraflokksins. Þetta starf þeirra skilaði ábyggilega árangri og náði fylgi langt út fyrir raðir sjálfstæðis- manna. Kosningastarf hinna flokkanna fór ffekar seint af stað. Blaðamaður DV fór á kosningaskrifstofu flokkanna á kosningadaginn. Var mikill hugur í mönnum, sérstaklega var Ragnar Óskarsson, annar maður á G-lista, bjartsýnn og virðist það hafa verið á rökum reist því Margrét Frímanns- dóttir, efsti maður á G-lista, komst inn. Nú er talað um Kvennalistann sem sigurvegara þessara kosninga en hér í Vestmannaeyjum höfðu konurnar sig lítt í frammi og höfðu ekki opna skrif- stofu nema tvo síðustu dagana. Að liðinni kosninganótt náði blaða- maður DV tali af Áma Johnsen og Magnúsi H. Magnússyni. Ámi Johnsen: Mun freista þess að vinna sæti á ný ákaflega furðulegar og vægast sagt ósanngjamar. Við höldum ekki nærri því jafnvægi miðað við minni flokkana sem þessar reglur virðast fyrir. Það er ekki til bóta fyrir ís- lenskt þjóðfélag að stuðla að slíku. Hvað mig áhrærir mun ég reyna að ffeista þess í næstu kosningum, sem geta orðið fyrr en seinna, að vinna aftur það sæti sem ég skipaði á síðasta kjörtímabili, annað sætið, og ég mun reyna það sem fulltrúi Suðurlands í heild en ekki síst sem fulltrúi Vestmannaeyinga sem í fyrsta skipti eiga nú engan talsmann úr sínum röðum á Alþingi. Það hefur verið mér mikil hvatn- ing að finna alls staðar i kjördæminu mikinn áhuga fyrir því að ég ætti áfram sæti á Alþingi þó að niður- stöðumar hafi orðið þessar sem raun ber vitni vegna óhagstæðrar skipt- ingar atkvæða. Ég er líka mjög þakklátur fyrir þann ævintýralega mikla áhuga og stuðning sem Eyja- menn sýndu mér í þessari kosninga- baráttu. Ég vil þakka öllum þeim sem unnu mikið og óeigingjamt starf,“ sagði Ámi að lokum. „Ég harma þessi úrslit þó að ég sé á hinn bóginn ánægður með að flokkurinn er einna styrkastur hér miðað við fyrra fylgi hér í Suður- landskjördæmi. Ég þakka það afburðagóðri vinnu okkar fólks. Það var mjög hvetjandi að vera þátttak- andi í þessu starfi og hvað mig varðar sýna þessi úrslit að þær út- hlutunarreglur sem farið er eftir em Árni Johnsen með kosningastjóra sínum, Guðjóni Hjörleifssyni. DV-myndir Ómar Garðarsson. Magnús H. Magnússon náði ekki kjöri. Hér er hann með Elínu Ölmu Art- húrsdóttur, öðrum manni á lista Alþýðuflokksins, og Þorbirni Pálssyni kosningastjóra. Magnús H. Magnússon: Sama togstreKan og „Ég vil segja það um þessi úrslit að sjálfstæðismenn, eins og í síðustu kosningum 1983, töldu fólki trú um að ég væri ömggur og að til þess að atkvæði úr Vestmannaeyjum nýttust þyrfti að kjósa Áma Johnsen. En þetta er sama togstreita og 1983 en þá vant- ’83 aði aðeins örfá atkvæði á að ég næði kosningu. Að öðru leyti hef ég ekkert um þessi úrslit að segja annað en að ég er afar þakklátur öllu mínu sam- starfsfólki fyrir þessar kosningar," sagði Magnús að endingu. f dag mælir Dagfari Þetta fór eins og Dagfari hefur spáð. Þeir sigmðu allir með tölu, flokkarnir, og em afskaplega þakkl- átir kjósendum fyrir stuðninginn. Sumir þeirra miða að vísu við síð- ustu kosningar, aðrir við skoðana- kannanir, og svo em hinir sem unnu sigur ef miðað er við stöðuna eins og hún var. Alþýðuflokkurinn hefur unnið umtalsvert á frá síðustu alþingis- kosningum. Það er mikið afrek og þó sérstaklega það að formaðurinn skyldi hafa komist inn á þing. Það er ekki hveijum manni gefið að tefla sjálfum sér ffam í baráttusæti og ná kjöri eftir að hafa lagt allt undir. Það sannar betur en annað að kjós- endur vilja veg formannsins og flokksins sem allra mestan og er mikill sigur fyrir Alþýðuflokkinn. Borgaraflokkurinn er ekki nema mánaðargamall. Hann var stofnaður utan um Albert sem hafði verið útskúfaður úr rfkisstjómum ffam yfir aldamótin. Þessi nýi flokkur hefur mtt sér braut inn á þing með mikið mannval og Albert sjálfan í broddi fylkingar sem sannar að kjós- endur vilja að Albert komist í ríkis- stjóm á þessari öld en ekki þeirri næstu. Sigur hans er mikill. viðhorfum kvenna þegar ríkisstjórn verður mynduð. Flokkur mannsins og Þjóðarflokk- urinn vinna líka sína eigin sigra. Þeir hafa ekki getað auglýst eins og stóm flokkamir. Þeir vissu vel að það yrði á brattann sækja. En at- kvæðin, sem þeir fengu, sanna að þjóðin er að vakna og þeir vita um fjölmörg atkvæði sem þeir hefðu fengið ef kjósendur hefðu mátt ráða. Stefán Valgeirsson nær kjöri sem er mikill sigur fyrir Stefán. Eiginlega er hann sigurvegari kosninganna. Hvað hefði gerst ef Stefán hefði boð- ið sjálfan sig ffam í fleiri kjördæm- um? Bandalag jafnaðarmanna fékk ekki mörg atkvæði. En Bandalagið var líka búið að segja að það ætti ekki samleið með hinum flokkunum og þess vegna eru kosningamar mik- ill sigur fyrir þessi sjónarmið Bandalagsins. Það sannaði að Bandalagið á ekki samleið með öðr- um, hvorki flokkum né kjósendum. Er hægt að ná betri árangri? Þetta hafa verið góðar kosningar, eins og kosningar eiga að vera, þar sem enginn tapar og allir sigra. Húrra fyrir lýðræðinu. Dagfari Allir sigruðu Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi frá síðustu kosningum en heldur nokkurn veginn sínu ef miðað er við að Borgaraflokkurinn var stofnaður til höfuðs honum. Það er ekki létt verk að ganga í gegnum kosningar þegar efsti maður listans klýfur sig út og stofnar nýjan flokk til höfuðs þeim gamla. Ef lagt er saman fylgi Borgaraflokksins og Sjálfstæðis- flokksins sjá menn að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur bætt við sig fylgi fr á síðustu kosningum og hægri öflin em nú sterkari á þingi en nokkm sinni fyrr. Þetta er mikill sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn kemur vel út úr þessum kosningum. Eftir hrak- spár allt kjörtímabilið og erfiða stöðu í þéttbýlinu fær Framsóknar: flokkurinn sama fylgi og síðast þannig að öllum má vera ljóst að Framsókn er á mikill sóknarbraut. Steingrímur formaður hlýtur glæsi- lega kosningu og ljóst er að kjósend- ur vilja að Framsókn verði áfram leiðandi flokkur í ríkisstjóm. Kosn- ingamar em mikill sigur fyrir Framsóknarflokkinn. Alþýðubandalaginu hafði verið spáð tapi samkvæmt skoðanakönn- unum. Miðað við þá staðreynd að flokkurinn mundi tapa hefur hann haldið vel á sínu. Þá er þess og að geta að Kvennalistinn lýsti yfir and- stöðu gegn Nato og hemum og samkvæmt þvi skiptist vinstra fylgið upp á milli þessara tveggja flokka. Vinstri hreyfingin í landinu hefur þess vegna styrkt stöðu sína og getur Alþýðubandalagið verið ánægt með þá niðurstöðu. Alþýðubandalagið var raunar að vinna mjög á síðustu dagana fyrir kosingamar og ef það hefði fengið lengri tíma hefði það náð fullum styrk. Úrslitin em því alls ekki eins slæm og tölumar segja til um. Kvennalistinn er sigurvegari kosninganna - stórbætir fylgi sitt og hefur sannað tilverurétt sinn. Nú verður ekki lengur gengið fram hjá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.